Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005 | 15
ÁRÓRA Bórealis er hluti af dagskrá sem
ætluð er til sýningar í nokkrum borgum í
Japan á næstunni. Verkið byggist á nokkrum
listformum með söng í forgrunni. Til hliðar á
sviðinu var hringlaga stigi og þrískipt tjald.
Verkið hófst á að skýjum á fleygiferð var
varpað á tjaldið, síðar mátti sjá íslensk fjöll
og aðra náttúrufegurð landsins í öllu sínu
veldi. Ritari lætur tónlistargagnrýnanda eftir
að fjalla um sönginn. Fyrir leikmanni hljóm-
aði hann einkar vel. Uppröðun söngvara og
ferð þeirra um sviðið svo og skipti milli atr-
iða rann smekklega í gegnum verkið.
Búningar dansaranna minntu á miðaldir,
skinnvesti og ökklasítt pils. Stuttur dansdú-
ett undir mynd af strönd sem sýnir brimið
sogast út var fallegur í blárri lýsingunni.
Eins var túlkun dansaranna ágæt undir söng
Mörtu Halldórsdóttur þar sem hún kyrjar:
Út með djöfulinn, inn með drottinn. Dans-
stíllinn í Áróra Bórealis er einkennandi fyrir
Láru Stefánsdóttur. Það var velkst um á
gólfinu, tíð snerting var á milli dansaranna
og þeir skriðu, toguðu, héngu í hver öðrum.
Þessi dansmyndskreyting var í stuttum köfl-
um og fór vel við sönginn. Heildarsvipurinn
var rammíslenskur í verkinu. Það var dimm-
ur miðaldablær í samfléttu listformanna.
Auðvelt var að láta sér líka þetta verk og
ógerlegt að hugsa sér annað en að jap-
önskum eigi eftir að hugnast það.
Von
Í dansverkinu fjallar Lára um von í víðu
samhengi. Von sem ósk, löngun og eftirvænt-
ing. Sama sviðsmynd er notuð og í fyrra
verkinu en nú er fiskum í vatni varpað á
tjaldið en vatn er höfundi hugleikið sem upp-
spretta lífsins. Lára tengir vonina þrem pör-
um á ólíkum aldursskeiðum. Verkið hófst
með björtum drengjasöng á vögguvísunni
Litfríð og ljóshærð eftir Emil Thoroddsen.
Undir söngnum dansaði Saga Sigurðardóttir
ásamt Hannesi Egilssyni.
Yngsta parið rýnir til framtíðar og var
dans þeirra eins konar óður til lífsins með
hreyfingum í ætt við bjartsýni og óþreyju.
Saga tók sig vel út á sviðinu með mikið rautt
hár, klædd í ljósbláan kjól. Dans þeirra
beggja var einbeittur og hnitmiðaður, dálítið
óþroskaður sem reyndar fór hlutverki þeirra
ágætlega. Miðaldra parið var dansað af höf-
undi og Vicente Sancho. Æskuþrótturinn er
að einhverju leyti horfinn og eftir stendur
par á nærfötunum einum saman. Hreyfingar
þeirra sem gjarnan voru samhliða og í takt
lýstu þreytu, erfiði, örvæntingu, að þrauka
og gefast ekki upp, styrk, vonbrigðum en
jafnframt bjartsýni þó af öðrum meiði en hjá
unga parinu. Lírukassatónlistin sem ómaði
undir minnti á þá staðreynd að tíminn líður
og mennirnir eldast. Dans Sancho og Láru
var samstilltur og sannfærandi. Síbyljandi
tónlistin einhæf og ýtti undir lífsstreðið og
vonbrigðin eins og kom fram í skondnu ein-
tali og dansi Sancho; I Always Dreamt of
Being a Dancer. Lírukassinn fór enn af stað
og efst í stiganum birtist eldra par dansað af
Ingibjörgu Björnsdóttur og Sverri Guðjóns-
syni. Parið fikraði sig áfram fullt yfirvegunar
og sjálfsvirðingar sem smekklegir búning-
arnir undirstrikuðu. Þau réttu út hendurnar
eins og í þökk til almættisins en fókusinn var
enn til framtíðar. Hægt hafði verulega á
hreyfingunum frá dansi fyrri para og tónlist-
in var klassískari. Hreyfingarnar minntu
stundum á yogaæfingar og gáfu til kynna yf-
irvegun og sátt. Þau brostu að minningum
sínum af æðruleysi og þau nutu sín aug-
ljóslega á sviðinu. Þetta var sjarmerandi par.
Hlutverk paranna þriggja var oft vel út-
listað og auðséð hvert höfundur var að fara.
Vel tókst til að mynda að sýna aldur og lífs-
ýn með hreyfingum. Fyrir utan það að vera
klæðilegir þá studdu búningarnir hugmynd
höfundar um mismunandi aldur og þá tilfinn-
ingu sem höfundur vildi að fylgdi hverju ald-
ursskeiði.
Lírukassatónlistin minnti á stöðuga hring-
rás lífsins. Lýsingin blá í byrjun, bleik og
antikgul í miðju og hvít í lokin studdi við
verkið. Byrjunin og endirinn á verkinu var
jafnframt sannfærandi og fallegur. Dans-
gerðin var veikasti hlekkurinn. Hreyfing-
arnar voru gjarnan óformaðar og flæðandi en
litu á köflum út fyrir að vera losaralegar og
óskipulagðar. Lægsti flötur, þ.e. gólfflötur,
var mikið notaður og af sömu ástæðu leit
stundum út fyrir að ekkert væri að gerast í
hamagangi á gólfinu. Engu að síður fannst
mér Von innihalda listrænan metnað og vera
um margt útpælt verk.
Húsakynni Íslensku óperunnar hentuðu
verkunum vel. Húsið, sviðsmyndin og sviðið
römmuðu verkin inn og færðu þau nær
áhorfendum en stærri leikhús hefðu gert.
Rammíslenskur heildarsvipur
Morgunblaðið/Þorkell
Von Inniheldur listrænan metnað og er um margt útpælt verk.Lilja Ívarsdóttir
Danslist
Pars Pro Toto og Íslenska óperan
Áróra Bórealis
20. nóvember 2005 Áróra Bórealis; framleiðandi
Borealis Ensemble. Listrænn stjórnandi; Sverrir Guð-
jónsson, íslensk miðaldatónlist, Jón Leifs, Jón Ás-
geirsson, Guðni Franzson. Danshöfundur; Lára Stef-
ánsdóttir. Búningar; Elín Edda Árnadóttir. Kvikmynd;
Aurora Experience, Sverrir Guðjónsson. Lýsing; Jó-
hann B. Pálmason. Flytjendur Voces Thules; Sig-
urður Halldórsson, Guðlaugur Viktorsson, Sverrir
Guðjónsson, Eiríkur Hreinn Helgason, Einar Jóhann-
esson, Eggert Pálsson. Einsöngur; Marta Halldórs-
dóttir. Píanó; Örn Magnússon. Dans; Ívar Örn Sverr-
isson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir,
Arngrímur Ívarsson.
Von
Von eftir Láru Stefánsdóttur. Tónlist; Guðni Franz-
son. Vögguvísa; Emil Thoroddsen. Söngur; Sverrir
Guðjónsson, Marta Halldórsdóttir.
Kvikmynd; Kristín Eva Þórhallsdóttir. Ljóðlist; Árni
Ibsen.
Lýsing; Jóhann B. Pálmason. Búningar; Elín Edda
Árnadóttir, Lára Stefánsdóttir. Dansarar; Saga Sig-
urðardóttir, Hannes Egilsson, Vicente Sancho, Lára
Stefánsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Sverrir Guð-
jónsson.
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri
The Exorcism of Emily Rose
(SV)
Into the Blue
In Her Shoes (HJ)
Feber Pitch (SV)
Night Watch
Smárabíó
The Exorcism of Emily Rose
(SV)
A Sound of Thunder
Serenity (HJ)
Into the Blue
In Her Shoes (HJ)
The Legend of Zorro
(SV)
Regnboginn
A Sound of Thunder
The Exorcism of Emily Rose
(SV)
Into the Blue
In Her Shoes (HJ)
Laugarásbíó
The Devil’s Rejects
Waiting
Four Brothers (SV)
The Legend of Zorro
(SV)
Háskólabíó
Harry Potter og eldbikarinn
Lord of War (SV)
La Marche de L’Empereur
(HJ)
Elizabethtown (HJ)
Litli kjúllinn (SV)
Corpse Bride (SV)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar (HJ)
Drabet
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Harry Potter og eldbikarinn
Lord of War (SV)
Serenity (HJ)
Litli kjúllinn (SV)
Elizabethtown (HJ)
Corpse Bride (SV)
Two for the Money (SV)
Kiss, Kiss, Bang, Bang
(HJ)
Flight Plan (SV)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar (HJ)
Myndlist
Artótek, Grófarhúsi: Björg
Þorsteinsdóttir til desem-
berloka.
Aurum: Davíð Örn Hall-
dórsson til 3. desember.
Bananananas: Hildigunnur
Birgisdóttir til 26. nóvember.
Bókasafn Kópavogs: Artist’s
boooks til 27. nóvember.
Byggðasafn Árnesinga: Á
Washington-eyju og Gras-
jurtir. Til nóvemberloka.
Café Babalu: Claudia Mru-
gowski til desemberloka.
Café Cultura: Róbert Stef-
ánsson út nóvember.
Café Karólína: Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir til 2. desem-
ber.
Energia: Kolbrún Róberts til
nóvemberloka.
Galíleó: Reykjalín til 1. des-
ember.
Gallerí +: Haraldur Ingi Har-
aldsson til 27. nóvember.
Gallerí 101: Haraldur Jóns-
son til 26. nóvember.
Gallerí BOX: Jón Sæmundur
Auðarson til 18. desember.
Gallerí i8: Þór Vigfússon til
23. desember.
Gallerí Lind: Ólöf Björg
Björnsdóttir til nóvember-
loka.
Gallerí List: Elsa Nielsen til
2. desember.
Gallerí Turpentine:
Sigtryggur Bjarni Baldvins-
son. til 6. des.
Gerðarsafn: Tími Romanov-
ættarinnar. Til 4. desember.
Gerðuberg: Eggert Magn-
ússon til 9. janúar.
Grafíksafn Íslands: Bjarni
Björgvinsson til 4. desember.
GUK+: Hartmut Stockter til
16. janúar.
Hafnarborg: Jón Laxdal til
31. desember.
Hallgrímskirkja: Kristín
Gunnlaugsdóttir og Margrét
Jónsdóttir til febrúarloka.
Hrafnista, Hafnarfirði: Guð-
finna Eugenia Magnúsdóttir
til 6. desember.
Jónas Viðar Gallerí: :Þór-
arinn Blöndal til 4. desember.
Karólína Restaurant: Óli G.
til aprílloka 2006.
Kling og Bang gallerí: Unnar
Örn J. Auðarson til 4. desem-
ber.
Listasafnið á Akureyri: Helgi
Þorgils Friðjónsson til 23.
desember.
Listasafn ASÍ: Magnús V.
Guðlaugsson og Örn Þor-
steinsson til 4. desember.
Listasafn Einars Jónssonar:
Fastasýning.
Listasafn Íslands: Ný íslensk
myndlist II til 12. febrúar.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Húbert Nói til 4. desember.
Listasafn Reykjavíkur,
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Bernd Koberling til 22. jan-
úar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafn-
arhús: Guðrún Vera Hjartar-
dóttir til 30. desember. Erró
til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Jóhannes Sveins-
son Kjarval. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Hraunblóm: Elsa
Afelt, Carl-Henning Ped-
ersen, Svavar Guðnason og
Sigurjón Ólafsson, til 27. nóv-
ember.
Listasmiðjan Þórsmörk,
Nesk.: 10 listakonur, fram í
janúar 2006.
Listhús Ófeigs: Dýrfinna
Torfadóttir, Rósa Helgadótt-
ir, Þorbjörg Valdimarsdóttir
til 31. desember.
Norræna húsið: Jonas Wilén,
Henrika Lax og Annukka Tu-
rakka. Toæ 18. desember.
Nýlistasafnið: Snorri Ás-
mundsson, Tilraunaeldhúsið.
Til 19. desember.
Ráðhús Reykjavíkur: Helga
Birgisdóttir (Gegga) til ára-
móta.
Safn: Ólafur Elíasson. Guð-
rún Hrönn Ragnarsdóttir,
Kristinn E. Hrafnsson, Jón
Laxdal til 11. desember.
Skaftfell: Rúna Þorkelsdóttir
til desemberloka.
Smekkleysa plötubúð – Hum-
ar eða frægð: Þorsteinn Otti
Jónsson út nóvember.
Suðsuðvestur: Þóra Sigurð-
ardóttir og Anne Thorseth.
Til 11. desember.
Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur
Sveinsson til áramóta.
Þjóðmenningarhúsið: Hjört-
ur Hjartarson, út nóvember.
Íslenskt bókband.
Þjóðminjasafn Íslands: Kon-
ungsheimsóknin 1917 og
Mannlíf á Eskifirði 1941–
1961. Til 27. nóvember.
Þrastalundur, Grímsnesi:
Reynir Þorgrímsson fram í
desember.
Leiklist
Austurbær: Annie, lau.
Borgarleikhúsið: Salka
Valka, 4. des. Woyzeck, lau.,
sun., þri., fim. Kalli á þakinu,
lau., sun. Lífsins tré, lau. Al-
veg brilljant skilnaður, sun.,
mán. Manntafl, mið.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Himnaríki, lau.
Iðnó: Ég er mín eigin kona,
lau., sun. Gestur – síðasta
máltíðin, lau.
Íslenska óperan: Kabarett,
lau.
Leikfélag Akureyrar: Full-
komið brúðkaup, lau., fim., fös.
Leikfélag Kópavogs: Það
grær áður en þú giftir þig,
sun., fim.
Loftkastalinn: Blóðberg, mið,
fös. Tónleikurinn Bítl, lau.
Nasa við Austurvöll: Typpatal
með Audda, mið., fim.
Tjarnarbíó: Jólaævintýri Hug-
leiks, 2. des.
Þjóðleikhúsið: Halldór í Holly-
wood, lau. Klaufar og kóngs-
dætur, sun. Edith Piaf, sun.
Brim, mið. Frelsi, lau., mið.,
fim., fös. Leitin að jólunum lau.
Réttarhöldin: „Var Halldór
hinn sanni Íslendingur?“, þri.