Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. september 2005 ! Fyrir viku gekk ég yfir Mos- fellsheiði og yfir í Þingvalla- sveit, gamla veginn sem slétt- aður var fyrir Friðrik VIII og sem Reykvíkingar notuðu sem sinn helsta sveitarúnt í árdaga bílaaldar þegar Þingvallaferð var magnaðasta skemmtun þeirra sem höfðu efni á Steindórsbíl. Ég þekkti fæsta samferðamenn mína og eins og oft vill verða í ferðum var byrjað að spjalla, eftir að hafa afgreitt skyldu- málefni eins og hvort Gísli Marteinn ætti skilið að verða borgarstjóri komum við að bókum og höf- undum. Það voru góðar samræður. Eftir að hafa lesið Lesbók Morgunblaðs- ins um morguninn var ég hálf nið- urdreginn í andanum og fannst eins og allt væri búið. Þeir sem skrifa í Lesbók- ina hafa á dularfullan hátt lag á því að leiða lesendur sína niður í þröng neð- anjarðarbyrgi þar sem þeir tala til heimsins sveittir og titrandi á meðan veggirnir hristast af sprengjugný, ljósa- perurnar týra eymdarlega og útséð er um að 8. stórfylkið sem átti að brjóta sóknararm óvinanna á bak aftur komi nokkurn tíma: Allt er búið. Eins og ung- lingur í hevírokkskreyttu ólund- arherbergi stilla þeir í botn og blasta andúðinni á þá sem ekki eru á sömu tótalítarísku línunni yfir helgarlesendur svo þeim svelgist á súkkulaðihornunum. Því fyrst ekki er verið að ræða um fag- urfræði á hverju götuhorni, fyrst leið- arahöfundar dagblaðanna, Gummi Stein- gríms, Simmi í Kastljósinu eða Unnur Birna og Gillzenegger eru ekki öll að ræða bókmenntir þá er þetta bara búið. Í þessum skrifum er glaðhlakkalegur dómsdagslosti þess sem stýrir einn bók- menntaörkinni gegnum syndaflóð nú- tímans með tvennt af hverri tegund í lestinni en enga von um að finna sitt Ar- aratfjall. Litbrigði og margklofin sjón- arhorn eru ekki til umræðu: Það er allt eða ekkert. Fyrst Skáldsagan er ekki á ímynduðum ofurstalli þá er enginn að lesa og ekkert að gera nema sitja mel- ankólískur og harma hvarfið og missinn og þeyting hinnar andlegu ösku okkar síðustu menningardaga út í vindinn. Já, endastöð menningarinnar virðist vera einmitt hér, einmitt á síðum Lesbókar Morgunblaðsins. Væri þetta síðasta tölublað hennar væri bókinni lokað, síð- asta innsiglið rofið og síðasta básúnan baulaði. Eina von mín er að þetta upp- hrópunarmerki sé einskonar loka NEI! áður en allt hverfur endanlega. Því sá sem óskar endalokanna, hvort sem það eru endalok menningarskeiðs, listforma, hugsjóna eða heilla samfélaga er alltaf að gæla við vonina um endurreisn hin- um megin: Svartsýni jarðlífsins er bjart- sýni handanheimsins. En til hliðar við orðræðuleppa menn- ingarpessimistanna er líf – og það get ég vottað eftir að hafa gengið yfir Mos- fellsheiði. Það er til fólk sem við höfum ekki hitt og aldrei talað við sem raun- verulega les bækur, og mikið af bókum. Það hefur kannski ekki tileinkað sér allt sem sagt er í hinni mergjuðu „menning- arumræðu“ eða getur sett Yann Martel og Alexander McCall Smith í rétt byrg- issamhengi endalokanna, en hefur engu að síður eitt og annað að segja manni um bækur þessara höfunda sem fær mann til að staldra við og hugsa. Því það verður aldrei of oft endurtekið: Fagurfræðiumræðunni sem við höfum tekið í arf frá módernismanum var stefnt gegn þeirri sálfræðilegu og sið- fræðilegu orðræðu um bókmenntir sem flestir upplýstir lesendur nota til að nálgast bókmenntaverk. Ef við höldum fast við fagurfræðina er ekkert sem bíð- ur nema áframhaldandi sprengjugnýr og dómsdagur. Til að ná tengslum við bókmenntir eins og þær birtast les- endum verður að fara fram samræða við þau viðmið sem lesendur nota til að skilja bækur. Bókmenntafræðingar endalokanna og unglingaherbergjanna: Er þetta ekki mikilfenglegt verkefni fyrir ykkur og okkur öll? Að leiða sam- an ólíka hesta í undurfagurri kynbóta- sýningu andans? Allt eða ekkert Eftir Kristján B. Jónasson kristjan.jonasson- @edda.is Fjórtán ára gömlum var mér boðið aðvera fulltrúi íslenskrar æsku á nor-rænni ungmennaráðstefnu í Finn-landi. Upphefð og heiður var það í mínum augum og ég sló til. Flogið var til Hels- inki og þaðan haldið í langt ferðalag inn í myrkviði Finnlands. Engin byggð sjáanleg; bara tré, tré, tré og stöku rauð hlaða við skóg- arvatn. Þarna eyddum við heilli viku af ævi okk- ar. Á hverjum degi var farið í langar gönguferð- ir um skóglendið og um- sjónarmennirnir útlistuðu fyrir okkur í smáat- riðum, hvernig hvert einasta tré í Finnlandi væri sjúkt og liði kvalir undan einhverri pest sem ég kann ekki lengur að nefna. Og hver voru úrræðin: Engin. Því miður. Ekkert hægt að gera. Á kvöldin var svo reynt að slá á léttari strengi með kvöldvökum en það náðist ein- hvern veginn aldrei upp heilbrigð stemmning. Eftir nokkra daga var farið að sjá vín á nokkr- um umsjónarmönnum og í kjölfarið leiddust sum ungmennin út í drykkju og ólifnað langt fyrir aldur fram. Þegar ég hugsa til baka finnst mér stundum eins og mig hljóti að hafa dreymt þetta. Tilgangsleysið virkar eitthvað svo hrópandi og hreinlega absúrd. Með mjög reglulegu millibili er blásið í lúðra og alls kyns spekúlöntum stíað saman í ráð- stefnusal á einhverju Scandic-hótelanna. Dag- skipunin er einföld og flókin í senn: Nú skal í eitt skipti fyrir öll klófest og niðurneglt hug- takið: „Nordisk identitet“. Svíar, Norðmenn, Danir, Norðmenn, Íslendingar; Norðmenn og Finnar stíga í pontu hver á fætur öðrum og halda langar tölur þar sem önnur hver setning hefst á orðunum: „Problemet er …“ En það er sama hve margar atlögur eru gerðar og hve miklu er til kostað; þegar upp er staðið eru menn litlu nær og enda oftar en ekki með að drekkja frústrasjónum sínum á Mímisbar. Áðurnefnd Finnlandsför var ekki upphaf og endir norræns ráðstefnuhalds af hálfu und- irritaðs. Hef ég látið plata mig út í svipaðar kringumstæður í tví- eða þrígang síðan, en nú er líka nóg komið. Héðan í frá ætla ég með allri þeirri kurteisi sem ég rúma að koma mér hjá þátttöku. Því ef horft er í árangurinn til þessa blasir við sorgleg sóun á tíma og fjár- munum. Aukinheldur hef ég gerst sekur um þá neikvæðu niðurrifshugsun að spyrja sjálfan mig hver sé tilgangurinn? Ég efast um að íbúarnir í Sólheimablokk- unum hittist reglulega með það að markmiði að finna sameiginlegt „identitet“. Eini sam- nefnari þeirra er að búa í þessum blokkum og vonandi borga þeir í hússjóð og skiptast á um að slá blettinn. Úti er ævintýri. Lítið tilefni til ráðstefnuhalda þar að lútandi. En gott og vel. Ef við bregðum okkur í smá- hugarleikfimi og gefum okkur að það yrði af- rekað að kortleggja í eitt skipti fyrir öll hvað nákvæmlega felst í hugtakinu „nordisk identi- tet“. Ábyggilega fyrsta frétt í öllum kvöld- fréttatímum landsins. Bogi Ágústsson birtist á skjánum að afloknu kynningarstefi með stolt- an gleðiglampa í augunum eins og gerist í þau örfáu skipti sem eitthvað fréttnæmt á sér stað. „Í fréttum var þetta helst: Í dag tókst ráð- stefnuhöldurum á á Hótel Radisson Scandic Sögu að finna svar við spurningunni: Hvað er nordisk identitet? …“ Hverju yrðum við bættari? Hvaða jákvæðu áhrif hefði það á líf okkar, þjóðfélög, fræðistörf og listir? Myndu þau vera af slíkri stærð- argráðu að það réttlætti allan þann tíma, krafta og fjármuni sem farið hafa í leitina? Ég bjó í Danmörku í níu ár og það sem mér fannst fyrst og fremst einkennandi við Dani var að þeir virtust gerilsneyddir öllum áhuga á hinum Norðurlöndunum. Í fjölmiðlum var varla minnst á þessar þjóðir, nema kannski ef um var að ræða náttúruhamfarir, aukna sjálfs- morðstíðni, gjaldþrot eða meinta misnotkun á dönsku samfélagi. Fyrst í stað sárnaði mér þessi sjálfhverfa eiginhagsmunasinnuleysisneikvæðni, en svo áttaði ég mig á að við Íslendingar erum engu skárri. Ekki höfum við hinn minnsta áhuga á Norðmönnum, nema í þau skipti sem þeir gera sig breiða í Smugunni eða reyna að ræna af okkur heiðrinum hvað varðar Leif Eiríksson. Maður heyrir líka sjaldan orðið „Svíþjóð“ í ís- lenskum fjölmiðlum, en einstöku sinnum ber Svíagrýluna á góma. Finnland hefur aldrei verið nefnt á nafn og Danmörk ekki síðan flug- eldaverksmiðjan sprakk í loft upp. Með öðrum orðum: „Nordisk identitet“ fyr- irfinnst hvergi nema í hálftómum og súrefn- isfirrtum ráðstefnusal, þar sem fólk dottar yfir setningum sem byrja allar á: „Problemet er …“ Og við Íslendingar megum eiga það að vera snillingar í að flækja aldrei hlutina með málefnalegum umræðum og eigum þar af leið- andi ekki einu sinni til orð yfir „identitet“. Orðabókarskýring á hugtakinu hljómar svo: „Það að vera sá sem maður er.“ (En ekki ein- hver annar.) Málið dautt. Nordisk identitet Fjölmiðlar Eftir Dag Kára Pétursson ’„Nordisk identitet“ fyrirfinnst hvergi nema í hálf-tómum og súrefnisfirrtum ráðstefnusal, þar sem fólk dottar yfir setningum sem byrja allar á: „Problemet er …“ ‘ I „Stundum spyrja menn undarlegra spurn-inga eins og: „Til hvers hneigjast bókmennt- irnar helst í dag?“ eða: „Hvert stefna bók- menntirnar?“ Þessar spurningar koma manni á óvart en það sem er furðulegast er að ef það er eitthvert svar þá er það einfalt: Bókmenntir stefna inn í sjálfar sig, í átt að kjarna sínum sem er brotthvarf þeirra.“ II Þannig kemst franski rithöfundurinn Maur-ice Blanchot að orði í bók sinni Le livre à venir (Væntanlega bókin) sem kom út árið 1959. Blanchot segir að þeir sem þurfi á almennum ályktunum af þessu tagi að halda geti snúið sér að því sem sé kallað saga eða sagnfræði. Hún muni kenna þeim það sem Hegel sagði, svo frægt varð: „Fyrir okkur er list og mun verða hluti af fortíðinni.“ Hegel vissi að listina myndi ekki skorta ný verk í framtíðinni enda lifði hann á tímum þegar Goethe og róm- antíkin brutust fram í öllu sínu veldi. En hann átti við að listin getur ekki lengur fullnægt þörf- inni fyrir hið altæka. Það getur hún einungis í fortíðinni og það er aðeins inni á söfnum sem hún hefur enn gildi og vald. Listin er okkur nú aðeins fagurfræðileg ánægja eða menningarleg aukageta. III Og Blanchot heldur áfram nokkru síðarum hvarfið: „Við getum látið okkur dreyma um síðasta rithöfundinn en með honum myndi ráðgátan um skrifin gufa upp án þess að nokkur tæki eft- ir því. Til þess að bæta aðeins við mýstíkina get- um við ímyndað okkur að Rimbaud, jafnvel enn goðsagnakenndari en sá raunverulegi, finni að rödd hans þagni innan í honum og deyi með honum. Að endingu getum við sagt sem svo að þessi endalok myndu fréttast um heiminn. Hver yrði niðurstaðan? Augljóslega mikil þögn. Þannig er viðeigandi að tilkynna um brotthvarf rithöfundar: Rödd hefur þagnað, ákveðinn hugsunarháttur hefur liðið undir lok. Hvílík þögn það væri þá ef enginn annar talaði með þeim upphafna hætti sem einkennir tungumál í textum sem birtast í fylgd með orðrómi um orð- spor sitt.“ II Og enn heldur hann áfram:„Látum okkur dreyma um þetta. Slík tímabil hafa komið, munu koma, slíkur skáld- skapur er raunveruleiki á vissum tímum í lífi okkar allra. Almennri skynsemi til undrunar þá mun, daginn sem þetta ljós slokknar, tímabilið án tungumáls koma, ekki sökum þagnarinnar heldur vegna þess að þögnin hrekkur undan, vegna þess að þéttleiki þagnarinnar verður tættur í sundur og við það verður til nýtt hljóð. Ekkert alvarlegt, enginn hávaði, aðeins kliður sem mun ekki bæta neinu við skarkala borg- anna sem við teljum kvelja okkur. Eina ein- kenni þess: Það er linnulaust. Þegar maður heyrir það suðar það áfram fyrir eyrum manns og þar sem maður heyrir það eiginlega aldrei í raun og sannleika, þar sem það er óskiljanlegt þá er heldur ekki hægt að rjúfa það; það verður jafnvel enn ásæknara ef við látum það afskipt: bergmálið, hækkandi, af því sem hefur ekki ver- ið sagt og mun aldrei verða sagt.“ III Maurice Blanchot var módernisti, fremst-ur meðal jafningja. Neðanmáls Það fer víst ekki á milli mála við lestur sumra bloggsíðna og samræður íbænum að Paul Auster gengur í augun á kvenfólkinu. Gildir einu þó aðhann sé að verða sextugur. Mér skilst að augun, framkoman og rit- hæfileikar geri útslagið til samans. Nú fara fæstir í fötin hans Austers en engu að síður er þetta uppörvandi fyrir menn komna yfir fertugt. Ágúst Borgþór Sverrisson www.agustborgthor.blogspot.com Niemi Ég er að lesa bókina Skotgrafarvegur eftir finnskan höfund sem heitir Kari Hotakainen og er staddur hér á Bókmenntahátíð. Bókin er mjög skemmtileg og fyndin. Fyrir tveimur árum kom hingað annar finnskur höfundur á Bók- menntahátíð; Mikael Niemi sem skrifaði Rokkað í Vittula, þá frábæru bók. Niemi kom til okkar í Mál og menningu ásamt Páli Valssyni útgáfustjóra. Páll kynnti okkur Óttarr Proppé fyrir honum með skemmtilegum hætti; ,,Óttarr er ein legend í islandsk rock & roll och Kristjan er ein polkarytmameister.“ Við Óttarr spjölluðum við Niemi dágóða stund og keyptum svo sitthvort ein- takið af Rokkað í Vittula og fengum hann til að árita. Það fór svo ekki betur en svo að kynning Páls stóð eitthvað í Niemi, því þegar ég kom heim með ein- takið mitt stóð á saurblaðinu; ,,till Kristjan, ein legend i islandsk rock & roll!“ Sem setur mig í óþægilega pressu. Ég veit hinsvegar að polkinn stendur varla í Óttari! Krissrokk krissrokk.blogspot.com Eiríkur talar lengur Ég las greinina hans Mána. Hún er ekki svo vitlaus. Skrifa aðeins um hana fljótlega. Hermann og Eiríkur skrifa sama pistilinn í Lesbókina. Nú veit mað- ur hver er lengur að koma sér að efninu þegar þeir félagar hittast. Eiríkur Guðmundsson talar svona þrisvar til fjórum sinnum lengur yfir kaffibollanum á meðan Hermann trallar með fingrunum og bíður. Bíður eftir hverju, að eitt- hvað gerist! Kristjón Kormákur kristjon.blogspot.com Fæstir í föt Austers Morgunblaðið/Sverrir Kirkjan enn inni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.