Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. september 2005 | 5 S tríðsmenn Salamis eftir Javier Cercas sló rækilega í gegn á Spáni þegar hún kom út árið 2001 og hefur síðan farið sig- urför um heiminn og komið víða við á metsölulistum. Hún fjallar um rithöfund að nafni Javier Cercas sem fær áhuga á sögu fasistans Sánchezar Mazas, eins af forkólfum falangistahreyfingarinnar, eða nánar tiltekið einu atviki í ævi hans: Þeg- ar hann slapp undan aftökusveit, hermað- ur nokkur hafði uppi á honum og þyrmdi lífi hans. „Hér er enginn,“ kallaði hermaðurinn til félaga sinna og á við það augnablik miðast skáldsaga Cercasar, rithöfundarins. Sögumaðurinn Jav- ier Cercas hefur síðan leit að þessum her- manni því spurningin hversvegna hann þyrmdi lífi Mazas brennur á honum, ýmislegt bendir til að þótt Mazas hafi verið gáfaður, hámenntaður hæfileikamaður með hárfínan smekk og góða almenna dómgreind hafi hann líka verið skrímsli. Og sagan fjallar líka um sjálfa sig með vissum hætti því lesandinn fylgist með tilurð sögunnar sem hann er að lesa, „um leið og ég vil segja lesandanum sögu, segir Cercas, „vil ég leyfa honum að fylgjast með tilurð þeirrar sögu, sköpunarferli sem er skemmti- legt. Ef til vill er óvenjulegt að metafiksjón – eða sjálflýsandi skáldverk – nái svo miklum vinsældum. Cercas fylgir bók sinni eftir með skáldsögunni Ljóshraði (La velocidad de la luz) sem út kom fyrir skemmstu og er að sögn væntanleg á íslensku. Í þeirri bók – sem margir eru sammála um að sé enn betri en Stríðsmenn Salamis – flækir Cercas sig enn í sagnavef sínum, hún fjallar um eft- irgrennslanir sögumanns eftir vini sínum sem barðist í Víetnam, en sögumaðurinn, sem eins og áður virðist eiga allt sameiginlegt með Javier Cercas, og glímir við þau ósköp að bók eftir hann hefur slegið í gegn; hann höndlar það ekki alveg, fyllist hroka og held- ur framhjá, fellur í hórerí og almennt volæði. Bókin gengur enn lengra en Stríðsmenn Salamis, sem fjallað var um í síðustu Lesbók undir yfirskriftinni „Sagan um það hvernig þessi bók var skrifuð“, lengra í leikjum með skörun bókmennta og veruleika – án þess að verða nokkru sinni að innantómu sprelli því þetta eru alvarlegar bækur. Líkast til á við- tal við Cercas að bera sambærilegan titil, það verður að játast eins og er að af tæknilegum ástæðum voru upptökur blaðamanns af við- talinu allslitróttar eins og saga sem lítil önn- ur haldbær gögn eru um önnur en minnið; en Cercas, einn af þekktustu gestum Bók- menntahátíðar, sat í hægindastól í anddyri hótelsins þar sem hann gistir og sagði helsta muninn á sér og Javier Cercas sem kæmi fram í bókunum sínum vera þann að sá síð- arnefndi, sögupersónan, væri miklu raun- verulegri, en hann sjálfur, sem væri ímynd- un, skáldskapur. „Fyrsta skáldsaga þín,“ segir rödd á glat- aðri upptöku, „kom út árið 1987 og var end- urútgefin nýlega. Ég þykist muna að í for- mála endurútgáfu Tilefnisins (El Móbil) virðistu ekki hafa of mikið uppáhald á fyrstu bókum þínum, eða er það rangt hjá mér?“ „Fáir lásu fyrstu bækur mínar,“ segir ímyndaður Cercas, „aðrir en mamma mín, sem hafði mjög gaman af þeim, og systur mínar en ég á margar systur. Þær seldust illa og enginn skrifaði um þær en eru nú endurútgefnar og það kom mér ánægjulega á óvart að þótt lítið hafi verið fjallað um Tilefn- isins á Spáni (þar eru endurútgáfur endur- útgáfur) fékk hún afbragðsgóðar viðtökur í Englandi og sumir segja jafnvel að mínar fyrstu bækur séu þær bestu sem ég hef skrifað. Það finnst mér í senn gaman að heyra og svolítið óþægileg tilhugsun en ég segi eitthvað svipað í formála Tilefnisins sem áður var smásagnasafn en hefur nú verið skorin niður í eina nóvellu, það er að segja megninu af henni var hent. Ég var ungur þegar ég skrifaði hana og það er ákafi í henni, manni hefur lærst eitthvað en mér þykir vænt um þessar bækur.“ „Þú varst prófessor í spænskum bók- menntum við Háskólann í Girona,“ segir snældan með skemmdu upptökunni. „Hefur menntun þín í spænskum bókmenntum og starf þitt við háskólann haft áhrif á það hvernig þú skrifar?“ „Ég veit það ekki,“ segir Cercas. „Ég hætti störfum þar fyrir tveimur árum síðan, eftir velgengni Stríðsmanna Salamis, og það er erfitt að átta sig á því hvernig það mótar mann og hvernig það kemur fram. En þekk- ing á sögu spilar vafalaust inn í.“ „Það er erfitt að festa fingur á bókum þín- um en samt virðast þær ekki vera sögulegar skáldsögur...“ „Engan veginn. Ég hef ekki trú á sögu- legum skáldsögum. Sagnfræði fjallar um það sem gerist í raun og veru og það er ekki í verkahring skáldsögunnar að gera það þótt þær geti auðvitað fjallað með eigin hætti um eitthvað sem hefur í raun og veru gerst; en sögulegar skáldsögur ganga gegn því sem skáldskapur snýst um, það er ekki hægt að skrifa skáldsögur um það sem raunverulega gerðist af sannfræðilegri nákvæmni. Skáld- sögur verða til í möguleikanum, því sem gæti gerst, Kíkóti hefur orðið til með því móti að Cervantes fór að ímynda sér hvernig það hefði verið ef hann hefði ekki lifað lífinu sem hann lifði heldur til dæmis búið á bóndabæ í La Mancha og lesið yfir sig af riddarasögum og orðið svolítið vankaður, í þeim möguleika sprettur Don Kíkóti fram.“ „Þó er á Stríðsmönnunum svolítill fræði- og esseyjubragur – hann hefur kannski alltaf verið á öllum bókmenntum?“ „Án nokkurs vafa. Það er á bókinni esseyjubragur, ritgerðarbragur og líka keim- ur af blaðamennsku. Ég veit ekki hvernig það er hér en á Spáni, öfugt við mörg önnur lönd, er algengt að rithöfundar séu dálkahöf- undar í dagblöðum. Ég held að ótrúlega góð þjálfun hljótist af þessu, það er öðruvísi að skrifa fyrir dagblöð og þetta er mjög hollt fyrir bókmenntirnar. Sjálfur fór ég fyrir nokkru að skrifa dálk í spænska dagblaðið El País og það var eins og heil uppgötvun, hey, þetta er skemmtilegt, hugsaði ég, ég ætla að halda þessu áfram... Einn hluti Stríðsmanna Salamis er áður birt blaðagrein.“ „Ráðgátan við Stríðsmenn Salamis og Ljóshraða er hvernig sannleika og skáldskap er blandað saman, sögulegum staðreyndum og, tja, lygum, er stillt upp hlið við hlið í bók- um þínum...“ „Það vantar alltaf eitthvað í söguna og maður fyllir í eyðurnar, í skáldskap má ljúga um það í sögunni sem ekkert er vitað um og svo má tvímælalaust ljúga til um persónulega hagi sína. Ég tala gjarnan um hin „hugs- anlegu ég“, „ég möguleikana“, hugsanlega reynslu sína, það sem hefði getað orðið, það sem verður til þegar maður spyr sig: Hvað ef ég hefði nú lent í því að…“ „Lendirðu aldrei í því að fólk sem hefur lesið um Javier Cercas í bókunum þínum tek- ur þig tali og segir: Þú ert nú meira fólið, Javier?“ „Stöðugt.“ „Ertu ekkert smeykur við þetta? Ísland er lítið samfélag og það hendir alltaf af og til að rithöfundar stíga fram til að leiðrétta þann misskilning að þeir séu alkóhólistar eða morðingjar eða á einhvern hátt eins og sögu- hetjurnar þeirra því lestur er svo oft ævi- sögulegur. Þú ferð alveg hina leiðina, verð- urðu aldrei hræddur við þetta?“ „Það á ekki að vera hræddur við að skrifa, sá sem er hræddur er ekki rithöfundur. Ég held að allur skáldskapur sé með vissum hætti sjálfsævisögulegur, maður setur reynslu sína í búning og gervi – og svo líka það sem hefði getað verið reynsla manns. Ég held að draumur allra rithöfunda sé að fá les- endur til að trúa bók sinni og ég hef mínar aðferðir til þess, ég vil, eins og þú segir, segja upp samningnum milli höfundar og les- enda þar sem lesandinn ákveður að trúa höf- undi um stundarsakir þar sem hann viti að hann sé að ljúga, koma þeim samningi í upp- nám; þetta er spurning um að reyna að end- urheimta sakleysi bókmenntanna, ná aftur til þess tíma þegar fólk trúði því sem það las.“ „Það er munur á Javier Cercas hér fyrir framan mig og Javier Cercas í bókunum þín- um...“ „Já, það er oft mikill munur á þeim og Javier Cercas bókanna er yfirleitt miklu raunverulegri en ég enda er ég bara ímynd- un, skáldskapur.“ „Hvernig þú blandar viðtöku síðustu bókar inn í þá nýju minnir ögn á Javier Marías, viðtökufræði jafnvel?“ „Svart bak tímans eftir Marías er svolítið annað, hann skrifar bók um viðtökur eldri bókar svo úr verður eitthvað alveg stór- furðulegt og ekki endilega skáldsaga. Raunar er Ljóshraði að grunni til eldra verk en Stríðsmenn Salamis, hún fæddist af einu andartaki: Ég var um tveggja ára skeið sendikennari í smábæ í Bandaríkjunum, rétt eins og sögumaður Ljóshraða, og rétt eins og hann var herbergisfélagi minn dálítið sér- lundaður náungi sem hafði barist í Víetnam. Bókin fæddist á andartaki þar sem ég kom gangandi að manninum þar sem hann lá á sundlaugarbakka og fylgdist með börnum að leik. Bara þetta, þessi maður sem hefur séð allt sem hann hefur séð og upplifað mesta hugsanlega hrylling liggur og sólar sig og horfir á börnin leika sér. Eftir að Stríðsmenn Salamis kom út bættist við handrit Ljós- hraða sá hluti bókarinnar sem fjallar um vel- gengni fyrri bókar sögumannsins og hvernig hann höndlar frægðina. En reyndar heitir sögumaður nýjustu bókar minnar ekki Javier Cercas og er talsvert ólíkur sögumanni Stríðsmannanna.“ „Kvikmyndagerðamaðurinn David Trueba gerði kvikmynd eftir Stríðsmönnum Salamis, annar miðill, annað form, en bækur þínar virðast ekki beinlínis liggja vel við kvikmynd- un...“ „Í mínum augum er það hrein sturlun að taka sér fyrir hendur að gera kvikmynd upp úr bókum mínum en Trueba er nógu brjál- aður til þess og hann gerði það og tókst bara vel. Hann er frábær náungi og við urðum góðir vinir. Mér finnst þó bækur mínar ekki sérlega kvikmyndavænar og ég býst ekki við að neinn reyni þetta aftur.“ „Þema síðustu bóka þinna er stríð... Írak?“ „Þema þeirra er stríð og það tengist Írak þótt hliðstæðan sé ekki einhlít og þótt ég skrifi ekki beinlínis bækur um stríð. Það þótti ótækt að nefna Víetnam í tengslum við stríðið í Írak þegar það hófst en nú gerir það hver maður.“ „Spænska borgarastyrjöldin er enn við- kvæmt efni og einhverjum þótti jafnvel Stríðsmenn vera varnarrit fyrir fasismann...“ „Efnið er mjög viðkvæmt, ekki bara á Spáni heldur í allri Evrópu þar sem fasism- inn var. Að bók mín sé vörn fasismans er al- gjörlega út í hött og það voru ekki margir sem héldu því fram. Hún er allt annað, í bók- um mínum leita ég svara við spurningunni hvernig skrímsli verða til. Það væri þægilegt svar við spurningunni hversvegna Hitler hafi verið eins og hann var og hversvegna heil þjóð hafi fallið fyrir honum væri hægt að segja að hann hafi verið frá plánetunni Mars og taka það gott og gilt sem svar, fólk þaðan sé bara svona. Og þannig er það oft afgreitt, þá kemur Hitler manni sjálfum ekkert við, hann er bara skrímsli frá Mars og ekki þörf á að skilja hann og hann á ekkert sameig- inlegt með manni sjálfum. En ég vil skilja skrímslin í bókum mínum.“ „Sögumaðurinn í Ljóshraða lítur á vel- gengni síðustu bókar sinnar sem, ja, nokk- urskonar bölvun. Ert þú sama sinnis?“ „Nei, ég er þakklátur fyrir hana, nú get ég skrifað, sel bækur, ferðast, bankareikning- urinn er í ballans og eiginkonan ánægð… Það er hægt að setja sig í spor þess sem þannig hugsar en það er hending sem ræður velgengni og ekkert annað. Sá sem fer að ímynda sér að hans eigin verðleikar valdi vel- gengninni er glataður og mun aldrei skrifa góða skáldsögu framar.“ Það er hláturmildur Javier Cercas sem sit- ur við hlið blaðamanns sem ekki höndlar upptökutæki svo vel sé, skemmtilegur, spænskur og líflegur og vottar ekki fyrir hroka í honum, geysilega áhugasamur um allt í kringum sig og gantast en það er stutt í alvöruna. Hverri sögu fylgir sagan af tilurð sögunnar, viðtalinu er raðað saman úr brot- um af minni og skemmdri upptöku en það virðist vera algerlega raunverulegur Javier Cercas sem stendur á fætur þótt hann segist eiga nafna í bók eftir sig sem sé raunveru- legri. Sagan um það hvernig tekið er viðtal við Javier Cercas „Javier Cercas bókanna er yfirleitt miklu raunverulegri en ég enda er ég bara ímynd- un, skáldskapur,“ segir spænski rithöfund- urinn Javier Cercas en bók hans Stríðsmenn Salamis hefur slegið í gegn víða um heim. Eftir Hermann Stefánsson hermannstefansson- @yahoo.com Höfundur er rithöfundur. Morgunblaðið/Golli Javier Cercas „Það á ekki að vera hræddur við að skrifa, sá sem er hræddur er ekki rithöfundur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.