Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. september 2005 | 13
John Mayer, Tom Waits, DaveMatthews og Joss Stone eru á
meðal þeirra sem koma fram á sér-
stökum góðgerðartónleikum til
styrktar fórnarlömbum fellibylsins
Katrínar, í Radio City Music Hall í
New York á
þriðjudaginn.
Tónleikarnir
verða haldnir á
samfara svip-
uðum tón-
leikum í Madis-
on Square
Garden sama
kvöld en þar
munu margar
stórar stjörnur
leggja hönd á plóginn, svo sem
Simon and Garfunkel, Elvis Cos-
tello, Diana Krall, Elton John,
Lenny Kravitz, Stevie Nicks, Fats
Domino, Bette Midler, John Fog-
erty og Earth Wind and Fire.
Samkvæmt blaðafulltrúa Mich-aels Jackson munu Mariah
Carey, Jay-Z, Snoop Dogg, James
Brown, Lenny Kra-
vitz, Wyclef Jean,
Lauryn Hill, Missy
Elliott, Babyface, R.
Kelly og Mary J. Blige ljá krafta
sína sérstöku góðgerðarlagi popp-
stjörnunnar, tileinkað fórn-
arlömbum fellibylsins. Wyclef hefur
staðfest þátttöku sína í laginu sem
mun heita „From the Bottom of
My Heart“ en R. Kelly og Jay Z
eru víst ekki alveg jafn ákveðnir og
íhuga sam-
starfið við
Jackson. Í yf-
irlýsingu sem
Jackson sendi
frá sér og út-
skýrir inn-
blástur lagsins
segir: „Það
hryggir mig að
horfa upp á
þær hörm-
ungar sem
hafa átt sér stað á flóasvæðinu.
Hvert einasta fórnarlamb þessa
hörmulega atburðar er í mínum
bænum.“ Jackson hefur hingað til
dvalið í Bahrain á Arabíuskaganum
síðan í júní þegar hann var fundinn
saklaus af ásökunum um barnamis-
notkun. Hann mun hins vegar snúa
aftur til Bandaríkjanna til að hljóð-
rita lagið.
Michael Jackson samdi lagið „We
are the World“ ásamt Quincy Jones
árið 1985 og safnaði þá um 60 millj-
ónum dala til hjálpar bágstöddum í
Afríku. Á fjórða tug listamanna
ljáði laginu rödd sína, þar á meðal
Ray Charles, Bruce Springsteen,
Stevie Wonder, Tina Turner, Bob
Dylan, Kenny Rogers og Paul Sim-
on.
Hljómsveitin The Spin Doctorssendir frá sér nýja plötu í
næstu viku. Er þetta fyrsta plata
sveitarinnar í
ellefu ár eða
frá því hljóm-
sveitin lagði
upp laupana í
kjölfarið á því
að söngvari
sveitarinnar
lamaðist í
raddböndunum
með þeim af-
leiðingum að
hann missti
röddina. Hann hefur nú náð sér að
fullu og því ákvað sveitin að koma
saman aftur. Platan sem ber nafnið
Nice Talkin to Me var þrjú ár í
vinnslu.
„Okkur var boðið að spila á
klúbb einum í New York þar sem
við vorum áður tíðir gestir og það
var greinilega mikill kvíði í okkur,“
segir Barron í viðtali við Rolling
Stone.
„Ég meina við vorum hættir og
það var ennþá mikil beiskja á með-
al okkar.“ Barron segir hins vegar
að um leið og sveitin byrjaði að
spila, hefði eitthvað gerst og því
hefði ný plata verið óumflýjanleg.
„Ég veit ekki hvernig ég get lýst
því án þess að verða væminn en
það voru einhvers konar töfrar í
gangi.“
Erlend
tónlist
Tom Waits
Michael Jackson
The Spin Doctors
Árið 1982 gaf breska hljómsveitin Ultra-vox út breiðskífuna Quartet og það varekki ófrægari maður en George Martinsem var við stjórnvölinn í stúdíóinu.
Það þarf ekki að kynna George Martin, upp-
tökustjóra hinna einu sönnu Bítla, en Ultravox
þarfnast ef til vill einhverrar kynningar áður en
haldið er í umfjöllun um Quartet. Ultravox var
stofnuð árið 1973, hét reyndar Tiger Lily fyrstu
þrjú árin, en svo var nafninu breytt. Upphaflegir
meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Dennis
Leigh söngvari, sem stuttu
seinna breytti nafni sínu í
John Foxx, Steve Shears
gítarleikari, Billy Currie
hljómsborðs- og fiðluleik-
ari, Chris Cross bassaleikari og trommuleikarinn
Warren Cann. Árið 1977 fékk hljómsveitin plötu-
samning og fram til ársins 1979 gaf hún út þrjár
breiðskífur. Sú fyrsta var samnefnd hljómsveit-
inni og kom út í ársbyrjun 1977, Ha!-Ha!-Ha!
kom út síðar á árinu og Systems of Romance
kom út árið 1978. Þær fengu ekki ýkja mikla at-
hygli og John Foxx yfirgaf sveitina árið 1979. Á
þessum þremur breiðskífum var hljómsveitin
mest undir áhrifum frá David Bowie og Roxy
Music. Stuttu eftir brotthvarf Foxx gekk söngv-
arinn, lagasmiðurinn og gítarleikarinn Midge
Ure í hljómsveitina og þá fóru hlutirnir að gerast
fyrir alvöru – nýrómantíkin tók við en þó í bland
við það sem áður var. Árið 1980 kom breiðskífan
Vienna út og hlaut hún mikla athygli og góða
dóma gagnrýnenda. Ári eftir kom út breiðskífan
Rage In Eden og naut þónokkurra vinsælda.
1982 kom svo Quartet út, 1984 Lament og 1986
U-Vox, en eftir það má segja að hljómsveitin hafi
ekki borið sitt barr. Midge Ure yfirgaf sveitina
stuttu seinna og hugði að eigin sólóferli. Ultravox
var reyndar ekki lögð niður því Billy Currie hélt
úti hljómsveit með þessu nafni eftir miklar deilur
um það sem enduðu fyrir dómstólum. Árið 1993
kom breiðskífan Revelation út og þremur árum
síðar Ingenuity, sem var svanasöngurinn. Þá að
plötunni sem hér er til umfjöllunar – Quartet.
Hún var vinsælasta plata Ultravox og sú eina
sem seldist eitthvað að ráði í Bandaríkjunum.
Quartet er stútfull af frábærum lögum og í raun
er hér um að ræða hálfgerða „best of“-plötu, því
þarna er að finna mörg af vinsælustu lögum
sveitarinnar. Ef skilgreina á þessa plötu þá er
hægt að segja að hér sé á ferð afar grípandi
elektrónískt popp með frábærum gítar-, bassa-
og trommuleik. Allt fellur saman og með aðstoð
George Martin er hljómurinn frábær og útsetn-
ingarnar sömuleiðis. Allt ber að sama brunni; frá-
bær lagasmíði, ágætir textar, hljóðfæraleikur
sem er síður en svo dauðhreinsaður því mikill
kraftur er einkennandi og ekkert niðursuðuhljóð
sem svo oft einkenndi hljómsveitir á þessum tíma
sem notuðust mikið við hljóðgervla. Þarna var
líka toppnum náð og það sem á eftir fylgdi stóðst
engan veginn samanburð við Quartet, þótt vissu-
lega sé góða spretti að finna á Lament. Eftir
komu Midge Ure var Ultravox mjög meðvituð
um vægi tónlistarmyndbanda og yfirleitt voru
þau góð og vel gerð. Sérstaklega ber að nefna
myndbandið við lagið Vienna, sem á sínum tíma
var brautry0ðjendaverk – ótrúlega vandað og vel
sviðsett, leikmynd og búningar eins og í dýrustu
kvikmynd, leikstjórn og myndræn framsetning í
hæsta gæðaflokki og svo var það tekið á 35 mm
filmu. Ultravox er hljómsveit sem ekki má
gleymast því hún hafði svo margt til brunns að
bera og hafði mikil áhrif, bæði á samtímann og
svo þá sem fylgdu á eftir; poppklassík eins og
hún gerist best.
Hljómsveit sem ekki má gleymast
Poppklassík
eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Þ
eir sem fylgst hafa með Bob Dylan í
gegnum árin þekkja vel þá tilhneig-
ingu hans að vera sífellt að endur-
skrifa ævisögu sína, allt frá því hann
kom til New York á unglingsldri og
sagði lygisögur af trúbadúrferli sín-
um. Upp frá því hefur verið erfitt að festa hendur á
honum, hann hefur til að mynda orðið fjölsaga um
lög sín og listsköpun sem hefur meðal annars getið
af sér ævintýralegan rugllitteratúr þegar menn
hafa keppst við að túlka hvern einasta texta og
textabrot út og suður.
Gustukaverk
Ekki er bara að Bob Dylan hefur verið duglegur
við að tala í kross þegar hann hefur sagt frá sjálfum
sér heldur hefur hann líka æv-
inlega verið lítið gefinn fyrir viðtöl
og þvíumlíkt. Má nefna í því sam-
bandi að hann veitti ekki viðtöl í
ríflega tvo áratugi þar til hann gaf aftur færi á sér
þegar Chronicles, Vol. 1 kom út á síðasta ári. Það
var því gustukaverk þegar hann svipti hulunni að
hluta af fyrri hluta ævinnar í Chronicles, en á þessu
ári verða enn frekari uppljóstranir á boðstólum;
fyrir stuttu kom út sjöunda innlegg í Bootleg-
seríuna, No Direction Home: The Soundtrack -
The Bootleg Series Vol. 7, en sá pakki fylgir heim-
ildarmynd um Bob Dylan áranna 1961-66.
Árin 1961 til 1966 voru mótunartími fyrir Dylan,
frá því hann haslaði sér völl sem mótmælasöngvari
í New York til þess að hann var orðin umdeild al-
þjóðleg stjarna. Þegar hlýtt er á diskana tvo í No
Direction Home heyrist vek hve hann breyttist
hratt á þessum tíma, hvað hann var fljótur að til-
einka sér ríkjandi strauma og hugmyndir og varpa
svo fyrir róða jafnharðan til að gera eitthvað nýtt.
Smám saman kom svo betur í ljós hinn eiginlegi
Dylan, uppfullur af mótsetningum og átti ekki sam-
leið með neinum af samferðarmönnum sínum –
hann varð að fara eigin leiðir.
Brenndar brýr
Á diskunum líður þessi tími eðlilega enn hraðar,
allt frá því hann kemur til New York og verður
skjólstæðingur allra helstu þjóðlagasöngvara þess
tíma, þar til hann stingur í samband og segir skilið
við þann heim, hættir að semja og syngja mót-
mælasöngva og fer að syngja um það sem er að
gerast inni í kollinum á honum. Segja má að hann
hafi brennt allar brýr að baki sér þegar hann mætti
á þjóðlagahátíðina í Newport í júlílok 1965 með
blúsrokkara með sér, þar á meðal tvo liðsmenn
Paul Butterfield Blues Band, og gerði allt vitlaust,
þó tvennum sögum fari af því hvernig honum var
tekið.
Síðasta árið, frá mars 1965 til maí 1966, er einna
merkilegast í þessari sögu, stórmerkilegt reyndar,
því þá breytist hann út því að vera þjóðlaga- og
mótmælasöngvari í að vera eitthvað annað og
meira, að vera rödd heillar kynslóðar með öllum
þeim þversögnum og furðulegheitum sem því hlaut
að fylgja, en á þessu annus mirabilis sendi hann frá
sér þrjár helstu plötur sínar: Bringing It All Back
Home kom út 22. mars 1965, Highway 61 Revisited
30. ágúst og Blonde on Blonde 16. maí 1966. Eðli-
legur endapunktur á heimildarmyndinni og disk-
unum er svo júlí 1966, en þá lenti Dylan í slysi á
mótorhjóli og notaði tækifæri til að draga sig í hlé
um stund, hvílast og ná áttum.
26 óútgefin lög
Diskarnir eru tveir og tónlistinni raðað á þá í tíma-
röð, sem er alltaf kostur þegar litið er yfir feril
manna. 26 laganna hafa ekki komið út áður, en alls
eru á plötunni 28 lög. Upptökurnar eru úr einka-
upptökum, sjónvarpsþáttum og af tónleikum og
einnig eru ónotaðar upptökur úr upptökulotum
Dylans fyrir Columbia á þessum tíma. Elsta lagið
er upptaka frá 1959, lagið When I Got Troubles,
sem er víst fyrsta frumsamda lagið sem hann tók
upp, og yngstu upptökurnar eru frá 1966, tvö lög
frá upptökunum á Blonde on Blonde, útgáfur af
Leopard-Skin Pill-Box Hat og Stuck Inside of Mo-
bile with the Memphis Blues Again, og síðan tvö
tónleikalög, Ballad of a Thin Man og Like A Roll-
ing Stone.
Eins og getið eru diskarnir gefnir út um líkt leyti
og samnefnd heimildarmynd verður gefin út á
DVD disk, en hún hefur verið sýnd í sjónvarpi, þar
á meðal í breska ríkissjónvarpinu fyrir stuttu. Lög-
in hljóma ekki í myndinni nema í skötulíki, en í
henni bregður einnig fyrir öðrum tónlist-
armönnum.
Leikstjóri myndarinnar er Martin Scorsese, sem
þekkir bærilega til Dylans og hefur áður gert heim-
ildarmyndir tengdar tónlist, sjá til að mynda þá
ágætu mynd The Last Waltz sem frumsýnd var
1977. Gleymum svo ekki seríunni frábæru Martin
Scorsese Presents the Blues, þar sem Scorsese
fékk ýmsa til að gera heimildarþætti um sjö ólíka
kafla blússögunnar, en sjálfur stýrði Scorsese ein-
um besta hlutanum, Feel Like Going Home.
Með diskunum fylgir býsna veigamikil bók sem
rekur tilurð hvers lags fyrir sig, en einnig er góð
samantekt eftir Andrew Loog Oldham og Al Koo-
per segir frá upptökum á Highway 61 Revisited og
Blonde on Blonde, en hann kom mjög við sögu á
þeim báðum.
Ekki er hægt að skilja við Bob Dylan án þess að
geta enn frekari útgáfu – síðastliðinn þriðjudag
kom út bókin The Bob Dylan Scrapbook, þykk og
mikil myndabók, sem hefur að geyma ýmislegt
myndefni frá ævi Dylans, viðtöl og tilheyrandi.
Með bókinni fylgir diskur með gömlum viðtölum og
tónleikaupptökum.
Enn frekari uppljóstranir
Á síðasta ári svipti Bob Dylan loks hulunni af
mótunarárum sínum. Í nýrri heimildarmynd og
á tvöföldum diski verður myndin enn fyllri.
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Bob Dylan Það hefur verið erfitt að festa hendur á honum.