Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ENGIN AFNOTAGJÖLD
Afnotagjöld RÚV verða felld nið-
ur en nefskattur settur á samkvæmt
væntanlegu frumvarpi menntamála-
ráðherra. Með nefskatti á alla ein-
staklinga á aldrinum 18–70 ára og öll
fyrirtæki er reiknað með að hver
muni þurfa að greiða um 10 þúsund
krónur á ári til að tekjurnar verði
svipaðar og af afnotagjaldinu nú.
Banaslys á Suðurlandsvegi
Tæplega tvítugur piltur lést sam-
stundis og þrír slösuðust alvarlega í
hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á
Suðurlandsvegi við Þrengslavega-
mót í gærmorgun. Hálka var á veg-
inum þegar slysið varð.
Í fólksbílnum voru fimm ung-
menni en hjón með þrjú börn í jepp-
anum. Allir voru í bílbelti.
SH og Sjóvík sameinast
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
Sjóvík hafa verið sameinaðar.
Stjórnir félaganna undirrituðu í gær
samning um sameiningu undir nafni
SH. Tilgangur samrunans er að
sameina krafta þessara sjávaraf-
urðafyrirtækja á mörkuðum í Asíu
og Bandaríkjunum. Greitt er fyrir
hlutafé í Sjóvík með hlutafé í SH og
munu hluthafar í Sjóvík eiga 33%
hlut í SH eftir sameininguna.
Keypt í Keri
Fjárfestingarfélagið Grettir
keypti í gær 34,02% hlut í Keri hf.,
móðurfyrirtæki Olíufélagsins, og
4,03% í Eglu sem er að lang-
stærstum hluta í eigu Kers. Selj-
endur eru Sund ehf. og Nordica
Partners. Hluti söluverðsins er
greiddur með nýju hlutafé í Gretti.
Sýrlendingar á förum
Tilkynnt hefur verið að Sýrlend-
ingar muni í dag hefja brottflutning
fjórtán þúsund manna herliðs síns
frá Líbanon. Ekki er þó ljóst hvort
herliðið fer aðeins til Bekaa-dals í
austurhluta Líbanons, nálægt landa-
mærunum að Sýrlandi, eða hvort
það verður kallað heim. Ráðamenn í
bæði Bandaríkjunum og Frakklandi
hafa þrýst á Sýrlendinga að kalla
her sinn refjalaust heim frá Líb-
anon.
Ásakar Bandaríkjamenn
Ítalska blaðakonan Giuliana
Sgrena segist ekki telja útilokað að
bandarískir hermenn hafi vísvitandi
skotið á bifreið sem hún var farþegi í
í Bagdad í Írak á föstudag en einn
maður dó í skotárásinni, ítalski
leyniþjónustumaðurinn Nicolas Cal-
ipari. Sgrena hafði aðeins örfáum
mínútum áður verið sleppt úr haldi
mannræningja í Írak.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 22/24
Viðskipti 11 Dagbók 26
Vesturland 14 Víkverji 26
Erlent 15 Velvakandi 27
Daglegt líf 16 Staður og stund 27
Listir 17 Menning 29/33
Forystugrein 18 Ljósvakamiðlar 34
Umræðan 20/21 Veður 35
Bréf 21 Staksteinar 35
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MIÐASALA á tónleika Iron Maid-
en hófst með látum í gær þegar
tæplega 5.000 miðar í A-svæði í Eg-
ilshöll seldust á þremur og hálfum
tíma, að sögn Ragnheiðar Hansson,
skipuleggjanda tónleikanna.
Alls eru 5.500 miðar til sölu í A-
svæði á tónleikunum og því fáir
miðar eftir. Alls eru 11.000 miðar
til sölu á tónleikana, en um 5.500
miðar verða seldir í B-svæði. Sala
þeirra hefst í dag.
Strax á laugardag var ljóst að
hörð barátta yrði um miðana þegar
fjórir ungir drengir tóku sér sæti
fyrir utan verslunina Dagsljós á
Akureyri um tvöleytið og biðu í
tæpan sólarhring eftir miðum.
Ragnheiður segir ljóst að ef sala
miða á B-svæði í dag gangi jafn vel
verði reynt að ná samningum við
Iron Maiden um að selja fleiri
miða. Ljóst sé þó að ekki verði
seldir fleiri miðar í A-svæði og
koma þar til reglur sem hljóm-
sveitin setur sjálf en ákveðið há-
mark er á áhorfendum svo nálægt
sviðinu vegna flugelda og sýningar
hljómsveitarinnar meðan á tónleik-
unum stendur. Hins vegar geti ver-
ið mögulegt að fjölga miðum á B-
svæði. Aðrir tónleikar eru ekki inni
í myndinni, að sögn Ragnheiðar.
Miðasala á tónleika Iron Maiden hófst í gær
Um 5.000 miðar seldust
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Fjöldi manns beið við Kringluna í gærmorgun eftir að miðasala hæfist.
MAÐURINN sem lést í umferðar-
slysi sl. fimmtudag í árekstri tveggja
bíla á blindhæð skammt norður af
Kópaskeri hét Árni Jens Valgarðs-
son. Hann var tvítugur að aldri,
fæddur hinn 2. apríl 1984. Árni Jens
var frá Sigurðarstöðum á Melrakka-
sléttu. Hann lætur eftir sig unnustu.
Lést í árekstri
hjá Kópaskeri
BÖRNIN, sem sækja barnasamkomu Dómkirkjunnar, fræddust í gærmorgun
um lífið og tilveruna í sveitinni. Haraldur Benediktsson, formaður Bænda-
samtaka Íslands, heimsótti þau í boði Jakobs Hjálmarssonar dómkirkjuprests.
Haraldur sagði, í samtali við Morgunblaðið, að heimsóknin hefði tekist vel.
„Börnin þekktu ekki marga bændur,“ sagði hann, „en voru með það á hreinu
hvaðan kjötið og mjólkin kæmi.“
Hann sagði að eitt barnið hefði komið með eftirminnilega athugasemd, þeg-
ar hann hefði sagt frá því, að nú væru fulltrúar bænda að flykkjast á Bún-
aðarþing á Hótel Sögu. Þá hefði barnið spurt eitthvað á þessa leið: „Af hverju
eruð þið ekki bara heima að sinna börnunum ykkar?“
Morgunblaðið/Þorkell
Borgarbörn
fræðast um sveitina
ÁTÖK Bobby Fischers við fangaverði á mið-
vikudaginn í síðustu viku, daginn sem Sæmund-
ur Pálsson og hópur Íslendinga sem eru með
honum í för ætluðu að hitta hann, leiddu til þess
að Fischer var settur í einangrun fram að há-
degi á sunnudag.
Fischer hringdi í Sæmund þegar hann losnaði
úr einangruninni, og lýsti furðulegri uppákomu
í fangelsinu fyrir vini sínum, segir Einar S. Ein-
arsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Ís-
lands. Samkvæmt frásögn Fischers var hann að
fá morgunverðarskammtinn sinn, en fékk ekki
egg eins og hinir fangarnir. Hann bað þá um að
fá egg, en fékk ekki, sama hvað hann sagði, og
æstust báðir aðilar að lokum. Baráttan um egg-
ið endaði með því að fangaverðir sneru Fischer í
gólfið og nefbrotnaði einn þeirra í átökunum. Í
refsingarskyni þurfti Fischer svo að dúsa í ein-
angrun í fjóra daga, án þess að hafa bækur, blöð
eða annað sér til skemmtunar.
Einar segir að Sæmundur hafi farið snemma
dags í dag, mánudag, til þess að hitta Fischer,
og honum hafi verið gefin góð orð um að þeir
fengju loks að hittast. Hópurinn hefur nú fram-
lengt dvöl sína fram á fimmtudag, en upp-
haflega stóð til að þeir kæmu heim á morgun,
þriðjudag. Er þetta gert vegna þeirra tafa sem
orðið hafa á málinu, en Fischer hefur enn ekki
fengið vegabréf sitt sem bíður hans í íslenska
sendiráðinu.
Einar ræddi sjálfur við Fischer í gær, og
sagði hann greinilegt að hann væri að missa
móðinn, þó hann væri enn sæmilega líkamlega
heilbrigður. Hann hefði rætt um að reyna þyrfti
að fá vegabréf frá öðrum löndum en Íslandi þar
sem ekkert virtist ganga að komast til Íslands,
og nefndi t.d. Filippseyjar sem hugsanlegan
áfangastað. Einar segir að ekkert hafi verið
unnið í því að fá önnur lönd til þess að taka við
Fischer undanfarna mánuði vegna yfirlýsingar
íslenskra ráðamanna, og því kæmi það sér afar
illa ef þeir treystu sér ekki til þess að ljúka mál-
inu með því að koma vegabréfinu til Fischers.
Fischer nefbraut fangavörð
Íslenski hópurinn fær
að hitta Fischer í dag