Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 4
Ljósmynd/Ómar Garðarsson Borun er hafin í Eyjum, en reiknað er með að holan geti orðið allt að 2.000 metra djúp. SÍÐUSTU daga og vikur hefur staðið yfir und- irbúningur að borun eftir heitu vatni á Heima- ey sem Hitaveita Suðurnesja stendur að. Standa vonir til að borun geti hafist á allra næstu dögum. Borað verður nálægt suðurenda sprungunnar sem opnaðist í gosinu 1973, mitt á milli hennar og sprungunnar sem myndaðist þegar Helgafell varð til fyrir um 5000 árum síðan. Umsvifin eru nokkur því lítið þorp er í kring- um borinn, vatnsleiðslur liggja að svæðinu frá vatnstank í Hrafnaklettum og borholu á Nýja- hrauni því mikið vatn þarf við borunina. Sigurjón Ingólfsson, svæðisstjóri HS í Vest- mannaeyjum, segir að bora eigi niður á allt að 2000 metra dýpi og gera þeir sér vonir um að þarna sé að finna annað hvort 70 til 80 gráða heitt vatn á um 1000 m eða gufu á 2000 m. „Við búumst við að þarna sé nægur hiti, spurningin er hvort við komum niður á nægt vatn eða gufu en við erum bjartsýnir,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að HS sæi þarna möguleika á orkuöflun því flutningsgeta tveggja sæ- strengja til Eyja annar ekki eftirspurn eftir afli þegar álagið er mest. „Með heitu vatni eða gufuvirkjun léttum við á orkukerfinu í Vest- mannaeyjum um leið og þetta opnar aðra möguleika. Það eru ekki áform um frekari bor- anir að sinni en þetta verkefni tekur 40 til 45 daga gangi allt að óskum.“ Bora eftir heitu vatni í Eyjum Bora við sprunguna sem opnað- ist í gosinu 4 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 1 viku á ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 15. mars frá kr. 29.990 Verð kr. 39.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 7 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 29.990 Verð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 7 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu sætin ÁHUGAHÓPUR um verndun Þjórsárvera undirbýr nú kæru vegna úrskurðar Jóns Kristjáns- sonar, setts umhverfisráðherra, um mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu. Kynnti Katrín Theodórsdóttir lögmaður efni kær- unnar á fundi sem hópurinn hélt í Félagsheimilinu Árnesi í gær. Er það mat hópsins að Vesturkvíslalón og Arnarfellslón, sem tilgreind eru sem mótsvægisaðgerðir í úrskurði Jóns, séu ekki mótvægisaðgerðir heldur viðbótarframkvæmd. Á fundinum voru einnig kynntar athugasemdir sem félagið hefur eða ætlar að gera við tillögu að breytingum á svæðisskipulagi miðhálendisins og skipulagstillögu sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Tillögurnar fela í sér að náttúruverndarsvæðum er breytt í iðnaðar- og orkuvinnslu- svæði, segir á vefsíðu áhugahóps- ins. Gert er ráð fyrir Norðlinga- öldulóni og setlóni með veitu við Þjórsárjökul, við friðlandsmörkin austan við Arnarfell. „Verði þessar tillögur samþykktar er ljóst að náttúruverndargildi svæðisins verður spillt og fótunum verður kippt undan hugmyndum um stækkun friðlandsins og skráningu þess á heimsminjaskrá,“ segir enn- fremur á vefsíðunni. Að sögn Sigþrúðar Jónsdóttur vildi áhugahópurinn með fundinum upplýsa um stöðu mála og hvetja einstaklinga til að senda athuga- semdir til stjórnvalda vegna til- lagnanna en frestur til að skila at- hugasemdum rennur út 9. mars nk. Ekki mótvægisaðgerðir heldur viðbótarframkvæmd Áhugahópurinn telur að fram- kvæmd við Vesturkvíslalón og Arn- arfellslón hafi ekki verið metin í samræmi við lög um mat á um- hverfisáhrifum. Því þurfi að meta framkvæmdina sérstaklega að sögn Sigþrúðar. Þær viðbótarfram- kvæmdir sem fram koma í úrskurð- inum munu stækka áhrifasvæði Norðlingaölduveitu umtalsvert. Framkvæmdin verður á mörkum friðlandsins og því er ekki hægt að útilok áhrifin á gróðurfar og lífríki innan friðlandsmarkanna. Á fundinum hélt Tryggvi Felix- son, framkvæmdastjóri Land- verndar, einnig erindi þar sem hann rakti m.a. breyttar forsendur síðan úrskurður Jóns féll. Segir Sigþrúður að það sem m.a. hafi breyst sé að búið sé að útvega orku fyrir stækkun Norðuráls sem hafi m.a. verið rökin fyrir virkjun Norð- lingaöldu. Benti hún á að í sumar hafi komið hingað til lands tveir sérfræðingar á vegum UNESCO sem gerðu úttekt á Þjórsárverum. Segir hún að þeir hafi lýst þeirri skoðun sinni að þeir vildu stækka friðlandið. Áhugahópur um verndun Þjórsárvera kynnti stöðu mála Ætla að kæra úrskurð um Norðlingaölduveitu NÝ FJÖGURRA sæta stólalyfta var tekin í notkun í Bláfjöllum í gær. Af því tilefni var ókeypis í allar lyftur og í skíðakennslu og margir lögðu því leið sína í fjöllin. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fóru fyrstu ferðina. Nýja lyftan, sem fékk nafnið Kóng- urinn, er með 44 fjögurra sæta stólum, og fjór- um klefum þar sem hægt er að sitja inni. Hún fer fjóra og hálfan metra á sekúndu eða tvöfalt hraðar en gamla lyftan. „Hún hægir mjög vel á sér þar sem farið er úr og í hana en er helm- ingi fljótari á leiðinni, svo þetta er allt miklu betra,“ segir Hlynur Skagfjörð, rekstr- arfulltrúi í Bláfjöllum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að margt fólk væri í fjallinu en engar biðraðir í stólalyftunum, þökk væri nýju lyftunni. Morgunblaðið/Árni Torfason Kóngurinn sló í gegn lóðir á Norðlingaholti í júní í fyrra. Þá var hæst boðin 8,1 milljón króna í tvær lóðir, en í aðrar lóðir voru tilboðin undir 7 milljónum króna. Alls var hægt að bjóða í 14 lóðir, sex einbýlis- húsalóðir, fimm lóðir fyrir samtengd tvíbýlis- hús, eina raðhúsalóð og tvær fjölbýlishúsalóðir. Hæsta tilboðið í lóðir fyrir tvíbýlishús var 120,5 milljónir fyrir 14 íbúðir, eða 8,6 milljónir á hverja íbúð. Til samanburðar var algengt verð fyrir hverja íbúð á svipaðri lóð 4 milljónir króna í öðrum áfanga. Óvíst að staðið verði við öll tilboðin Hæsta tilboð í raðhúsalóð var um 111,4 millj- ónir króna fyrir 12 íbúðir, eða um 9,3 milljónir á hverja íbúð. Algengt verð á hverja íbúð á sam- TILBOÐ í lóðir í 3. áfanga á Norðlingaholti í Reykjavík hafa verið opnuð og gerðu 123 bjóð- endur samtals 885 tilboð í byggingarrétt á 14 lóðum. Mikill munur var á tilboðunum nú og í 2. áfanga fyrir níu mánuðum, og voru hæstu tilboð í nú rúmlega tvöfalt hærri en hæstu boð í sam- bærilegar lóðir á þeim tíma. Hæstu tilboð sem bárust í þær sex einbýlis- húsalóðir sem stóðu til boða voru að meðaltali 15,6 milljónir króna. Hæst voru boðnar 17,2 milljónir í eina lóðina, en sami aðilinn, Granda- vör ehf., bauð hæst í fimm af sex einbýlishúsa- lóðum. Næst-hæstu tilboðin sem bárust í þessar lóðir voru að jafnaði 1-2 milljónum undir hæsta boði. Hæstu tilboðin í þessar lóðir eru rúmlega tvöfalt hærri en hæstu tilboðin sem gerð voru í bærilegum íbúðum í júní í fyrra var 4,3 milljónir króna. Hæsta tilboðið sem barst í lóð fyrir fjölbýlis- hús var u.þ.b. 183,2 milljónir króna, eða 6,1-6,8 milljónir á íbúð, mismunandi eftir íbúðafjölda. Til samanburðar var algengt verð á hverja íbúð á sambærilegum lóðum fyrir níu mánuðum 2,6-3 milljónir króna. Einn aðili, BM verktakar ehf, áttu hæstu til- boðin í báðar fjölbýlishúsalóðirnar og allar tví- býlishúsalóðirnar, og munaði gjarnan 5-10 millj- ónum á tilboðum BM verktaka og þeirra sem áttu næst-hæsta boð. Samkvæmt reglum getur bjóðandi sem á hæsta tilboð í fleiri en eina lóð fallið frá öllum tilboðum nema einu, og því ekki víst að svo hátt verð fáist fyrir allar lóðirnar. Samtals bárust 885 tilboð í 14 lóðir í þriðja áfanga Norðlingaholts Meira en tvöfalt hærri tilboð en í öðrum áfanga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.