Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TILGANGURINN með sameiningu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) og Sjóvíkur ehf. er að sameina krafta félaganna á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu. Svigrúm til hagræðingar er fyrst og fremst í Bandaríkjunum en þar eiga fé- lögin tvær verksmiðjur sem framleiða vörur fyrir sömu markaði. Forstjóri SH segir að með samein- ingu íslensku verksmiðjanna sé langþráðu mark- miði náð. SH hefur um árabil rekið verksmiðju í Mary- land-ríki í Bandaríkjunum undir merkjum Cold- water og í lok árs 2004 keypti Sjóvík félagið Iceland Seafood Corporation af SÍF hf. og eignaðist þar með verksmiðju félagsins í Virginíu-ríki. Áður höfðu sameiningarviðræður milli SH og SÍF runnið út í sandinn. Gunnar Svavarsson forstjóri SH segir að með sameiningu SH og Sjóvíkur sé langþráðu markmiði um sameiningu íslensku félaganna tveggja í Banda- ríkjunum náð en þau hafi um árabil verið rekin á svipuðum forsendum. Meginsamlegðaráhrifin af sameiningunni verði í Bandaríkjunum. Þá hafi SH í auknum mæli beint sjónum sínum að innkaupum og vinnslu á afurðum í Asíu og þar muni hin öfluga starfsemi Sjóvíkur falla vel að SH samstæðunni. SH stofnaði í fyrra félag í Kína til að halda utan um vinnslu á sjávarafurðum fyrir systurfyrirtæki. Starfsemi Sjóvíkur í Asíu er mun umfangsmeiri, skrifstofa félagsins í Suður-Kóreu sér um viðskipti með um 100.000 tonn af á ári, mest af Alaskaufsa. Sjóvík og SÍF hafa um árabil átt í nánu samstarfi um framleiðslu og sölu afurða frá Asíu. Aðspurður hvað yrði um þau viðskipti eftir sameininguna sagði Gunnar: „Það er nokkuð ljóst að Sjóvík myndi hafa áhuga á að halda viðskiptum áfram við sem flesta aðila. Svo er það hinna að ákveða hvort þeir eru sáttir við að kaupa af einhverjum sem þeir skil- greina sem keppinaut,“ sagði hann. Ellert Vigfússon framkvæmdastjóri Sjóvíkur segir að með samrunanum við SH opnist aðgangur fyrir framleiðsluvörur Sjóvíkur að nýjum og spenn- andi mörkuðum. Tækifæri skapist á því að auka til muna framleiðslu félagsins í Asíu og einnig skapist möguleikar til hagræðingar í Bandaríkjunum. Leiðandi í Bandaríkjunum Í sameiginlegri fréttatilkynningu SH og Sjóvíkur kemur fram að velta dótturfélags SH í Bandaríkj- um, Icelandic USA, var 321 milljón bandaríkjadala á síðasta ári. Meginstarfsemin felst í framleiðslu og sölu á frystum vörum og rekur félagið í því sam- bandi verksmiðju í Maryland. Velta verksmiðj- unnar var um 186 milljónir dollara. Þá rekur dótt- urfélagið fyrirtækið Ocean to Ocean sem flytur inn og selur heitsjávarrækju og aðrar skelfiskafurðir. Í tilkynningunni segir að fiskréttaverksmiðjan sem Sjóvík keypti af SÍF, og er nú rekin af Sam- band of Iceland sem er dótturfyrirtæki Sjóvíkur, sé ein sú nýjasta í Bandaríkjunum. Rekstur hennar er sagður mjög hagkvæmur og staðsetning hennar og atvinnuumhverfi mjög gott. Heildarvelta Samband of Iceland var 143 milljónir bandaríkjadala í fyrra. „Með sameiningu SH og Sjóvíkur verður til öfl- ugt framleiðslu- og sölufyrirtæki í Bandaríkjunum með veltu upp á tæplega hálfan milljarð dollara sem verður þannig leiðandi fyrirtæki á mark- aðnum,“ segir í tilkynningunni. Mjög stórir í Asíu Þá kemur fram að Sjóvík er eitt stærsta fyr- irtækið í Asíu í verslun með fisk og fiskafurðir. Fé- lagið rekur nú átta verksmiðjur; fimm í Kína, tvær í Taílandi og eina í Bandaríkjunum og hefur auk þess söluskrifstofur í fimm löndum. Um 3.000 manns starfa á vegum þess. Velta fyrirtækisins í fyrra var 11,5 milljarðar en gert er ráð fyrir að velta þessa árs verði 18–19 milljarðar. Aðaleigandi í Sjóvík er Jón Kristjánsson, kennd- ur við Sund ehf., sem á um helming hlutafjár en annað hlutafé er m.a. í eigu lykilstarfsmanna. SH samstæðan er mun umfangsmeira fyrirtæki og rekur sölu- og markaðsfyrirtæki í kældum og frystum sjávarafurðum í sjö löndum. Auk þess rek- ur SH starfsemi tengda innkaupum og þjónustu á Íslandi, í Noregi, Hollandi og Kína. SH leggur ekki lengur nær eingöngu áherslu á frystan fisk heldur framleiðir og selur fjölbreytt úrval af fyrstum og kældum vörum. Í fyrra keypti félagið breska mat- vælafyrirtækið Seahill Ltd. og sjávarafurðadeild Cavaghan & Gray í Bretlandi. Velta SH samstæð- unnar var 70 milljarðar í fyrra, um 19% meiri en ár- ið 2003. Gert er ráð fyrir að velta þessa árs verði 75–80 milljarðar króna og hagnaður um 1 millj- arður. Starfsmenn eru um 2.700. Markmiði um sameiningu í Bandaríkjunum loksins náð Samkomulag um sameiningu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur Morgunblaðið/HMÁ Starfsmenn SH verða um 5.700 í ýmsum löndum. „ÞAÐ er algerlega nauðsynlegt að fækka sveitarfélögum með því að stækka þau. Einungis þannig er hægt að flytja í stórum stíl verkefni frá rík- inu til sveitarfélaga. Í framtíðinni væri æskilegt að sveitarfélög yrðu ekki fleiri en 12–14,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar. Sveitarstjórnarráð Samfylkingar- innar fundaði um helgina, og segir Össur að fundurinn hafi verið upphaf- ið að undirbúningi fyrir kosningabar- áttu flokksins fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar. Hann sagði þó ekki stefnu flokksins að þvinga sveitarfélögin til samein- ingar, heldur væri vænlegra til árang- urs að búa til fjárhagslegan hvata fyr- ir sameiningu. Meðal þeirra verkefna sem Össur sagðist vilja flytja til sveit- arfélaga í framtíðinni eru heilsugæsl- an, þjónusta við aldraða og fatlaða, framhaldsskólinn, flugvellir aðrir en Keflavíkurflugvöllur, hluti vegagerð- arinnar, og löggæslu. Það sé hins veg- ar ekki hægt að gera nema með því að stækka sveitarfélögin verulega. Reynslan af flutningi grunnskólans sýni þó fram á að ekki sé hægt að ráð- ast í stækkun sveitarfélaganna og flutning verkefna til þeirra frá ríkinu án þess að breikka verulega tekju- stofna sveitarfélaganna. „Ég reifaði þann möguleika í ræðu minni að þau myndu í framtíðinni fá hluta af óbeinum sköttum, t.d. virð- isaukaskatti. Það er eitthvað sem þyrfti að skoða vel í tengslum við flutninga nýrra verkefna til sveitarfé- laganna.“ Einnig ræddi Össur um að sveitarfélögin myndu í framtíðinni hafa ákveðið frelsi til þess að ráða út- svarinu. Spurður um afstöðu Samfylkingar- innar til tekjustofnanefndar segir Össur: „Það er alveg ljóst að Samfylk- ingin er fjarri því ánægð með þá nið- urstöðu sem stefnir í og sú vinna er augljóslega ekki annað en enn einn plásturinn á þessi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þessi plástraaðferð dugar ekki lengur, það þarf gagngera uppstokkun á tekjustofnum og verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það verður eitt af stóru málunum sem við munum beita okkur fyrir í næstu rík- isstjórn sem við munum eiga sæti í.“ Kosningaskóli í vor Á fundinum kynnti Össur hug- myndir sínar um að Samfylkingin efndi til sérstaks kosningaskóla í vor þar sem fulltrúar allra væntanlegra sveitarstjórnarframboða kæmu til þess að samhæfa vinnubrögð. „Ég talaði um að Samfylkingin ætti að bjóða fram undir sínu eigin nafni sem víðast, þó taka verði mið af að- stæðum hverju sinni. Ég lagði mikla áherslu á að það verði sameiginlegur kjarni varðandi okkar stefnu fyrir sveitarstjórnarstigið, sem væri íbúa- lýðræði.“ Með það í huga sagði Össur nauðsynlegt þegar flokkurinn settist í ríkisstjórn að taka raunhæf skref í átt að því að íbúar fái sjálfir, með beinum kosningum, að móta grundvallar- ákvarðanir í stærstu málaflokkunum, svo sem heilsugæslu, skólamálum, umhverfismálum og skólamálum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, vill stórfellda fækkun sveitarfélaga Þörf á að fækka niður í 12–14 Sunnlenska/Egill Össur Skarphéðinsson segir að hugsanlegt sé að sveitarfélögin fengju hluta af óbeinum sköttum, t.d. virðisaukaskatti. FJÖLDI manns lagði leið sína í Borgarleikhúsið á laugardag þar sem sjö háskólar stóðu fyrir kynningu á námsframboði sínu undir yfirskrift- inni Stóri háskóladagurinn. Á kynningunni gátu gestir fengið upplýsingar um nám sem skólarnir bjóða, en einnig um nám erlendis, stúdentaíbúðir, námslán og fleira. Þá voru ein- stakar starfsgreinar kynntar á svokölluðu Starfatorgi. Listamenn komu einnig í heimsókn og glöddu gesti með list sinni. Að kynningunni stóðu Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Háskóli Íslands var með námskynningu fyrir einni viku. Skólarnir hafa stundum staðið sam- eiginlega að námskynningu, en umfang há- skólanáms hefur aukist svo mikið síðustu ár að niðurstaðan varð sú að skipta kynningunni í tvennt að þessu sinni. Morgunblaðið/Þorkell Hvað á ég að læra? INGIBJÖRG Rafnar, umboðsmaður barna, segist hafa fengið nokkrar vel ígrundaðar kvartanir frá foreldrum sem eru ósáttir við ákveðna þætti varðandi heildarúttekt á forvarna- starfi Reykjavíkurborgar, en niður- stöður úttektarinnar voru kynntar sl. fimmtudag. Aðspurð segir hún að foreldrarnir hafi m.a. verið ósáttir með að hafa ekki fengið að vita um hvað væri spurt. Ekki er talin ástæða til þess að aðhafast sérstak- lega vegna þessa að sögn Ingibjarg- ar. Sendi tilmæli Ingibjörg segir forvera sinn, Þór- hildi Líndal, hafa sent á sínum tíma tilmæli til þeirra sem vinna við gerð slíkra kannanna. Þar hafi Þórhildur gert greinarmun á markaðskönnun- um annarsvegar og hinsvegar könn- unum sem ætlaðar sé til vísindalegra rannsókna. Þar hafi hún sett fram leiðbeiningar um það hvaða skilyrð- um slíkar kannanir verði að full- nægja, eins og það að greina verði foreldrum frá því að slíkar kannanir séu í gangi, auk þess semtryggja verði að ekki verði hægt að rekja upplýsingar til þeirra einstaklinga sem tóku þátt í könnuninni til að frið- helgi einkalífsins verði ekki rofin. Hvað varði þessa tilteknu könnun segir Ingibjörg að hún geti ekki séð annað en að ofangreindum kröfum hafi verið fullnægt. Hún telur nauð- synlegt að láta gera vísindalegar kannanir á viðhorfi, líðan ásamt öðr- um þáttum í lífi unglinga. Það sé hinsvegar ekki sama hvernig staðið sé að því. T.a.m. hvernig spurningar séu orðaðar, en þetta sé hinsvegar vandmeðfarið. Ljóst sé að til hags- munaárekstra geti komið en hún áréttar að ekki sé þörf á að aðhafast sérstaklega vegna þeirra kvartana sem henni hafa borist. Könnun á vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk Kvartanir hafa borist til umboðs- manns barna LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði um helgina tvo öku- menn, 19 og 15 ára, sem voru án ökuréttinda og hafði sá yngri verið drukkinn undir stýri. Þá voru tvær stúlkur teknar með lítilræði af fíkniefnum á skemmtistað í bænum. Þær voru færðar á lögreglustöð til skýrslutöku en var síðan sleppt. 15 ára ók drukkinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.