Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 8

Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR           !"#$% %&%'( %)  &%*(                          Reynum að þrauka, vinur, það er ekki langt eftir. Efling stéttarfélaghyggst ekki farasömu leið og VR en stjórn þess félags legg- ur til að hluti iðgjalda renni inn á sérgreindan sparnað, svokallaðan VR- varasjóð, eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugar- dag. Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, segir að hugmyndir VR séu það ný- framkomnar að ekki sé enn búið að fara ofan í þær. Hann segist þó telja að sjóðum félaganna eigi að verja með öðrum hætti. „Við erum ekki á þessari leið,“ segir hann um hug- myndir VR. Hann segir sjúkrasjóð Eflingar verða sérstaklega til skoðunar á aðalfundi í apríl en hann stendur vel. Sjúkrasjóðir stéttarfélaganna í landinu standa þó misjafnlega að vígi og því óvíst að minni félög geti fetað leið VR eða eflt sjóðina sem fyrir eru eins og Efling vill heldur gera. Á aðalfundi VR, sem verður 14. febrúar, mun stjórnin leggja til- löguna um varasjóðinn fram. Í Morgunblaðinu á laugardaginn kom fram að afkoma VR hefði ver- ið mjög góð. Gert væri ráð fyrir að árlega rynnu um 350–400 milljónir í VR-varasjóðinn og myndu fé- lagsmenn eignast um 45 þúsund að meðaltali. Varasjóðinn gætu svo félagsmenn nýtt til t.d. sí- menntunar, orlofsmála, forvarna- og endurhæfingar eða til fram- færslu t.d. við atvinnumissi, vegna heilsubrests, starfsloka eða fæð- ingarorlofs. Haft var eftir Gunnari Páli Páls- syni, formanni VR, að það væri ekki hlutverk félagsins „að safna í digra sjóði“. Til álita hefðikomið að lækka iðgjöldin en niðurstaðan hefði orðið sú að réttara væri að beina fjármununum inn á þessar brautir. Varasjóðurinn saman- stendur að hluta af félagsgjöldum og gjöldum til orlofs- og sjúkra- sjóðs. Spurður nánar út í þetta í gær sagði Gunnar Páll að þar sem það væru atvinnurekendur sem greiddu ákveðið hlutfall launa starfsfólks síns í sjúkra- og orlofs- sjóði viðkomandi stéttarfélaga hefði það ekki skilað félagsmönn- um VR miklu að lækka fé- lagsgjöldin, sem þeir sjálfir greiða. Með þessu væri atvinnu- rekandinn að leggja til sparnað sem safnaðist í varasjóðinn. Hann sagði atvinnurekendur ekki hafa gert athugasemd við þetta. Gunnar Páll sagði ennfremur að ekki væri verið að taka neina nýja fjármuni af félagsmönnum og at- vinnurekendum heldur taka þá sem fyrir væru og vísa þeim í aðra átt en áður. Hann sagði fjármuni sem áður hafa farið í styrki til lík- amsræktar, gleraugnakaupa og annað slíkt nú verða lagða í vara- sjóðinn. Einnig þau gjöld úr or- lofssjóði sem hingað til hafa verið notuð til að niðurgreiða dvöl í or- lofshúsum VR. „Fólk getur þá not- að fjármunina í það sem það kýs helst,“ sagði Gunnar Páll. Mun þetta hugsanlega þýða að vikudvöl um sumartímann í orlofshúsum mun hækka úr 22 þúsund krónum í um 40 þúsund krónur. Fé- lagsmenn geta svo niðurgreitt dvölina úr sínum eigin varasjóði, kjósi þeir svo. „Við erum með þessu að skilja á milli reksturs húsanna og meðgjafarinnar,“ út- skýrði Gunnar Páll. Hann sagði að VR hefði fundið að fólk vildi hafa meira valfrelsi um hvernig það ráðstafaði orlofsfénu í sínum frí- um. „Við ætlum að veita félags- mönnum möguleika á að velja.“ Gunnar Páll sagði að fé- lagsmenn yrðu þó hvattir til að spara varasjóðinn. „Við erum að færa áhersluna frá þessum minni styrkjum og orlofshúsunum í að hvetja menn til að spara og eiga þá kannski varasjóð vegna stærri tímamóta í lífinu eða vegna áfalla.“ Gunnar benti á að stærstur hluti iðgjalda, eða um 70%, rynni áfram til samtryggingar félagsins og standi straum af sjúkra- og slysa- dagpeningum, dagpeningum vegna veikinda barna, örorkubót- um, dánarbótum og lögfræðiað- stoð til félagsmanna. Dvöl fé- lagsmanna í orlofshúsum yrði ennþá niðurgreidd, en í töluvert minna mæli en verið hefur, þar sem inneign kemur á móti. Sjúkrasjóðurinn skoðaður Sigurður Bessason segir sjóði stéttarfélaganna hugsaða með öðrum hætti en að byggja upp varasjóð fyrir félagsmenn. „Sjóðirnir voru stofnaðir til að- halda utan um ákveðna hluti með ákveðnum forsendum en þarna er verið að leggja upp með allt aðra hluti,“ segir Sigurður um VR- varasjóðinn. „Ég fæ ekki alveg séð hvernig það samrýmist reglum þeirra.“ Sigurður segir að afkoma sjóða Eflingar hafi verið „prýðis góð“ á síðasta ári, eins og hann orðar það en aðalfundur verður haldinn í apríl nk. Hann segir að sjúkra- sjóðurinn standa mjög vel. Að- spurður hvort félagsmenn fái nú að njóta góðrar stöðu sjóðanna í auknum mæli segir Sigurður að þegar sjóðir styrkist þá séu rétt- indi sjóðfélaga aukin. Hann segir að á aðalfundi í apríl nk. verði um- hverfi sjúkrasjóðsins tekið sér- staklega til skoðunar. Fréttaskýring | Hluti niðurgreiðslu til or- lofshúsa VR mun fara í varasjóð félagsins Efling vill ekki varasjóð Þegar sjóðir styrkjast eru réttindi fé- laganna efld, segir formaður Eflingar Gunnar Páll segir að fólk vilji velja í orlofinu. Atvinnurekendur greiða í orlofs- og sjúkrasjóði  Stjórn VR leggur til að til varasjóðsins renni 20% af fé- lagsgjaldi, 30% af sjúkrasjóðs- gjaldi og 80% af orlofssjóðs- gjaldi. Félagsmenn greiða félagsgjaldið en atvinnurek- endur greiða í orlofs- og sjúkra- sjóði fyrir starfsfólk sitt. Orlofs- sjóður stendur m.a. undir kaup- um og rekstri orlofshúsa. Megin- verkefni sjúkrasjóða er að greiða sjúkradagpeninga þegar fólk dettur út af launaskrá vegna veikinda eða slyss. sunna@mbl.isÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.