Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 10

Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 10
10 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 2 SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. FORYSTA Frjálslynda flokksins var endurkjörin á landsþingi flokksins á laugardag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins og Margrét Sverrisdóttir, ritari flokksins, voru endurkjörin með lófaklappi. Þau fengu engin mótframboð. Magnús Þór Hafsteinsson var end- urkjörinn varaformaður flokksins með tæp 70 prósent akvæða. Gunnar Örn Örlygsson, sem bauð sig fram gegn honum, hlaut um 30 prósent at- kvæða. Þrýst var á Margréti Sverr- isdóttur að gefa kost á sér í varafor- mannsembættið. „Ég vil þakka þann afdráttarlausa stuðning sem mér finnst hafa komið fram hér á þessu þingi,“ sagði Mar- grét við landsþingsfulltrúa, en fyrr um daginn hafði henni verið afhentur undirskriftalisti, með um 50 nöfnum, þar sem skorað var á hana að bjóða sig fram í varaformannsembættið. Hún sagði m.a. að hún vildi ekki sundrungu innan flokksins, flokks- menn þyrftu að standa saman og horfa fram á veginn. Síðan sagði hún: „Ég held friðinn hér í dag og þá skulu þeir líka gera það sem hér eru í fram- boði þannig að það verði ekki eftirmál af þessum slag. Ég vil minna þá á það að það er ekkert embætti stærra heldur en sá sem gegnir því.“ Mar- grét tók fram að hún teldi sig, með stuðningi landsþingsfulltrúa, hafa sterka stöðu innan flokksins. „En eins og er í pottinn búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í fram- tíðinni.“ Alls 134 greiddu atkvæði í varafor- mannskjörinu. Magnús Þór fékk 93 atkvæði og Gunnar Örn 41 atkvæði. Margrét fékk sjö atkvæði og einn at- kvæðaseðill var auður. Fjörutíu at- kvæðaseðlar að auki, sem afhentir voru landsþingsfulltrúum, skiluðu sér ekki í kjörkassann. Fari yfir gagnrýni Þegar úrslitin höfðu verið kunn- gjörð kom Magnús Þór í pontu og sagði: „Ég lofa ykkur því að ég mun starfa áfram af fullri einurð og festu og heiðarlega að málefnum flokksins í framtíðinni og vinna með forystunni að því að tryggja okkur góð úrslit í kosningunum 2006 og alþingiskosn- ingunum árið 2007.“ Magnús Þór sagði við Morgunblað- ið eftir úrslitin að hann liti svo á að forysta flokksins hefði fengið skýrt umboð, frá landsþingsfulltrúum, til að halda áfram á sömu braut og hún hefði gert fram til þessa. Spurður hvort hann teldi að þingfulltrúar hefðu með kosningunum tekið afstöðu gegn því að flokkurinn sveigði sig meira til hægri, eins og Gunnar lagði áherslu á í sinni kosningabaráttu sagði Magnús: „Ég held það hafi ekki verið tekin nein afstaða til þess.“ Hann sagði að forysta flokksins þyrfti hins vegar að fara yfir þá gagnrýni sem sett hefði verið fram og taka mið af henni. „Við þurfum að taka tillit til þessarar gagnrýni. Það mun ekki skorta viljann fyrir því.“ Gunnar kvaðst í samtali við Morg- unblaðið taka niðurstöðunni vel. Hún myndi ekki hafa nein eftirmál – af sinni hálfu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég var kannski Davíð á móti Golíat í þessari baráttu eftir að for- maður flokksins fór fram og tók af- stöðu með Magnúsi. Auðvitað virði ég þær skoðanir formannsins, eins og allra annarra, en ég hefði þó kosið að hann hefði farið fram með öðrum hætti. Ég mun þó ekki erfa það við hann.“ Gunnar kvaðst umfram allt ánægð- ur með að flokkurinn væri búinn að taka út þann pólitíska þroska að fara í gegnum fyrsta varaformannsslaginn. Fyrir vikið hefði landsþingið í heild sinni einkennst af miklum krafti, bjartsýni og málefnalegri vinnu. Spurður hvort hann teldi að úrslit kosninganna sýndu að flokksmenn vildu ekki sveigja flokkinn meira til hægri sagði hann: „Ég held að þessar niðurstöður endurspegli ekki endi- lega þau málefni sem ég legg fram heldur fyrst og fremst afdráttarlaus- an stuðning við formann flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, sem hefur mikið persónufylgi innan flokksins – enda hæfur maður þar á ferð.“ Gunnar sagði að þau málefni, sem hann hefði lagt fram á þinginu, m.a. tillaga um 15% flatan skatt, væru komin í „fulla vinnslu“ eins og hann orðaði það, innan flokksins. Forysta Frjálslynda flokksins var öll endurkjörin á landsþingi flokksins um helgina Hafa fengið skýrt umboð til að halda áfram á sömu braut Morgunblaðið/Golli Magnús Þór Hafsteinsson var endurkjörinn varaformaður með tæplega 70% atkvæða. Gunnar Örn Örlygsson (t.v.) fékk um 30%. „ÉG held að við komum ágætlega búin málefnalega frá þessu þingi,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, við Morgunblaðið eftir landsþing flokksins um helgina. „Við vor- um að skerpa á okkar áherslum og ég varð ekki var við annað en menn stæðu sáttir upp frá vinnunni á þinginu.“ Hann segist heldur ekki sjá ann- að en menn hafi staðið heilir upp frá varaformannskjörinu. „Auðvit- að munu menn fylgja eftir sínum áherslum en það er að sjálfsögðu flokkurinn sem mótar stefnuna sameiginlega en ekki einn maður.“ Hann segir að miðað við um- ræðuna á landsþinginu vilji ekki margir teygja sig of langt til hægri. „Ég heyrði engan mæla gegn vel- ferðaráherslum okkar.“ Hann segir ennfremur að ef menn vilji fara í einkavæðingu, þá verði að fylgja því einhver hagur fyrir fólkið í landinu. „Það er ekki hægt að fara í einkavæðingu til að fara í einka- væðingu og sitja svo uppi með kannski 20% hærra raforkuverð til fólksins.“ Í setningarræðu sinni greindi Guðjón frá nýjum tillögum flokks- ins um að 18 til 20 jarðgöng verði gerð á 20 árum. Tillögu þess efnis verður dreift á Alþingi í vikunni. Guðjón A. Kristjánsson Góð málefna- leg staða Guðjón A. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.