Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 12
F
rumvarpið sem er í smíð-
um í menntamálaráðu-
neytinu um Rík-
isútvarpið, og
væntanlegt er inn í rík-
isstjórn og stjórnarflokkana, er lend-
ing sem bæði sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn eru sagðir geta
sætt sig við. Um nokkurt skeið hefur
blasað við að breytinga væri þörf á
gildandi lögum um Ríkisútvarpið.
Reynt hefur verið að koma á grund-
vallarbreytingum á rekstrinum en
m.a. vegna andstöðu innan og utan
stofnunarinnar hefur ekkert orðið af
þeim áformum. Andstaða hefur þann-
ig verið innan Framsóknarflokksins
við að fella niður afnotagjöld og
breyta stofnuninni í hlutafélag. Björn
Bjarnason hafði í sinni tíð sem
menntamálaráðherra vilja til að
hlutafélagavæða Ríkisútvarpið. Taldi
hann það skynsamlegustu leiðina til
að gera stofnunina ábyrga fyrir eigin
rekstri og skapa henni trausta sam-
keppnisstöðu á fjölmiðlamarkaðnum.
Einnig viðraði hann möguleika á að
leggja afnotagjaldið af, þannig að slík
áform eru því ekki ný af nálinni.
Þrátt fyrir vissa andstöðu innan
RÚV við breytingar hefur engu að
síður verið kallað eftir þeim hvað fjár-
mögnunina varðar. Einnig vegur
þungt nýleg krafa Eftirlitsstofnunar
EFTA, ESA, um breytingar á laga-
umhverfi Ríkisútvarpsins. Beindist
sú krafa einkum að því að skýra
þyrfti betur í lögum hlutverk almenn-
ingsútvarps og aðskilja betur í bók-
haldinu einstaka rekstrarþætti, m.a.
að önnur starfsemi eins og netþjón-
usta sé ekki niðurgreidd með tekjum
af afnotagjaldi. Er krafa ESA byggð
á evrópskum reglum um ríkisstyrki
og í hvaða starfsemi má nota slíka
styrki.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri segir nauðsynlegt að fá úr
þessu skorið og skýra þurfi betur
lagaumhverfi Ríkisútvarpsins. Hann
og fleiri stjórnendur RÚV hafi til
margra ára kallað eftir þeirri breyt-
ingu. Nauðsynlegt sé fyrir stofnunina
að þróast, ekki bara í útvarpi og sjón-
varpi, heldur einnig með netþjónustu.
Þannig vanti ákvæði um Internetið í
lögin um RÚV, enda hafi sú tækni
ekki verið komin í almenna umferð
við setningu laganna árið 1985. Skil-
greiningar í rekstrinum verði að vera
á hreinu.
Mannaskipti í útvarpsráði
Frá síðustu þingkosningum hefur
komist hreyfing á hlutina. Mestu
skipti að stjórnarflokkarnir komu sér
saman um að ná niðurstöðu og fyrir
um ári höfðu formenn flokkanna,
Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms-
son, uppi ummæli opinberlega um að
leggja ætti afnotagjöld Ríkisútvarps-
ins niður. Höfðu jákvæð ummæli
Davíðs um Ríkisútvarpið í tengslum
við fjölmiðlafrumvarpið einnig áhrif á
endurskoðun á stofnuninni og hrintu
henni af stað fyrir alvöru.
Þá er það einnig talið hafa haft viss
áhrif að mannaskipti urðu í útvarps-
ráði. Ákveðin togstreita mun hafa
verið í samskiptum formanns ráðsins,
Hafa fleiri viðmælendur Morg-
unblaðsins bent á þessa leið og telja
hana vænlegan kost fyrir stofnunina.
Þannig segir Bjarni Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sjónvarps, að
gera þurfi árangursstjórnunarsamn-
ing við menntamálaráðuneytið til
lengri tíma, fimm eða sjö ára. Þar
með verði einfaldara fyrir stjórn-
endur RÚV að gera markvissar áætl-
anir til lengri tíma sem muni skila sér
í skýrari dagskrárstefnu og meiri
hagræðingu. Í svipaðan streng tekur
Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri
Útvarps. Ríkisfjölmiðlar í nágranna-
löndunum viti nokkur ár fram í tím-
ann úr hverju þeir hafa að spila og
ólíkt auðveldara sé við slíkar að-
stæður að gera fastar áætlanir og
móta framtíðarstefnu. „Það háir Rík-
isútvarpinu að vita aldrei með vissu
fyrr en við samþykkt fjárlaga í lok árs
hvort tillögur þess um rekstrartekjur
fyrir næsta ár eru samþykktar,“ seg-
ir Dóra.
Afnotagjöldin dýr í innheimtu
Afnotagjöldin þykja dýr í inn-
heimtu en kostnaður afnotadeildar
nemur nú um 80 milljónum króna á
ári. Þar af taka bankarnir inn um 30
milljónir í seðilgjöld. Brögð eru að því
að fólk, einkum hið yngra, komi sér
undan því að greiða afnotagjöldin og
þá nýta æ fleiri sér þjónustu Rík-
isútvarpsins í tölvum sínum.
Starfsmenn RÚV, háir sem lágir,
segjast vilja sjá hvað kemur í stað af-
notagjalda, verði ný lög samþykkt um
að fella þau niður. Gjöldin hafi þó
þann kost að veita sjálfstæði með því
að rukka inn eigin tekjur. Fyrir vikið
sé RÚV ekki jafnháð ríkisvaldinu og
ef það væri á beinum fjárlögum.
Einnig er bent á að afnotagjöld séu
enn ráðandi í fjármögnun ríkismiðla
víða í Evrópu (sjá meðfylgjandi töflu)
og um þau sé ekki eins mikið deilt og
hér á landi. Þannig komust skýrslu-
höfundar fyrir danska ríkisútvarpið
að því í haust að ekkert betra fyr-
irkomulag en afnotagjöld væri við
fjármögnunina. Þá voru sænsk
stjórnvöld nýlega að breyta inn-
heimtu sinni þannig að afnotagjöld
mætti einnig taka af tölvum líkt og
sjónvarpstækjum.
Fleiri tillögur um fjármögnun eru
uppi. Jón Ásgeir Sigurðsson útvarps-
maður nefnir þá hugmynd að heimilin
í landinu borgi um 20 þúsund krónur
á ári til Ríkisútvarpsins, í stað ríflega
30 þúsund króna í dag með afnota-
gjaldinu, og ríkissjóður leggi til sama
hlutfall á móti. Draga eigi markvisst
úr auglýsingum, þrengja reglur og
hætta kostun, sem hafi vond áhrif á
Áform um nefskatt í stað
Fréttaskýring | Fram-
undan eru róttækar
breytingar á skipulagi
og rekstri Ríkisút-
varpsins. Hér rekur
Björn Jóhann Björns-
son aðdragandann að
þeim breytingum og
fjallar um nokkur atriði
úr boðuðu frumvarpi,
þar sem m.a. er ætlunin
að leggja útvarpsráð
niður og skipa nokkurs
konar rekstrarstjórn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framundan eru miklar breytingar á rekstri RÚV, sem starfsmenn bíða fullir eftirvæntingar. Hér er Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2 í léttri rokksveiflu.
Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar,
og varaformannsins, Gissurar Pét-
urssonar, sem sneri reyndar frekar
að mannaráðningum en mismunandi
áherslum um stefnumarkandi stjórn-
un Ríkisútvarpsins. Í stað Gissurar
kom Páll Magnússon, aðstoðarmaður
Valgerðar Sverrisdóttur iðn-
aðarráðherra, inn í útvarpsráð fyrir
Framsóknarflokkinn. Að öðru leyti er
útvarpsráð skipað Önnu K. Jóns-
dóttur og Andra Óttarssyni frá Sjálf-
stæðisflokknum, Svanfríði Jón-
asdóttur og Ingvari Sverrissyni frá
Samfylkingunni og Kjartani Egg-
ertssyni, fulltrúa Frjálslynda flokks-
ins.
Innan menntamálaráðuneytisins
fór af stað vinna á fullum krafti við að
endurskoða lögin, í náinni samvinnu
stjórnarflokkanna. Helstu stjórn-
endur RÚV, m.a. útvarpsstjórinn,
hafa ekki verið hafðir með í ráðum.
Útvarpsstjóra finnst það engu að síð-
ur hafa verið uppörvandi að heyra yf-
irlýsingar menntamálaráðherra um
að í vændum væri að styrkja stöðu
Ríkisútvarpsins sem menning-
arstofnunar. Þá gengur Markús út
frá því að RÚV verði tryggðir þeir
tekjustofnar sem þurfi til að stofn-
unin geti þróast áfram í samræmi við
þá tækni sem ætíð knýr dyra.
Meiri tekjur með nefskatti
Lending stjórnarflokkanna felst
m.a. í því að hlutafélagaleiðin hefur
verið sett út af borðinu. Pólitísk sam-
staða náðist ekki um hana og beind-
ust sjónir manna fljótlega að því að
taka upp nefskatt í stað afnotagjalda.
Þetta er sú leið sem helst hefur verið
til skoðunar, samkvæmt heimildum
blaðsins. Er hún talin geta aflað RÚV
breiðari tekjustofn en verið hefur.
Hafa bein framlög af fjárlögum ekki
þótt vænlegur kostur.
Hugmyndina um nefskatt nefndi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra í ræðu á Al-
þingi í mars fyrir ári. Þar rakti hún
þá valkosti sem í boði voru ef menn
ætluðu að fella niður afnotagjöldin.
Nefndi hún að samkvæmt fólksfjölda
18 ára og eldri, ásamt fjölda fyr-
irtækja, myndi nefskattur verða á
bilinu 8.500 til 10.000 krónur á ári
ætti hann að skila svipuðum tekjum
og afnotagjaldið. Sagði hún nefskatt-
inn vera ágæta leið og heppilega ef
ætti að aldurstengja skattinn. „Það
má hugsa sér að aldurstengja nef-
skattinn frá 18 ára til 70 ára sem skil-
aði þá svipuðu og afnotagjaldið gerir í
dag og á nokkuð skilvirkan og greið-
an hátt án þess að það komi til al-
mennrar skattheimtu yfir alla,“ sagði
menntamálaráðherra á Alþingi fyrir
um ári.
Þó að tekinn verði upp nefskattur,
með jafnvel meiri tekjumöguleikum
en afnotagjöldum, er hætt við að
áfram verði deilt um fjármögnun Rík-
isútvarpsins. Nefskattur er lítt þekkt
fjármögnun á rekstri ríkisfjölmiðla í
nágrannalöndunum og þá benda við-
mælendur blaðsins á að í vissum til-
vikum geti sá skattur komið harðar
niður á stórum heimilum en afnota-
gjöldin eru að gera í dag með kannski
einum greiðanda. Miðað við útreikn-
inga menntamálaráðuneytisins
myndi nefskattur vera þrefalt minni
en afnotagjald af einu tæki, þannig að
aðeins þarf þrjá í heimili á aldrinum
18–70 ára til að jafna þessi útgjöld.
Hins vegar er nefskatturinn útfrá
sjónarhóli ríkisins talinn hentugri leið
en að hafa stofnunina á beinum fjár-
lögum og leggja þar til 2–3 milljarða
króna á ári án þess að gera ráð fyrir
sérstakri tekjuöflun. Gagnrýnendur
nefskatts benda á móti á að hann geti
dregið úr sjálfstæði Ríkisútvarpsins,
sem ekki megi gerast undir nokkrum
kringumstæðum.
Þess má geta að í viðhorfskönnun
Gallup fyrir RÚV árið 2002 var spurt
hvaða tekjuöflun fólk vildi sjá. Flestir
vildu bein framlög úr ríkissjóði til
RÚV, eða 41%, 33% vildu afnota-
gjöldin áfram en 26% vildu nefskatt.
Fasteignatenging skoðuð
Skoðaðar hafa verið fleiri fjár-
mögnunarleiðir en að taka upp nef-
skatt í stað afnotagjalda. Á síðasta ári
vann forstöðumaður markaðssviðs
RÚV, Þorsteinn Þorsteinsson,
skýrslu um fjármögnun stofnunar-
innar. Með samanburði á nokkrum
leiðum komst Þorsteinn að þeirri nið-
urstöðu að innheimta byggð á fast-
eignagrunni heimilanna í landinu
mætti best þeim kröfum sem gerðar
væru til fjármögnunarinnar. Gjöld
einstaklinga myndu lækka, kostn-
aðarvitund þeirra héldist svipuð og
innheimtan yrði ódýrari og skilvirk-
ari. Þorsteinn mat í skýrslunni einnig
fjárhagslega þörf Ríkisútvarpsins.
Rauntekjur hefðu dregist saman um
rúmar 800 milljónir króna frá 1994 og
til að jafnvægi næðist í reksturinn
þyrfti RÚV rúman milljarð króna
umfram núverandi tekjur.
Skýrsla Þorsteins var kynnt í
menntamálaráðuneytinu en svo virð-
ist sem tenging við fasteignagrunn
hafi ekki fengið hljómgrunn. Þor-
steinn bendir á að föst krónutala, eins
og afnotagjaldið hafi lengi verið, eigi
erfitt með að fylgja almennri verð-
lagsþróun. Með tengingu við fasteign
þróist gjaldið betur, enda fast-
eignamatið að breytast árlega. Fast-
eignagrunnurinn sé einnig góður
upplýsingagjafi og mikið notaður.
Þorsteinn segist ekki mótfallinn af-
námi afnotagjalda. Lagaumhverfið sé
andstætt því fyrirkomulagi og tæknin
farin að gera innheimtuna örðugari
þar sem margir nýti þjónustu RÚV í
gegnum tölvurnar.
Mælt með langtímasamningi
Þorsteinn lagði ennfremur í
skýrslu sinni til að mennta-
málaráðuneytið og RÚV gerðu með
sér samning í anda þess sem BBC
gerði við bresk stjórnvöld. Það myndi
tryggja sjálfstæði miðilsins enn frek-
ar og gera langtímaáætlanir mögu-
legar. Nú á dögunum var BBC ein-
mitt að treysta afnotagjöldin í sessi
allt til ársins 2017, samkvæmt samn-
ingi við stjórnvöld. Eru Bretar að
greiða 10 sterlingspund á mánuði til
BBC, eða um 1.100 krónur íslenskar
en fullt afnotagjald RÚV er nú um
2.700 krónur.
! " #" $ %&'
()
*+!$ (
, $ ,
- " $ -.
/ $ 01%
2 $ ,
& " $ &&3
/ $ /4
5
$ 6
5 $ 4%
(78$ 49%
# $ -:&
&"
$ 94
12 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ