Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 13
FRÉTTIR
afnotagjalda
dagskrána. Þá eigi ekki að veita nein-
um afslátt af auglýsingaverði nema
stjórnmálasamtökum, líkt og tíðkist
víða í Bandaríkjunum.
Stjórn í stað útvarpsráðs
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er í fyrirhuguðu frum-
varpi menntamálaráðherra ekki gert
ráð fyrir útvarpsráði heldur nokkurs
konar rekstrarstjórn líkt og hjá fyr-
irtækjum og mörgum ríkisstofn-
unum. Kemur þessi tillaga ekki á
óvart þegar haft er í huga að innan
útvarpsráðs sjálfs, bæði hjá meiri- og
minnihluta, eru uppi efasemdir um
tilgang þess og hlutverk, eða eins og
einn útvarpsráðsmaður orðaði það í
samtali við blaðið: „Útvarpsráð er í
raun hálfgerður bastarður, hvorki
fugl né fiskur.“
Til þessa hefur útvarpsráð ekkert
haft með fjármál og rekstur RÚV að
gera. Hefur það ekki þótt koma heim
og saman við nýskipan í ríkisrekstri
að slíkt ráð sé kjörið af Alþingi. Því
þótti nauðsynlegt að taka á þessu og
koma nýskipan í ríkisrekstri á með
formlegum hætti. Bent er á að starfs-
menn hafi margir hverjir tileinkað
sér nútímalegri starfshætti við erf-
iðar aðstæður og afrekað margt gott.
Ný rekstrarstjórn á þá að hafa
rekstrarlega ábyrgð ásamt útvarps-
stjóra eða framkvæmdastjóra Rík-
isútvarpsins, sem yrði skipaður af Al-
þingi eða menntamálaráðherra.
Ráðherra á þó að hafa hina end-
anlegu ábyrgð. Eru útfærslur á þessu
enn til skoðunar.
Pólitísk afskipti úr sögunni?
Með þessu fyrirkomulagi er ætl-
unin að pólitísk afskipti útvarpsráðs
af mannaráðningum og einstökum
dagskrárliðum verði úr sögunni.
Stjórninni er ætlað að móta heild-
arstefnu RÚV og hafa eftirlit með
fjárreiðum, líkt og gerist í fyr-
irtækjum, með skýrt skilgreint hlut-
verk samkvæmt lögum, og þá sem al-
menningsútvarp.
Við endurskoðun laganna hafa ver-
ið deildar meiningar milli stjórn-
arflokkanna um hvernig skipa eigi
nýja rekstarstjórn yfir Ríkisútvarp-
inu. Samkvæmt tilmælum Evr-
ópuráðsins er gert ráð fyrir að stjórn
almenningsútvarps þurfi að end-
urspegla hlutföll á þjóðþingi þannig
að ekki sé um að ræða einhliða skipun
stjórnarmeirihlutans hverju sinni. Af
samtölum við stjórnendur RÚV má
hins vegar ráða að þeir reikna frekar
með rekstrarstjórn í stað útvarpráðs
þannig að ekki er andstöðu að vænta
úr þeirri átt við áformum ríkisvalds-
ins.
Með því að skipa rekstrarstjórn er
ætlunin einnig að gefa stjórnendum
RÚV á hverjum tíma meira svigrúm
og frelsi til að taka ákvarðanir og
bera þá um leið ábyrgð á þeim, m.a. á
ráðningum starfsmanna. Einn helsti
vandi RÚV er sagður sá að stjórn-
endur stofnunarinnar hafi ekki fengið
að stjórna af fullum mætti vegna
óskýrra marka milli valds og ábyrgð-
ar. Með nýjum lögum er ætlunin að
gera þessi mörk skýrari, auka svig-
rúm til að stjórna en auka ábyrgð um
leið. Útvarpsstjóri, eða fram-
kvæmdastjóri, mun þá hafa ótíma-
bundinn starfstíma, allt eftir því
hvernig honum tekst að reka stofn-
unina, en hann hefur frá síðustu laga-
breytingu verið skipaður af ráðherra
í fimm ár í senn. Skipan núverandi út-
varpsstjóra gildir til ársloka 2007 en
Markús Örn hefur verið við stjórnvöl-
inn samfellt frá árinu 1998, var þar
áður framkvæmdastjóri Útvarps frá
1995 og útvarpsstjóri á árunum 1985-
1991, eða þar til hann varð borg-
arstjóri í Reykjavík. Segist hann vera
reiðubúinn að leiða fyrirhugaðar
breytingar á RÚV, hann hafi beðið
spenntur eftir því í tíu ár að fá að tak-
ast á við slíkt verkefni.
Sinfónían tekin af stofnuninni
Samkvæmt fyrirhuguðu laga-
frumvarpi er ekki kveðið á um hve
framkvæmdastjórar Ríkisútvarpsins
eiga að vera margir eða hvernig
verkaskiptingu verður háttað. Verður
það í valdi nýrrar rekstrarstjórnar og
í valdi útvarpsstjóra/forstjóra hverjir
verða ráðnir og reknir. Til þessa hafa
helstu stjórnendur RÚV verið ráð-
herraskipaðir, jafnt útvarpsstjóri
sem framkvæmdastjórar Sjónvarps,
Útvarps og fjármáladeildar. For-
stöðumenn nokkurra sviða hafa haft
ígildi framkvæmdastjórastöðu, þ.e.
yfirmenn fréttasviðs, tæknisviðs, þró-
unarsviðs og markaðssviðs.
Fleiri breytingar eru í frumvarp-
inu og sú sem stjórnendur RÚV
munu væntanlega fagna sérstaklega
er að framlög til Sinfóníuhljómsveit-
arinnar verða tekin frá stofnuninni.
Þá eru uppi hugmyndir um að aflétta
lífeyrisskuldbindingum starfsmanna
af Ríkisútvarpinu en óljóst er hvort
sú verður raunin að þessu sinni. Eins
og kom fram í Morgunblaðinu í gær
hafa þær skuldbindingar reynst
þungur baggi á fjárhag RÚV síðustu
árin.
Verði allar þessar breytingar að
lögum á vorþinginu verður fróðlegt
að sjá hvort stjórnvöldum takist ætl-
unarverk sitt, að rétta fjárhag Rík-
isútvarpsins við og skilgreina betur
hlutverk þess og bæta rekstr-
arumhverfið. Verður tíminn einn að
leiða það í ljós. Eitt er þó ljóst að
vænta má líflegra viðræðna um málið
í sölum Alþingis þegar líða tekur á
vorið.
Frjálshyggjufélagið hefurtekið mjög eindregna af-stöðu um málefni Rík-
isútvarpsins og vill að það verði
selt. Formaður félagsins, Gunn-
laugur Jónsson, segir að Rík-
isútvarpið hafi verið
nokkurs konar mun-
aðarleysingi á heimili
hins opinbera og sem
fyrst þurfi að koma
því fyrir „á góðu
heimili.“
„Við viljum breyta
RÚV í venjulegt
hlutafélag sem starf-
aði á jafnrétt-
isgrundvelli við aðra
fjölmiðla. Það er fyr-
irtækinu til heilla og
betra gagnvart öllum
viðskiptavinum RÚV,
þjóðinni og starfsmönnum. Betra
er að koma fyrirtækinu í hendur
eigenda sem hugsa um það sem
slíkir. Fyrsta skrefið í því er að
breyta félaginu þannig að það
hafi sjálfstæða og eðlilega tekju-
stofna. Það má ekki vera á fjár-
lögum eða taka við skattfé heldur
innheimta afnota- eða áskrift-
argjöld í stað skylduáskriftar.
Þegar þessu er lokið, og eðlilegur
rekstrargrundvöllur kominn á,
ætti að fara fram einföld sala á
fyrirtækinu. Mikilvægt er að
þetta gerist sem fyrst,“ segir
Gunnlaugur sem hefur áhyggjur
af því að Ríkisútvarpið „drabbist
smátt og smátt niður í
samkeppni við fríska
fjölmiðla í einkaeigu.“
Þeir geti líkt og RÚV
sinnt því menningar-
og öryggishlutverki
sem því sé ætlað að
sinna, og jafnvel enn
betur.
Nefskattur skref
afturábak
Gunnlaugi hugnast
það ekki ef velja á
nefskatt í stað af-
notagjalda. Það
verði stórt skref afturábak og
mun verra en núverandi ástand.
Nefskattur sé enn ósanngjarnari
en skylduáskrift þar sem hann sé
ekki aðeins lagður á þá sem noti
þjónustuna og eigi viðtæki, held-
ur á alla hina líka. Einnig verði
erfiðara að koma fyrirtækinu í
eðlilegra horf því ekki sé hægt að
selja einkaaðilum skattlagning-
arvald.
Gunnlaugur Jónsson
Hollvinasamtök Rík-isútvarpsins voru form-lega stofnuð haustið
2002. Í tvö ár þar á undan höfðu
áhugamenn um málefni RÚV hist
reglulega til að ræða áform sem
þá voru uppi um að
breyta stofnuninni í
hlutafélag. Um þver-
pólitísk samtök er að
ræða og félagsmenn
komnir á fimmta
hundraðið. Formaður
samtakanna er Mar-
grét K. Sverrisdóttir,
framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins.
Margrét segir
skiptar skoðanir vera
innan samtakanna
um hvernig ráða eigi
bót á fjárhag og
skipulagi Rík-
isútvarpsins. Margir vilji t.d. að
RÚV sé rekið með beinum fram-
lögum af fjárlögum en hún skilji
vel áhyggjur útvarpsstjóra um
að þar með verði stofnunin svelt
og missi sjálfstæði sitt. Slík sé
reynslan víða í nágrannalönd-
unum. Margrét segir það mestu
skipta að RÚV fái eyrnamerkt
fast fjármagn. Samtökin útiloki
engar fjármögnunarleiðir en hún
segist þó efast um að nefskattur
sé besta leiðin.
Hún segir samtökin hafa á
fundum sínum lagt áherslu á að
Ríkisútvarpið einbeitti sér í
framtíðinni sem mest að inn-
lendri dagskrárgerð í útvarpi og
sjónvarpi og léti öðrum miðlum
eftir að sýna erlent
afþreyingarefni eins
og þáttaraðir og
sápuóperur. RÚV fái
þá sem mest fjár-
magn til að vinna inn-
lent efni.
Bindum vonir
við ráðherrann
„Við stöndum
áfram vörð um mál-
efni og hagsmuni
Ríkisútvarpsins en
vitum ekki hvað er í
vændum í huldu-
frumvarpi mennta-
málaráðherra. Við gerum okkur
vonir um að stofnunin verði efld,
ekki síst í ljósi þess að ráðherra
er fyrrum innanbúðarmaður í
Ríkisútvarpinu og ætti því að
þekkja vel til,“ segir Margrét en
gagnrýnir að fjölmiðlanefndinni
hafi ekki verið ætlað að fjalla
sérstaklega um Ríkisútvarpið,
einn helsta fjölmiðil landsins.
Þau vinnubrögð minni sig um of
á hvernig að fjölmiðlafrumvarp-
inu hafi verið staðið í fyrstu.
Margrét K.
Sverrisdóttir
bjb@mbl.is
Formaður Frjálshyggjufélagsins um Ríkisútvarpið
Munaðarleysingi sem
koma þarf á gott heimili
Mestu skiptir að RÚV
fái fast fjármagn
Formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins
HAGNÝTT gildi góðrar stjórnsýslu í
þágu samfélagsins, atvinnulífsins og
þeirra sem þurfa að leita atbeina
stjórnsýslunnar verður
umfjöllunarefni morgun-
verðarráðstefnu sem
fjármálaráðuneytið, Fé-
lag forstöðumanna ríkis-
stofnana og Stofnun
stjórnsýslufræða og
stjórnmála Háskóla Ís-
lands standa sameigin-
lega að þann 9. mars nk.
á Grand Hótel Reykja-
vík.
Meðal þeirra sem
fjalla um stjórnsýsluna
verður Berglind Ás-
geirsdóttir, aðstoðarfor-
stjóri OECD, en yfir-
skrift erindis Berglindar
verður „Arðsemi góðrar
stjórnsýslu“. Berglind segir að regl-
urnar sem framkvæmdavaldið setji
borgurunum hafi mikil áhrif á það
hvernig framþróun er í landinu, t.d.
hvort Ísland sé aðlaðandi kostur fyr-
ir fjárfesta.
„Arðsemi góðrar stjórnsýslu
byggist á skýrum og góðum reglum
fyrir samfélagið, sem hafa mikil
áhrif á það hvort umhverfið ýtir und-
ir atvinnusköpun og nýsköpun. Ég
mun t.d. sýna töflu sem sýnir að
stjórnsýslan [hér á landi] er mjög
þunglamaleg gagnvart nýsköpun,“
segir Berglind.
Hún mun m.a. fjalla um áhrif
stjórnsýslunnar á verðmætasköpun í
landinu, t.d. þann ramma sem skap-
aður er fyrir nýsköpun og stofnun
fyrirtækja í landinu, og hvort regl-
urnar séu íþyngjandi fyrir atvinnu-
lífið. Hún mun einnig fjalla um þau
áhrif sem framkvæmd fjárlaga – þ.e.
að stofnanir haldi sig innan fjárlag-
arammans – hafi á hagstjórnina, en
hún byggir erindi sitt að hluta til á
tveimur nýútkomnum skýrslum,
annars vegar um hagstjórn á Íslandi,
og hins vegar nýrri skýrslu OECD
um hvaða leiðir sé
hægt að fara til að
bæta lífskjör í OECD-
löndunum.
Auka þarf
framleiðni
Berglind segir að
það komi fram í
skýrslunni um hag-
stjórn á Íslandi að
framleiðni sé ekki
næg hér á landi, auka
þurfi fjölbreytni í at-
vinnulífinu og skapa
verðmætari störf.
„Þarna hafa þær regl-
ur sem stjórnsýslan
setur mjög mikil
áhrif. Þarna eru reglur um hvernig á
að stofna fyrirtæki, hvort kerfið í
heild er hlynnt nýsköpun og svo
framvegis. Það eru svo margir þætt-
ir sem spila inn í [...] og því mik-
ilvægt að það sé heildstæð sýn í
stjórnsýslunni og skýr stefnumörk-
un.“
Í nýrri skýrslu frá OECD, sem
kynnt var 1. mars í London, eru til-
lögur um hvernig einstök lönd innan
OECD geta bætt lífskjörin, en þar
eru fimm tillögur fyrir íslensk
stjórnvöld: Lagt er til að samkeppni
verði aukin með því að opna markaði,
áherslur á menntun verði auknar,
styrkir til landbúnaðarins verði
minnkaðir, umbætur verði gerðar í
ríkisrekstri, og opinber afskipti af
húsnæðislánakerfinu minnkuð, segir
Berglind.
Ráðstefnan á miðvikudag hefst kl.
8:30, og er öllum opin. Tilkynna þarf
þátttöku á vefnum www2.hi.is/page/
ardsemi, en ráðstefnugjald er 3.000
kr.
Berglind Ásgeirsdóttir
Ráðstefna um gildi góðrar stjórnsýslu
Stjórnsýsla
tengd ný-
sköpun mjög
þunglamaleg
SAMEINING auglýsingastofanna
Góðs fólks og Máttarins og dýrðar-
innar hefur verið tekin til endur-
skoðunar en frá henni var greint fyr-
ir rúmlega þremur vikum. Starfsfólk
stofanna var, a.m.k. að hluta til, byrj-
að að vinna saman undir sama þaki
en því samstarfi lauk á miðvikudag
þegar ljóst var að blikur voru á lofti
um að sameiningin gengi eftir.
Í frétt Morgunblaðsins 12. febrúar
var greint frá því að nýstofnað félag
hefði keypt auglýsingastofurnar auk
helmingshlutar í birtingarstofunni
Auglýsingamiðlun. Aðaleigendur
hins nýja félags eru auglýsingastof-
an Fíton og Gunnlaugur Þráinsson
framkvæmdastjóri Góðs fólks. Alls
starfar á fjórða tug starfsmanna hjá
fyrirtækjunum. Sagt var frá því að
hið nýja félag myndi að öllum lík-
indum heita Gott fólk og yrðu höf-
uðstöðvar þess í húsakynnum Góðs
fólks.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Gunnlaugur Þráinsson að ekki
hefði verið kominn á bindandi samn-
ingur um sameininguna eða kaup
hins sameinaða félags á Mættinum
og dýrðinni og Auglýsingamiðlun.
Forsendur hefðu breyst en málið
væri þó enn í skoðun og viðræður
héldu áfram. Aðspurður sagði hann
að ýmislegt hefði orðið til þess að
ekki hefur orðið af sameiningunni.
„Það var ekki neitt eitt sem setti
þetta úr skorðum. Og þó að þetta sé
staðan í dag er ekki víst að hún verði
svona á morgun,“ sagði hann.
Júlíus Þorfinnsson framkvæmda-
stjóri Máttarins og dýrðarinnar
sagði að snurða hefði hlaupið á þráð-
inn. Málið væri á viðkvæmu stigi og
viðræður héldu áfram. Aðspurður
sagðist hann ekki geta greint frá því
hvað varð til þess að sameiningin
hefur ekki gengið eftir. „Mátturinn
og dýrðin dró sig til baka en málið er
enn í skoðun,“ sagði hann. Starfsfólk
á auglýsingastofunum var, a.m.k. að
hluta til, byrjað að vinna saman í
einu húsnæði. Því lauk á miðvikudag
og eru báðar auglýsingastofurnar nú
í fullum rekstri.
Gott fólk og Mátturinn og dýrðin
Sameiningin
tekin til endur-
skoðunar