Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 17
MENNING
Viltu bæta símaþjónustuna í þínu fyrirtæki?
Aðeins 20 manns komast
á hvert námskeið
Námskeið fyrir þá
sem vilja veita
frábæra símsvörun
Hafið samband í síma 580 8080
eða til gudrun@midlun.is
Næsta námskeið er miðvikudaginn
9. mars nk.
á Grand hótel Reykjavík
frá kl. 18 - 22
MIKIL eftirvænting ríkti í Há-
skólabíói á laugardagskvöldið, enda
einn frægasti söngvari heims, José
Carreras að fara að halda þar tón-
leika. Salurinn var þéttsetinn og
gríðarleg spenna var meðal áheyr-
enda. Ég hugsa að þeir hafi ekki orð-
ið fyrir vonbrigðum; Carreras var að
vísu dálitla stund að ná almennilegu
flugi í söng sínum, en þegar það
gerðist þá var það engu líkt. Fagn-
aðarlætin í lokin báru svo sann-
arlega vott um það.
Efnisskráin var eins og fínasta
konfekt; þarna voru lög á borð við
Segreto, Sogno og Aprile eftir Tosti,
Silenzio Cantatore eftir Lama og hið
óviðjafnanlega Musica Proibita eftir
Gastaldon, en inn á milli lék
strengjakvartett ljúfa tónlist, þ. á m.
Crisantemi eftir Puccini. Carreras
söng af djúpri innlifun, túlkun hans
einkenndist af næmri tilfinningu fyr-
ir því sem hvert lag fjallaði um, auk
þess sem allt hið ósagða í skáld-
skapnum fékk að njóta sín á ein-
hvern óútskýranlegan hátt. Söng-
urinn var aldrei eins; þvert á móti
var hvert lag einstakt, heill heimur
af tilfinningum og minningum,
kryddað alls konar blæbrigðum sem
lyftu tónlistinni upp í hæstu hæðir.
Aðeins örfáir listamenn eru færir
um að skapa slík áhrif; hvílík upp-
lifun!
Eins og fyrr segir kom strengja-
kvartett við sögu á tónleikunum,
Nuovo Quartetto Italiano, sem bæði
spilaði með Carreras og lék einnig
nokkur lög sjálfur. Frammistaða
kvartettsins var með afbrigðum góð;
túlkunin var í senn smekkleg og ein-
læg og ekki var að heyra neinar
tæknilegar misfellur.
Sama er að segja um Lorenzo
Bavaj píanóleikara, meðleikur hans
var öruggur, hröð hlaup voru glæsi-
leg og allt sem hann gerði rann svo
vel saman við sönginn að unaður var
á að hlýða.
Mesti unaðurinn var samt að
fylgjast með Carreras, bæði að
hlusta á hann syngja og einnig að
fylgjast með því hvernig hann bar
sig á sviðinu. Hvert einasta smáat-
riði varðandi sviðsframkomu var út-
hugsað; hann var sjarmerandi, kurt-
eis en líka blátt áfram, alveg eins og
manni finnst að stórtenór eigi að
vera. Í stuttu máli voru þessir tón-
leikar einstök skemmtun og er öllum
aðstandendum þeirra á Íslandi hér
með óskað til hamingju með frábært
framtak.
Heill heimur af tilfinningum
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Aðeins örfáir listamenn eru færir um að skapa slík áhrif,“ segir Jónas Sen um tónleika José Carreras.
TÓNLIST
Háskólabíó
Jose Carreras söng ásamt Nuovo Quart-
etto Italiano og Lorenzo Bavaj píanóleik-
ara. Tónlist eftir Costa, Massenet, Tosti,
Respighi, Grieg, Tirindelli, Morera og
fleiri. Laugardagur 5. mars.
SÖNGTÓNLEIKAR
Jónas Sen
MIKIL innanhússátök ríkja nú í
Scala-óperunni í Mílanó, en óperan
var sem kunnugt er opnuð eftir
þriggja ára viðgerðir í desember á
síðasta ári. Þykja átökin svo stór-
vægileg að heiður óperunnar liggi
að veði. Þetta kom fram í Int-
ernational Herald Tribune í vik-
unni.
Framkvæmdastjóri óperunnar til
fimmtán ára, Carlo Fontana, hefur
verið rekinn og í hans stað ráðinn
leikhússtjóri óperuhússins, Mauro
Meli. Er uppsögnin sögð tilkomin
vegna ágreinings milli Fontana,
Meli og Riccardo Muti, tónlistar-
stjóra óperunnar, en sá síðast-
nefndi hefur lýst ástandinu sem
„óbærilegu“.
Tveimur
frumsýningum frestað
Í kjölfarið hafa starfsmenn óp-
erunnar lýst yfir verkfalli á öllum
frumsýningum, bæði á óperum og
ballettum, sem meðal annars mun
leiða af sér frestun á frumsýn-
ingum á tveimur óperum, Sancta
Susanna eftir Paul Hindemith og Il
dissoluto assolto eftor Azio Corghi,
sem til stóð að frumsýna 10. mars.
Stéttarfélög starfsfólksins hafa lýst
yfir vanþóknun á „yfirlæti“ stjórn-
arinnar sem rak Fontana „án þess
að gefa raunverulegar skýringar á
því hvað olli vandkvæðum í stjórn
leikhússins“. En mestar áhyggjur
hafa stéttarfélögin þó af vaxandi
kostnaði og lækkuðum opinberum
framlögum til sviðslista á Ítalíu,
því ítalska ríkisstjórnin hefur til-
kynnt að í ár verði veittar 464,5
milljónir evra, í stað 611 milljóna
árið áður, til lista af því tagi í land-
inu.
Neikvæð áhrif á ímynd
Vegna þessarar miklu spennu
hefur menningarmálastjóri Mílanó-
borgar, Salvatore Carrubba, sagt
af sér, en borgin kostaði að mestu
uppgerð óperuhússins á sínum
tíma. Carrubba segir að hann hafi
ekki verið látinn vita af ýmsum
stjórnarákvörðunum innan Scala,
meðal annars um uppsögn Font-
ana, sem hafi leitt til afsagnar hans
sjálfs. Hann segist óttast að hin já-
kvæðu áhrif sem viðgerðirnar í
Scala höfðu á ímynd óperuhússins
tapist að nokkru leyti vegna valda-
baráttunnar innan veggja þess.
Fleiri hafa tekið undir þá skoð-
un, að Scala-óperan kunni að líða
fyrir neikvæða umræðu í kjölfar
deilnanna. Í bréfi til borgarstjóra
Mílanó sagðist Carlo Fontana ekki
vita hvað hefði valdið hinum
meinta ágreiningi sínum við tón-
listarstjórann Riccardo Muti, en
hann myndi ekki standa gegn
ákvörðun stjórnar Scala um að
hlífa óperunni við „slag sem gæti
valdið Scala-óperunni enn meiri
álitshnekki á Ítalíu og í heiminum“.
Raddir um að Riccardo Muti
hyggist segja af sér vegna deiln-
anna við Fontana hafa einnig
heyrst í ítölskum fjölmiðlum.
Drama bak við tjöldin í Scala
Reuters
Allt logar innanbúðar í Scala-óperunni í Mílanó þessa dagana og uppsetn-
ingu tveggja ópera hefur verið frestað vegna verkfalla.
EIVØR Pálsdóttir og Kasa hóp-
urinn fóru í tónleikaferð til Fær-
eyja fyrir nokkru og héldu tónleika
í Norðurlandahúsinu laugardaginn
19. febrúar. Dagblaðið Sósíalurinn
birti dóm um tónleikana á dög-
unum, þar sem gagnrýnandinn,
Jákup Mørk, lýsir gífurlegri hrifn-
ingu sinni á frammistöðu tónlistar-
mannanna, líkir Eivøru við eð-
alstein og segir að á þessum
tónleikum hafi enn nýir fletir á
gimsteininum verið afhjúpaðir.
Undir fyrirsögninni: „Eivør fer
sínar eigin leiðir“ segir Mørk meðal
annars. „Ljóst varð um leið og
fyrstu tónarnir höfðu leikið um sal-
inn, að þetta yrðu tónleikar sem
fólk myndi muna lengi.“ Mørk fer
fögrum orðum um tónlist Eivarar,
segir hana hafa verið stemmnings-
ríka og draga dám af þjóðlaga-
tónlist Íslands, Írlands og Skot-
lands, – hún hefði allt eins getað átt
rætur sínar í skosku hálöndunum
fyrir öldum, eða í fallegri írskri bíó-
mynd. „Tónlistin snýst í grundvall-
aratriðum um það að hreyfa við til-
finningum fólks, og konurnar fimm
í Kasa sýndu, að þær kunnu þá list
til fullnustu. Að Eivør gæti þetta,
vissum við nú flest áður en hún
steig á sviðið, og hafi einhver verið
í vafa fyrir tónleikana, var allur efi
á bak og burt eftir þá. Með nokkr-
um nýjum lögum í bland við þau
gömlu, sem hún hefur svo oft flutt
fyrir okkur, kynti Eivør salinn að
suðumarki. Ekki þó þannig að fólk
stæði upp til að hrópa og klappa, –
heldur á þann hljóðláta hátt sem
maður upplifði þegar gleðikennd-
irnar hrísluðust um áheyrendur.
Eivøru tókst á sinn áreynslulausa
hátt að skapa slíka nánd við áheyr-
endur.“
Mørk segir að nýtt lag Eivarar,
Coloured Roads, sem hún frum-
flutti á tónleikunum, hafi sýnt að
Eivør sé kántrí-söngkona á heims-
mælikvarða. Hann segir að hefði
hún metnað til slíks þyrfti ekki ann-
að en að senda sýnishorn af þeim
söng til Nashville, og hún yrði millj-
ónamæringur um leið. Líklega gæti
ekki nokkur söngkona gert betur
en Eivør í þessu lagi. Mørk leggur
þó áherslu á, að slíkt háttalag væri
þó ekki aðferð Eivarar. „Hinn
möguleikinn til frama er sá að Ei-
vør geri það sem hana sjálfa fýsir
að gera í tónlistinni, þótt sú leið
gæti reynst seinfarnari. [...]
Það lítur út fyrir að þessa leið
hafi Eivør kosið að fara, og því eig-
um við Færeyingar enn kost á að
heyra í þessum gullfugli fyrir við-
unandi miðaverð.“
Mørk nefnir eitt lag sem af öllu
góðu hefði þó staðið uppúr.
„Strengjaleikur Kasa gaf laginu Nú
brennur tú í mær nýjar víddir.
Dramatík, tilfinningar og innileiki
léku lausum hala og þegar söng-
röddin bættist við, jafnvel enn
hrárri en áður, varð salurinn gjör-
samlega gagntekinn af hrifningu.
Klappinu ætlaði heldur ekkert að
linna þar til Eivør þakkaði fyrir sig
með bros á vör til að geta lokið tón-
leikunum.[...]
Enn einu sinni höfðu Færeyingar
orðið vitni að stórkostlegum gjörn-
ingi af Eivarar hálfu, en samt var
það með sætum trega sem gestir
fögnuðu í tónleikalok. Því af list
hennar að dæma er það ekki spurn-
ing um hvort, heldur hvenær, þessi
fremsti færeyskra söngfugla flýgur
enn lengra út í heiminn.“
Tónlist | Eivør og Kasa í Færeyjum
Fremstur fær-
eyskra söngfugla
Morgunblaðið/RAX
„Gullfuglinn“ Eivør Pálsdóttir.