Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HARALDUR Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, sagði við upphaf Búnaðarþings á Hótel Sögu í gær að niðurstaða við- ræðna vegna nýs samnings Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) gæti bitnað þungt á íslensk- um landbúnaði. Brýndi hann ís- lensk stjórnvöld til að standa fast við upphafleg samningsmarkmið, þ.e. að standa vörð um fjölþætt hlutverk landbúnaðarins. Búnaðarþing kom saman í 91. skipti í gær, og stendur það fram á fimmtudag. Um 49 fulltrúar taka þátt í þinginu. „Fátt bendir til ann- ars nú en að nýr samningur Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, taki gildi 1. janúar 2007,“ sagði hann m.a. í setningarræðu sinni. „Verði um einhverja frestun að ræða verður hún ekki nema um eitt ár. Þetta segir okkur að umhverfi landbúnaðar- ins tekur á árunum 2007 til 2012 veruleg- um breytingum. Því miður hefur okkur hætt til að stinga höfð- inu í sandinn og telja slík tíðindi einungis fallin til að skapa óvissu og ótta. Óhægt er mér um að segja hvert verður endanlegt útlit þeirrar samninga- lotu sem nú stendur. Niðurstaða hennar gæti bitnað þungt á íslenskum land- búnaði. Við brýnum enn stjórnvöld í að standa í ístaðinu og verja eftir mætti þau sa markmið er s fram í árda arar viðræðu standa vörð þætt hlutve búnaðarins.“ Haraldur m.a. að bænd að verjast krefjast þ njóta sann meðferðar o unar. „Við k þess að tilsl innflutningsh sambærilegr og hér er fr verði ekki til að hleypa hér að vöru sem ekki er fram öruggar aðstæður og í sátt Haraldur Benediktsson setur Búnaðarþing Haraldur Benediktsson Niðurstaða WTO-vi gæti bitnað þungt á GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra sagði í ávarpi við upphaf Búnaðarþings í gær að hann teldi mikilvægt að þingið fjallaði um framtíð og tilgang Lánasjóðs landbúnaðarins, en í upphafi ársins skipaði ráðherra verkefnisstjórn til að fara yfir framtíðarhlutverk sjóðsins. „Verk- efnisstjórnin hefur ekki lokið störf- um en ég tel samt sem áður mik- ilvægt að Búnaðarþing fjalli efnislega um málið og þá fé- lagslegu þætti sem sjóðurinn hefur staðið vörð um. Ég tel afar þýðing- armikið að bændur komist að sam- eiginlegri niðurstöðu um framtíð- arskipan þeirra mála er varða lánveitingar til landbúnaðarins og stöðu Lánasjóðsins í því sam- bandi.“ Ráðherra kom víða við í ræðu sinni. Hann gerði nýjan samning við mjólkurframleiðendur m.a. að umtalsefni. „Umtalsverð hagræð- ing hefur átt sér stað í mjólk- urframleiðslunni á undanförnum árum og heldur hún áfram. Hátt kvótaverð er vissulega áhyggjuefni og sú mikla skuldsetning sem þeir bændur undirgangast sem stækka við sig og endurnýja sína fram- leiðsluaðstöðu. Ljóst er að starfs- umhverfi mjólkurframleiðslunnar mun þurfa endurskoðunar á samn- ingstímabilinu, ekki síst með tilliti til þróunar alþjóðlegra samninga sem setja okkur vaxandi skorður í opinberum stuðningi og markaðs- vernd. Um niðurstöður slíkrar end- urskoðunar vil ég ekki spá en hlýt að hvetja bændur til að fara að öllu með gát og reisa sér ekki hurðarás um öxl.“ Ráðherra fjallaði einnig Fiskræktarsjóð og sagði a vildi treysta stoðir hans. „H landi er orkufyrirtækjum s vinna orku úr vatnsafli sky Bændur ræði framtíð Lán Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Margrét Hauksdóttir o fylgjast með upphafi Búnaðarþings á Hótel Sögu í gær. ÞRENN landbúnaðarverðlaun voru veitt við setningu Búnaðarþi Hótel Sögu í gær. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhent launin. Verðlaun hlutu eftirtalin: Sigríður Helga Karlsdóttir og Guðjó isson garðyrkjubændur á Melum, m.a. fyrir frumkvöðlastörf á sv ingar í gróðurhúsum. Kristín Hildur Árnadóttir og Gunnar Guðmundsson, frá Svein Þistilfirði, m.a. fyrir áræði og dugnað við að endurbyggja þessa f vildarjörð. Karitas Hreinsdóttir, Pétur Diðriksson, Ágústa Gunnarsdóttir hjálmur Diðriksson, á Helgavatni, m.a. fyrir myndarlegan félags Landbúnaðarverðlaun ve Vill treysta stoðir Fisk- ræktarsjóðs FÁIR aðrir valkostir eru til aðrir en að sameinað raforkufyrirtæki Landsvirkjunar, RARIK og Orku- bús Vestfjarða verði hlutafélag, að mati Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- arráðherra. Þetta kom fram í máli ráðherra á fundi Reykjavíkuraka- demíunnar þar sem fjallað var um hugsanlega einkavæðingu Lands- virkjunar. „Hlutafélagavæðing sameinaðs fyrirtækis er að mínu mati óumflýj- anleg á næstu þremur til fimm ár- um,“ sagði Valgerður. Hún benti á að fáir aðrir valkostir væru í stöð- unni. Ekki gæti félagið verið sam- eignarfélag þegar það væri í eigu eins aðila, og að það yrði ríkisstofn- un væri ekki fýsilegur kostur. „Hlutafélagaformið er langalgeng- asta og best skil- greinda rekstr- arformið á Íslandi, og því eðlilegast að stefnt sé að því að félag í sam- keppnisrekstri sé rekið með því formi.“ Valgerður sagði að hluta- félagaformið gæfi möguleika á að- komu nýrra fjárfesta að félaginu, en í því að gera sameinað orkufyrir- tæki að hlutafélagi fælist ekki ákvörðun um einkavæðingu. „Þó má ímynda sér að nýir aðilar, svo sem lífeyrissjóðir, legðu fyrirtækinu til nýtt eigið fé í framtíðinni án þess að til sölu á hlutafé ríkisins kom Valgerður sagði þó einka ekki í spilunum á næst „Einkavæðing Landsvirkj ekki uppi á borðinu á næs og það á mikið vatn eftir að sjávar áður en fyrirtækið selt, ef til þess mun á ann koma.“ Auðlindagjald á or Helgi Hjörvar, alþing Samfylkingar, varaði í erin fundi akademíunar við því setti pressu á lífeyrissjóð kaupa hlut í fyrirtæki sem e með sérstaklega góða ávöx væri skylda lífeyrissjóða festa í því sem gæfi be hverju sinni, og hættulegt Valgerður Sverrisdóttir Hlutafélag á næstu 3 SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ OG SAMEIGINLEGIR HAGSMUNIR Athyglisverð ályktun var sam-þykkt í sveitarstjórn Austur-byggðar í síðustu viku vegna þeirra áforma Samherja hf. að af- leggja fiskvinnslu sína þar 1. október næstkomandi. Við svipaðar kringum- stæður, þar sem fyrirtæki telja að for- sendur fyrir tilteknum rekstri á til- teknum stað séu brostnar, hafa viðbrögð heimamanna oft verið þau að reyna að þrýsta á viðkomandi fyrir- tæki að halda rekstrinum áfram – stundum með stuðningi úr sjóðum sveitarfélagsins. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir að það lægi fyrir að viðkomandi rekstur væri í raun ekki arðbær. Sveitarstjórn Austurbyggðar fellur ekki í þessa gryfju. Hún harmar að forsendur fyrir rekstri fiskvinnslunn- ar kunni að vera brostnar, en virðist hins vegar sætta sig við þá staðreynd. Aftur á móti fer sveitarstjórnin fram á það að Samherji hf. „axli eðlilega ábyrgð á því ástandi sem við það skap- ast,“ eins og segir í frétt Morgun- blaðsins í gær. Meginrökin fyrir þess- ari afstöðu sveitarstjórnarinnar eru sögð þau að „Samherji er stórfyrir- tæki sem eðlilegt er að samfélagið geri miklar kröfur til varðandi þau sam- félagsáhrif sem af aðgerðum þess leiða. Fyrirtækið hefur í langan tíma nýtt aðstæður, kvóta og mannauð á Stöðvarfirði. Íbúarnir hafa lagt sig fram um að skapa fyrirtækinu gott starfsumhverfi og vinnuafl í þeirri trú að samfélagið mætti njóta ávinnings af starfsemi Samherja til lengri tíma.“ Steinþór Pétursson, bæjarstjóri Austurbyggðar, segir í Morgun- blaðinu í gær að sveitarstjórnin telji eðlilegt að Samherji taki þátt í að finna ný atvinnutækifæri fyrir byggðarlag- ið. Vaxandi umræður eru nú um sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja, bæði að frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra og almannasamtaka á borð við Alþýðu- samband Íslands. Morgunblaðið hefur tekið þátt í þeim umræðum og hvatt fyrirtæki til að átta sig á þeirri ábyrgð, sem þau bera gagnvart sam- félaginu sem þau starfa í. Blaðið hefur þannig t.d. bent á að þótt ekki sé hægt að ætlast til þess af fyrirtækjum að þau viðhaldi óhagkvæmum rekstri í þágu byggðasjónarmiða, sé hægt að gera þá kröfu til þeirra, að þau láti gott af sér leiða til að skapa ný og verðmætari störf í heimabyggð. Enn- fremur sé hægt að ætlast til þess af fyrirtækjum að þau taki þátt í kostn- aði samfélagsins við að endurmennta ófaglært verkafólk, sem missir vinnu sína vegna hagræðingaraðgerða þann- ig að það eigi kost á nýjum og verð- mætari störfum. Sem betur fer bendir flest til þess að mörg fyrirtæki, ekki sízt hin stærri, átti sig á þeirri ábyrgð sem þau bera í þessum efnum. Stjórnendur Samherja hafa þannig farið rétt að í samskiptum sínum við heimamenn á Stöðvarfirði vegna hugsanlegrar lokunar fisk- vinnslunnar. Þeir hafa velt upp ýms- um kostum sem gætu komið í stað nú- verandi rekstrar í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar og jafnframt boðið upp á frekari viðræður við heimamenn um hvaða leiðir séu færar í stöðunni. Það eru gagnkvæmir hagsmunir fyrirtækisins og byggðarlagsins að finna í sameiningu lausn á þeim vanda, sem skapast með lokun Hraðfrysti- hússins. FJÁRHAGSLEGT SJÁLFSTÆÐI ALDRAÐRA Margt í málefnum aldraðra er íólestri og greinilegt er að end- urskoðunar er þörf. Á aðalfundi Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni í febrúar voru samþykktar margar ályktanir, sem lúta að því að bæta stöðu aldraðra, þar á meðal að „breyta fyrirkomulagi greiðslna íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum þannig að þeir haldi fjárræði sínu“. Í nýlegri bók eftir Ástríði Stefáns- dóttur, lækni og dósent við Kenn- araháskóla Íslands, og Vilhjálm Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, kemur fram að aldr- aðir íbúar vistheimila búi á margan hátt við skert sjálfræði og að þeir hafi oft lítil áhrif á umhverfi sitt. Fjárræði aldraðra er ekki síður mikilvægt. Samkvæmt núgildandi lögum um málefni aldraðra fellur lífeyrir vist- manna á dvalarheimilum aldraðra niður og greiðir Tryggingastofnun þess í stað dvalarheimilinu svokallað „vistunarframlag“. Lögin kveða síð- an á um að „Tryggingastofnun rík- isins [sé] heimilt að greiða vistmanni á stofnun fyrir aldraða vasapeninga“. Hið sama gerist þegar aldraðir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Elli- lífeyrir og bætur frá Tryggingastofn- un falla niður. Hins vegar þurfa aldr- aðir, sem leggjast inn á spítala, ekkert gjald að greiða. Í viðtali við Morgunblaðið á sunnu- dag segir Margrét Margeirsdóttir, nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, að þetta sé ein- kennilegt, ekki síst í ljósi þess að samkvæmt lögum sé hjúkrunarheim- ili skilgreint sem sjúkrahús. Það kann að liggja einhver kerfis- læg hagræðing í því að leggja niður greiðslu lífeyris og bóta frá Trygg- ingastofnun þegar aldraður einstak- lingur fer inn á dvalar- eða hjúkrun- arheimili og skammta viðkomandi dagpeninga. Spurningin er hins veg- ar ekki hvað hentar kerfinu, heldur hvað hentar einstaklingnum og hvernig verður réttur hans tryggður. Hér er um fullkomlega úrelt fyr- irkomulag að ræða og í raun spurning hvort það hafi nokkurn tímann átt rétt á sér. Stundum er eins og hætt sé að líta á fólk sem einstaklinga með sín réttindi við það eitt að það nær ákveðnum aldursmörkum. Þótt ein- staklingur flytji á dvalarheimili fyrir aldraða er ekki þar með sagt að taka eigi af honum fjárræði og ætlast til þess að hann láti sér nægja vasapen- ing eins og hann sé aftur kominn á unglingsár. Í Morgunblaðinu í gær segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tímabært að ræða kröfur aldraðra um fjárhagslegt sjálfstæði vistmanna. Væri ekki nær að segja að tímabært sé að þeir fái fjárhagslegt sjálfstæði?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.