Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 20
20 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRAMFARIR í vísindum og
tækni eru helsta undirstaða hag-
sældar vestrænna þjóða. Fram-
farasporin eru iðulega afrakstur
tímafrekra grunnrannsókna þar
sem markmiðið í upphafi var ekki
tækniþróun í sjálfu sér heldur leit
að þekkingu þekkingarinnar
vegna. Vísindamenn sjá þannig oft
óvæntar leiðir til að hagnýta þekk-
ingu sína og fjárfestar sjá í þeim
leið til að ávaxta sitt pund. Í sam-
einingu skapa þessir hópar verð-
mæti og atvinnu.
Því er almennt þannig farið í
heiminum að grunnrannsóknir fara
helst fram við háskóla og stofnanir
tengdar þeim. Helsta undirstaða
framfara í vísindum og tækni er
því öflugir rannsóknaháskólar með
frjóan jarðveg fyrir grunnrann-
sóknir og nýsköpun. Árangur há-
skóla sem vilja kalla sig rann-
sóknaháskóla stendur og fellur
með því hvort þeir styðja við ný-
liðun með því að skapa rann-
sóknaumhverfi fyrir unga og efni-
lega vísindamenn. Ungir
vísindamenn t.d. nýdoktorar (sjá
box) koma fremur en aðrir með
nýja tækni, rannsóknaaðferðir og
samstarfstengsl inn í vísinda-
samfélagið og víðast hvar eru þeir
daglegir leiðbeinendur og fyr-
irmyndir meistara- og dokt-
orsnema. Háskóli Íslands er eini
háskóli landsins sem kemst nálægt
því að geta talið sig alhliða rann-
sóknaháskóla. Við hann eru stund-
aðar rannsóknir sem bornar eru
uppi af hugsjónafólki. Þó er það
ljóst öllum þeim sem vilja sjá, að
Háskóli Íslands á erf-
itt með að standast
samanburð við há-
skóla í þeim löndum
sem við viljum helst
bera okkur saman
við.
Háskóli Íslands –
staða ungra
vísindamanna
Háskóli Íslands
stendur á mik-
ilvægum tímamótum
hvað varðar þroska
hans sem rannsókna-
háskóla. Hvernig
verður Háskóli Ís-
lands, sem er í raun
aðeins vísir að rann-
sóknaháskóla, að full-
burða rannsóknahá-
skóla sem stendur
jafnfætis bestu há-
skólum á Norð-
urlöndum að gæðum
og afköstum. Höf-
undar þessarar grein-
ar koma úr heil-
brigðis- og
lífvísindum og er því nærtækast að
taka dæmi úr þeim geira. Rann-
sóknir í heilbrigðis- og lífvísindum
eru enda mjög umfangsmiklar við
flesta rannsóknaháskóla. Rann-
sóknir á þessum sviðum byggjast
að mestu á rannsóknahópum sem
samanstanda af doktorsnemum,
öðrum rannsóknanemum, meina-
tæknum, nýdoktorum og yfirmanni
sem í flestum tilfellum er ann-
aðhvort prófessor eða dósent.
Vöxtur framhaldsnáms við Há-
skóla Íslands á síðustu árum hefur
verið mikill og er það íslenskum
rannsóknum happafengur. Þó hef-
ur ekki verið hugað nægilega vel
að tækifærum fyrir unga vís-
indamenn að loknu námi og hvern-
ig þjóðfélagið getur best nýtt sér
krafta og þekkingu þess. Í dag
hafa ungir og efnilegir vís-
indamenn sem lokið hafa dokt-
orsprófi afar fá tækifæri til að
hasla sér völl við Háskóla Íslands.
Eitt af helstu stefnumálum allra
frambjóðenda til rektorskjörs Há-
skóla Íslands 10. mars nk. er að
efla Háskóla Íslands sem rann-
sóknaháskóla. Frambjóðendurnir
nefna að það þurfi meira fé til Há-
skóla Íslands svo hægt sé að ná
þessum markmiðum. Þessu erum
við hjartanlega sammála en finnst
þó við hæfi að spyrja hvernig Há-
skóli Íslands eigi að verja þessu fé
og hvernig bregðast skuli við ef
ekki tekst að sannfæra stjórnvöld
um nauðsyn þess að bæta fjárhag
Háskóla Íslands? Þarf ekki heil-
stæða rannsóknastefnu er tekur
tillit til nýliðunar og mannsæm-
andi launa?
Römm er sú taug er rekka dreg-
ur föðurtúna til og því hafa margir
góðir Íslendingar fórnað mögu-
legum frama í rannsóknum fyrir
ættjarðarást. Þetta hefur dugað til
að halda uppi þokkalegum
kennsluháskóla (með rann-
sóknaívafi) í Reykjavík, en ef við
viljum alvöru rannsóknaháskóla
þarf að virkja og nýta krafta
ungra og upprennandi vísinda-
manna með ögrandi rannsókna-
spurningar mun betur í bland við
þekkingu hinna eldri og reyndari.
Ekki er hægt að einskorða þessa
umræðu við uppbyggingu dokt-
orsnámsins hérlendis. Það var áð-
ur regla að þeir sem lögðu fyrir
sig doktorsnám stunduðu það er-
lendis. Íslendingar hafa farið víða
til að sækja menntun sína sem
gerir það að verkum að hér er fólk
með fjölbreytta þekkingu. Smæðin
eykur þverfaglega samvinnu sem
aftur eykur líkurnar á því að ný-
stárlegar hugmyndir fæðist. Það
er grátlegt að ekki skuli vera jarð-
vegur til að endurheimta hámennt-
að fólk sem gæti lagt mikið af
mörkum til samfélagsins. Innan
Háskóla Íslands er þekking og
reynsla þeirra sem lokið hafa
doktorsprófi vannýtt auðlind og
mætti jafnvel segja að þar sé
stundað brottkast á þekkingu. Ef
ekki verður breyting á mun Há-
skóli Íslands staðna frekar í
þroska og allt tal um uppbyggingu
alvöru rannsóknaháskóla verða
einungis orðin tóm. Öflug vís-
indavirkni og mannsæmandi skil-
yrði fyrir unga vísindamenn er
forsenda þess að Háskóli Íslands
nái fullum þroska sem rannsókna-
háskóli. Þetta ætti nýkjörinn rekt-
or, hver sem hann verður, að hafa
í huga og setja úrbætur ofarlega á
forgangsröð verkefna.
Háskóli Íslands – staða mála – hvert stefnir?
Pétur Henry Petersen,
Erlendur Helgason,
Þórarinn Guðjónsson og
Zophonías O. Jónsson fjalla
um stöðu Háskóla Íslands
’Helsta undirstaðaframfara í vísindum og
tækni er því öflugir
rannsóknaháskólar með
frjóan jarðveg fyrir
grunnrannsóknir og
nýsköpun. ‘
Pétur Henry Petersen
Dr. Pétur Henry Petersen er sér-
fræðingur við Óslóarháskóla, dr. Er-
lendur Helgason er sérfræðingur og
lektor við Óslóarháskóla, dr. Þórarinn
Guðjónsson er sérfræðingur við
læknadeild Háskóla Íslands og
Krabbameinsfélag Íslands og dr.
Zophonías O. Jónsson er dósent við
líffræðiskor raunvísindadeildar
Háskóla Íslands.
Erlendur Helgason
Þórarinn Guðjónsson Zophonías O. Jónsson
BS-grunnnám: Fræðilegur
grunnur í viðkomandi fræði-
grein
Meistaranám: Vísindaleg hugs-
un og þjálfun í vísindalegum
vinnubrögðum
Doktorsnám: Umfangsmikið
rannsóknaverkefni. Birtingar í
ritrýndum alþjóðlegum tíma-
ritum.
Nýdoktor: Fyrstu árin eftir
doktorspróf. Hannar og stýrir
rannsóknaverkefnum og leið-
beinir meistara- og dokt-
orsnemum í samstarfi við yf-
irmann sinn.
KÆRU samstarfsmenn við Há-
skóla Íslands.
Mig langar til að leggja orð í
belg um kosningarnar sem fram-
undan eru um rektorsstarfið við
háskólann okkar. All-
ir sem til þekkja vita
að þetta er mjög þýð-
ingarmikið starf sem
getur vegna valdsins
sem því fylgir skipt
sköpum fyrir þróun
háskólans á næstu ár-
um. Ég vil taka fram
í upphafi að ég hef að
vandlega athuguðu
máli ákveðið að styðja
Einar Stefánsson,
prófessor í augnlækn-
ingum, í kosningum
þessum. Harðskeyttir
andstæðingar Einars, eins og
nafnlausi hópurinn sem nýlega
sendi órökstutt níðbréf um hann
hér á hi-starf vegna starfs Einars
á árunum 2000–2002 fyrir Íslenska
erfðagreiningu, geta því hætt
núna að lesa þetta bréf þar sem
það getur hugsanlega komið þeim
í vont skap. Þetta val er ekki auð-
velt því að allir eru frambjóðend-
urnir fjórir heiðursfólk og sumt
jafnvel líklegt til að standa fyrir
nauðsynlegum breytingum á
starfsumhverfi okkar.
En áður en ég rökstyð þessa
ákvörðun mína vil ég koma að
tveimur atriðum, henni alls
óskyldum. Fyrst vil ég skýra hver
ég er, þessi afskiptasami bréfs-
endari, þótt margir viðtakendur
pistilsins þekki mig vafalaust. Ég
er prófessor í sagnfræði og fædd-
ist í mars 1938, starfi mínu lýkur
sem sagt á rúmlega miðju kjör-
tímabili næsta rektors leyfi slíkt
líf og heilsa. Fyrir utan alls kyns
fræðistörf er ég sennilega jafnvel
þekktari fyrir stjórnmálaafskipti,
einkum blaðaskrif í þá veru. Ég
hef allt frá unglingsárum verið
virkur í starfi vinstri flokka,
lengst í Alþýðubandalaginu sáluga
en nú í Samfylkingunni. Þetta
kemur vali mínu á rektor við að
því leyti að ég hef horft lengi á
refskák stjórnmálanna.
Við starfsmenn Háskólans erum
í einstakri aðstöðu við að velja
valdamennina sem
stjórna starfsum-
hverfi okkar. Við
kjósum þá! Þetta er
réttur sem enginn
annar í samfélaginu
hefur, við búum við
starfsmannalýðræði
sem á rætur í hug-
myndum um akadem-
ískt sjálfstæði og
frelsi. Það er okkur
mjög mikils virði að
þetta sjálfstæði verði
í engu skert en til
þess þurfum við að
vera virk, hleypidómalaus og
skynsöm í vali okkar. Við megum
ekki láta það ráða hvort við erum
persónulegir vinir frambjóðanda,
hvort okkur líkar persónulega vel
við hann eða hana. Allt of oft hafa
kosningar til starfa í háskólanum
ráðist af öðrum ástæðum en þeim
hver er hæfastur til þess. Oft er
sá/sú valin(n) sem er minnst um-
deild(ur), sem fæstar skoðanir
hefur látið í ljós, sem engum líkar
illa við og það er þá gert að auka-
atriði hve vel viðkomandi ræður
við starfið. Við þurfum öll að átta
okkur á þessum galla sem er inn-
byggður í starfsmannalýðræðið
því að gerum við það höfum við
yfirunnið gallann að mestu leyti.
Sem sagt: við kjósum þann sem
við teljum vera hæfastan til
starfsins en ekki þann sem okkur
líkar best við af því að viðkomandi
er í deildinni okkar eða er per-
sónulegur kunningi/vinur. Við get-
um ekki leyft okkur munað hins
persónulega velvilja í þessari
kosningu. Snúum okkur nú beint
að frambjóðendum í þessum kosn-
ingum. Aldrei þessu vant hef ég
hlustað meira á meiningar ann-
arra en sagt mínar um óæskilega
rektorinn því að á þessu stigi í
kosningunum eru flestir að útiloka
einhverja til að geta endanlega
valið einhvern. Slíkur er að mörgu
leyti eðlilegur gangur lýðræðisins
í persónubundinni kosningu en
segir einnig mikið um hvernig
kjósendur velja. Því miður spyrja
fáir hver er hæfastur til starfsins
heldur er meira rætt um marg-
breytilega galla þessa og hins sem
yfirleitt koma rektorsstarfi ná-
kvæmlega ekkert við! Staðhæft er
t.d. að vont sé að kjósa mann úr
læknastétt því að læknar hugsi að-
eins um hagsmuni lækna. Almenn
og umdeilanleg „regla“ er sett
fram og hún síðan í heild sinni yf-
irfærð á einn mann. Fram er kom-
ið að sá hinn sami hafi „einhvern
tíma“ unnið fyrir fyrirtækið Ís-
lenska erfðagreiningu. Um annan
frambjóðanda er sagt að hann hafi
verið virkur í stjórnmálum, í röng-
um flokki að mati viðkomandi. Er
umræða af þessari gerð há-
skólakennurum til sóma? Tekið
skal fram að ég hef ekkert nei-
kvætt heyrt sagt um tvo fram-
bjóðendur, Jón Torfa Jónasson og
Kristínu Ingólfsdóttur. Bæði virð-
ast þau vera hvers manns yndi.
Þau virðast ekkert rangt hafa gert
en ekkert sérlega mikið heldur.
Þetta virkar ekki vel á mig! En
ljóst er að þau okkar sem vilja
sem minnstu breyta í starfsemi
háskólans og vilja að aldrei sé
stuggað við pólitískum yfirvöldum
geta valið milli þesara tveggja
frambjóðenda.
Hugmynd mín um æskilegan
rektor er þessi: Rektor verður að
hafa bæði aðstöðu og dug til að
krefjast þess að ríkisvaldið standi
við fyrri samninga við háskólann
og helst betur um fjárveitingar til
háskólans. Hann verður að standa
öflugan vörð um rannsókn-
arhlutverk háskólans og koma á
stórauknum styrkjum til nemenda
sem stunda rannsóknir, ekki síst í
tengslum við meistara- og dokt-
orsnám. Hann verður að hafa
kjark og vit til að breyta því sem
breyta þarf í skipulagi háskólans.
Hann verður að standa skeleggur
gegn öllum tilraunum til að koma
á skólagjöldum. Hann verður að
styrkja sem best alþjóðleg tengsl
háskólans. Hann verður að vera
sanngjarn í samskiptum sínum við
einstakar deildir og skorir skólans
og hafa víðtæka yfirsýn.
Að vandlega athuguðu máli
treysti ég Einari Stefánssyni allra
rektorsframbjóðenda best til að
mæta þeim væntingum sem ég hef
útlistað hér. Auk þess fagna ég
því að Einar hefur í skrifum sín-
um sýnt að hann er stuðnings-
maður opinberrar félagslegrar
ábyrgðar og er fulltrúi víðsýnnar
menningarstefnu. Miðað við nú-
verandi aðstæður í samfélaginu er
ekki verra að hann er í Sjálfstæð-
isflokknum og með rótgróin tengsl
þar; enginn mun geta ásakað
þennan fulltrúa borgaralegs frjáls-
lyndis um að reka erindi stjórn-
arandstöðu þegar hann leitar
fundar við núverandi valdhafa
landsins um bætta stöðu Háskóla
Íslands.
Hví styð ég Einar Stefánsson?
Gísli Gunnarsson fjallar
um rektorskjör við HÍ ’Við starfsmenn Há-skólans erum í einstakri
aðstöðu við að velja
valdamennina sem
stjórna starfsumhverfi
okkar. ‘
Gísli Gunnarsson Höfundur er prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands.
ÝMISLEGT í þjóðtrúnni er
reist á reynslu og skemmtilegri
eftirtekt. Eftir harðindi um þetta
leyti árs, þegar heystabbinn var
farinn að minnka, fóru menn að
hafa auga með öllum hugsanlegum
teiknum um betri tíð. Eitt af þess-
um veðurmerkjum var vermi-
steinninn sem Sankti Pétur átti að
fara með í jörðina sunnudaginn í
miðgóu, en hann er einmitt í gær,
7. mars. Þá átti að fara að holast
undan fönnum, „húsa frá“, og svell
að flísast frá jörðu. Þetta fyrirbæri
kannast flestir við, að jaðrar snjó-
skaflanna fari að lyftast frá jörðu
og mynda eins konar þunna egg.
Auðvitað er það ekki nákvæmlega
þennan dag sem þessa fer að verða
vart, en líkurnar eru samt miklar
og vaxandi um þetta leyti. Sólin fer
nú að hækka meira á hverjum degi
en á öðrum árstímum og er komin í
um 20° hæð um hádegið. Jörðin,
grjótið eða sandurinn, er dekkri og
tekur til sín meiri sólaryl en snjór-
inn, með þessum afleiðingum.
Þetta má til dæmis sjá þar sem
snjó hefur verið ýtt í hrauka hér í
höfuðborginni og víðar, einkum
sunnan í sköflunum. Þetta er lítið
dæmi um menningu sem ætti ekki
að gleymast og gleður hug okkar
líkt og fyrri kynslóða þótt í litlu sé.
Páll Bergþórsson
Vermisteinn
Sankti Péturs
Höfundur er veðurfræðingur.