Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn ValdimarLýðsson fæddist í Móakoti í Sandvíkur- hreppi í Árnessýslu 23. febrúar 1919. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH að- faranótt 28. febrúar síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Kristín Guðmundsdóttir, f. í Móakoti í Sandvíkur- hreppi 8.10. 1896, d. 24.11. 1988, og Lýður Guðmundsson, f. í Litlu-Sandvík í Sand- víkurhreppi 18.11. 1897, d. 23.12. 1988. Sveinn átti tvö systkini sammæðra, þau Sig- ríði Björnsdóttur, f. 7.2. 1936, og Baldur Björnsson, f. 30.9. 1943, og fjögur systkini samfeðra, Sigríði Lýðsdóttur, f. 22.1. 1935, Pál Lýðsson, f. 7.10. 1936, Ragnhildi Lýðsdóttur, f. 21.5. 1941, og Guð- mund Lýðsson, f. 11.10. 1942. Sveinn var kvæntur Halldóru Jónsdóttur, f. 27.4. 1918, d. 4.8. 1979. Þau skildu. Börn Sveins og Halldóru eru: 1) Guðrún, f. 22.2. 1947, eiginmaður Jón Jónsson, f. 7.6. 1943. Þau skildu. Þeirra barn er Oktavía Hrund, f. 7.3. 1979. Fyrir átti Guðrún Róbert Smára Guðjónsson, f. 11.10. 1969, og Halldór Örn Guð- jónsson, f. 26.5. 1971. Börn Róberts, barnsmóðir Lillian Andersen, f. 3.3. 1969, eru Sandra Halldóra, f. 6.2. 1988, og Louise Alda, f. 6.10. 1989. Sambýliskona Ró- berts er Jytte Mark- ussen, f. 22.2. 1970. Börn hennar og fósturbörn Ró- berts eru Martin, f. 28.11. 1991, og Morten, f. 15.11. 1994. Eiginkona Halldórs er Jeani Mikkelsen. Þeirra börn eru Fanney, f. 18.11. 1996, og Delia, f. 30.4. 2002. 2) Jón Kristinn Sveinsson, f. 3.10. 1963. Sveinn nam rafvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík, tók sveins- próf 1951 og var rafvirki í Reykja- vík og síðar eftirlitsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útför Sveins verður gerð frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þín börn Guðrún og Jón Kristinn. Okkur langar að kveðja hann afa okkar með örfáum orðum og þakka honum fyrir samfylgdina. Seinast sáum við hann öll þegar hann kom til Danmerkur um síð- ustu jól og dvaldi hjá okkur yfir hátíðirnar eins og flest önnur jól í seinni tíð. Þar vorum við öll sam- ankomin og Nonni kom frá Seattle, þar sem hann býr, til að eiga jólin með okkur. Við erum af- skaplega ánægð með það nú að fjölskyldan skyldi vera öll saman þessi síðustu jól hans hér á jörð. Í þessari seinustu ferð afa til okkar dvaldi hann aðeins í þrjár vikur en oft var hann lengur hjá okkur. Afi gekk í gegnum marga sjúk- dóma á lífsleiðinni og var orðinn lasburða þegar hann kom síðast til okkar. Honum fannst gott ef tekið var á móti honum með ísköldum bjór úr ísskápnum þegar út var komið. Hann gerði að gamni sínu yfir viskíglasi á gamlárskvöld, en hann hafði alla tíð fulla stjórn á málum, hvað áfengið varðaði. Hann hafði gaman af að segja okk- ur sögur af öllu mögulegu og var mjög fróður um marga hluti. Afi var þjóðlegur og lét aldrei vanta skötu, hákarl og brennivín þegar hann kom í jólaferðina til okkar, að ógleymdum besta laxi í heimi. Hann var fastur fyrir í skoðunum og ekkert land í heimi var betra en Ísland. Það komst enginn hjá að heyra það oft og hann skildi ekki hvers vegna við virtumst ætla að festa rætur annars staðar en á besta landi í heimi, þ.e. Íslandi. Afi ferðaðist þó nokkuð um æv- ina. Hann dvaldi lengi í Danmörku vegna veikinda löngu fyrir okkar tíð. Hann fór til Færeyja með vinafólki og var hrifinn af Fær- eyingum, sem hann kallaði frænd- ur sína. Hann fór oft til Kan- aríeyja hin seinni ár og líkaði vel. Síðast en ekki síst fór hann nokkr- um sinnum til Nonna frænda í Seattle, sem hann kallaði í gríni Guðs eigið land. Músíkalskur var hann með afbrigðum og hlustaði mikið á orgelverk og kóra og reyndar alla klassíska tónlist en toppurinn höldum við að honum hafi fundist þegar hann komst til Utah með Nonna frænda að hlusta á mormónakórinn. Hann átti eitt orð yfir tónlistina sem við systk- inin hlustuðum á, sem var kúst- hausaskríll. Afi hafði oft á orði, ef- laust í spaugi, að það yrði nú meiri léttirinn þegar hann kæmist úr þessum táradal. Annars var hann sáttur við líf sitt og lærði að lifa með sjúkdómum sem herjuðu á hann, þó mest seinni árin. En hann fékk þá ósk sína uppfyllta að þurfa ekki langa sjúkrahúslegu í lokin og verða ekki öðrum háður og ósjálfbjarga. Og hann hélt reisn sinni alveg fram til þess síð- asta. Við systkinin viljum þakka afa samfylgdina og gerum okkur grein fyrir að jólin verða aldrei söm án hans. Við erum þakklát fyrir það sem hann var okkur. Við biðjum Guð að blessa minningu afa. Þín barnabörn Róbert Smári, Halldór Örn og Oktavía. SVEINN VALDIMAR LÝÐSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÚN ELÍSABET ÁSGEIRSDÓTTIR, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi að morgni 4. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Theodór Árnason, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar látnu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 25. febrúar sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Haraldur M. Sigurðsson, Hanna B. Jónsdóttir, Einar Karl Haraldsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Haraldur Ingi Haraldsson, Kolbrún Jónsdóttir, Jakob Örn Haraldsson, Brynja Agnarsdóttir, Sverrir Haraldsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu í veikind- um og við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, UNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sunnuhvoli, Stokkseyri, Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Gísli Rúnar Guðmundsson, Anna Gísladóttir, Ólafur Ingi Sigurmundsson, Sigríður Gísladóttir, Sigurður Viggó Gunnarsson, Gísli Gíslason, Þórdís Kristinsdóttir, Guðmundur Alexander Gíslason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Kelduhvammi 16, Hafnarfirði, lést föstudaginn 4. mars síðastliðinn. Sólveig M. Magnúsdóttir, Stefán Karl Harðarson, Jón Ölver Magnússon, Víðir Þór Magnússon, Helena Richter, Björk Magnúsdóttir, S. Úlfar Sigurðsson, barnabörn og langömmubarn. Nú er komið að leiðarenda hjá Leifi. Ég kynntist Leifi er ég og Finnur sonur hans vorum saman í skóla og íþróttum. Sem óharðnaður unglingur var ég mikið heima hjá þeim hjónum Leifi og Áslaugu og hafði það gott, sofandi í sófanum á meðan Áslaug og Finnur horfðu á enska boltann en Leifur eitthvað að bardúsa við húsið eða félagsstörf. Leifur kenndi mér að mikilvægt væri að rétta öðrum hjálparhönd án þess að þiggja annað en ánægjuna af því að hjálpa öðrum. Það er mikil og góð lexía. Við höfðum að vísu nokkuð frjálsan aðgang að drossíu heimilisins, Datsun 180 B, sem aldrei var kallaður annað en Leðj- LEIFUR KRISTINN GUÐJÓNSSON ✝ Leifur KristinnGuðjónsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 23. desember 1935. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut mánu- daginn 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 21. febrúar. an. Leifur var harður en sanngjarn í minn garð. Ef eitthvað stóð fyrir dyrum, t.d. nið- urrif á hesthúsi, þá hjálpuðust allir að við það sem á heimilinu voru og nutu góðs af dagsverkinu á eftir. Leifur hafði það fyrir sið að vera mótvægi við Áslaugu við upp- eldi Finns þegar hún heyrði, en þegar hann var einn heima var hann sem mjúkur leir í höndum okkar. Hann vildi öllum vel en fannst full- einfalt að einhverjir væru að fá eitthvað upp í hendurnar án þess að hafa örlítið fyrir því. Þegar frá unglingsárum leið og fjölskyldan fluttist búferlum úr Gufunesi í Breiðholt varð Leifur því miður sjaldan á leið minni og minnar fjölskyldu. Ég þakka fyrir þær stundir sem ég átti með hon- um því þótt þær væru líkamlega erfiðar einstaka sinnum voru þær alltaf skemmtilegar. Ég og mín fjölskylda vottum Ás- laugu, Finni, Birnu og Tobbu og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Sigurður F. (Bibbi). Þegar ég var lítill strákur bað ég Guð í kvöldbænunum mínum að amma og afi myndu aldrei deyja. Seinna áttaði ég mig á því að kannski væri betra að biðja um að þau ættu gott líf og glaða sál. Fyrir nokkrum árum töluðu afi og amma um hvað þau eltust vel og að þau óskuðu þess að við myndum eignast eins góða elli og þau. Ég fór því að fylgjast betur með þeim og komst að þeirri niðurstöðu að ef svona góð elli er framundan, þá hlakka ég til þess að eldast. Amma var með gigt og afi með slæma heyrn, en þau voru dugleg við að vinna upp veikleika hvort annars, FRIÐGEIR GRÍMSSON ✝ Friðgeir Gríms-son fæddist í Reykjavík 7. október 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 24. febrúar. og alltaf stutt í húmor- inn hjá þeim. Afi hefur alltaf verið glaðlyndur og sjaldan skipt skapi, en ég man þó eftir einu skipti sem fauk í hann og ömmu, en það var þegar hann hafði fótbrotnað og ég og Friðgeir frændi hnupluðum hækjunum hans til að stríða hon- um svolítið og leika okkur með eitthvað spennandi. Honum þótti það hins vegar ekki eins fyndið og okk- ur þá þar sem hann var alveg varn- arlaus. Eftir á hefur hann hins vegar hefur oft hlegið að þessu þar sem hann hefði alveg örugglega gert það sama hefði hann verið í okkar spor- um. Ég og fjölskyldan mín ákváðum að fara í framhaldsnám í öðru landi, en daginn áður en við fluttum fórum við í heimsókn til þeirra. Við töluðum heilmikið saman, en svo sagði amma að það væri möguleiki að þetta væri síðasta kveðjustundin okkar, ég gerði mér grein fyrir því, en vonaði samt að það yrði ekki raunin. Amma dó um jólin fyrir rétt rúmu ári á meðan ég var í próflestri og gat því ekki farið heim í jarðarförina, ég saknaði hennar og varð svolítið tóm- ur innra með mér, en hún lifði áfram með afa ef ég mætti orða það þannig og það varð því ekki eins raunveru- legt fyrir mér þá. Í mínum huga hefur afi alltaf verið stólpinn í „stórfjölskyldunni“ sem hefur ekki haggast sama hvað hefur á gengið og amma staðið sterk við hlið hans. Þegar ég ákvað að fara í fram- haldsnám þá var það afi sem var mér fyrirmynd, kannski vegna þess að hann stundaði nám í öðru landi eftir „týpískan“ námsaldur, en lét aldur- inn ekki hindra sig. Umfram allt ver- ið mér gott fordæmi um mann sem hefur tekist á við erfiðleika í lífinu og yfirunnið þá með dugnaði. Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að afi væri dáinn fannst mér eins og veröldinni hefði verið kippt undan mér. Ég hef alltaf trúað því og oft beðið Guð um að hann yrði frískur fram á síðasta dag. Ég veit að afi vildi vera frískur fram á síðasta dag, hann veiktist að morgni dags og dó nokkr- um tímum síðar og það má segja að hann hafi fengið þá ósk uppfyllta, en mér þykir samt ótrúlega sárt að missa hann. Ég fann til með afa að hafa ekki ömmu með á endasprettinum og skil það að líkamsmótstaðan hans hafi farið minnkandi þegar það var eng- inn til halda baráttunni áfram með. Núna fyrst er ég að átta mig á því að þau eru bæði dáin, kannski vegna þess að minningin um ömmu lifði áfram með afa. Það situr eftir tóma- rúm í lífi mínu og ég finn til saknaðar, en umfram allt finn ég til þakklætis. Sigurgeir Gíslason Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.