Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 26
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
VÆRI ÞÉR
SAMA?
AFSAKIÐ
HVAÐ ER Í GANGI?
HANN ER
Í STURTU
HÉRNA ER
ÉG Á HUNDA-
BÝLINA AÐ
FARA AÐ
HALDA RÆÐU
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ
KYNNA MIG...
AHEM!
ÞAÐ ER KOMIN NÝ
STELPA Í BEKKINN
HVAÐ HEITIR
HÚN?
HVER
VEIT?!
ER HÚN
SÆT?
HVERJUM
ER EKKI
SAMA?!
ERTU
SKOTINN
Í HENNI? NEI!
Litli Svalur
© DUPUIS
HRAÐAR! OG Í TAKT,
REYKTU BREKKUSNIGLARNIR
YKKAR!
ÉG VIL AÐ ÞIÐ STAFLIÐ ÞESSUM LÓÐUM HINUM MEGINN VIÐ VÖLLINN.
ÞETTA ER GÓÐ BYRJUN TIL AÐ RÆKTA VÖÐVANA
PPPFF! ÞETTA ER SVO
SVAKALEGA ÞUNGT KENNARI
PFFF... SVAKALEGA ÞUNGT...
KRAFTLAUSU STRÚTAR...
JÆJA GAMLINGI! ÁTTU ERFITT
MEÐ AÐ VAKNA?!
FINNDU VÖÐVANA
SEM VIÐ RÆKTUÐUM!
ALLT ÞÉR AÐ ÞAKKA
ÞÚ ÆTTIR AÐ HREYFA ÞIG MEIRA, ANNARS
FÆRÐU LIÐAGIGT
OG VÖÐVARNIR
RÝRNA
ÚPS! HANN
BROTNAÐI Í
ÞÚSUND MOLA
EKKERT MÁL!
ÉG SKAL LAGA
HANN
NEI! EKKI BERJA
MIG! NEI! ZZZ
ÞESSI KYNSLÓÐ...
ZZZ... LETINGJ...
ZZZ... AR...ZZZZ
ÖÖÖ... LEGGIST STRAX NIÐUR!
NÚ ER HVÍLDARTÍMI!!
?
? ? ?
Dagbók
Í dag er mánudagur 7. mars, 66. dagur ársins 2005
Víkverji vakti frameftir nóttu til að
horfa á beina útsend-
ingu frá Ósk-
arsverðlaunaafhend-
ingunni vestur í
Kaliforníu fyrir viku.
Það vakti athygli hans,
í ljósi baráttu íþrótta-
fréttamanna á Stöð 2
og Sýn fyrir því að
SkjárEinn verði látinn
fara að lögum, hvað
það varðar að þýða lýs-
ingar frá beinum út-
sendingum í ensku
knattspyrnunni, að
Stöðvar 2-menn gerðu
enga tilraun til að þýða
þá dagskrá sem þeir endurvörpuðu
til landsmanna hér á Fróni. Þvert á
móti rann öll dagskráin í gegn án
slíkra þýðinga, meira að segja um
klukkustundar löng dagskrá á undan
hinni eiginlegu verðlaunaafhendingu
en þar ræddu bandarískir sjón-
varpsmenn stuttlega við stjörnurnar
er þær mættu til Kodak-hallarinnar í
Hollywood, þar sem hátíðin fór fram.
x x x
Talandi um Óskarsverðlaunin, þaðer erfitt annað en gleðjast yfir
velgengni Clints gamla Eastwood,
hann virkaði svo jarðbundinn og
þakklátur er hann tók
við verðlaunum sínum
á hátíðinni en East-
wood var kjörinn besti
leikstjóri ársins og
mynd hans, Million
Dollar Baby, sú besta.
Aldrei þessu vant var
Víkverji búinn að sjá
flestar myndanna, sem
til greina komu, og á
erfitt í sjálfu sér með
að setja út á valið að
þessu sinni; ólíkt fyrri
árum. Million Dollar
Baby er afar sterkt
drama og leikararnir
standa sig frábærlega.
Á hinn bóginn er
myndin Sideways, sem einnig var til-
nefnd sem besta mynd ársins, í
miklu uppáhaldi hjá Víkverja.
x x x
Víkverji fór í teiti um daginn og þarkom til umræðu það brjálæði
sem hefur átt sér stað á fast-
eignamarkaðnum. Vakti það athygli
Víkverja að af um tuttugu gestum í
veislunni hafði einmitt meira en
helmingur viðstaddra skipt um hús-
næði á undanförnum sex mánuðum
eða svo. En getur þetta haldið svona
áfram? Verða ekki brátt allir búnir
að skipta?!
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Menntaskólinn í Reykjavík | Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram á
dögunum, en verðlaun voru afhent á sal Lærða skólans í gær. Keppt var í
þremur stigum, 8., 9. og 10. bekk. Alls komu 234 nemendur til leiks og hefur
keppnin vaxið mjög undanfarin ár.
Sigurvegari efsta stigs, Hlín Önnudóttir, hefur unnið það afrek að sigra á
sínu stigi þrjú ár í röð, en hún er nú í tíunda bekk Hagaskóla. „Sumar spurn-
ingarnar voru dálítið snúnar, en almennt gekk þetta vel,“ segir Hlín, sem
segir stærðfræðina verða skemmtilegra viðfangsefni þegar keppni sé í
spilinu. Hlín segist ætla að fara á raungreinabraut í framhaldsskóla, en ekki
sé enn ákveðið hvaða skóli verði fyrir valinu, né heldur hvað liggi fyrir eftir
framhaldsskólanámið. „Ég hef áhuga á mjög mörgu og get fundið eitthvað
heillandi við hvað sem er.
Pabbi minn er búinn að vera að kenna mér ýmsa stærðfræði svona að
gamni en ég man ekki eftir því að mér hafi nokkurn tíma fundist stærðfræði
óáhugaverð. Hún er heillandi, það er einhver æðri sannleikur í henni.“
Morgunblaðið/Þorkell
Ungur stærðfræðingur
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið
aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.)