Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 27
DAGBÓK
80 ÁRA afmæli. Í dag, 7. mars, eráttræð frú Sjöfn Gestsdóttir,
Lindargötu 57, Reykjavík.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Konur innan Öryrkjabandalags Íslands(ÖBÍ) hafa undanfarið ár staðið aðundirbúningi stofnunar sérstakrarkvennahreyfingar ÖBÍ, en hún verð-
ur formlega stofnuð á morgun, 8. mars, kl. 20, í
húsnæði ÖBÍ að Hátúni 12.
Undirbúningurinn hófst þegar hópur fatlaðra
og langveikra kvenna fór að hittast reglulega.
Þeim fannst þær hafa reynslu af því að veik-
indi eða fötlun þeirra væru ekki tekin nógu al-
varlega. Eins fannst þeim atvinnumöguleikar
litlir, þrátt fyrir getu margra kvenna eða
menntunar innan þeirra raða, til margra ólíkra
starfa.
Að sögn Jóhönnu Leopoldsdóttur, sem hefur
starfað í undirbúningshópnum, hefur fjöldi
rannsókna, sem gerðar hafa verið erlendis síð-
ustu ár, staðfest að fatlaðar og langveikar kon-
ur berjast við fleiri og ólíkar myndir fordóma
en aðrar konur eða fatlaðir karlmenn. „Meðal
annars hefur komið í ljós að greiningaraðferðir
og meðferð við sjúkdómum hafa lengst af verið
unnar út frá körlum og með karla í huga. Í
sumum erlendum rannsóknum hefur komið í
ljós að læknar eiga í erfiðleikum með að greina
aðra sjúkdóma hjá konum en þá sem þær hafa
vegna fötlunar sinnar. Einnig er nú gagnrýnt
að lengst af hafa lyfjarannsóknir og lyfjaþróun
eingöngu verið unnar og rannsakaðar á körlum
og fyrir karla,“ segir Jóhanna. „Markmið
hreyfingarinnar er að efla gagnrýna umræðu
um málefni fatlaðra og langveikra kvenna á öll-
um sviðum þjóðlífsins. Bæta hag þeirra, efla
atvinnumöguleika, eyða fordómum, stuðla að
samstöðu, efla samvinnu og hvetja til rann-
sókna, öllum fötluðum og langveikum til hags-
bóta. Þetta verður nokkurs konar þver-kvenleg
hreyfing innan ÖBÍ.“
Hvernig hafa kynin ólíkar þarfir þegar fólk
veikist eða fatlast?
„Við þessar aðstæður er veruleiki kynjanna
ólíkur. Ef ég nefni dæmi, þá höfum við ólík
hlutverk, jafnt innan fjölskyldunnar, á einka-
sviðinu og úti í þjóðfélaginu. Síðan hefur komið
í ljós að kynin fá ólíka meðferð innan heil-
brigðis- og tryggingakerfisins en annars staðar
í samfélaginu, en það er mjög dulið. Þessi mis-
munur er ofsalega mikið undir yfirborðinu. Þá
má segja að launamunur kynjanna margfaldist
þegar kemur að lífeyrisgreiðslum.
Þetta er bæði hagsmunamál varðandi prakt-
íska hluti en ekki síður svo að við skiljum af
hverju veggirnir sem við hittum fyrir eru alltaf
með átta hornum, af hverju svo margar fatl-
aðar og langveikar konur lenda í óþarflega
mörgum árekstrum. Það er skrýtið að lenda í
því að vera mismunað eftir kynferði í veik-
indum, það kemur manni á óvart.“
Jafnréttismál | Kvennahreyfing innan Öryrkjabandalagsins stofnuð á morgun
Veruleiki kynjanna ólíkur
Jóhanna Leopolds-
dóttir er fædd árið
1956 í Reykjavík.
Hún lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum á Bif-
röst 1976 og stúdents-
prófi frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavík
1987. Hún nemur nú
guð- og kynjafræði við
Háskóla Íslands, þegar
heilsan leyfir. Jóhanna
rak kaupfélagsútibú á Vegamótum á Snæfells-
nesi um níu ára skeið. Þá hefur hún starfað við
rekstur tengdan ferðaþjónustu auk þess að
starfa í félagsstörfum m.a. fyrir UMFÍ.
Jóhanna er í sambúð með Helga Guðmunds-
syni og á þrjú börn.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bókabíllinn kl. 13.30,
félagsvist kl. 14, vinnustofa og leik-
fimi kl. 9, boccia kl. 10, allir velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, söngstund kl.
10.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30,
félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–13.45 leikfimi, kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16
samverustund með Guðnýju, kl.
14.30–15.30 kaffi.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mánu-
dagur 7. mars, kl. 13–16, spilað, teflt,
spjallað. Handavinnuhornið. Kaffi að
hætti Álftnesinga.
Félag eldri borgara Reykjavík | Brids
í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl.
13.30. Línudanskennsla byrjendur kl.
18. Samkvæmisdans framhald kl.19
og byrjendur kl. 20.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í
dag kl 10 til 11.30. Félagsvist í kvöld kl.
20.30 í Gullsmára 13.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára 13 spilar
mánu- og fimmtudaga. Skráning kl.
12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel-
komnir. Þátttökugjald kr. 200.–.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl.10 og kl. 11,
bókband kl. 10, postulín kl. 13, pílukast
og spilað í Garðabergi kl. 12.30, tölv-
ur í Garðaskóla kl. 17.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns-
málun, keramik, perlusaumur, korta-
gerð og nýtt t. d. dúkasaumur, dúka-
málun, sauma í plast, kl. 10
fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 há-
degismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl.
15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 glermálun o.fl. umsjón Sig-
rún, jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska
kl. 13–16, böðun virka daga fyrir há-
degi, fótaaðgerðir.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi
á morgun kl. 9.30 í Grafarvogslaug.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Brids í kvöld kl.
19.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leik-
fimi, kl 11.45–12.45 hádegisverður, kl.
13–16 kóræfing, kl 14.30–15.45 kaffi-
veitingar.
Kirkjustarf
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2
kl. 19. Þáttur frá Fíladelfíu „Vatnaskil“
sýndur á Omega kl. 20. www.gosp-
el.is
Akureyrarkirkja | TTT-starf (5.–7.
bekkur) kl. 15.
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf
6–7. bekkur.
Alla mánudaga kl. 16.30–17.30.
Æskulýðsstarf f. 8.–10. bekk, alla
mánudaga kl. 20–22.
Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn 12
spora fundur í safnaðarheimilinu.
Vinir í bata. Kl. 20 Kvenfélag Laug-
arneskirkju fundar. Allar konur vel-
komnar. Munið www.laugarneskirkja-
.is.
Morgunblaðið/Ómar
Seyðisfjarðarkirkja
Brúðkaup | Gefin voru saman 21.
ágúst sl. í Akureyrarkirkju af sr. Svav-
ari Alfreð Jónssyni þau Valgerður
Maack og Haukur Jónsson. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Ljósmynd: Dagsljós/Finnbogi
RAÐ-
AUGLÝSINGAR
Fundir/Mannfagnaður
Aðalfundur
Hins íslenska biblíufélags verður haldinn
mánudaginn 14. mars kl. 20.00 í safnaðarsal
Hallgrímskirkju.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
Nesvegur 9, sumarhús, fnr. 212-7071, Súðavíkurhreppur, þingl.
eig. Lárus Einarsson, v/5402830369, gerðarbeiðandi Tollstjóraem-
bættið, föstudaginn 11. mars 2005 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
4. mars 2005.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi.
Félagslíf
MÍMIR 6005030719 II
HEKLA 6005030719 VI/V
GIMLI 6005030719 III
I.O.O.F. 10 18503078 M.A.*
Stórmót í Hollandi.
Norður
♠ÁK74
♥–
♦532
♣986532
Vestur Austur
♠G10832 ♠95
♥K10542 ♥G983
♦Á8 ♦1074
♣K ♣ÁD104
Suður
♠D6
♥ÁD76
♦KDG96
♣G7
Sveitin frá Ísrael, sem vann NEC-
mótið í Japan fyrir skömmu, var
meðal keppenda í hollenska stór-
mótinu í Utrecht um síðustu helgi,
en náði ekki flugi þar og endaði í 11.
sæti af 32 sveitum.
Yadlin-bræður, Israel og Doron,
sýndu hins vegar góða takta í vörn-
inni í spilinu að ofan. Suður varð
sagnhafi í fimm tíglum – sem er auð-
vitað andvana fæddur samningur –
en þeir bræður náðu spilinu tvo nið-
ur. Vestur kom út með laufkóng og
austur yfirdrap og tók laufdrottn-
ingu.
Þar með voru þrír slagir öruggir,
því trompásinn stóð fyrir sínu, en
spurning dagsins er þessi: Á hvaða
spil fékk vörnin fjórða slaginn?
Lítum á hvernig spilið þróaðist:
Doron í austur spilaði áfram laufi í
þriðja slag og suður stakk frá með
kóng.
Sagnhafi tók hjartaás, trompaði
hjarta, spilaði spaða á drottningu og
trompaði enn hjarta, tók spaðaás og
reyndi spaðakóng, en austur stakk
með tíu og suður yfirtrompaði.
Sagnhafi trompaði síðasta hjartað
í borði og spilaði spaða, sem austur
rak í með trompsjöunni.
Suður varð enn einu sinni að
trompa hátt, svo nú var vestur kom-
inn með gaffal í tíglinum, Á8 yfir G6.
Tíguláttan varð sem sagt fjórði
slagur varnarinnar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Vísindabókin
er komin út í
þýðingu Ara
Trausta Guð-
mundssonar.
Vís-
indabókin er
aðgengilegt
og ríkulega
myndskreytt
rit um sögu vísindanna. Hér er
greint frá 250 merkum vís-
indaafrekum frá upphafi vega til
dagsins í dag í máli og myndum.
Þannig fæst einstæð og yfirgrips-
mikil sýn á það hvernig skilningur
mannsins á umhverfi sínu hefur
þróast í tímans rás. Bókin varpar
ljósi á það að vísindaleg hugsun
hefur ekki aðeins gjörbreytt hvers-
dagslífi okkar, heldur líka skyn-
bragði okkar á það hver við erum og
hvernig heimurinn er.
Fjallað er um merkileg framfara-
spor í líffræði, eðlisfræði, stjörnu-
fræði, heimsfræði, jarðfræði, lækn-
isfræði og stærðfræði og er gerð
grein fyrir hverjum atburði, uppgötv-
un eða uppfinningu á einni opnu
með ljósum og liprum texta og lýs-
andi myndverki.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 528 bls. Tilboðsverð í
mars: 3490 kr.
Vísindi
ÁSDÍS Sif Gunnarsdóttir listakona fjallar um eigin verk og sýningar sem hún hefur
haldið á undanförnum árum í fyrirlestri í stofu 024 í LHÍ, Laugarnesvegi 91, kl. 12.30
í dag.
Ásdís útskrifaðist með BFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000
og MFA gráðu frá UCLA, Los Angeles 2004. Hún leggur áherslu á gjörninga og
myndbandalist. Á síðustu árum hefur hún unnið innsetningar í rými þar sem hún
blandar saman myndbandsverkum og ljósmyndum sem teknar hafa verið út úr mynd-
bandsverkunum.
Morgunblaðið/Golli
Fyrirlestur um myndbandsverk í LHÍ