Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 29

Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 29 Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT” • Föstudag 18/3 kl 20 LAUS SÆTI Takmarkaður sýningafjöldi Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 EB DV Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 – Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar – Uppselt 9. sýn.12. mars kl. 19 – Uppselt – Allra síðasta sýning Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst „Tveir bassar og annar með strengi“ Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. mars kl.12.15 Davíð Ólafsson, bassi, Dean Ferrell, kontrabassi og Kurt Kopecky, píanó flytja verk eftir, meðal annars, Mozart og Bach. Miðasala á netinu: www. opera.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Síðustu sýningar Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 11.3 kl 20 Laus sæti Lau. 12.3 kl 20 Laus sæti Lau. 26.3 kl 14 Laus sæti Lau. 26.3 kl 20 Laus sæti Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! SÚ OFTAST sársaukafulla og al- mennt útbreidda lífsreynsla í vest- rænum samfélögum sem felst í því að ganga í gegnum skilnað er nú með nokkurra vikna millibili viðfangsefni beggja leikhúsanna. Í Þjóðleikhúsinu sem harmleikur, nú í Borgarleikhús- inu sem gamanleikur. Báðir skrifaðir af írskum konum með konur í mið- punkti. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem þýðir og staðfærir verkið og er hnytt- inn og hugmyndaríkur að vanda. Gísli er einnig skrifaður fyrir leik- gerð. Það leiðir hugann að því að ekki eru orð til yfir allt það sem er hugsað og framkvæmt í íslensku leikhúsi. Leikgerð er ágætt og þénanlegt orð yfir þá sjálfstæðu sköpun sem á sér stað þegar leiktexti er unninn úr skáldsögu eða smásögu og hefur öðl- ast sess sem slíkt. En þegar menn aðlaga erlend leikverk sviði, ýmist með styttingum, innskotum eða stað- færslu, þá væri réttara að nota orð eins og aðlögun eða staðfærsla eða smíða nýtt orð. Að tala um leikgerð leikrits er rökleysa. Sagan sem hér er sögð er af Ástr- íði Jónu Kjartansdóttur, húsmóður í Grafarvoginum, meinleysiskonu rúmlega fimmtugri sem verður fyrir því að hún og heimilishundurinn eru yfirgefin af heimilisföðurnum sem tekur saman við tvítuga spænska stúlku um svipað leyti og einkadótt- irin hverfur líka út úr lífi Ástríðar. Næstu þrjú ár á eftir gengur þessi vel stæða kona í gegnum sorg og reiði; blekkir sjálfa sig með dag- draumum um að maðurinn snúi aft- ur; fyllist hefndarhug og reynir að vinna bug á höfnun og einsemd með hjálpartækjum ástarinnar, mis- heppnuðum stefnumótum, tíma- bundnu nýju starfi og leitar að sjálf- sögðu eftir ýmissi áfallahjálp þar til hún loks verður sjálfstæð og finnur draumaprinsinn. Andstætt öllum venjum leikhúss- ins gerist þó sagan ekki á leiksviðinu heldur öll utansviðs. Og að kalla verkið einleik, eins og höfundur ger- ir, er hæpið því einleikarinn, sem þarf að endursegja atburðina, býr um leið til fjölda persóna til að tala við og við aðrar persónur talar hún í gegnum síma – raddirnar berast gegnum hátalara. Annars er leik- konan allan tímann í beinu sambandi við áhorfendur, afgreiðir þangað brandara á brandara ofan eins og uppistandari (stand up) og uppistand eftir forskrift væri því mun réttara hugtak yfir formið en einleikur. Vandi áhorfandans er þó ekki formið heldur fyrst og fremst sá að fá samúð með persónu frúarinnar. Áhugi á leið hennar til þroska, sem höfundur virðist vilja vekja, kviknar ekki. Einkum vegna þess að þessi vel stæða kona, sem ekki þarf að sjá fyr- ir sér eða bera ábyrgð á einu eða neinu, er sjálf ekki gerð nógu hlægi- leg – hlær ekki nóg að sjálfri sér; og ekkert kemur manni á óvart; brand- arar hennar um gráa fiðringinn, kyn- líf, öldrun og útlendinga flestir ansi þreyttir; dagdraumarnir, og eig- inlega konan sjálf líka, fremur af- sprengi miðrar síðustu aldar en dags- ins í dag. Sá sem hefur lifað eins lengi og ég hefur að minnsta kosti heyrt þetta allt áður. Fay Weldon og Willy Russel, svo aðeins tvö leikritaskáld séu nefnd úr hinum enskumælandi heimi, hafa fyrir mörgum árum sagt þetta flest og gert það þúsund sinn- um betur. Gísli Rúnar og Edda hefðu sennilega leikið sér að því að skrifa sjálf almennilegt uppistand um þetta áhugaverða efni. Eins og Edda, hin þjálfaða gam- anleikkona, lék sér að því í góðri leið- sögn Þórhildar Þorleifsdóttur, þrátt fyrir alla galla verksins, að tengja sig áhorfendum og vefja þeim um fingur sér, skipta af glaðværri fágaðri mýkt milli ólíkra stemninga og ýmissa ólíkra skýrra persóna og mjólka hlát- ur út úr sérhverri setningu þar sem það var yfirleitt mögulegt. Skemmti- leg hljóðmyndin lék líka vel á móti henni, en leikmyndin var óþörf. Einn míkrafónn hefði nægt Eddu, sem áhorfendur fögnuðu einsog drottn- ingu þetta kvöld. Enda ástæða til því góðir gamanleikarar/ leikkonur eru að sjálfsögðu aðal leikhússins, þar sem þau geta yfirleitt auðveldlega líka glímt við erfiðustu dramatísk hlutverk heimsbókmenntanna meðan þau sem einungis eru dramatískir leikarar/leikkonur verða að halda sig fjarri góðu gamni. Og svo ég hafi ekki rangt við þá verð ég að undirstrika að áhorfendur hlógu og hlógu að brönd- urum höfundar. Allir held ég nema ég. Allir hlógu nema ég LEIKLIST Borgarleikhús Eftir Geraldine Aron. Þýðandi og höf- undur íslenskrar leikgerðar: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Leikmyndar- og búningahönnun: Rebekka A. Ingimundardóttir. Lýsing: Ög- mundur Jóhannesson. Hljóðhönnun: Jak- ob Tryggvason og Ólafur Örn Thordarson. Leikari: Edda Björgvinsdóttir. Leikraddir: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson,Gunnar Hansson, Halldóra Björnsdóttir, Ellert A. Ingimundarson. Alveg brilljant skilnaður María Kristjánsdóttir Edda Björgvinsdóttir lék sér að því að tengja sig áhorfendum og vefja þeim um fingur sér. ERLENDIR listamenn halda áfram að sýna verk sín í litla kjall- aranum við Grundarstíg, nú er það hollenska listakonan Jetske de Boer. De Boer vinnur í anda strauma og stefna í nútímalistum sem láta sig samfélagið og þætti þess eins og borgarskipulag miklu varða, íslenska myndlistarkonan Inga Svala Þórsdóttir hefur unnið á ekki ósvipuðum nótum og e.t.v. mætti setja skipulagshugmyndir Þórðar Ben undir sömu regnhlíf. Margir myndlistarmenn samtím- ans eru einnig áhugamenn um arkitektúr og skipulag, vinna í nánum tengslum við arkitektúr eða leitast við að vinna verk á stórum skala fyrir opinber rými, þó að því miður sé ekki mikið um slíkt hér á landi. Ef til vill er til- högun hugmyndasamkeppni við skipulag Akureyrarbæjar jákvætt skref í þessa átt og forvitnilegt verður að fylgjast með þróun mála þar í bæ. Í fréttatilkynningu segir stað- arhaldari Dvergs m.a. um list de Boer að „Í teikningum sínum end- urtúlkar Jetske daglega reynslu fólks og tjáir huglæga sýn sína á kerfismyndanir, í gegnum spurn- ingarnar „hvernig“ og „af hverju“, sem við fáumst við í daglega líf- inu. Er hægt að hugsa sér sam- félag án mannlegra áhyggna og kvíða? Hvernig og í hvaða átt er hægt að beina hræðslu svo hægt sé að nýta jákvæðar hliðar henn- ar? Teikningar Jetske afhjúpa skáldaðan hluta okkar flóknu og óáþreifanlegu veraldar, þar sem ein spurning getur af sér aðra en öllum spurningum er ósvarað.“ Hugmyndir listakonunnar eru vissulega áhugaverðar og sama má segja um vinnu hennar í tengslum við hollenska fyrirbærið S.T.O.P, Ríkisstofnun um framtíð- arrannsóknir og umhverf- isskipulagningu, en það eru sam- tök sem leitast við að birta þessi viðfangsefni í ljósi persónulegrar reynslu einstaklingsins. Hug- myndir þeirra minna bæði á patafýsik Alfred Jarry sem er skáldskaparaðferð sem ef til vill er á leið inn í listina aftur, á hug- myndir framúrstefnunnar á fyrri hluta 20. aldar og hugmyndir Sit- uationisme International frá mið- biki sl. aldar. Þessi geiri innan listarinnar hefur ekki náð að skjóta rótum hér á landi en er of- arlega á baugi í Evrópu, e.t.v. helst í þéttbýlli löndum þar sem umhverfið er að miklu leyti mann- gert. Myndgerving slíkra hug- mynda reynist þó stundum öllu erfiðari en orðun þeirra. Þannig segja teikningar Jetske de Boer mér mun minna um hugmyndir hennar en texti í sýningarskrá og heimasíða S.T.O.P. Hér er um áhugavert viðfangsefni að ræða sem ekki nær að lifna við í sjón- rænni framsetningu, ennfremur er það umhugsunarefni miðað við áhugamál listakonunnar að hún notfærir sér á engan hátt sér- kennilegt rými sýningarstaðarins eða umhverfis hans en þar er af nógu að taka. Hér kalla orð á gerðir. Orð og gerðir MYNDLIST Gallerí Dvergur Til 13. mars. Gallerí Dvergur er opið föstudaga til sunnudaga frá kl. 17–19. Teikningar, Jetske de Boer Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Sýning Jetske de Boer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.