Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 32
32 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30
Kvikmyndir.is.
S.V. Mbl.
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.30.
Mbl.
DV
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i
Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10. B.i. 12 ára.
J.H.H. Kvikmyndir .com
GERARD JUGNOT FRANÇOIS BERLEAND KAD MERAD
Sýnd kl. 6 og 8.
KÓRINN
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6 og 9.10. B.i. 12 ára.
M.M.J.kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás 2
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri - Clint Eastwood
Besta Leikkona - Hillary Swank
Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman
Besti Leikari - Jamie Foxx
Besta hljóðblöndun
H.L. Mbl.
S.V. MBL.
Kvikmyndir.is
DV
H.J. Mbl.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 6 og 9.
Tilnefnd til 3
Óskarsverðlauna
Frumsýning Óperudraugurinn Fru sýning per dr ri
Heimsins stærsti
söngleikur birtist
nú á hvíta tjaldinu
í fyrsta sinn!
J A M I E F O X X
Mynd eftir Joel Schumacher.Byggt á
söngleik Andrew Lloyd Webber.
Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða),
Emmy Rossum (Mystic River) , Miranda Richardson
og Minnie Driver
LEONARDO DiCAPRIO
M.M. Kvikmyndir.com
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
Lengi vel var til siðs að fágestahljómsveitir til aðspila á Músíktilraunum. Íkringum ’92 eða ’93 spil-
aði rokksveitin ógurlega Ham við
mikla kátínu að vanda. Þetta til-
tekna kvöld lék gestaorgelleikari
með Ham, sat hann úti í horni og lét
lítið fyrir sér fara. Var hann kynntur
sem Ýsa Fílabein en glöggir gestir
greindu þarna sjálfa Björk Guð-
mundsdóttur sem lagði þarna einni
af sínum uppáhaldshljómsveitum lið.
Blað var brotið í sögu Músíktil-
rauna árið 1999 hvað fjölda manns á
sviði áhrærir en þá fór talan niður í
núll. Þetta var um það leyti sem raf-
og tæknósveitir fóru mikinn og var
tónlistin þá unnin mestanpart á tölv-
ur. Áhorfendur voru farnir að velta
því fyrir sér hvort menn væru
kannski að leggja kapal í skjóli tölv-
unnar sem rogast var með upp á svið
enda tónlistin oft mikið til forunnin.
Meðlimir einnar sveitarinnar voru
því ekkert að skafa utan af því eitt
kvöldið, skelltu geisladiski í græj-
urnar, og sátu svo úti í sal á meðan
lögin þeirra þrjú ómuðu uppi á gal-
tómu sviðinu. Upp úr þessu spruttu
miklar umræður, bæði hjá þátttak-
endum og aðstandendum tilraun-
anna, hvort meðlimum hljómsveita
bæri ekki að koma fram á einhvern
hátt. Rafsveitin Jah ákvað að hlíta
þessu og meðlimir spiluðu því Ólsen,
Ólsen á sviðinu undir tónlist sinni.
Rokksveitin Mínus sigraði í Til-
raununum árið 1999 með miklum yf-
irburðum og var mikil gengisára í
kringum sveitina og greinilega
djúpt rokkbræðralag milli meðlima.
Eftir undanúrslitakvöldið lentu Mín-
us-liðar í ryskingum utan við Tóna-
bæ með þeim afleiðingu að þáver-
andi bassaleikari, Ívar, slasaðist á
hendi. Á úrslitakvöldinu lék hann
því í fatla sem út úr gægðust tveir
fingur, nægilega margir svo að hægt
væri að klára dæmið. Rokk og ról!
Síðasta undanúrslitakvöldið árið
1992 var um margt afdrifaríkt.
Pönksveitin Niturbasar frá Djúpa-
vogi lauk þá leik með því að eyði-
leggja gítar með tilþrifum. Þessu
undi tilraunarokksveitin Maunir
ekki en hún var þá síðust á svið.
Mætti hún því með gúrkur, egg og
annað matarkyns upp á svið sem var
brúkað í gjörningi miklum auk þess
sem eitt stykki gítar var rústað. Fór
svo að Maunir komst áfram í úrslit
en afþakkaði hins vegar enda græj-
urnar meira og minna ónothæfar
eftir kvöldið.
Árið 1994 mættust eitt kvöldið
tvær sveitir sem léku áþekka tónlist,
en á gjörólíkum forsendum. Opus
Dei lék glyskennt hetjuþungarokk
af fúlustu alvöru á meðan Thunder-
love lék glyskennt hetjuþungarokk
af örgustu kaldhæðni. Opus Dei
söng: „Opus Dei is madness/Opus
Dei is gonna get you“ á meðan
Thunderlove upplýsti áheyrendur
um eftirfarandi speki: „There’s no
Bitches in Heaven“. Svo óheppilega
vildi til að Opus Dei fór á svið strax á
eftir Thunderlove og segja sjón-
arvottar að gneistað hafi á milli
sveitanna.
Þannig bar til, skömmu eftir 1990,
að þungarokksveitin Trassarnir lék
á Tilraununum, einu sinni sem oftar.
Hljómsveitin var að austan, nánar
tiltekið frá Eiðum, og verður að telj-
ast með áhrifaríkari sveitum Ís-
landssögunnar því að mörg ár á eftir
kom hver sveitin á fætur annarri að
austan sem dró dám af tónlist Trass-
anna og enn þann dag í dag er talað
um „trassarokk“. Tónlist Trassanna
varð epískari og lengri með hverju
árinu og á þeim tíma sem hverri
hljómsveit var gert að leika fjögur
lög voru Trassarnir nánast farnir að
leggja undir sig heilu kvöldstund-
irnar. Eitt kvöldið vildi ekki betur til
en svo að trymbill sveitarinnar sló í
gegnum bassatrommuskinnið og má
ætla að það kvöld hafi Trassarnir
staðið uppi á sviði í eina og hálfa
klukkustund. Fljótlega eftir þetta at-
vik var farið að athuga hvort ekki
þyrfti að setja einhverjar reglur um
tímamörk í keppninni.
Góður árangur í Músíktilraunum
felur ekki sjálfvirkt í sér gull og
græna skóga. Því til sönnunar er við
hæfi að rifja upp að hljómsveitin
Svarthvítur draumur eða S.H.
draumur tók þátt í fyrstu Tilraun-
unum árið 1982 og það á fyrsta und-
anúrslitakvöldinu. Fjórar sveitir
kepptu og hafnaði S.H. draumur í
þriðja sæti, á eftir Sokkabandinu og
Reflex, og komst því ekki áfram.
Hljómsveitin, með Gunnar Lárus
Hjálmarsson (Dr. Gunna) í broddi
fylkingar, átti síðar eftir að verða
ein af helstu nýrokksveitum Íslands-
sögunnar.
Önnur sveit að austan, Mosaeyðir,
tók þátt 1998. Hljómsveitin var frá
Höfn í Hornafirði og er innslag
hennar að eilífu greypt í sögu Til-
raunanna. Lokalag sveitarinnar,
sem lék þungt rokk, var nefnilega
um fimmtán mínútur að lengd og
byggðist á síendurteknu „riffi“ á
meðan söngvarinn rumdi yfir: „Ég
hata Satan, ég fíla Satan, ég elska
Satan“ og ýmis tilbrigði við þann
kveðskap. Enn þann dag í dag er
þessi snilld rifjuð upp þegar dóm-
nefnd hittist ár hvert.
Óhljóðalistamaðurinn Auxpan
vakti mikla eftirtekt þegar hann tók
þátt árið 2000. Tónlistin var hávær
óhljóðalist og vissu áhorfendur vart
hvað átti að gera, sumir fóru úr sal
en aðrir fylgdust agndofa með.
Dómnefnd var klofin í afstöðu sinni
og var mikið þrætt um það hvort
drengurinn atarna væri snillingur
eða hæfileikalaus fúskari. Fór svo að
Auxpan fór í úrslit en í millitíðinni
fór hann í viðtal upp í Morgunblað
og notaði hann þá tækifærið og
smalaði til sín nokkrum hljóðum úr
prentsmiðjunni.
Á tíma voru óhljóðin það há í úr-
slitunum að hljóðmaður sá sig til-
neyddan til að taka „toppinn“ af
þeim, svo að fólk hlyti ekki skaða af.
Þó að rappsveitin Oblivion af Suð-
urnesjum hafi ekki náð langt í Mús-
íktilraunum þá átti hún hiklaust
glæsilegustu innkomuna – og það í
sándtékkið! Þetta var árið 1998 og
sveitin fjölmenn, greinilega undir
áhrifum frá Wu Tang klíkunni sem
naut um þær mundir mikillar hylli. Í
sándtékkið, eða hljóðprufuna,
renndi svo hvít límúsína og út úr
príluðu um níu kornungir piltar, all-
ir í hettupeysum merktum Oblivion.
Sannarlega mæting með stæl en leitt
að það var enginn til að taka á móti
þeim, utan nokkrir starfsmenn
Tónabæjar og hljóðmenn.
Tónlist | Músíktilraunir hefjast í kvöld
Eftirminnilegar uppákomur
úr sögu Tilraunanna
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Jón Eiríksson, söngvari Mosaeyðis, flytur lagið sem kom sveit hans á spjöld
Músíktilraunasögunnar.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir.
Það vantaði ekki taktana hjá
Opus Dei og söngvarinn skart-
ar hér forláta slopp!
Sérblað um Músíktilraunir fylgir
Morgunblaðinu í dag. Þar eru
keppendur í ár m.a. kynntir til sög-
unnar auk þess sem rætt er við
fólk sem hefur sett mark sitt á Til-
raunirnar gegnum tíðina.
Músíktilraunir hefjast í
kvöld og er þetta í 23.
skipti sem þær eru
haldnar. Arnar Eggert
Thoroddsen rifjar af til-
efninu upp nokkur
ógleymanleg atvik úr
sögu keppninnar.
FYRIR áratug kútveltust bíógestir
yfir fíflalátum Jims Carrey í The
Mask, ódýrum og óvæntum smelli
sem sótti vinsældirnar í ótæmandi
sprellbrunn leikarans og brellur
sem þá voru nýstárlegar. Það tekst
hins vegar ekki að mjólka umtals-
verðan hlátur úr framhaldinu enda
enginn Carrey til staðar né frum-
leg brögð.
Í staðinn er mættur Jamie nokk-
ur Kennedy, uppistandari sem var
nýlega hérlendis. Vonandi hafa þeir
sem sáu manninn á sviði fengið
meira fyrir aurinn sinn en bíógestir
því Kennedy er afskaplega ófynd-
inn gamanleikari. Honum til vor-
kunnar verður þó að geta einkar
þunnildislegs handrits sem snýst
um ólánsama handhafa grímunnar
kröftugu.
Sýningarrétthafar myndarinnar
hafa lagt í umtalsverðan kostnað
við að talsetja Grímuna 2 og óhætt
er að mæla með henni fyrir
minnstu börnin, einkum á óvita-
aldrinum. Að öðru leyti er myndin
lítið meira en tímasóun að und-
anskildum Skotanum Alan Cumm-
ing sem leikur Loka Óðinsson en
Valhallarsjólinn er í höndum ill-
þekkjanlegs Bobs Hoskins. Von-
andi fær norræn goðafræði til-
komumeiri meðhöndlun næst í
Hollywood
Jamie Kennedy er ófyndinn
í Grímunni 2.
Gleði-
snautt
afkvæmi
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Smárabíó, Regn-
boginn, Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Lawrence Guterman. Aðalleik-
endur:Jamie Kennedy, AlanCumming. Ís-
lensk talsetning:Leikstjórn Jakob Þór
Einarsson, þýðandi Davíð Þór Jónsson,
hljóðupptaka og söngstjórn Friðrik
Sturluson, leikarar: Björgvin Franz Gísla-
son, Örn Árnason, Helgi Fannar, Baldur
Trausti Hreinsson, Davíð Þór Jónsson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Jóhanna
Vigdís Arnardóttir. 98 mín. Bandaríkin.
2005.
Gríman 2: Sonur Grímunnar
(Son of the Mask)
Sæbjörn Valdimarsson