Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 B 3
bílar
Sími 535 9000
www.bilanaust.is
Manista
Handþvottaefni sem
fagmenn nota: Gert úr
náttúrulegum efnum;
öflugt en fer vel með
húðina.
Hand-
þvottakre
mið sem
fagmenni
rnir
nota!
Barrier Cream
Ver hendur/húð gegn
óhreinindum og áhrifum
ýmissa efna.
Screen Wash
Fyrir rúðu-
sprautuna allan
ársins hring:
Frostþolið efni
sem hreinsar,
hrindir vatni frá
og gerir gler
hálla. Inniheldur
ekki tréspíra
(metanól).
Injector Magic
Hellt í bensín-
geyminn. Losar
óhreinindi, heldur
innsprautukerfi
bensínvélar hreinu,
eyðir raka; tryggir
eðlilega úðun og
endingu spíssa.
Árangur:
Betri gangur,
hámarksafl og
sparneytni.
Dot 4
Syntetískur
bremsuvökvi
sem flestir bíla-
framleiðendur
mæla með fyrir
öll bremsu-
kerfi, með eða
ánABS.
Superdiesel
Bætiefna-
bætt olía:
Fyrir meðal-
stórar og
stærri
dísilvélar.
Þykktar-
flokkun:
15w40.
Eurolite
Hálf syntetisk
olía: fyrir
bensín- og
dísilvélar.
Hár gæða-
staðall.
Þykktar-
flokkun:
10w40.
Long Life
100%
syntetisk há-
gæða olía.
t.d. fyrir
Audi, Skoda,
Golf ofl.
Nýjustu
staðlar.
Þykktar-
flokkun:
0w30.
Lausapenni
Morgunblaðið leitar að lausapenna
til að sinna skrifum í Bíla.
Umsækjandi þarf að hafa áhuga á
bílum og tækni og vera fljótur að
setja sig inn í mál.
Umsóknir sendist á
gugu@mbl.is.
LAND Rover er í eigu Ford og gjald-
þrot Rover er því Land Rover óvið-
komandi. Fjöldi fyrirspurna um stöðu
Land Rover hafa borist B&L, um-
boðsaðila jeppaframleiðandans, og
hafa starfsmenn vart undan að leið-
rétta þann misskilning að gjaldþrot
Rover MG snerti á einhvern hátt
Land Rover. „BMW keypti á sínum
tíma Land Rover, Rover og Mini og
seldi fljótlega frá sér fyrst Rover og
síðan Land Rover, en vel að merkja til
sitt hvors aðilans. Af þessum fram-
leiðendum hélt BMW því eftir ein-
ungis Mini,“ segir Heiðar J. Sveins-
son, forstöðumaður sölusviðs B&L.
„Þegar eignarhald breytist jafn ört og
raun ber vitni, er e.t.v. ekkert að furða
þótt einhver misskilningur eigi stað
við þessar aðstæður, en öfugt við
Land Rover, sem var keyptur af öðr-
um bílaframleiðanda, þá keyptu fjár-
festingaraðilar Rover MG. Land Rover
hefur á hinn bóginn sjaldan gengið
betur. Nýi Discovery 3 jeppinn hefur
hlotið afar góðar viðtökur, bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum og í sumar
koma tveir nýir úrvalsjeppar á mark-
að til viðbótar, nýr Range Rover
ásamt Range Rover Sport.“
Rover ekki
sama og
Land Rover
Range Rover Sport kemur á markað í sumar.
HVERGI í heiminum er búist við
eins miklum vexti í bílasölu og í
Kína. Þess vegna reyna allir bíla-
framleiðendur að koma sér fyrir á
markaðnum því þar er eftir miklu
að slægjast. Nýjasta útspil Audi
heitir A6L. Nýr Audi A6 selst vel
á flestum mörkuðum í Evrópu,
ekki síst vegna stærðar sinnar, en
hann er 4,91 m á lengd, og nálgast
því mjög stóra bróður A8 í stærð.
Kínverjar eru yfirhöfuð ekki miklu
hærri en Evrópumenn, nema síður
sé, en engu að síður hefur Audi
ákveðið að bjóða lengda útgáfu í
Kína, og eingöngu í Kína. A6L
heitir hann og L-ið stendur fyrir
„Long Wheelbase“, langt hjólhaf.
Bíllinn verður framleiddur í
Changchun verksmiðjunni í Kína.
Audi gefur ekki mikið upp um bíl-
inn en þó er ljóst að minnsta gerð-
in af A6L verður með 10 cm
lengra hjólhafi en venjulegur A6,
sem þýðir hjólhaf upp á 2,94 m,
sem nýtist einkum farþegum í aft-
ursæti í formi meira rýmis. Þar
með verður svipað fótarými í aft-
ursætum A6L og venjulegum A8,
BMW 7 og Mercedes-Benz S. Kín-
verjum standa líka til boða fjór-
hjóladrifsútgáfur og vélarnar
verða allt aðrar en í Evrópu, t.a.m.
engar dísilvélar og 3ja l vél úr
fyrri gerð A6 í stað 3,2 l vélarinnar
sem er í nýjustu gerðinni, og auk
þess fjögurra strokka vél sem er
að finna í Golf GTI.
Lengri Audi
A6 fyrir Kína
Minnst með 10 cm lengra hjólhafi en
venjulegur Audi A6.
Svipað fótapláss er í aftursætum og í
A8 eða BMW 7-línunni.