Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 16
16 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Amco-Veba bílkranar
Soosan fleygar
Gazella sendibílar 4x4
Gazella flokkabílar 4x4
Marcolin yfirbreiðslur
Fligel vélavagnar
FH skotbómulyftarar
Linzer keðjur: Belti, rúllur o.fl.
Fliegl malarvagnar
Fliegl gámagrindur
Frystivagnar o.fl.
Hraungörðum 2-4,
Hafnarfirði, sími 565 2727
www.bilhraun.is
Sími
565 2727
H
usqvarna kom æðinu af
stað. Þeir bera að miklu
leyti ábyrgð á því að mótó-
kross- og endúróíþróttin
varð almenningseign og í
kringum 1965 áttu þeir bransann með
húð og hári. En á áttunda áratugnum
völtuðu japönsku risarnir Honda,
Suzuki, Yamaha og Kawasaki yfir
sænsku (og síðar ítölsku) Husqvarna-
verksmiðjurnar og hefur Husqvarna
aldrei borið sitt barr eftir það. Fjár-
hagsörðugleikar, slæm framleiðsla og
gjaldþrot hafa riðið yfir „Húskann“
síðustu ár. En það eru teikn á lofti um
að þetta sé að breytast fyrir alvöru.
Aukið fjármagn, góð hönnun, stórbætt
gæðaeftirlit og nýir heimsmeistaratitl-
ar gefa manni ástæðu til að ætla að
Husqvarna sé loks að stimpla sig aftur
inn sem alvöru þáttakandi í torfæru-
hjólabransanum. Ein afurð ítölsku
verksmiðjanna er WR 250-endúróhjól-
ið.
Tvöföld upprisa
Ekki er nóg með að menn þykist sjá
teikn þess að Husqvarna-verksmiðj-
urnar séu að rísa upp frá dauðum.
Gagnstætt æði almennri skoðun
manna um annað eru til þær kenning-
ar, studdar sölutölum, að tvígengishjól
séu langt því frá dauð úr öllum æðum.
Tilfellið er nefnilega að eins og kostir
fjórgengishjóla eru margir hafa þau
aldrei náð sömu snerpu og léttleika og
tvígengishjólin og eru margir sem
meta þá eiginleika meira en nokkuð
annað. Husqvarna WR 250 er tvígeng-
ishjól í endúróflokki, útbúið góðum
ljósabúnaði þannig að hjólið fær götu-
skráningu. Ekki það að það sé líklegt
(né skynsamlegt og því síður skemmti-
legt) að mann langi í innanbæjarum-
ferð á slíku tæki, en þetta gerir manni
kleift að ferja gripinn til og frá línuveg-
unum og fjallaslóðunum í gegnum
byggð án vandræða. Eitt það fyrsta
sem maður tekur eftir þegar maður
sest á WR-ið er hversu hátt sætið er
miðað við önnur hjól eða 965 mm borið
saman við 925 mm á KTM 250. Mjög
gott fyrir stóra (193 cm) og þunga
(0,094 tonn) ökumenn en líklegt að
smærri ökumenn þurfi að lækka still-
ingarnar á hjólinu. Stýrið var hins veg-
ar of lágt og aftursveigt fyrir minn
smekk, þannig gekk mér illa að halda
olnbogunum uppi og líklegt að maður
fengi sér fljótt hærra stýri sem félli
betur að annars ágætu umhverfi fyrir
ökumanninn.
Risastórt vinnslusvið
en einum gír of lítið
Tvígengisvélin hefur eitt magnað-
asta vinnslusvið sem ég hef prófað á
tvígengisvél. Alls staðar er heilmikil
vinnsla og ekkert dautt svæði, allt frá
kjallara lengst upp á húsþak. Það sem
hins vegar vantar sárlega er 6. gírinn
því mótorinn hefur alla burði til að toga
mun lengra og þannig er hámarks-
hraði þessa hjóls aðeins um 105 km/
klst. Það sem vegur aðeins á móti er að
vinnslusviðið er breitt og þú getur
haldið hjólinu lengur á snúningi án
þess að skipta um gír. Sjálfsagt mætti
gera einhverjar tilraunir með aðra
stærð af tannhjólum en þar felast að-
eins takmarkaðir möguleikar. Aflið er
jafnt og línulegt en það er nóg af því og
togið hressilegt þannig að líklegt er að
vinnslan henti betur þeim sem eru
lengra komnir í sportinu. Það er því
svo að maður finnur það fljótt að Hus-
qvarna hafði keppni í huga þegar það
smíðaði þetta hjól, þannig eru aksturs-
eiginleikarnir; léttir og snarpir. Sama
keppnishugsun hefur verið uppi þegar
öxlarnir í fram- og afturdekkinu voru
smíðaðir en þeir eru, eins og maður sér
svo gjarnan á keppnishjólum, svokall-
aðir „quick release“ og gera manni
kleift að rífa gjarðirnar undan á auga-
bragði. Ef þú ert kominn vel yfir ferm-
ingaraldurinn er líklegt að þú kveikir
strax á perunni þegar menn tala um
evrópska aksturseiginleika. Þar er ver-
ið að skírskota til þeirra eiginleika eldri
evrópskra hjóla að vera afar góð og
stabíl í beinni aksturslínu á mikilli ferð.
Þegar kom svo að því að beygja voru
þau fjandanum erfiðari í umgengni.
Þeir sem ætla að heimfæra þetta upp á
evrópsk hjól í dag (s.s. GasGas og
KTM) hafa greinilega ekki ekið einu
slíku nýverið. Þau láta öll vel að stjórn,
í allar áttir, og Husqvarna er þar engin
undantekning. Fjöðrunin virðist vera
fremur stíf og enn og aftur rennir það
stoðum undir þá kenningu að gallharð-
ur keppnismaður hafi hannað græjuna.
Fjöðrunin vinnur þokkalega úr minni
höggum, framendinn á það til að vera
lítið eitt fljótandi, en það eru stóru
höggin sem fá fjöðrunina til að láta ljós
sitt skína. Stórar holur, skurðir og
lending eftir stökk – fjöðrunin hlær að
þessu öllu. Fjöðrunin hentaði mér
mjög vel en líklegt að léttari menn (ná-
lægt 75 kílóum) þurfi að vinna eitthvað
með hana, jafvel fá sér mýkri gorma ef
þeir ætla að fá sem mest út úr fjöðr-
uninni. Hvað stöðugleika á ferð varðar
virðist hjólið skipa sér einhvers staðar
milli keppninautanna í þessum flokki
(KTM 250 og GasGas 250) en ég hef
ekki nóga reynslu af þeim hjólum til að
segja nákvæmlega, aðeins að hjólið
virðist ekki gera neitt óvænt á ferð.
Husqvarna WR er svolítið líkt Yamaha
WR að því leyti að það ber þyngdina
dálítið ofarlega og því gætu menn orðið
meira varir við kílóin í beygjum en ef
þyngdarpunkturinn væri neðar, þó
ekki nóg til að halda aftur af manni
þegar maður hendir hjólinu til. Sætið
er frekar hart og hjólið hlýtur að vera
eitt grennsta hjól í sínum flokki. Enn
og aftur hentar þetta best snöggum og
vönum ökumönnum en síður þeim sem
vilja sitja mikið og dóla sér í rólegheit-
unum.
Bremsurnar eru frá Brembo og
virka mjög vel, hafa gott viðbragð og
skila góðri tilfinningu. Bremsudiskur-
inn að aftan er heill, þ.e.a.s. ekki með
holum eða raufum og er mjög óvenju-
legt að sjá það í dag. Tilgangur slíks
fyrirkomulags er að auka endingu og
virkni bremsuborðanna í drullu- og
bleytuskilyrðum sem eru íslenskum
ökumönnum ekki alveg ókunnug. Hjól-
ið kemur ekki með glussakúplingu
heldur gamaldags vír og þótt hún sé
þar af leiðandi ekki sú léttasta í brans-
anum er hún einföld og skilar sínu með
sóma og þannig er óhætt að gefa öllum
stjórntækjum hjólsins toppeinkunn.
Þótt evrópsk hjól hafi ekki sama
lýtalausa frágang og þau japönsku er
Husqvarna í heildina vel smíðað hjól.
Sætið er haganlega fest með einni
skrúfu sem losa má með hendinni og
kippa sætinu þannig af á augabragði
og það virðist í heildina þægilegt að
vinna í hjólinu. Ljósin, hraðamælir og
flautan góða virkuðu alveg eins og lög
gera ráð fyrir en ég var ekki lengi að
rífa speglana af.
Í heildina er WR 250 heilsteyptur
pakki fyrir endúrómenn en eins og
Dagbók drullumallara
Husqvarna WR250 — gamall
konungur rís upp frá dauðum
Husqvarna býður upp á mjög breiða línu tvígengis- og fjórgengishjóla og eru endúróhjólin á hvítum götunúmerum.
Husqvarna WR 250 er dæmigert
keppnishjól, kraftmikið og stíft.
Bremsurnar virkuðu vel, meira að
segja í vatns- og drullubrölti. Takið
eftir því að tannhjól og keðjan eru
hægra megin á hjólinu öfugt við önn-
ur mótorhjól.
Þrátt fyrir að vera ekki alveg ný af nálinni er hönnun hjólsins með ágætum og
frágangurinn mjög góður.
„Húskinn“ er afar mjór sem hjálpar til
við að klemma hjólið með fótunum.
Vél: 249cc
vatnskæld, tvígengis.
Gírar: 5.
Bensíntankur: 10,2 lítrar.
Sætishæð: 965 mm.
Lengd milli hjóla:
1.465 mm.
Framfjöðrun: 46 mm
Marzocchi.
Afturfjöðrun: Sachs.
Fram/afturbremsa:
260 mm/220 mm.
2005 HUSQVARNA
WR 250cc
Ljósmynd/Sigurður Jökull