Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Götuhjól (roadster)
Þessi flokkur hefur verið að vaxa að undan-
förnu. Hér er um hin klassísku mótorhjól að
ræða, sem eru laus við vindhlífar og eru þess
vegna oft með viðskeytið „naked“. Mikið er lagt
upp úr útliti þeirra eins og í hippaflokki en þau
hafa þó betri ásetu en þeir. Erlendis er þessi
flokkur einnig kallaður Café Racer en þau henta
vel þeim sem vilja hjóla með hléum, þ.e. stoppa
reglulega og spjalla við ferðafélagana.
Gott dæmi um nakið götuhjól er Yamaha
XJR1300.
Sporthjól (racer)
Sporthjólin eru svokallaðar R-týpur og oft
mjög öflug og létt. Algengt er að þau séu vel yfir
100 hestöfl jafnvel þó að sum þeirra séu aðeins
um 600 rúmsentimetrar. Áseta er þannig að
ökumaður hallar mikið fram á stýrið til að taka á
sig lítinn vind og til að fá meiri þunga á fram-
dekkið. Henta vel til brautaraksturs en því mið-
ur er engin slík aðstaða hérlendis enn sem kom-
ið er.
Kawasaki ZX 6RR er ofurlétt og kraftmikið
með eiginleika keppnishjóls.
Ofursporthjól (supersport)
Sífelld keppni framleiðanda um hver getur
framleitt öflugasta mótorhjólið bjó til þennan
flokk. Hér er um stór sporthjól að ræða með
mótor vel yfir 1.000 rúmsentimetrum. Sum
þessara hjóla eru með hámarkshraða yfir 300
km á klst. Henta öllum þeim sem á annað borð
hafa skynsemi til að ráða við öll þau hestöfl sem
næstum jafnlétt og krossari. Flest eru þau með
fjórgengisvélum og ljósabúnaði sem gerir akst-
ur á vegum mögulegan. Þessi hjól henta vel
þeim sem vilja geta komist hvert á land sem er á
mótorhjóli, jafnt á vegum sem vegleysum.
Eitt af vinsælli torfæruhjólum hérlendis er
Yamaha WR426F.
Vegahjól (funduro)
Þessi mótorhjól hafa fengið þetta nafn vegna
þess að þau henta jafnvel á malbiki og möl.
Venjulega er hér um frekar stór torfæruhjól að
ræða með vindkúpu til að taka mesta vindinn af
ökumanni á langferðum. Sum þeirra eru tveggja
strokka og vel búin. Þau henta vel til ferðalaga á
Íslandi sem sést best á því að margir útlend-
ingar sem hingað koma velja sér svona hjól til
fararinnar.
BMW F650 Dakar er hin almenna útgáfa
hjólsins sem vann Dakar rallið.
Ferðahjól (tourer)
Þessi flokkur fer ört stækkandi og skiptist í
nokkra hluta. Venjulega er hér á ferðinni stórt
og vel búið hjól með hliðartöskum og tilheyr-
andi.
Strokkarnir eru oftast 4–6 og sprengirými yf-
ir 1.000 rúmsentimetrum. Þau eru hönnuð til að
fara vel með tvo farþega og því er aftursæti ekki
síður þægilegt á ferðahjólunum. Stærstu hjólin
eru þess vegna kölluð sófasett.
Henta vel til langferða fyrir tvo ef því er að
skipta.
Honda ST1300 Pan European er líklega hið
fullkomna ferðahjól.
Þ
etta eru meira en helmingi fleiri hjól en
flutt voru til landsins allt árið í fyrra
sem þó var fyrir ofan meðallag. Sam-
hliða þessu hefur orðið mikil aukning
mótorhjólaréttinda og var árið í fyrra
metár með 450 próf. Eflaust eru margir að velta
fyrir sér mótorhjólakaupum og hvað hæfi sér og
því ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða flokkar
eru í boði.
Klifurhjól (trial)
Nýjasta dellan á Íslandi eru hin svokölluðu
klifurhjól. Þau eru sérlega létt og meðfærileg
hjól ætluð til keppni í klifri. Venjulega er mót-
orinn um það bil 250 rúmsentimetrar og kílóin í
kringum 60. Þau henta aðeins þeim sem hafa
mikla færni í akstri og eru vel á sig komnir.
Gas Gas er eitt þekktasta merkið í klifurhjól-
unum.
Krossarar (motocross)
Krossarar eru hrein og klár leiktæki og mikið
notuð til keppni í torfæruakstri mótorhjóla. Þau
eru venjulega tvígengishjól og eru létt og með-
færileg með mikla fjöðrunargetu sem hentar vel
í þeim hamagangi sem þau eru ætluð fyrir. Þau
henta vel yngra fólki sem er líkamlega vel á sig
komið.
Hægt er að fá krossara jafnvel niður í barna-
stærðir eins og þetta Kawasaki KX65.
Torfæruhjól (enduro)
Torfæruhjól eru í bland ferðatæki og leiktæki
enda er hægt að fá torfæruhjól í dag sem eru
þarna eru í boði, en þau geta farið upp undir 200.
Suzuki GSK1300R Hayabusa er eitt hrað-
skreiðasta hjól heimsins með vel yfir 300 km há-
markshraða.
Hippi (custom/cruiser/chopper)
Eins og sjá má á ensku heitunum er hér um
stóran flokk að ræða sem fengið hefur samheitið
hippi á íslensku. Harley Davidson er hinn upp-
haflegi hippi en svo hafa margir komið og reynt
að líkja eftir þeim, oft með góðum árangri. Í
þessum flokki er einnig að finna chopper hjól en
það eru mótorhjól sem eigandinn hefur breytt
og lagað að sínum hentugleikum, oft með því að
losa þau við óþarfa prjál. Hippi er fyrir alla sem
hafa gaman af mótorhjólum en hentar síður til
langferða. Hinn upphaflegi hippi er að sjálf-
sögðu Harley Davidson og hér er gefur að líta
FXSTB Night Train útgáfuna.
Fornhjól (old timer)
Ekki má fjalla um flokka mótorhjóla og
sleppa fornhjólum. Fornhjól telst slíkt þegar
það hefur náð 25 ára aldri. Hinn dæmigerði eig-
andi fornhjóla er búinn að hjóla í mörg ár og hef-
ur gaman af því að vinna sjálfur við uppgerð
hjólanna. Sem betur fer er þó aldrei hægt að
flokka öll mótorhjól. Gott dæmi um það er til
dæmis nýja MT-01 hjólið frá Yamaha sem er
nokkurs konar ofursporthjól en með 1700 rúm-
sentimetra V2 vél úr hippa frá sama framleið-
anda. Þótt búið sé að finna upp hjólið mörgum
sinnum er alltaf eitthvað nýtt og spennandi
handan við hornið.
Njáll Gunnlaugsson
Aldrei meira framboð mótorhjóla
Yamaha XJR 1300. Triumph Tiger 100 1966. Kawasaki ZX-6RR.
Honda ST1300 Pan European.
Aldrei hefur meira verið flutt inn af
mótorhjólum til landsins en einmitt
þessa dagana. Samkvæmt saman-
tekt tímaritsins Bílar og sport voru
573 mótorhjól og torfærutæki kom-
in til landsins 15. apríl og um 100
stykki í viðbót væntanleg.
Suzuki GSX 1300R Hayabusa.
Honda-GL1800 2001.
Harley Davidson FXSTB-NightTrain. Yamaha WR-126F.
Gasgas-klifurhjól.
Kawasaki KX65.
BMW-F650GS-Dakar.
AUDI A6 quattro er besti bíll-
inn með drifi á öllum hjólum
árið 2005 í flokki lúxusbíla. Í
öðru sæti varð svo Audi A8
quattro. Þessi varð niður-
staða lesenda þýska bíla-
blaðsins Auto bild alles allrad.
Rúmlega 34.000 lesendur
tóku þátt í könnuninni. A3
quattro, A4 quattro og TT
Coupé quattro lentu allir í
öðru sæti í sínum flokki. Valið
stóð á milli alls 102 gerða bíla
íníu flokkum. Fyrir aldarfjórð-
ung kynnti Audi Quattro-
sídrifið á bílasýningunni í
Genf. Quattro-sídrifið hefur
síðan þá verið tákn góðs veg-
grips og stjórnunar, lipurleika
og öryggis. Audi býður nú 74
útgáfur af bílum með drifi á
öllum hjólum. Undanfarinn
aldarfjórðung hafa rúmlega
1,8 milljónir bíla búnir sídrifi
verið smíðaðir hjá Audi.
Audi A6 kjörinn bestur 4x4-lúxusbíla
Audi A6 quattro.