Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 167. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Á framandi
slóðum
Tónlistarmaðurinn Antony Hegarty
bíður spenntur eftir Íslandsförinni | 52
Viðskipti, Íþróttir og Málið
Viðskipti | Bankaútibúum mun fækka Áhættusækinn öldungur
Íþróttir | Detroit Pistons sýnir hjarta meistarans Árni Þór til Hauka
Málið | Línuskautar Gallabuxur að eilífu Gott að borða gulrótina
Tókýó. AFP. | Þeir sem láta sig
dreyma um að ræða við fræga fólkið,
sögufræga einstaklinga og aðra sem
hafa sett mark sitt á mannkynssög-
una geta nú tekið gleði sína því að
Japanir hafa fundið lausnina.
Smíðuð hefur verið gína í fullri lík-
amsstærð, sem hlotið hefur nafnið
„Rabbi“. Hún er búin innbyggðri
sýningarvél sem getur líkt eftir and-
liti og rödd ýmissa manna. Andlit
hennar er aðeins auður skjár þar til
kveikt er á honum og DVD- myndir
birtast á skjánum.
Séu menn í skapi
fyrir góðar sam-
ræður kveikja
þeir á þar til gerð-
um hátölurum.
„Þetta er tæki
sem sýnir andlit,
yfirbragð og
munnhreyfingar
manna,“ segir talsmaður fyrirtæk-
isins sem þróaði gínuna. „Það kallar
fram myndir sem eru svo raunveru-
legar að það er engu líkara en
manneskjan sé holdi klædd að ræða
við þig.“
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
segist vilja framleiða sögufrægar
persónur á borð við Kleópötru,
drottningu Egyptalands.
„Rabbi“ er ekki enn seldur á al-
mennum markaði heldur þarf að
sérpanta hann, en framleiðendurnir
binda vonir við að hann verði eftir-
sóttur í skemmtigarða og sýningar-
sali.
„Rabbi“ til þjónustu reiðubúinn
Kleópatra
Madríd. AP. | Öldungadeild Spánarþings felldi í gær
tillögu um lögleiðingu hjónabands samkyn-
hneigðra.
Minnihlutastjórn sósíalista vill að samkyn-
hneigðum verði leyft að ganga í hjónaband og ætt-
leiða börn. Tillagan hafði þegar verið samþykkt í
fulltrúadeildinni en íhaldsmenn í Þjóðarflokknum
(PP), sem er í stjórnarandstöðu, og þjóðernissinn-
ar frá Katalóníu sameinuðust um að fella tillöguna
með 131 atkvæði gegn 119.
Nú þarf ríkisstjórnin að taka málið aftur fyrir í
fulltrúadeildinni og tryggja því framgang þar.
Lokaniðurstöðu er að vænta í næstu viku en til-
lagan verður að öllum líkindum samþykkt að nýju
og víst er talið að henni muni fylgja svokallað
„samviskuákvæði“ það er að segja, borgardómur-
um verði gefið það olnbogarými að þeir megi segj-
ast alls ekki geta, samvisku sinnar vegna, sam-
einað samkynhneigða í hjónaband. Þá skuli þeir
vísa parinu til annars dómara.
Samþykki fulltrúadeildin tillöguna verður
Spánn þriðja Evrópuríkið til að lögleiða hjónaband
samkynhneigðra á eftir Hollandi og Belgíu. Sam-
kynhneigð pör á Spáni myndu þá einnig öðlast
sama rétt til ættleiðingar og gagnkynhneigð pör.
Tillaga felld um
hjónabönd sam-
kynhneigðra
Í KRINGUM sjötíu unglingar frá Vinnuskóla
Reykjavíkur vinna að því í sumar að fegra
umhverfið á einu helsta útivistarsvæði íbúa
höfuðborgarsvæðisins, Heiðmörk. Að sögn
Sigmars Hjartarsonar, yfirleiðbeinanda hjá
Vinnuskólanum, vinna krakkarnir við að
snyrta til, tína rusl og leggja göngustíga en
auk þess stendur til að gróðursetja um 150
þúsund plöntur. Sigmar segir þó að þurrkar
geti komið í veg fyrir að það markmið náist.
Krakkarnir koma alls staðar að úr Reykja-
vík og voru að ljúka níunda bekk í vetur.
Morgunblaðið/Þorkell
Stefna á að gróðursetja 150 þúsund plöntur
NOKKUR hætta stafar af gríðar-
legum fjölda sílamáva við Kefla-
víkurflugvöll en takmarkaðar
rannsóknir hafa verið gerðir til að
finna leiðir til að fækka þeim.
Þetta segir Gunnar Þór Hall-
grímsson, doktorsnemi í líffræði
við Háskóla Íslands.
Gunnar vinnur nú að doktors-
verkefni í fuglavistfræði og er
megintilgátan að nota megi tófu til
að fækka sílamávum við flugvöll-
inn. Hann segir að varpinu við völl-
inn hafi verið gefinn lítill gaumur
þar til árið 1974, en þá varð þota
frá Loftleiðum að lenda strax eftir
flugtak, þar sem kviknaði í hreyfli
hennar eftir að mávur sogaðist inn
í hann.
Um 37 þúsund
mávar yfir sumarið
„Þá voru aðeins um eitt til tvö
þúsund mávar þarna en nú eru
þeir um 37.000 yfir sumartímann
og er þetta langstærsta mávavarp
á Íslandi. Líffræðistofnun Há-
skóla Íslands var eftir þetta fengin
til að finna aðferðir til að fækka
mávunum. Um miðjan níunda ára-
tug síðustu aldar varð síðan ljóst
að fuglunum hafði fjölgað gríðar-
lega og síðan hefur verið unnið að
fækkun þeirra.“ Gunnar segir að
menn séu í vinnu allt sumarið við
að fækka mávunum með skotveið-
um, en þeim hafi þó fjölgað.
Hagkvæmt að nýta tófuna
Varplendið við völlinn þéttist
stöðugt en útbreiðsla þess hefur
minnkað og tengir Gunnar það við
að tófur hafi í auknum mæli komið
inn á svæðið. Hann kannar því
hvort nýta megi tófuna gegn máv-
unum og segir að það yrði hag-
kvæm leið. Þá rannsakar hann
einnig hvort tófan hafi áhrif á
þéttleika mófugla, en kenningar
hafa verið settar fram um það. Nú
er refalaust ár og allar tófur
skotnar, en Gunnar vonast til að
þær verði friðaðar frá næsta vetri
svo fylgjast megi með breytingum
á fuglalífi í kjölfar þess.
Verkefnið hófst í fyrra og mun
taka um fimm ár. Það er sam-
starfsverkefni Háskólaseturs
Suðurnesja, Náttúrustofu
Reykjaness, Náttúrufræðistofn-
unar Íslands og Líffræðistofnunar
Háskólans. Þá hefur Flugmála-
stjórn styrkt stofnstærðarrann-
sóknirnar. Gunnar er starfsmaður
Náttúrustofu en hefur aðstöðu í
Háskólasetrinu, en Morgunblaðið
fjallaði um opnun húsnæðis þar í
síðustu viku. Gunnar segir að
rannsóknin hafi gengið mjög vel
og að nú þegar hafi fengist mjög
góðar vísbendingar um að tófan
hafi mikil áhrif á útbreiðsluna.
„Við teljum nokkuð líklegt að við
getum haldið mávunum frá flug-
vellinum. Hins vegar stjórnast
stofnstærðin að miklu leyti af
fæðuframboði og ég er ekki viss
um að tófan nái að halda stofnin-
um niðri. Við skulum vona það
besta.“
Rannsaka hvort beita megi tófu gegn fjölgun sílamáva á Miðnesheiði
Mávar valda
hættu við Kefla-
víkurflugvöll
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
!"#
Genf. AFP. | Rafmagnsbilun lamaði í gær allt lest-
arkerfið í Sviss og varð til þess að um 100.000
manns komust ekki leiðar sinnar á háannatíma.
Þetta er alvarlegasta rafmagnsbilun í sögu sviss-
neska lestarkerfisins en rafmagn komst aftur á
að þremur klukkustundum liðnum.
AP
Strandaglópar í Sviss