Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ORFA ætti til um- ferðaröryggissjón- armiða frekar en kjördæma við út- hlutun peninga til vegamála, að mati Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa sem segir að leggja ætti áherslu á tvö- földun Suður- og Vesturlands- vegar. Fleiri taka undir þetta og sveit- arfélög á Suður- og Vesturlandi hafa krafist þess að vegirnir verði tvöfaldaðir. Mörg alvarleg slys verða árlega á þessum vegum og á árunum 1999–2004 létust þar alls 21 í 17 banaslysum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni myndi tvöföldun Suðurlandsbrautar frá Reykjavík til Selfoss og Vesturlandsvegar frá Mosfellsbæ að Borgarnesi samtals kosta um 13–14 milljarða en á móti kæmi um 370 milljóna króna sparnaður vegna færri slysa, að því er fram kom í skýrslu sem Línuhönnun vann fyrir Vega- gerðina í byrjun janúar. Samgönguáætlun fyrir árin 2005–8 kveður ekki á um að farið verði út í þessar framkvæmdir, en þar verða hins vegar gerðar ákveðnar umbætur. Nú er unnið að tvöföldun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ upp að Skarhóla- braut og á Suðurlandsveginum verður bætt við akrein frá Litlu kaffistofunni að Hveradala- brekku, sem er um 4 kílómetra langur kafli. Í leiðinni verða vega- mót hringvegar og Þrengslavegar löguð, að sögn Jónasar Snæ- björnssonar, svæðisstjóra hjá Vegagerðinni. Þung og hröð umferð Kjartan segir að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu eigi það sameiginlegt að vera þung og hröð og stór hluti alvarlegra slysa verði á þessum vegum. Á bæði Suður- og Vesturlandsvegi sé ein akrein í hvora átt og segir Kjartan slíka vegi hættulega, þar sem mik- ið sé um framanákeyrslur, sem eru mjög hættulegir árekstrar og banatíðni í þeim sé há. Tjón á Suðurlandsvegi séu að meðaltali fjórum sinnum dýrari en meðal- tjón á Íslandi. „Lausnin er augljós. Hún er sú að aðskilja umferð í gagnstæðar áttir. Sumir halda að það verði til að auka hættuna, en það er ekki. Í samstuði á slíkum vegum eru báð- ir að fara í sömu átt, þannig að kvæmdastjóra framkvæmdasvi Vegagerðarinnar, myndi umfer artími á þessum vegum styttast auk þess sem vegirnir þyldu mu meiri umferð en þeir gera í dag. „Umferðin yrði líka afslappað og ökumenn myndu síður reyna framúrakstur við jafnvafasamar aðstæður og þeir gera í dag,“ se ir Rögnvaldur. Erfitt að meta áhrif tvöföldunar strax Nú þegar hefur hluti Reykja- nesbrautar verið tvöfaldaður. Ráðist var í fyrsta áfangann, 12 kílómetra leið milli Hvassahrau og Strandarheiðar árið 2003 og febrúar sl. tilkynnti samgöngu- ráðherra að tvöföldun Reykjane brautar til Njarðvíkur yrði boði út í einu lagi í vor. Jónas segir a kostnaður við fyrsta hluta tvöfö unarinnar hafi verið um 1200 milljónir, næsti áfangi muni kos um 1600 milljónir og áætlað sé a kaflinn frá Hafnarfirði og að Hvassahrauni muni kosta um 2– milljarða. Heildarkostnaður er þ á bilinu 5–6 milljarðar króna. Erfitt er að meta áhrif tvöföld unar Reykjanesbrautar á slysa- tíðni með afgerandi hætti strax. Bæði hefur aðeins hluti vegarin verið tvöfaldaður auk þess sem slíkur samanburður kemur betu ljós að nokkrum árum liðnum. Ekki hefur orðið banaslys á Reykjanesbrautinni það sem af árinu og segir Ágúst Mogensen starfsmaður rannsóknarnefnda umferðarslysa, að eitt banaslys hafi orðið á Reykjanesbrautinni árekstrarnir verða ekki jafnalvar- legir.“ Í skýrslu sem Línuhönnun vann fyrir Vegagerðina í janúar sl. voru bornir saman vegir með tvær ak- reinar, þrjár akreinar með og án víraleiðara og svo tvöfaldir vegir milli Reykjavíkur og Borgarness annars vegar og Reykjavíkur og Selfoss hins vegar. Þar kemur meðal annars fram að ef Vesturlandsvegur yrði tvö- faldaður myndi það leiða til um 150 milljóna króna sparnaðar vegna færri óhappa og um 220 milljóna króna sparnaðar ef Suðurlandsvegur yrði tvöfald- aður. Þar kemur einnig fram að þriggja akreina vegur með svo- nefndum víraleiðara milli aksturs- átta gefi mestu fyrsta árs arðsemi og sé hagkvæmasti kosturinn. Línuhönnun gerir ráð fyrir því að framanákeyrslur hverfi nánast alveg með tvöföldun veganna, hætta á slysum vegna útafaksturs minnki, aftanákeyrslum á miklum hraða fækki um 80–90% og árekstrum þar sem ekið er á ljósa- staura fækki einnig nokkuð. Ef farin er sú leið að gera þriggja ak- reina veg með víraleiðara á milli myndu framanákeyrslur alveg hverfa, útafakstur hægra megin gæti aukist eitthvað en útafakstur vinstra megin hverfur alveg. Aftanákeyrslum og óhöppum við framúrakstur myndi einnig fækka. Í skýrslu Línuhönnunar var ekki unnið heildararðsemismat á framkvæmdinni, en að sögn Rögnvalds Jónssonar, fram- Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlan Öryggissjónarm þyngra en kjörd Kostnaður við að tvöfalda Suður- og Vesturlandsveg nemur um 13–14 milljörðum króna. Árni Helgason komst að því að kröfur um aukið umferðaröryggi og vaxandi samgangur milli Borgarness, Reykjavíkur og Sel- foss hafa valdið því að þrýstingur er á að ráðist verði í framkvæmdina.    ) (  ( +5,5  : 617+1   ;, <07    9+5,5  1 (  +*   8  * ( =0 ,   , 8  * ( ( : 617 <0    ) (  ( / + >    0     8+ * 8   6  * $  9 30 :  + *!  7    ( ., 7 *.   (  5 49 +   ;+ 5:<%=61% 7 9 40              ) , ( ,     ! ( ) * + ,  ) - , . +  , ('     >40.  51 (  8 ;    -,!    :           8                            # % &  & '$ '     >40.  51 (  8 ;    -,!    :           8                           #$ %   $ $ '     >40.  51 (  8 ;    -,!    :           8                            #& %& #  #   ' HNATTVÆÐING OG ESB Deilur þær sem uppi eru inn-an Evrópusambandsins(ESB) snúast ekki nema að litlu leyti um fjármál þess þótt fréttaflutningur af þeim ágreiningi sé fyrirferðarmikill nú um stundir. Innan Evrópusambandsins fara nú fram djúpstæð hugmyndafræðileg átök sem snúast um aðlögun að breyttum veruleika, hnattvæðingu og öllum þeim efnahags- og fé- lagslega tilflutningi sem henni fylgir. Margir Evrópumenn telja nú- tímann fela í sér ógnun fremur en tækifæri. Það er að sönnu skelfi- legt ástand. Í mörgum ríkjum Evr- ópusambandsins, einkum þeim „eldri“ í vesturhluta álfunnar, horfir fólk á störf „sogast“ úr landi ýmist til ríkja í álfunni austanverðri eða einfaldlega til annarra heimshluta. Þar ræðir einkum um Asíu. Tilteknar „stéttir“ í Evrópu horfa fram á óhjákvæmilega fækk- un starfa. Á mörgum sviðum fram- leiðslu og iðnaðar er atvinnuleysi viðvarandi. Heilu „stéttirnar“ eru við það að þurrkast út. Margt ungt, vel menntað fólk fær ekki vinnu. Dæmi eru um það innan ESB að 25% ungs fólks séu án at- vinnu. Vonleysi grípur um sig meðal hinna yngri. Hinir eldri hafa áhyggjur af afkomuöryggi sínu og sjá ekki fram á að betri tíð bíði af- kvæma þeirra. Í efnahagslegu tilliti má segja að þessu valdi einkum þrír nátengdir þættir; hnattvæðing, stækkun Evrópusambandsins til austurs og efnahagsuppgangur í Asíu. Staða mála í Evrópu, og þá ekki síst mat almennings og ótti, birtist glögglega er kjósendur í Frakk- landi og Hollandi felldu nýjan stjórnarskrársáttmála sambands- ins. Almenningur í löndum þessum fær ekki séð að stjórnmálamenn- irnir hafi brugðist við þeim miklu og snöggu breytingum sem margir telja í senn ógna afkomu og öryggi og ekki fela í sér von um betri tíð. Og það mat er rétt. Deilurnar innan Evrópusam- bandsins snúast um hvernig bregðast beri við hnattvæðingunni og þeim efnahagslegu og fé- lagslegu breytingum sem hún hef- ur í för með sér. Í raun er það hnattvæðingin sem ógnar Evrópu- sambandinu. Lánlitlir stjórnmálamenn á borð við þá Jacques Chirac Frakklands- forseta og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, virðast ekki gera sér grein fyrir þeim straum- um sem um álfuna leika nú um stundir. Ef til vill kjósa þeir að leiða þá hjá sér. Líkur eru enda á að báðir þessir menn séu á útleið í stjórnmálum og þeirra verður ekki minnst fyrir pólitísk afrek, nýja sýn eða grundvallarbreytingar á sviði samfélags og þjóðlífs. Þeir Chirac og Schröder líta á hnattvæðinguna sem ógnun. Þeir telja „evrópska samfélagsgerð“ og „evrópskt gildismat“ í hættu. Skoðun þeirra er sú að engil-sax- nesk hugmyndafræði og sýn til efnahagsmála feli í raun í sér til- ræði við hina „evrópsku hugsjón“ og velferðarkerfið í álfunni. Þeir vilja viðhalda lokuðu hagkerfi styrkja og stýringar suður í álfu. Og vart er það undarlegt; til skemmri tíma litið er það ekki til vinsælda fallið að hverfa frá þeirri hagfræði og samfélagssýn. Hag- kerfið er enda engan veginn búið undir slík umskipti og pólitískur vilji til að undirbúa skref í þá veru takmarkaður. Andstaða við aðild Tyrkja að ESB er ekki síst komin til sökum ótta við að enn fleiri störf tapist við þá stækkun. Í huga þeirra Schröders og Chiracs er Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands „úlfurinn í Evrópu“. Hann hefur verið leið- toga duglegastur í álfunni við að reyna að leiða mönnum fyrir sjónir að þeir standi frammi fyrir gjör- breyttum veruleika. Þótt Blair hætti á stundum til að leggjast lágt í málflutningi sínum verður ekki frá honum tekið að hann hef- ur raunverulega reynt að greina ástandið og benda á hvernig bregðast beri við. Leiðtogar á borð við þá Schröd- er, Chirac og Jean-Claude Junck- er, forsætisráðherra Lúxemborg- ar, halda hins vegar í hugsjónina um „sífellt nánara bandalag Evr- ópuþjóða“ líkt og hún sé þeim trúarsetning. Þessa menn skortir í senn þor og nýjar hugmyndir, þeir eru fastir í viðjum fyrirbrigðis sem er í raun heilt, niðurnjörvað heim- spekikerfi. Ef hróflað er við einum af liðum þess tekur öll byggingin að skjálfa. Aðlögun að staðreyndum hnatt- væðingar – og því skal ekki á móti mælt að afleiðingar hennar eru ekki allar jákvæðar og fallnar til að tryggja afkomu og öryggi – felst í sveigjanleika. Ríkjabanda- lag á borð við ESB skortir nú þeg- ar þann sveigjanleika og hann er ekki líklegur til að aukast með frekari stækkun og sífellt meiri samruna á öllum sviðum samfélags og efnahagsmála. Það er með þessum rökum sem því er haldið fram að hnattvæð- ingin sé stærsta ógnunin við Evr- ópusambandið. Sveigjanleiki í efnahags- og atvinnumálum, skjót viðbrögð við síbreytilegum veru- leika og umfram allt fordómalaus greining á þeim hinum sama veru- leika, er lykillinn að árangri á tím- um hnattvæðingar. Sá sveigjan- leiki er ekki til staðar í ríkjum ESB og mikil hugmyndafræðileg átök verða til lykta leidd áður en hann verður kallaður fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.