Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR Laugavegi 68 • Sími 551 7015 20% afsláttur af hör-fatnaði frá Tilboðsdagar frá fimmtudegi til sunnudags Kringlunni s. 568 1822 afsláttur af öllum vörum20% E f menn vilja ekki taka á þessu meðan aðstaða og rými er fyrir hendi held ég að það verði bara vandamál fram- tíðarinnar. Það getur engan veginn átt sér stað að Eiðistorg komi til með að rúma alla verslun og þjón- ustu. Mér finnst þetta vera kattar- þvottur, það er mín skoðun,“ segir Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus. Hann hefur rekið matvöruversl- anir á Seltjarnarnesi lengi og hefur aðsetur á Nesinu að auki. „Ég er ekki með lögheimili þar núna þótt ég reki þar mikla starfsemi. Ég vil því ekki blanda mér mikið í skoðanir íbúanna og leyfa þeim að ráða skipu- lagi bæjarins,“ segir Jóhannes sem þó hefur ákveðnar skoðanir á skipu- lagi Seltjarnarness. Versluninni gert lágt undir höfði „Ég hefði viljað að verslunin færðist alfarið upp á Hrólfsskálamel og húsnæðið sem Hagkaup er í í dag yrði nýtt sem ráðhús og svo byggðar einhverjar blokkir við Eiðistorg. Það yrði byggt á íþróttavellinum sem er í dag og íþróttavöllur fram- tíðarinnar yrði sprengdur ofan í Val- húsahæðina og yrði þar yfir- byggður. Svo gæti verið aukin byggð út við Ráðagerði, í átt að Gróttuvita. Mér finnst versluninni vera gert mjög lágt undir höfði með þessu móti, að setja allt á Eiðistorg. Það er ekkert pláss fyrir alla versl- un þar.“ Hann bætir við að Hag- kaupsverslunin sem Hagar, fyrir- tæki í aðaleigu Baugs Group, reki þar í dag sé í úreltu húsnæði og ekki hægt að reka hana á hagkvæman hátt. Plássið í sjálfu sér nægilegt „Tæknilega séð er alveg nóg pláss á Eiðistorgi fyrir verslunarkjarna sem gæti rúmað alla verslun og þjónustu,“ segir G. Oddur Víðisson sem er framkvæmdastjóri Þyrp- ingar. Þyrping er þróunarfélag í eigu Fasteignafélagsins Stoða og Baugs Group en Stoðir eiga versl- unarhúsnæðið á Eiðistorgi. Oddur segir hins vegar að ekki sé búið að setja upp reikningsdæmið um kostn- að við það sem gera þyrfti, s.s. að kaupa lóð og hús, rífa og byggja upp á nýtt. Það gæti orðið afar dýrt. Hann vekur athygli á að fæst sveitarfélög eigi sambærilegan sjóð og Reykjavíkurborg, til að fjár- magna kaup á eignum sem víkja þurfa vegna skipulagsbreytinga. Nálæg svæði hönnuð í sitt hvoru horninu „Ég myndi segja að þetta sé krefjandi verkefni en ég ætla ekki að segja fyrirfram að það gangi ekki upp því þá væri maður ekki að fara í það,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Haga hf. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í samvinnu við bæjarfélagið sé nú unnið að teikn- ingum fyrir Eiðistorgið. „Við óskuðum eftir því við bæinn að fá að gera þetta í samstarfi, þar sem við erum þarna með búðir á þremur stöðum og verið er að hanna svæði sem eru í mikilli nálægð hvert við annað – en eru þó hönnuð í sitt hvoru horninu. Ef þetta væri unnið sameiginlega gæti það boðið upp á að betur takist til. Íbúðabyggðin yrði þá sér og búðasvæðið sér. Það lögðum við upp með þegar við ósk- uðum eftir samvinnu við bæinn.“ Áð- ur höfðu Hagar lagt til að athugað yrði hvort öll verslun og þjónusta kæmist fyrir á Hrólfsskálamel, sem ekki reyndist mögulegt. Áður hefur komið fram sú gagn- rýni í umræðum um deiliskipulag á Hrólfsskálamel og Suðurströnd, sem komandi kosningar snúast um, að tillögurnar séu ekki unnar í tengslum við aðalskipulag Sel- tjarnarness. Hagar og Stoðir sendu Seltjarn- arnesbæ bréf 28. apríl en því var svarað hinn 12. maí síðastliðinn. „Í bréfinu kom fram ósk frá okkur og Stoðum sem á eignirnar um að sam- starf yrði um uppbyggingu versl- unar og þjónustu á Nesinu,“ segir Jón og bætir við að samstarf við bæjarfélagið hafi verið mjög gott. Hann sagðist ekki geta á þessu stigi sagt nákvæmlega til um hvern- ig til gæti tekist við að koma allri verslun og þjónustu fyrir á Eiðis- torgi. „Fyrstu viðbrögð eru þau að það þarf góða hugmynd til að þetta gangi upp. En maður verður bara að setja sig í gírinn og hugsa með sér hvað sé hægt að gera þannig að íbú- ar, bæjarfélagið og kaupmenn séu ánægðir. Svo verður að sjá hvort ásættanlegur kostur er framkvæm- anlegur fjárhagslega séð og hugsa þá einhver tuttugu og fimm ár fram í tímann.“ Aðspurður segir Jón að ef til þess komi að ekki komist öll verslun og þjónusta á Eiðistorg, verði auðvitað að taka því og þá sé möguleiki að byggt yrði á lóð Shell eða annars staðar, s.s. úti á Granda. Margir möguleikar gætu verið í stöðunni. Skemmtilegast væri að geta byggt eitthvað í líkingu við Spöngina í Grafarvogi sem Jón segir að sé eini verslunarkjarninn í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu sem raunveru- lega gangi upp. Inntur um hvort það myndi hugsanlega litlu breyta hvort verslun yrði staðsett á Seltjarnar- nesi eða Vesturbæjarmegin, handan bæjarmarka Seltjarnarness, hafði Jón þetta um málið að segja: „Auðvitað skoðum við alla mögu- leika. En kostur númer eitt, tvö, þrjú og fjögur hjá okkur yrði samt að reka áfram Bónusbúð á Sel- tjarnarnesi. Við höfum verið þar með búðir lengi og óskum eftir að vera þar áfram.“ Morgunblaðið/Eyþór Hrólfsskálamelur eins og svæðið blasir við frá Eiðistorgi. Vísi að miðbæjarkjarna má nú finna á reitunum tveimur en þeir eru aðskildir með tveimur umferðargötum, Nesvegi og Suðurströnd. Gert er ráð fyrir að öll verslun og þjónusta færist á Eiðistorg. Kosið er um tvær tillögur um skipulag Hrólfsskálamels á laugardaginn kemur meðan skipulag Eiðistorgs er ekki tilbúið. „Eiðistorgið er kattarþvottur“ G. Oddur Víðisson Jóhannes Jónsson Jón Björnsson Tillögurnar tvær að deiliskipulagi sem Seltirn- ingar kjósa um á laugardag gera báðar ráð fyr- ir að öll verslun og þjónusta færist á Eiðistorg en nokkrar efasemdir eru um að slíkt sé mögu- legt. Anna Pála Sverrisdóttir kannaði málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.