Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR Laugavegi 68 • Sími 551 7015 20% afsláttur af hör-fatnaði frá Tilboðsdagar frá fimmtudegi til sunnudags Kringlunni s. 568 1822 afsláttur af öllum vörum20% E f menn vilja ekki taka á þessu meðan aðstaða og rými er fyrir hendi held ég að það verði bara vandamál fram- tíðarinnar. Það getur engan veginn átt sér stað að Eiðistorg komi til með að rúma alla verslun og þjón- ustu. Mér finnst þetta vera kattar- þvottur, það er mín skoðun,“ segir Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus. Hann hefur rekið matvöruversl- anir á Seltjarnarnesi lengi og hefur aðsetur á Nesinu að auki. „Ég er ekki með lögheimili þar núna þótt ég reki þar mikla starfsemi. Ég vil því ekki blanda mér mikið í skoðanir íbúanna og leyfa þeim að ráða skipu- lagi bæjarins,“ segir Jóhannes sem þó hefur ákveðnar skoðanir á skipu- lagi Seltjarnarness. Versluninni gert lágt undir höfði „Ég hefði viljað að verslunin færðist alfarið upp á Hrólfsskálamel og húsnæðið sem Hagkaup er í í dag yrði nýtt sem ráðhús og svo byggðar einhverjar blokkir við Eiðistorg. Það yrði byggt á íþróttavellinum sem er í dag og íþróttavöllur fram- tíðarinnar yrði sprengdur ofan í Val- húsahæðina og yrði þar yfir- byggður. Svo gæti verið aukin byggð út við Ráðagerði, í átt að Gróttuvita. Mér finnst versluninni vera gert mjög lágt undir höfði með þessu móti, að setja allt á Eiðistorg. Það er ekkert pláss fyrir alla versl- un þar.“ Hann bætir við að Hag- kaupsverslunin sem Hagar, fyrir- tæki í aðaleigu Baugs Group, reki þar í dag sé í úreltu húsnæði og ekki hægt að reka hana á hagkvæman hátt. Plássið í sjálfu sér nægilegt „Tæknilega séð er alveg nóg pláss á Eiðistorgi fyrir verslunarkjarna sem gæti rúmað alla verslun og þjónustu,“ segir G. Oddur Víðisson sem er framkvæmdastjóri Þyrp- ingar. Þyrping er þróunarfélag í eigu Fasteignafélagsins Stoða og Baugs Group en Stoðir eiga versl- unarhúsnæðið á Eiðistorgi. Oddur segir hins vegar að ekki sé búið að setja upp reikningsdæmið um kostn- að við það sem gera þyrfti, s.s. að kaupa lóð og hús, rífa og byggja upp á nýtt. Það gæti orðið afar dýrt. Hann vekur athygli á að fæst sveitarfélög eigi sambærilegan sjóð og Reykjavíkurborg, til að fjár- magna kaup á eignum sem víkja þurfa vegna skipulagsbreytinga. Nálæg svæði hönnuð í sitt hvoru horninu „Ég myndi segja að þetta sé krefjandi verkefni en ég ætla ekki að segja fyrirfram að það gangi ekki upp því þá væri maður ekki að fara í það,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Haga hf. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í samvinnu við bæjarfélagið sé nú unnið að teikn- ingum fyrir Eiðistorgið. „Við óskuðum eftir því við bæinn að fá að gera þetta í samstarfi, þar sem við erum þarna með búðir á þremur stöðum og verið er að hanna svæði sem eru í mikilli nálægð hvert við annað – en eru þó hönnuð í sitt hvoru horninu. Ef þetta væri unnið sameiginlega gæti það boðið upp á að betur takist til. Íbúðabyggðin yrði þá sér og búðasvæðið sér. Það lögðum við upp með þegar við ósk- uðum eftir samvinnu við bæinn.“ Áð- ur höfðu Hagar lagt til að athugað yrði hvort öll verslun og þjónusta kæmist fyrir á Hrólfsskálamel, sem ekki reyndist mögulegt. Áður hefur komið fram sú gagn- rýni í umræðum um deiliskipulag á Hrólfsskálamel og Suðurströnd, sem komandi kosningar snúast um, að tillögurnar séu ekki unnar í tengslum við aðalskipulag Sel- tjarnarness. Hagar og Stoðir sendu Seltjarn- arnesbæ bréf 28. apríl en því var svarað hinn 12. maí síðastliðinn. „Í bréfinu kom fram ósk frá okkur og Stoðum sem á eignirnar um að sam- starf yrði um uppbyggingu versl- unar og þjónustu á Nesinu,“ segir Jón og bætir við að samstarf við bæjarfélagið hafi verið mjög gott. Hann sagðist ekki geta á þessu stigi sagt nákvæmlega til um hvern- ig til gæti tekist við að koma allri verslun og þjónustu fyrir á Eiðis- torgi. „Fyrstu viðbrögð eru þau að það þarf góða hugmynd til að þetta gangi upp. En maður verður bara að setja sig í gírinn og hugsa með sér hvað sé hægt að gera þannig að íbú- ar, bæjarfélagið og kaupmenn séu ánægðir. Svo verður að sjá hvort ásættanlegur kostur er framkvæm- anlegur fjárhagslega séð og hugsa þá einhver tuttugu og fimm ár fram í tímann.“ Aðspurður segir Jón að ef til þess komi að ekki komist öll verslun og þjónusta á Eiðistorg, verði auðvitað að taka því og þá sé möguleiki að byggt yrði á lóð Shell eða annars staðar, s.s. úti á Granda. Margir möguleikar gætu verið í stöðunni. Skemmtilegast væri að geta byggt eitthvað í líkingu við Spöngina í Grafarvogi sem Jón segir að sé eini verslunarkjarninn í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu sem raunveru- lega gangi upp. Inntur um hvort það myndi hugsanlega litlu breyta hvort verslun yrði staðsett á Seltjarnar- nesi eða Vesturbæjarmegin, handan bæjarmarka Seltjarnarness, hafði Jón þetta um málið að segja: „Auðvitað skoðum við alla mögu- leika. En kostur númer eitt, tvö, þrjú og fjögur hjá okkur yrði samt að reka áfram Bónusbúð á Sel- tjarnarnesi. Við höfum verið þar með búðir lengi og óskum eftir að vera þar áfram.“ Morgunblaðið/Eyþór Hrólfsskálamelur eins og svæðið blasir við frá Eiðistorgi. Vísi að miðbæjarkjarna má nú finna á reitunum tveimur en þeir eru aðskildir með tveimur umferðargötum, Nesvegi og Suðurströnd. Gert er ráð fyrir að öll verslun og þjónusta færist á Eiðistorg. Kosið er um tvær tillögur um skipulag Hrólfsskálamels á laugardaginn kemur meðan skipulag Eiðistorgs er ekki tilbúið. „Eiðistorgið er kattarþvottur“ G. Oddur Víðisson Jóhannes Jónsson Jón Björnsson Tillögurnar tvær að deiliskipulagi sem Seltirn- ingar kjósa um á laugardag gera báðar ráð fyr- ir að öll verslun og þjónusta færist á Eiðistorg en nokkrar efasemdir eru um að slíkt sé mögu- legt. Anna Pála Sverrisdóttir kannaði málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.