Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UPPSÖFNUÐ útgjöld ríkisstofnana umfram fjárlög og aðrar heimildir voru 12,7 millj- arðar króna í árslok 2004. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að stofnanir komist upp með að fara langt fram úr fjárheimildum, oft sömu stofnanirnar ár eftir ár, án þess að gripið sé til lögbundinna aðgerða, í nýrri greinargerð um framkvæmd fjárlaga árið 2004. Þegar borin eru saman útgjöld ríkisstofn- ana á síðasta ári og fjárheimildir sem stofn- anirnar höfðu úr að moða sjást alvarlegir misbrestir við framkvæmd fjárlaga, segir í greinargerðinni. Um 120 stofnanir og fjár- lagaliðir af um 520 fóru meira en 4% fram úr heimildum á árinu 2004, eða tæpur fjórð- ungur allra stofnana. Þar af fara 60 meira en 10% fram úr heimildum. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun leggur til er að greiðslur til ríkisstofnana sem fari meira en 4% fram úr heimildum verði stöðv- aðar þar til forstöðumenn þeirra stofnana hafi gert viðeigandi ráðstafanir til þess að ná tökum á hallarekstrinum. Þó er tekið fram að slíkt kynni að kalla á breytingu á ákvæð- um í lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins svo frysta megi launa- greiðslur. Samþykkt í verki en ekki orði „Mörg undanfarin ár hefur Ríkisendur- skoðun bent á alvarlega veikleika í fram- kvæmd fjárlaga. Það hefur lengi verið látið að mestu óátalið að útgjöld margra stofnana fari ítrekað langt fram úr þeim tekjum sem þeim eru ætlaðar skv. fjárlögum eða öðrum lögmætum heimildum,“ segir í greinargerð- inni. Forstöðumenn eru lattir frekar en hvattir til að grípa til aðgerða, sérstaklega ef sýnt þyki að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfseminni, og þeir ekki áminntir eins og lög geri ráð fyrir. Í raun virðist því liggja fyrir að stjórnvöld samþykki í verki, ef ekki í orði, að útgjöld stofnananna fari fram úr heimildum með þessum hætti. „Að mati Ríkisendurskoðunar er slíkt fyrirkomulag óásættanlegt og leiðir til ómarkvissrar fjármálastjórnar hins opin- bera. Samkvæmt viðurkenndum stjórn- skipunarkenningum hér á landi liggur fjár- veitingavaldið hjá Alþingi, ekki hjá ráð- herrum eða forstöðumönnum einstakra stofnana. Þegar hins vegar horft er í gegnum fingur við að fjárlögum sé ekki fylgt grefur það undan þeirri virðingu og þeim aga sem þarf að ríkja gagnvart Alþingi og fjárlögum sem það setur,“ segir í greinargerðinni. Tíðkast hvergi í nágrannalöndunum „Slíkt ástand tíðkast hvergi í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í reynd hlýtur meginábyrgð á þessu ástandi að liggja hjá Alþingi sem ekki gengur eftir því að fyrirmælum þess sé hlýtt.“ Ríkisendurskoðun leggur mikla áherslu á að farið sé eftir stjórnvaldsfyrirmælum til að bæta framkvæmd fjárlaga, að gripið sé til aðgerða þegar ljóst er að rekstrarumfang er meira en fjárveitingar leyfa og ráðherrar áminni forstöðumenn sem ekki fari að fjár- lögum. Það hafi hins vegar ekki verið gert á undanförnum árum, sem gangi gegn lögum og reglum. Bendir Ríkisendurskoðun á að sé ekki vilji til að framfylgja lögum og reglugerðum, t.d. með því að áminna forstöðumenn, ætti að breyta reglunum til samræmis við þá fram- kvæmd sem æskileg er talin. Ríkisendurskoðun gagnrýnir umframeyðslu ríkisstofnana í nýrri greinargerð Útgjöld umfram heimildir 12,7 milljarðar í árslok 2004 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÁHUGI á opnu prófkjöri fyrir R-listann er hvorki fyrir hendi meðal framsóknarmanna né Vinstri grænna í Reykjavík, en hugmyndir um slíkt prófkjör hafa komið fram innan fulltrúaráðs Samfylkingar- innar. Á fundi í síðustu viku var stjórn fulltrúaráðsins gefið umboð til við- ræðna við hina flokkana um framtíð R-listans. Ekki voru formlega sett nein skilyrði fyrir því umboði, svo sem krafa um prófkjör, en Páll Hall- dórsson, formaður fulltrúaráðs Sam- fylkingarinnar, sagði við Morgun- blaðið eftir fundinn að fram hefði komið skýr vilji um að almenningi yrði veitt aðkoma að framboði R-listans fyrir næstu kosningar. Andrés Jónsson, formaður Ungra Jafnaðarmanna og stjórnarmaður í fulltrúaráðinu, sagði hins vegar í samtali við blaðið að krafan um opið prófkjör hefði komið skýrt fram á fundinum. Ólíku saman að jafna Þorleifur Gunnlaugsson, varafor- maður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að af hálfu félagsmanna VG sé ekki áhugi á opnu prófkjöri fyrir R-listann og slík skilyrði hafi ekki verið sett fram af hálfu Samfylking- arinnar í viðræðum flokkanna. Hann segir að opið prófkjör bjóði upp á að utankomandi aðilar og jafn- vel andstæðingar R-listans taki þátt í vali á frambjóðendum. Sameigin- legt lokað prófkjör fyrir flokksmenn flokkanna þriggja yrði hins vegar ósanngjarnt að mati Þorleifs, þar sem félagatal flokkanna sé byggt upp á mjög ólíkan hátt. Samfylkingin sé með langflesta félaga og mikill fjöldi hafi gengið til liðs við flokkinn að undanförnu, meðal annars vegna formannskjörs. Vinstri grænir byggi sinn félagalista hins vegar upp á virkum félögum og því sé ólíku sam- an að jafna. Þorleifur segir að Vinstri grænir vilji frekar að flokk- arnir séu sýnilegir í samstarfinu en hitt. Stefnt er á að halda innanflokks- prófkjör í haust hjá Vinstri grænum í Reykjavík. Anna Kristinsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarmanna, segir að hugmyndin um opið prófkjör hugnist ekki Framsóknarmönnum í borg- inni. Eðlilegast sé að flokkarnir taki ákvörðun um uppröðun á listann, sem byggist á vilja flokksmanna. Framsóknarflokkurinn telji eðlilegt að hver flokkur fái minnst tvo full- trúa á listanum og sé það lágmarks- krafa flokksins. Ef vilji sé fyrir því að borgarbúar komi að uppstillingu listans megi gjarnan kjósa um þau sæti sem eru þar fyrir neðan og einn- ig um borgarstjóraefni R-listans. Viðræðunefndin fundar í næstu viku. Ekki áhugi á opnu prófkjöri Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is JARÐSKJÁLFTI sem var um 5 stig á Richter varð við vestanvert Kleifarvatn í gærmorgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Margir hringdu á Veðurstofuna til að greina frá því að þeir hefðu fundið fyrir skjálftanum. Skjálftinn varð klukkan 7:43 en áður hafði á annan tug smáskjálfta orðið í nágrenninu frá því á fimmta tímanum um nóttina. Skjálftahrinan hélt síðan áfram en enginn skjálft- anna var nálægt þeim stærsta í styrk. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, segir að skjálftahrinur séu tíðar á þessum slóðum og engin ástæða sé til að hafa áhyggjur. Skjálftarnir hafi orðið á um fimm kílómetra dýpi sem sé algengt dýpi fyrir skjálfta á þessum slóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust skjálftar af stærðinni 5 á Richter við Kleifarvatn haustið 1973 og sumarið 2000. Þá varð skjálftahrina á svipuðum slóð- um og nú í ágúst 2003 og var öflug- asti skjálftinn í þeirri hrinu 4 stig á Richter. Skjálfti við Kleifarvatn fannst víða        SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaði í gær vefinn ganga.is í tilefni útkomu gönguleiðabæklings á vegum UMFÍ, Ferðamálaráðs og Landmælinga Íslands. Þessir aðilar hafa tekið höndum saman um að undirbúa verkefni undir heitinu Göng- um um Ísland en þess má geta að þetta er fjórða árið í röð sem verkefninu er hleypt af stokkunum. Að sögn Björns B. Jónssonar formanns UMFÍ er hér um að ræða eitt besta heppnaða verkefni sem UMFÍ hefur ráðist í. Um 100 þúsund manns hafa á liðnum árum gengið um Ísland, inn- blásnir af hvatningu UMFÍ og hluti þeirra hefur skrifað nafn sitt í gestabækur sem komið hefur verið fyrir á völdum fjallstindum. Á vefnum eru komnar inn 900 gönguleiðir víðsvegar um landið og í bæklingnum eru 300 leiðir. Verður honum dreift ókeypis til lands- manna í 50 þúsund eintökum. Gönguferðirnar vinsælasta afþreyingin Áður en vefurinn var opnaður formlega fóru aðstendendur verk- efnisins og fleiri í göngutúr frá Perlunni niður í Nauthólsvík þar sem tölvan beið ásamt hressingu fyrir göngumenn. Þar óskaði Sig- ríður Anna fólki til hamingju með daginn og árangurinn og minnti á þá hollustu sem felst í gönguferðum. „Í gönguferðum getur fólk sameinast í góðra vina hópi og í raun er þetta útivist sem hentar öllum,“ sagði hún og bætti við að það væri mikið þjóðþrifaverk að ýta verkefninu Göngum um Ísland úr vör. Magnús Oddsson ferðamálastjóri lýsti því að þrátt fyrir gríð- arlegan vöxt í ýmiskonar náttúrutengdri afþreyingu á undan- förnum 15 árum, s.s. flúðasiglingum, jöklaferðum, kajaksiglingum og fleiru, þá væru það gönguferðirnar sem væru vinsælastar hjá ferðafólki, bæði útlendingum og Íslendingum. Vefurinn ganga.is opnaður í gær Hægt að velja úr 900 göngu- leiðum á Netinu Morgunblaðið/Eyþór Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra var í fararbroddi þegar aðstand- endur verkefnisins gengu frá Perlunni niður í Nauthólsvík. EKKI er hægt að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægilega sterkan fjárhags- grundvöll miðað við núverandi stöðu, að mati Ríkisendurskoðunar. Ný fjósbygging fór 53 milljónir króna fram úr heimild, og var sam- anlagður halli á rekstri skólans þegar hann tók formlega til starfa í byrjun árs 2005 alls 135 milljónir króna. Landbúnaðarháskólinn tók við hallarekstri Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og ann- arra stofnana sem sameinaðar voru í skól- anum þegar hann tók til starfa í byrjun árs 2005, en viðvarandi hallarekstur hafði verið á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árin á undan, m.a. vegna fjósbyggingarinnar, að því er fram kemur í greinargerð Ríkisendur- skoðunar. Einnig er þar bent á að kostnaður við hvern nemanda sé margfalt hærri en í öðrum háskólum. Halli hjá Háskólanum á Akureyri Mikill hallarekstur hefur verið af starfsemi Háskólans á Akureyri undanfarin ár, og í árslok 2004 var hann kominn 235 milljónir fram úr fjárveitingum, sem er tæpur þriðj- ungur af framlögum ríkisins á árinu 2005. Fjölgun nemenda við skólann á árunum 2002 til 2004 var mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, eða nálægt 20% yfir heimildum fjárlaga, og hafa viðbótarheimildir ekki bætt þann halla sem af því skapast nema að hluta. Auk þess hefur hlutfallslegur kostnaður á hvern nemanda verið of mikill. Ný fjósbygging fór 53 millj. fram úr heimild ♦♦♦ RAMMT kveður að lausagöngu bú- fjár í Skagafirði um þessar mundir. Að sögn lögreglunnar líður ekki sá dagur að ekki sé tilkynnt um lausa- göngu og afleiðingarnar eru þær að ekið hefur verið á nokkrar kindur og lömb. Tilkynnt er um ákeyrsl- urnar í sumum tilvikanna en í öðr- um ekki. Þannig hefur lögreglan ekið fram á hræ af fénaði sem öku- menn hafa ekki hirt um að láta vita af. Ekið á kindur og lömb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.