Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Brunnir
bílar á
Bíladögum
Bílar á morgun
ÚR VERINU
LEYFILEGUR afli helstu kvóta-
bundinna fiskitegunda á næsta fisk-
veiðiári verður ígildi samtals
354.000 tonna af þorski. Það er hið
sama og gildir fyrir þetta ár. Áætlað
útflutningsverðmæti sjávarafurða á
árinu 2006 er130 milljarðar króna,
háð gengi, en gert er ráð fyrir því að
það verði 122 milljarðar króna í ár.
Hækkunin er fyrst og fremst vegna
verðhækkana erlendis.
Sjávarútvegsráðherra hefur und-
irritað reglugerð um leyfilegan
heildarafla á fiskveiðiárinu 2005/
2006 sem hefst þann 1. september
nk. Leyfilegur heildarafli verður í
öllum aðalatriðum í samræmi við
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinn-
ar. Þannig verður heildarafli í
þorski 198 þús. tonn, í ýsu 105 þús.
tonn, ufsa 80 þús. tonn, karfa 57
þús. tonn, grálúðu 15 þús. tonn,
steinbít 13 þús. tonn, keilu 3.500
tonn, íslenskri sumargotssíld 110
þús. tonn, úthafsrækju 10 þús. tonn
og rækju í Arnarfirði 300 tonn.
Frávik frá ráðgjöfinni eru þau að
leyfilegur heildarafli í skrápflúru
verður 3.500 tonn, 1.500 tonn um-
fram ráðgjöf, í skarkola 5.000 tonn,
1.000 tonn umfram ráðgjöf, í sand-
kola 4.000 tonn, 1.500 tonn umfram
ráðgjöf, í löngu 5000 tonn, 500 tonn
umfram ráðgjöf, í þykkvalúru 1.800
tonn, 200 tonn umfram ráðgjöf, í
skötusel 2.500 tonn, 300 tonn um-
fram ráðgjöf, í langlúru 2.400 tonn,
200 tonn umfram ráðgjöf, og í humri
1.800 tonn, eða 200 tonn umfram
ráðgjöf.
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði á blaðamannafundi í
gær að við þessa ákvörðun hafi
hann meðal annars tekið mið af
fiskifræði sjómanna, en þó ekki
þannig að gengið væri í berhögg við
tillögur fiskifræðinga. Nauðsynlegt
væri að taka mið af raunveruleik-
anum úti á sjó og það væri líka
þannig að sjómönnum og fiskimönn-
um bæri nú orðið meira saman en
áður.
Miklar sveiflur slæmar
Árni sagði að flatfisktegundirnar
væru mikið í blandaðri veiði, meðafli
með öðru, þannig að það skipti máli
að vera ekki að búa til óþarfa þrýst-
ing. Það væri einnig slæmt að vera
með miklar sveiflur milli ára og því
hefði hann heimilað meiri afla en
fiskifræðingar hefðu ráðlagt.
Hvað humarinn varðar sagði Árni
að aukning þar helgaðist af því veið-
arnar hefðu í ár gengið óvenju vel.
Stofninn virtist vera sterkur og
þrátt fyrir að kvótinn væri 1.500
tonn myndu að öllum líkindum veið-
ast 1.800 vegna þess hve miklar
aflaheimildir hefðu verið fluttar frá
síðasta fiskveiðiári yfir á þetta.
Fyrst menn væru á því að stofninn
þyldi 1.800 tonna veiði á þessu ári
og hann væri á uppleið, hlyti að vera
óhætt að veiða jafnmikið á næsta
fiskveiðiári.
Litlar líkur á brottkasti
Aðspurður um það hvort mikil
aukning á ýsukvótanum á næsta
fiskveiðiári gæti leitt til brottkasts á
öðrum tegundum sagði Árni að svo
gæti verið. Það gæti myndað ósam-
ræmi milli tegunda. Hins vegar væri
staðan sú með þorskinn að það væri
það góð stærð á þeim fiski sem væri
inni í veiðinni að menn hlytu að vera
tregir til að henda honum. Ef minni
árgangar væru að koma inn í þorsk-
veiðina væri hættan meiri. „Ég held
að menn geri allt sem þeir geti áður
en þeir henda þorski af þeirri stærð
sem er í veiðinni núna og verður
væntanlega á næsta ári,“ sagði Árni.
Hann sagði einnig að hann hefði
ekki tekið afstöðu til hugmynda
Hafrannsóknastofnunar um að
breyta aflareglunni, en það væri mál
sem þyrfti að skoða nánar. Aflaregl-
an kveður á um að ekki skuli veidd
meira en 25% af veiðistofni þorsks-
ins, en Hafrannsóknastofnun telur
það of hátt hlutfall. Lækkun hlut-
fallsins mun minnka leyfilegan afla.
Sami fiskafli
næsta fiskveiðiár
Útflutningsverðmæti áætlað 8 milljörðum meira en í ár
41+5(
6, *, ,6 017 +( 1( (
( 1 " 1
, 1 , 017 ,
#
$
%
&
'
( )
*! +,!
%
-
*
*.
- )
*
/)
$
)
*
0!
1# !,.
2!3
4
5
46 4#
7
! !"#
$%
%
%
$%
%
&%
&%
%
%
'%
%'
&%
%$
%
%
%
&
%$
# # # # # # # # # # # # # # # # # 81+#
(
95
,
LAUN mæld með breytingum
á launavísitölu hafa hækkað um
6,6% á síðast liðnum tólf mán-
uðum en á sama tíma hækkaði
verðlag um 4,3%. Alþýðusam-
bandið bendir á að kaupmáttur
launa hafi því að meðaltali vax-
ið um 3,6%.
Skv. upplýsingum Hagstof-
unnar mældist launavísitalan
265,9 stig í maí og hækkaði um
0,6% frá því í apríl.
Að mati ASÍ er stóra breyt-
ingin nú til komin vegna áhrifa ný-
gerðra kjarasamninga ríkisins við op-
inbera starfsmenn, sem komi inn í
mælinguna með miklum þunga.
„Gera má ráð fyrir að hækkun
launavísitölunnar frá fyrra mánuði
skýrist fyrst og fremst með kjara-
samningum ríkisins við BHM, BSRB
og framhaldsskólakennara.“
ASÍ bendir á að í þessari
mælingu gæti ennþá áhrifa af
tveimur kjarasamningsbundn-
um launahækkunum á almenn-
um markaði, þ.e. við gildistöku
nýrra kjarasamninga í mars,
apríl og maí í fyrra, og 3% um
síðustu áramót. „Áhrif launa-
hækkana í kjölfar samning-
anna í fyrra fara nú dvínandi og
má því búast við því að þau
hverfi að mestu úr 12 mánaða
breytingum vísitölunnar í næstu mæl-
ingu. Ekkert í tölum Hagstofunnar
bendir til launaskriðs á almennum
markaði,“ segir í samantekt ASÍ.
ASÍ bendir á að kaupmáttur launa hefur aukist um 3,6%
Breytingarnar aðallega
vegna hækkana hjá ríki
Samningur ríkis og 24 BHM-félaga undirritaður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam-
fylkingarinnar hefur komist að þeirri
niðurstöðu að vel hafi verið staðið að
framkvæmd kosninga á landsfundi
flokksins í maí. Gunnar Svavarsson,
formaður framkvæmdastjórnar,
sendi frá sér tilkynningu í gær þar
sem þetta kemur fram. Þar segir
einnig að unnið sé að úttekt á fram-
kvæmd landsfundarins. Við skoðun á
málinu hafi meðal annars verið rætt
við framkvæmdastjóra flokksins, sem
hafði yfirumsjón með kosningum á
landsfundinum, og fleiri sem sáu um
skipulagningu fundarins. „Jafnframt
hefur málið verið rætt í framkvæmda-
stjórn flokksins á fundum hennar í
maí og júní,“ segir í tilkynningu
Gunnars sem skrifuð er fyrir hönd
framkvæmdastjórnarinnar.
Þá segir þar að fullyrða megi að
sjaldan hafi verið eins gott eftirlit á
landsfundi með innskráningum og af-
hendingu gagna. Almenn ánægja sé
með það kosningakerfi sem notað var
á fundinum, en kosningin var rafræn.
Reynt hafi verið að hafa eins gott eft-
irlit með rafrænu kosningunni og
kostur var og var fylgst sérstaklega
með ef menn voru lengur að kjósa en
eðlilegt gat talist.
„Samkvæmt því sem starfsmenn á
fundinum segja var fylgst sérstaklega
vel með því sem fram fór í varafor-
mannskosningunni vegna þess að það
var fyrsta kosningin á fundinum og
þ.a.l. skipti máli að vel tækist til og allt
gengi vel fyrir sig. Voru um 15 manns
í eftirliti og umferðarstjórn í þeirri
kosningu. Ekkert tilvik kom upp í
varaformannskjörinu þar sem reynt
var að kjósa fyrir aðra.“
Vinna úttekt á framkvæmd landsfundar Samfylkingar
Segja að vel hafi verið
staðið að kosningum
TÓLF umsækjendur eru um starf
talsmanns neytenda sem viðskipta-
ráðneytið hefur auglýst laust til um-
sóknar. Umsóknarfrestur rann út
hinn 16. júní.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræð-
ingur, Elfur Logadóttir lögfræðingur
og viðskiptafræðingur, Gísli Tryggva-
son, framkvæmdastjóri, Guðfinna Jó-
hanna Guðmundsdóttir hdl., Helga
Þorbergsdóttir, hjúkrunarforstjóri,
Ingibjörg Björgvinsdóttir, ferðamála-
fræðingur og líffræðingur, Jóhannes
Gunnarsson, framkvæmdastjóri,
Jóna R. Guðmundsdóttir, sálfræðing-
ur, Kristín Færseth, deildarstjóri,
Leo J.W. Ingason, forstöðumaður,
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýs-
ingafræðingur og Sigurður Sigurðar-
son, fararstjóri.
Tólf sækja um starf talsmanns neytenda