Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Safnið er opið í sumar
Árleg flughelgi 25. og 26. júní
Upplýsingar á www.flugsafn.is
Hafnarfjörður | Hellisgerði, sem í
áranna rás hefur verið eitt mikil-
vægasta útivistarsvæði og sam-
komustaður Hafnfirðinga, verður í
kvöld vettvangur Jónsmessuhátíð-
ar þar sem sambandi okkar mann-
anna við álfa og aðrar vættir verð-
ur fagnað. Huldufólkið er einmitt
sérstaklega sýnilegt þetta eina
kvöld ársins og er því meiningin að
slá upp góðri veislu fyrir þessa
feimnu vini mannanna.
Dagskráin hefst kl. 10 í dag, en
þá tekur Sigurbjörg Karlsdóttir
sagnakona á móti leikskólabörnum
og fræðir þau um álfa og dulúð
Hellisgerðis. Þá leita börnin að
óskasteinum. Í kvöld kl. 20 hefst
síðan fjölskylduskemmtun þar sem
m.a. koma fram Benedikt búálfur,
Kvennakór Hafnarfjarðar undir
stjórn Hrafnhildar Blomsterberg,
söngkonurnar Jóhanna Guðrún og
Kristbjörg Kari, heimstónlistar-
diskó með Lázsló Hevesi og hol-
lenska reggae-hljómsveitin
Five4Vibes. Þá verða án efa ein-
hverjir álfar á sveimi og götulista-
hópur Vinnuskólans gæðir garðinn
litríku glensi og gríni.
Tvær álfabyggðir
Marín Hrafnsdóttir, menningar-
og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarð-
ar, segir álfa ríkan hluta af menn-
ingu Hafnfirðinga. „Við erum
nýbúin að opna sýningu með hafn-
firskum þjóðsögum þar sem m.a. er
fjallað um álfa. Símon Jón Jó-
hannsson þjóðfræðingur hefur ver-
ið Byggðasafninu
innan handar við að finna sér-
hafnfirskar álfaþjóðsögur sem eru
nú til sýnis í Siggubæ, alþýðubæ
frá upphafi 20. aldar, sem er hluti
af Byggðasafninu,“ segir Marín.
„Erla Stefánsdóttir sjáandi segir
okkur að í Hellisgerði sé mikil álfa-
byggð og að það séu tveir staðir í
Hafnarfirði þar sem sé mikil álfa-
byggð, annars vegar Hamarinn
þar sem kóngafólkið býr og hins
vegar Hellisgerði.“
Í Hafnarfirði eru álfagönguferð-
ir einnig vinsælar, en um þær ferð-
ir sér Sigurbjörg Karlsdóttir, sem
fer tvisvar í viku í skipulagðar
gönguferðir og segir þjóðsögur
tengdar hinum ýmsu stöðum þar
sem komið er við í gönguferðinni.
Allir eru velkomnir á hátíðina og
segist Marín vona að sem flestir
Hafnfirðingar og aðrir gestir láti
sjá sig og taki huldufólkinu fagn-
andi á Jónsmessu.
Álfagleði verður í Hellisgerði á Jónsmessuhátíð
Veisla fyrir huldufólk
Morgunblaðið/Eyþór
Með huldufólki Marín Hrafns-
dóttir, menningar- og ferðamála-
fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, í
góðum félagsskap innan um
huldufólkið í Hellisgerði.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
LISTASUMAR er nú haldið á
Akureyri í 13. sinn en það var form-
lega sett við athöfn í Ketilhúsinu í
gær. Það stendur yfir í 10 vikur, lýk-
ur með Akureyrarvöku 27. ágúst. Að
venju verður fjöldi listviðburða í
boði í sumar og fastir liðir einnig á
sínum stað, s.s. heitir fimmtudagar,
þar sem leikinn er djass, og föstu-
dagshádegi í Ketilhúsinu þar sem
boðið verður upp á fjölbreytta tón-
list. Þá verða Sumartónleikar í
Akureyrarkirkju alla sunnudaga í
júlí. Djangódjasshátíðin hefur fest
sig í sessi sem einn liður í Lista-
sumri og verður að venju í byrjun
ágúst. Fjöldi myndlistarmanna tek-
ur þátt í Listasumri og verða sýn-
ingar opnaðar jafnt og þétt í allt
sumar í hinum ýmsu sýningarsölum
og galleríum bæjarins. Söfnin taka
einnig virkan þátt í Listasumri og
bjóða flest hver, auk sýninga, upp á
ýmsa viðburði af fjölbreyttum toga.
Iðar af lífi
„Akureyri mun iða af lífi í sumar,“
sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir
formaður menningarmálanefndar
bæjarins við setningu Listasumars.
Alp Mehmet, sendiherra Breta á Ís-
landi, flutti ávarp og setti Lista-
sumar formlega við athöfn síðdegis.
Hann sagði Akureyri skipa sér-
stakan sess í hugum Breta, vegna
tengsla sem sköpuðust á stríðs-
árunum. 17 breskir hermenn létu líf-
ið á Akureyri og fengu þar hinstu
hvílu. Nefndi sendiherrann að
margt væri um að vera í listalífi ut-
an höfuðborgarsvæðisins, Lista-
sumar væri eitt dæmi um það. „Há-
tíðin setur mikinn svip á bæinn,“
sagði hann. Bæði væri Listasumar
vettvangur ungra og upprennandi
listamanna og þeir eldri og reyndari
tækju einnig fullan þátt og þannig
skapaðist skemmtileg blanda, „sem
gerir Listasumar að því stórvirki
sem það er,“ sagði Alp Mehmet og
óskaði bæjarbúum góðs og
skemmtilegs sumars.
Alþjóðlega leiklistarhátíðin
Leikum núna
Leikum núna er heiti á alþjóðlegri
leiklistarhátíð sem einnig hófst á
Akureyri í gær, og var hún sett á
Ráðhústorgi. Bandalag íslenskra
leikfélaga, samtök áhugaleikfélaga á
Íslandi, efna til hátíðarinnar, en hún
var síðast haldin á Akureyri árið
2000.
Sjö íslensk leikfélög taka þátt í
hátíðinni og bjóða upp á tíu sýningar
og uppákomur, en þar kennir
margra grasa. Ný íslensk verk eru
um helmingur sýninganna en einnig
hefur tveimur erlendum leikhópum
verið boðið til hátíðarinnar, Jonava-
leikhópnum frá Litháen og Cirkity
Gravikus frá Svíþjóð, en sá hópur
nýtir sér trúðleik og sirkuslistir í
verkum sínum. Fyrrnefndi hópurinn
starfar í anda þeirrar leikhúshefðar
sem ríkir í löndunum fyrir botni
Eystrasalts.
Sýningar verða í Samkomuhús-
inu, Ketilhúsinu, Húsinu, Útihúsinu
og Freyvangi auk þess sem leik-
smiðja verður í KA-heimilinu. Meðal
sýninga sem bæjarbúum og gestum
þeirra gefst kostur á að sjá má
nefna Dýragarðssögu, Patataz,
Taktu lagið Lóa, 40% af engu, Kon-
ur, Stundarfriður, Memento mori,
Davíð Oddsson superstar, Birdy,
Allra kvikinda líki og Náttúran kall-
ar.
Listasumar á Akureyri formlega hafið í 13. sinn
Hátíðin setur mikinn svip á bæinn
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Listasumar Fjöldi listviðburða eru í boði á Akureyri nú í sumar, Lista-
sumar 2005 var formlega sett í Ketilhúsinu síðdegis, af Alp Mehmet, sendi-
herra Breta á Íslandi.
Leikum nú Þessir tveir snáðar af
leikskólanum Kiðagili tóku þátt í
setningu alþjóðlegu leiklistarhá-
tíðarinnar Leikum nú.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
kvöldið 23. júní með oktett sinn,
sem verður um leið fjölmennasta
hljómsveit sem leikið hefur á Heit-
um fimmtudegi á Listasumri til
þessa.
Þessir tónleikar fara fram á
Græna hattinum og hefjast kl.
21.30, en aðrir djasstónleikar á
dagskrá Listasumars fara fram í
HEITIR fimmtudagar er að venju
yfirskrift djassdagskrár Lista-
sumars í ár, en það er Jazzklúbbur
Akureyrar sem skipuleggur viku-
lega djasstónleika um tveggja
mánaða skeið.
Hin unga og vinsæla söngkona
Ragnheiður Gröndal mætir fyrst
til leiks nú í kvöld, fimmtudags-
Grófargili, í Deiglunni eða Ketil-
húsi. Oktett Ragnheiðar Gröndal
leikur sígildar djassperlur og blús
í nýjum útsetningum eftir Hauk
Gröndal.
Hljómsveitina skipa tónlist-
armennirnir Haukur Gröndal á
altósaxófón og klarínett, Eyjólfur
Þorleifsson á tenórsaxófón, Ólafur
Jónsson á tenórsaxófón, Sigurður
Flosason á barítonsaxófón og
þverflautu og Ásgeir Ásgeirsson á
gítar. Á kontrabassa leikur hinn
kanadíski Graig Earle og Svíinn
Erik Qvick leikur á trommur.
Sveitin mun í júlíbyrjun koma
fram á hinni víðþekktu djasshátíð
„Copenhagen Jazz Festival“ .
Fjölbreyttur djass í allt sumar
Reykjavík | Níutíu og sex ár eru nú síðan vatni
var fyrst hleypt á vatnsveitu Reykjavíkur, en
að sögn talsmanna Orkuveitu Reykjavíkur er
það talið eitt af stærri framfarasporum sem
tekin hafa verið í almannaheilsu í Reykjavík. Í
tilefni af afmælinu tók Orkuveita Reykjavíkur
á dögunum í notkun nýjan vatnsgeymi á
Reynisvatnsheiði.
Geymirinn er með miðlunarrými sem er
rúmlega 11.000 rúmmetrar. Hann er úr stein-
steypu og lagnir úr ryðfríu stáli. Grunnflötur
hans er 2.400 fermetrar auk lokahúss. Hann er
fyrst og fremst til öryggis, þannig að þótt eitt-
hvað fari úrskeiðis í rafmagni geti Orkuveita
Reykjavíkur afhent vatn til notenda og til
slökkvistarfa innan ákveðinna tímamarka.
Nýr vatnsgeymir
á Reynisvatnsheiði
Seltjarnarnes | Menningarnefnd Seltjarnar-
nesbæjar efnir til léttrar Jónsmessugöngu í
kvöld. Gangan hefst á Valhúsahæð kl. 20.30 og
lýkur um kl. 22.30. Safnast verður saman við út-
sýnisskífuna á Valhúsahæð, þar sem Þór White-
head sagnfræðingur mun lýsa almennt hern-
aðarviðbúnaði á Seltjarnarnesi á stríðsárunum.
Síðan verður gengið af stað og skoðaðar stríðs-
minjar á hæðinni vestanverðri. Því næst verður
gengið niður að dæluhúsi Hitaveitu Seltjarnar-
ness, þar sem göngumenn fá hressingu en loks
verður haldið að bálkestinum í fjörunni við Sel-
tjörn. Harmónikuleikari verður með í för og
söngelskir göngugarpar leiða fjörusöng.
Jónsmessuganga á Nesi
Fiskmerkingar| Útibú Hafrann-
sóknastofnunarinnar á Akureyri boð-
ar til fundar um hafrannsóknir í
Eyjafirði í félagsheimilinu Árskógi í
kvöld, fimmtudaginn 23. júní kl. 20.
Kynning verður á starfsemi útibús-
ins og almennum hafrannsóknum í
Eyjafirði. Aðalefni fundar verður
samstarf við sjómenn á svæðinu um
fiskmerkingar og eru eyfirskir sjó-
menn sérstaklega hvattir til að mæta.
Sýningarlok | Nú eru síðustu for-
vöð að sjá samsýningu bandaríska
ofurstirnisins Matthew Barney og
Gabríelu Friðriksdóttur sem er
fulltrúi Íslands á Feneyja-tvíær-
ingnum, en sýningu þeirra lýkur
núna á sunnudag í Listasafninu á
Akureyri. Sýningin er hluti Listahá-
tíðar í Reykjavík sem ber yfirskrift-
ina tími, rými, tilvera. Safnið er opið
frá kl. 12 til 17.
Sýningu lýkur | Sýningu Hugleiks
Dagssonar, „I see a dark sail“, á Café
Karólínu lýkur á morgun, föstudag,
og eru því að verða síðustu forvöð að
skoða hana. Þetta er önnur einkasýn-
ing Hugleiks en hann hefur tekið þátt
í um tuttugu samsýningum.
Jónsmessuhátíð| Árleg Jóns-
messuhátíð í Kjarnaskógi verður
haldin í kvöld, fimmtudagskvöldið
23. júní og ber að þessu sinni yfir-
skriftina „Í allra kvikinda líki“.
Hátíðin hefst við Kjarnakot
(neðra bílastæði) kl. 19, þar sem af-
hent verða kort af svæðinu, en 11
stöðvar verða hingað og þangað um
skóginn, þ.m.t. á Hömrum.
Í boði verða: leikrit, skúlptúrasýn-
ing, skógarundur og furðuverur,
leikir, föndur, jurtalitun, getraunir,
söngur, upplestur, furðusteinar og
óskasteinar, H.C. Andersen-sögur,
fornar slóðir, Jónsmessubrenna,
kakó og grill.
Kópavogur | Ármann Kr.
Ólafsson bæjarfulltrúi D-
lista var kosinn forseti
bæjar-
stjórnar á
fundi bæj-
arstjórnar
Kópavogs
14. júní sl.
Ármann
tekur við af
Gunnsteini
Sigurðs-
syni. Þá var
Sigurrós
Þorgríms-
dóttir kosin fyrsti varafor-
seti bæjarstjórnar.
Þá var einnig kosið í
bæjarráð. Í bæjarráð voru
kosin Gunnar I. Birgisson
og Halla Halldórsdóttir frá
Sjálfstæðisflokki, Hansína
Björgvinsdóttir og Ómar
Stefánsson, Framsóknar-
flokki og Flosi Eiríksson,
fulltrúi Samfylkingar.
Kosinn
forseti bæj-
arstjórnar
Kópavogs
Ármann Kr.
Ólafsson