Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g verð að játa að ég var sá kjáni að halda að markmið færslu Hringbraut- arinnar væri að bæta bílasamgöngur á þessum slóðum, létta með einhverju móti álaginu af þessari fjölförnu götu. Hugsaði mér gott til glóðarinnar sem íbúi miðbæjarins, sem einn hinna fjölmörgu sem þurfa að nota Hringbrautina svo til dag- lega til að komast til og frá vinnu, í skólann eða vegna annarra er- indagjörða. Af þessum sökum var ég ekki mikið að láta framkvæmdirnar undanfarnar vikur og mánuði ergja mig um of þó að sannarlega hafi þær valdið manni umtals- verðum ama, ég sá nefnilega fyrir mér að allt yrði þetta nú þess virði á endanum. Nú þegar komin er mynd á breytinguna hafa hins vegar tekið að renna á mig tvær grímur, ég fór að velta þessu fyrir mér: hver er eiginlega tilgangurinn með færslu Hringbrautarinnar? Staðreyndin er nefnilega sú að það er erfitt að sjá að færsla Hringbrautar bæti bíla- samgöngur um þennan hluta bæj- arins eða hafi í för með sér um- bætur fyrir íbúana á þessu svæði. Eins og stendur er Snorrabrautin hreinlega lokuð, sem þrengir með óþolandi hætti að möguleikum þeirra, sem búa nærri Landspít- alanum, til að komast áleiðis aust- ur. Þetta hefur þær afleiðingar að bíltúr í vinnuna, hingað upp í Morgunblaðshúsið í Kringlunni, er orðinn talsvert fyrirtæki; fyrst þarf að fara Flókagötuna sem get- ur tekið drjúgan tíma sökum þess hve umferð um hana hefur aukist (hvað ætli íbúar hennar segi nú um hina auknu umferð?). Síðan er næsta víst að maður þurfi að bíða langan tíma á ljósunum við mót Lönguhlíðar og Miklubrautar í því skyni að beygja austur. Ég gef mér að Snorrabrautin verði opnuð aftur, sem þýðir að væntanlega er gert ráð fyrir að fólk eins og ég aki hana og áleiðis Bústaðaveginn, taki síðan beygj- una undir Bústaðaveg til hægri, inn á nýju Hringbrautina. Þannig komist ég áleiðis austur í borg. En það er bara erfitt að sjá að þessi framtíðarmúsík verði nokk- ur samgöngubót frá því sem áður var. Það er erfitt að sjá að það taki mann skemmri tíma en áður að fara þessa leið inn á nýju Hringbrautina en það tók mann að beygja einfaldlega á ljósum til vinstri við þá gömlu. Og ekki skánar myndin þegar ég skoðar möguleikana til að kom- ast heim til mín ef ég er að koma vestan úr bæ, til dæmis úr Vest- urbæjarlaug eða úr Háskóla Ís- lands. Þá mun þurfa, að því er mér sýnist helst, að fara einhverja undarlega sveigju af nýju Hring- braut inn á þá gömlu á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Í fljótu bragði get ég séð þann kost einan við færslu Hring- brautar að nú verða komin mis- læg gatnamót á mótum Snorra- brautar/Bústaðavegar og Hringbrautar, þeir sem eru að aka austur og vestur Hringbraut þurfa ekki lengur að stoppa þar á ljósum, eins og áður var. Hversu miklu máli þetta skiptir þegar fram í sækir veit ég ekki, það er ekki langt á milli ljósa á nýju Hringbraut og þeirra uppi í Lönguhlíð-Miklubraut (auk þess sem ég fæ ekki betur séð en að það sé búið að bæta við einum ljósum á nýju Hringbraut) þannig að það er ekki eins og þetta hafi úrslitaáhrif á það hversu mönnum sækist ferðin hratt. Að síðustu get ég ekki betur séð en að þessar breytingar hafi í för með sér að öll yfirsýn þessa svæðis, Vatnsmýrarsvæðisins, verði forljót og ómannvæn. Það er ekki eins og það fegri miðbæinn og nágrenni hans, að okkar ágætu Tjörn meðtalinni, að koma fyrir sex akreina götuferlíki á einmitt þessum stað með „tilheyrandi umferðareylöndum, steypu- slaufum og hljóðmönum“, eins og Hallgrímur Helgason rithöfundur komst að orði í grein í Morg- unblaðinu 7. mars 2004. En semsé, ég verð að játa að í aðdraganda þessara fram- kvæmda uggði ég ekki að mér, fylgdist lítið með því hvað til stæði. Hélt að meiningin hlyti að vera sú að leysa einhvern tiltek- inn vanda í umferðinni. Svo reynist ekki vera. Það tók mig ekki langan tíma eða mikla rannsóknarvinnu (það dugir að leita í gagnasafni Morgunblaðsins í svona tvær mínútur) að komast að því að mistökin voru mín: færsla Hringbrautarinnar hefur ekkert með bættan hag íbúa svæðisins að gera eða þeirra sem af einhverjum ástæðum þurfa að aka á þessum slóðum. Allt er þetta gert, að því er virðist, til að rýma fyrir Landspítalanum. Hallgrímur Helgason skrifaði grein um málið, talaði á svolítið svipuðum nótum og ég hef gert hér. Virðist hafa verið öllu fram- sýnni en ég sjálfur, var búinn að átta sig á hvað til stæði. „Þetta er botnlaust rugl,“ sagði hann. „Bara fixídea. Blautur verktakadraum- ur. Borgin er að lúffa fyrir býró- krötum í heilbrigðiskerfinu. Það á að gefa Landspítalanum svigrúm á stærð við sjálfa Kvosina á einum besta stað í borgarlandinu. Hvers vegna má ekki þenja út LSH í Fossvogi? Þar er nóg pláss og þá kæmi kannski loksins eitthvað já- kvætt út úr sameiningu Land- og Borgarspítala.“ Undir þetta má taka, auk þeirr- ar spurningar hvers vegna ekki var í staðinn ráðist í að leysa strax brýnan vanda á erfiðustu kross- götum borgarinnar, á mótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. Ég ætla ekkert að fara að efast um mikilvægi þess að úr húsnæð- isvanda Landspítala verði leyst og þess að byggt verði hátækni- sjúkrahús í Reykjavík. Án efa er þar um verðug verkefni að ræða. En hvers vegna þarf allt að víkja fyrir draumum einhverra manna um að sjúkrahúsið verði einmitt á þessum stað? Færsla Hringbrautar Ég verð að játa að ég var sá kjáni að halda að markmið færslu Hringbraut- arinnar væri að bæta bílasamgöngur á þessum slóðum, létta með einhverju móti álaginu af þessari fjölförnu götu. VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is EINSTÖK undirskriftasöfnun fór fram á Álftanesi fyrir skömmu. Fólk frá 80% þeirra heimila sem náðist til, skrifuðu undir áskorun varðaði deili- skipulag miðsvæðisins. Áskorunin var í fjórum liðum: Um arkitektasamkeppni, um íbúaþing til að velja milli ólíkra tillagna, andmæli við þema- tillögu sem meirihlut- inn vinnur með og al- menn krafa um að skipulag svæðisins falli að landkostum á Álfta- nesi. Þátttakan var meiri en vænta mátti þar sem sumarleyfi eru nú hafin. Það náðist til íbúa 460 heimila af rúmlega 600 og skrifaði fólk frá 360 heimilum und- ir áskorunina – eða ef líkt er við skoð- anakönnun, þá samþykktu 80% að- spurðra áskorunina. Undirskriftasöfnunin staðfestir að mikill meirihluti íbúanna vill að tekin verði upp önnur vinnubrögð við deili- skipulagningu miðsvæðisins. Það segir sig sjálft að margir íbúar sem kusu D-listann eru í hópi þeirra sem krefjast nýrra vinnubragða. En hver urðu viðbrögð meirihlut- ans sem gjarnan á tyllidögum lætur sem lýðræði og samstarf við íbúana sé á stefnuskránni? Bæjarstjóri víkur en forystan treystir völd sín Erlu Guðjónsdóttur formanni skipulags- nefndar og Gunnari Val Gíslasyni bæjarstjóra voru afhentar undir- skriftirnar á fimmtu- degi. Fjórum dögum síðar, á þriðjudegi, segir bæjarstjóri starfi sínu lausu! En hver eru við- brögð hinna pólitískt kjörnu fulltrúa D- listans við áskorun meirihluta íbúa? Þeir halda sínu striki! Engar samþykktir hafa verið gerðar sem boða stefnubreytingu í anda þeirrar áskorunar sem íbúarnir afhentu. Guðmundur Gunnarsson, leiðtogi D-listans á Álftanesi og sá sem ber höfuðábyrgð á stefnumörkun og vinnubrögðum meirihlutans, ætlar að setjast í stól bæjarstjóra. Jafn- framt situr formaður skipulags- nefndar, Erla Guðjónsdóttir, verk- stjóri þeirrar vinnubragða sem íbúarnir mótmæltu, áfram í for- mennsku skipulagsnefndar og verður að auki nýr forseti bæjarstjórnar. Var ef til vill verið að hengja bakara fyrir smið? Það eru andstæðir hagsmunir verktaka og fólksins sem hér býr sem takast á. Annars vegar hagsmunir verktakanna að byggja hratt og mikið og hins vegar hagsmunir meirihluta íbúa sem vill byggja hægar, vanda til skipulagsins og varðveita umhverfi á Álftanesi. Allt bendir til að forysta D- listans sé hrokafull og ætli að halda áfram fyrri vinnubrögðum. Að auki notar hún nú tækifærið og treystir þá í sessi sem bera höfuðábyrgð á því bandalagi D-listans og verktakanna sem íbúunum hefur opinberast í endalausri eftirgjöf í skipulagsmálum vegna hagsmuna verktakanna. Ég er sannfærður um að kjósendur á Álftanesi, og eins þeir sem kusu D- listann, munu svara á viðeigandi hátt næsta vor. Forysta D-listans á Álftanesi löðrungar íbúana Sigurður Magnússon fjallar um skipulagsmál á Álftanesi ’Meirihluti íbúa á Álftanesi vill ný vinnubrögð…‘ Sigurður Magnússon Höfundur er bæjarfulltrúi Álftaneshreyfingarinnar. UNGMENNAFÉLAG Íslands (UMFÍ) stendur að landsverkefninu Göngum um Ísland. Nú í vikunni mun koma út Leiðabók verkefnisins og verða aðgengileg öllum á næstu Ol- ísstöð eða næstu upplýsingamiðstöð ferðamanna. Bókin hefur að geyma um 300 merktar gönguleiðir sem tekur að hámarki um 2 tíma að ganga. Leið- irnar er að finna um allt land og því kjörið að hafa bókina í bílnum. Víða má sjá merki verkefnisins við upphaf gönguleiða en annars er ágætis lýsing á upphafsstað gönguleiðanna í bókinni. Allar leiðirnar auk fleiri lengri leiða má einnig finna á netinu undir slóðinni www.ganga.is. Á vefsíðunni sem unnin er í samstarfi við Ferðamálaráð og Landmælingar Íslands, má sjá kort af svæðum og gönguleiðum. Þar er einn- ig að finna ýmsar áhugaverðar og nyt- samlegar upplýsingar er varða göngu- ferðir um Ísland. Innan verkefnisins er áhugavert þema sem er Fjölskyldan á fjallið. Ým- is Ungmenna- og héraðssambönd hafa tilnefnt fjall eða fjöll á sínu starfssvæði og á þeim verður komið fyrir gestabók sem fólk er hvatt til að skrá nöfn sín í. Undanfarin ár hafa nokkrir ein- staklingar sett sér það markmið að fara á öll þessi fjöll á einu sumri en fjöllin eru um 23 talsins. Á síðustu ár- um hafa um 4-6 þúsund manns skráð nöfn sín í bækurnar! Fjöllin eru af öll- um stærðum og gerðum en flest hver eru þó nokkuð vel aðgengileg almenn- ingi. Í lok sumars verða dregnir út heppnir einstaklingar er hafa skrifað sig í gestabækurnar og fá viðurkenn- ingu frá UMFÍ. Göngum um Ísland er landsverkefni sem hvetur almenning til hollrar úti- veru og hreyfingar í náttúru landsins. Nýtum okkur verkefnið Göngum um Ísland, nálgumst Leiðabókina, skoðum ganga.is og drífum okkur af stað! Á toppinn með UMFÍ. ÁSDÍS HELGA BJARNADÓTTIR, stjórn UMFÍ. Göngum um Ísland Frá Ásdísi Helgu Bjarnadóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því mið- ur eru umræddar reglur nr. 122/ 2004 sundurtættar af óskýru orða- lagi og í sumum tilvikum óskiljan- legar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram. Pétur Steinn Guðmundsson: Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í MORGUNBLAÐINU 12. júní birtist tregablandin grein eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson sem hann kallar: „Aðförin að Álftanesi“. Þar harmar hann vaxandi umsvif á Álftanesinu, þangað sæki sífellt fleiri og reisi sér hús. Á orðum Sveinbjarnar er að skilja, að hung- ur landeigenda í milljónir og óstöðvandi gróðafíkn verktaka og banka stuðli að eyðileggingu Álfta- ness. Í hugum margra gamalla Álft- nesinga var þó friðurinn fyrst úti, þegar nýbúar eins og Sveinbjörn héldu innreið sína á svæðið. Fram að þeim tíma var Álftanesið nota- legt lítið samfélag, þar sem allir þekktu alla. Tvenns konar sjón- armið toguðust reyndar á, á milli þeirra sem þarna áttu land. Átti að halda sveitinni óspilltri áfram, eða breyta grænum grund- um í malbik og steinkumbalda? Hefðu sjónarmið þeirra sem halda vildu öllu óbreyttu ráðið byggi Sveinbjörn nú trúlega þar sem byggðin væri öllu þéttari en er á Álftanesinu. Það er sjálfselskulegt viðhorf að hugsa sem svo: Nú er ég hingað kominn og vil ekki fá fleiri. Þetta er gott eins og það er. ELSA S. EYÞÓRSDÓTTIR, Brúarflöt 4, Garðabæ. Álftanes – Aðgangur bannaður? Frá Elsu S. Eyþórsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.