Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 33
MINNINGAR
snúa spilum og muna hvar mótsvar-
andi spil leyndist meðal hinna spil-
anna. Þetta var uppáhaldsspilið mitt
og afi hrósaði mér fyrir hæfileika
mína í því. Síðustu ár var minni afa
farið að gefa sig en hann hélt sinni
ljúfu lund og kímnigáfu og ekki
gleymdi hann söngvum eða lagatext-
um. Síðast þegar ég hitti afa þá söng
hann eins og svo oft áður við píanó-
leik sonar síns, sinni háu tenórröddu.
Lífsgildi þessa merka manns, afa
míns, get ég tekið mér til fyrirmynd-
ar á alla lund. Ég mun sakna hans
sárt.
Þorgeir.
Elsku afi Þorgeir. Margar mínar
fyrstu og ljúfustu æskuminningar
tengjast þér enda var ég mikil afa-
stelpa frá fyrstu tíð. Ein slík var þeg-
ar þú varst að slá grasið með orfi og
ljá við sumarbústaðinn við Hafra-
vatn. Þið amma kölluðuð mig kaupa-
konuna ykkar þar sem ég, þriggja
ára, vildi ólm hjálpa til og tíndi heyið
saman í eina stóra hrúgu sem ég vildi
síðan hoppa út í.
Alveg frá því ég var smástelpa
hvattir þú mig til dáða. Ein jólin vor-
um við í heimsókn hjá ykkur frá
Bandaríkjunum. Ég hafði tekið með
mér heimalærdóm. Þér tókst á ein-
stakan hátt að glæða áhuga minn á
reikningnum og gera lærdóminn
skemmtilegan. Brýndir þú mig einn-
ig alloft og sagðir að ég væri seig.
Það var ætíð gott að koma til ykk-
ar ömmu á Norðurbrún. Ávallt var
tekið fagnandi á móti manni og hafð-
ir þú einnig mikinn áhuga á því sem
maður var að fást við. Ég man ekki
eftir að hafa séð þig öðruvísi en með
bros á vör og kátan og oftar en ekki
að stýra hópsöng í fjölskylduboðun-
um.
Minnist ég þess hve hlýlega þið
amma tókuð á móti dóttur minni
þegar hún fæddist, fyrsta langafa-
barnið, fyrir fjórum árum. Heimsótt-
uð þið mig upp á spítala í tvígang og
dáðust að barninu í vöggunni. Þú
varst alltaf með eindæmum barngóð-
ur. Í síðustu heimsókn okkar til þín á
Landakot fannst þér svo gaman að
sjá börnin mín tvö. Dóttur mína kall-
aðir þú reyndar mínu nafni, vænt-
anlega vegna þess hve mikið hún lík-
ist mér þegar ég var á hennar aldri
og minnið aðeins farið að gefa sig. Þú
sagðir svo að þér liði vel þarna, að þú
værir sveipaður friðsemdarhjúp eins
og þú orðaðir það skemmtilega. Mér
fannst þú líta svo vel út og varst
hress að vanda þannig að ég átti ekki
von á að kveðjustundin væri svo
nærri.
Afi minn, ég verð þér ævinlega
þakklát fyrir alla þá hvatningu, ást
og hlýju sem þú hefur gefið mér í
gegnum tíðina. Ég kveð þig með
söknuði og trega í hjarta mínu um
leið og ég bið góðan guð að geyma
þig. Elsku amma Ása, missir þinn er
mestur, við reynum okkar besta að
styrkja þig í sorginni.
Erla Sigríður Gestsdóttir.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég afa minn, Þorgeir Gestsson
lækni. Frá því að ég man fyrst eftir
mér hefur afi Þorgeir verið kjölfesta
í minni tilveru. Ég kynntist honum
fyrst sem glaðværum, ljúfum, nokk-
uð aldurhnignum fyrirmyndarmanni
sem hafði einstakt lag á því að láta
fólki líða vel í kringum sig. Síðar
komst ég að því að þetta átti ekki
einvörðungu við um afkomendur
hans og ömmu Ásu heldur þá fjöl-
mörgu sem honum höfðu kynnst á
lífsgöngunni, hvort sem það voru
sjúklingar, vinir, ættingjar sjúklinga
eða aðrir sem höfðu haft einhver
kynni af afa. Hann var örugglega
góður, vandvirkur og glöggur læknir
en hafði líka þá mannkosti að sýna
ávallt viðmælendum sínum áhuga,
alúð og virðingu.
Afi hafði djúpstæð áhrif á líf mitt
eins og annarra barnabarna sinna.
Áttaði ég mig á því þegar ég komst
til vits og ára að það voru alger for-
réttindi að eiga hann að. Hann bar af
öðrum í framgöngu sem einkenndist
af hógværð, kátínu og ljúfmennsku.
Afi var mikill fjölskyldumaður og
fylgdist með okkur öllum með að-
dáun og stolti. Umhyggja hans fyrir
ömmu var einstök og þegar heilsan
var biluð og kraftar þrotnir var sú
umhyggja endingarbest allra hans
áhugamála.
Samband okkar afa var einstakt.
Hann hafði alltaf tíma til að ræða
málin og alltaf talaði hann við mann
sem fullorðinn einstakling á jafnræð-
isgrundvelli. Hann hafði einstakt lag
á því að draga fram það besta í hverj-
um og einum og hann hafði þann
hæfileika að geta notið augnabliks-
ins hvað sem haft var fyrir stafni.
Lýsandi dæmi um það er að í hvert
skipti sem ég kom í heimsókn í Norð-
urbrúnina, Dalbrautina, Fríðuhús
eða Landakot hafði ég það fyrir
reglu að spila fyrir hann á píanó eða
orgel. Þeir sem þekkja mig vita að ég
er glamrari af verstu sort. Þrátt fyr-
ir það upplifði ég mig sem algera
stjörnu þegar ég spilaði fyrir þennan
annálaða söngmann, afa Þorgeir, og
við sungum saman.
Elsku afi. Takk fyrir allt, samvist-
irnar, gleðina sem þú smitaðir frá
þér, lífsgildin og mannkostina sem
hafa mótað okkur afkomendur þína
og verða okkur veganesti um ókomin
ár.
Með söknuði og þakklæti kveð ég
þig, afi minn.
Þinn sonarsonur,
Bogi Guðmundsson.
Elsku afi minn, mér þykir svo sárt
að missa þig og vildi að þú hefðir get-
að verið áfram með okkur, svo bros-
andi og glaður eins og þú varst alltaf.
Ég mun minnast þín með bros á vör
því ég hef aldrei upplifað þig öðru-
vísi. Þú varst alltaf sá sem sagðir
brandara eða spurðir skemmtilegra
spurninga svo það var mikil gleði í
kringum þig hvar sem þú fórst. Ég
man vel eftir öllum ferðunum á
Hafravatn þar sem við Gulli og þú
heyjuðum og svo var amma búin að
undirbúa pönnukökur með kaffinu,
þú gafst aldrei upp á því að sjá um
lóðina þó þú værir orðinn gamall í
erfiðisstörfin. Síðan lékum við MA-
kvartettinn á leiðinni til baka og
sungum með. Ég man líka þegar ég
var lítil og ætlaði aðeins að breyta til
í stofunni hjá ykkur ömmu á Norð-
urbrún og gera hana meira eftir
mínu höfði. Ég ýtti öllum bókunum í
bókahillunum inn, þú komst að mér
þegar ég var búin og spurðir hvað ég
væri að gera, og að þú vildir nú ekki
hafa þetta svona, með bros á vör.
Daginn eftir varstu svo búinn að ýta
öllum bókunum til baka án þess að
láta í ljós að þú værir ekki glaður
með verk mín. Þú varst ótrúlega
duglegur alltaf, einstaklega jákvæð-
ur og elskaðir að syngja, svo ætíð
þegar gripið var í píanóið í Fjarðar-
ásnum eða harmónikurnar varst þú
mættur þar við hlið og söngst með.
Minningarnar um þig og samveru
okkar eru svo ótalmargar og gæti ég
skrifað endalaust um gæsku þína og
ágæti. Afi, þú varst glæsilegur mað-
ur sem allir litu upp til og héldu upp
á og hafa það verið forréttindi að
kynnast þér. Ég hefði ekki getað
fengið betri afa en þig. Vonandi verð
ég eins og þú og munt þú ætíð vera
hjá mér í anda.
Elsku amma, sendi þér mína bestu
strauma á þessum erfiða tíma.
Þín
Inga Eiríksdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Þorgeirs Gestssonar, afa
eiginkonu minnar, og þakka honum
góð kynni. Hann tók einstaklega vel
á móti mér þegar ég var að kynnast
fjölskyldunni hans. Hann var léttur í
fasi og áhugasamur að fræðast um
framtíðaráform nýliðans. Nokkur
heilræði fengu að flakka með sem
urðu að góðu veganesti fyrir mig og
Erlu.
Þorgeir var heill í gegn og góð
fyrirmynd. Hann var einn af þessum
mönnum sem nutu þess fremur að
gefa en þiggja. Hann var hógvær,
dálítið stríðinn þegar færi gafst og
alvarlegur þegar við átti.
Fátt virtist honum líka betur en að
samgleðjast yfir afrekum fjölskyldu-
meðlima. Ef einhver þurfti aðstoð
var hann ætíð tilbúinn að leggja sitt
af mörkum, enda mannvinur mikill.
Að sjá fólk vaxa og dafna var honum
yndisauki. Sá ég þetta meðal annars
í því hve mikinn áhuga hann hafði á
menntun og framgangi barnabarna
sinna. Fjölskyldan var hornsteinn-
inn og að henni hlúðu Þorgeir og Ása
svo sannarlega vel, í leik sem og
starfi. Þorgeir skilur eftir sig glæsi-
lega afrekaskrá, stóra og myndar-
lega fjölskyldu, farsælan söngferil
og merkilegt ævistarf.
Kæri Þorgeir, innilegar þakkir
fyrir allt. Guð blessi þig og þína.
Hugi Sævarsson.
Þorgeir Gestsson læknir og bróðir
minn frá Hæli í Gnúpverjahreppi,
lést á Landakotsspítalanum 19.
þessa mánaðar eftir langvarandi
veikindi.
Við systkinin vorum sex sem kom-
umst upp, fimm drengir og ein
stúlka. Gísli safnvörður við Þjóð-
minjasafnið dó árið 1984, þá 77 ára,
og Einar bóndi á Hæli sama ár,
tæpra 76 ára, systir okkar Ragnheið-
ur húsfreyja á Ásólfsstöðum dó árið
1997, þá 79 ára, og svo Þorgeir, sem
var rúmlega 90 ára þegar hann dó.
Eftir eru þá aðeins við Steinþór, báð-
ir við allgóða heilsu. Við höfum öll
systkinin náð háum aldri og búið
lengst af við góða heilsu og sama má
segja um móður okkar sem dó árið
1969 þá 84 ára. En stóra áfall ætt-
arinnar var þegar heimilisfaðirinn
fékk spönsku veikina 1918 og lést að-
eins 38 ára gamall. Þorgeir var þá
fjögurra ára og Steinþór fimm ára,
ég hálfs þriðja árs og systir okkar á
fyrsta árinu, en elstu bræðurnir Gísli
og Einar ellefu og tíu ára. Móðir okk-
ar var þá aðeins þrjátíu og tveggja
ára og Einar föðurafi okkar mjög
farinn að heilsu og dó árið 1920, þá
77 ára.
Búið á Hæli var mjög stórt og
margt mælti með því fyrir móður
mína að hún brygði þá búi, en föð-
urbróðir okkar Eiríkur lagði til að
móðir mín héldi áfram að búa, þar
sem börnin kæmu brátt til aðstoðar
og það varð úr, næstu sex árin til
1924. Þá var heimskreppan að byrja
að þjarma að landbúnaðinum og því
leigði móðir mín ¾ hluta jarðarinnar
til ársins 1929, en þá yfirtók hún
reksturinn á allri jörðinni. Við börn-
in vorum flest heima, en unnum þó
jafnframt sum nokkuð út í frá og
flest okkar fórum eitthvað í skóla og
tókum gagnfræðapróf en lásum
heima að verulegu leyti. Á þessum
árum frá 1929 til 1936 áttum við
systkinin indæl ár, þar sem við vor-
um að ná miklum þroska bæði lík-
amlegum og andlegum og fundum
það að vinnan við bústörfin léttist
með ári hverju og svo vorum við
komin með býsna góðan karlakvar-
tett á heimilinu og gátum án mikillar
fyrirhafnar komið með söngpró-
gramm hvenær sem tími gafst til frá
bústörfunum og tilefni gafst til að
skemmta sér og öðrum með góðum
söng.
Við yngri systkinin fórum eitthvað
í framhaldsskóla þessi ár. Þannig
fóru þeir Steinþór og Þorgeir eitt-
hvað í tímakennslu í Reykjavík í árs-
byrjun 1932 og síðan í MA um haust-
ið og tóku gagnfræðapróf þar vorið
1933.
Það var svo í jólafríinu 1932–33
sem þeir Steinþór og Þorgeir stofn-
uðu MA-kvartettinn með þeim Jóni
frá Ljárskógum og Jakobi Hafstein.
Þeir byrjuðu að syngja opinberlega
undir vorið á Akureyri og á Húsavík
og urðu þá þegar einstaklega vinsæl-
ir, enda allir ágætlega músíkalskir
og með frábærar söngraddir. Stein-
þór var söngstjórinn, en lét lítið bera
á því að nokkur stjórnaði, en þess í
stað léku þeir oft með söngnum í
gamankvæðum, einkum þeir Stein-
þór og Jakob, Jón sem hafði frábæra
bassarödd, hljómþýða og hljóm-
mikla, og einstaklega sjálfstæða, svo
að allir hrifust, þegar Jón fór á kost-
um í sínum fegurstu bassasólóum.
Þorgeir hafði einstaklega örugga og
þolgóða tenórrödd og ég hef sjálfur
oft sungið tenórröddina með honum,
t.d. í hreppakórnum og man ég ekki
eftir að hafa sungið með nokkrum
öðrum tenór, sem var jafnþægilegt
að syngja með. Í laginu „Kom vor-
nótt svo hlý“ brilleruðu þeir Jón og
Þorgeir svo unun er á að hlýða í
hvert sinn sem lagið er flutt í Út-
varpinu, og þó er upptakan slæm.
Þorgeir hélt röddinni nokkuð vel
SJÁ SÍÐU 34
Elsku pabbi okkar, tengdafaðir og yndislegi
afi,
VÍKINGUR ÞÓR BJÖRNSSON,
fyrrv. eldvarnareftirlitsmaður,
Munkaþverárstræti 2,
Akureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. júní sl.
Kristján Víkingsson, Guðrún Óðinsdóttir,
Björn Víkingsson, Þórunn Árnadóttir,
Guðrún Björg Víkingsdóttir, Pálmi Stefánsson,
Þóra Víkingsdóttir, Snorri Snorrason,
Finnur Víkingsson, Steinunn Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR
frá Sviðningi,
Skagabyggð,
andaðist þriðjudaginn 21. júní á Heilbrigðis-
stofnuninni Blönduósi.
Útförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KNÚTUR KRISTJÁN GUNNARSSON,
húsgagnabólstrari,
lést á sjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, föstu-
daginn 17. júní sl.
Kristín Ólöf Nordquist,
Ragnar Már Knútsson, Ólafía Guðrún Jóhannsdóttir,
Gunnar Örn Knútsson,
Elsa Björk Knútsdóttir,
Rósa Knútsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Sigríður Knútsdóttir,
Kristín Ólöf Knútsdóttir, Sverrir Herbertsson,
Knútur Kristján Knútsson, Guðrún Bragadóttir,
Marinó Knútsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ALDÍS G. EINARSDÓTTIR,
Dalalandi 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 16. júní.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 24. júní kl. 11.00.
Birgir Örn Birgis,
Guðrún Hulda Birgis, Kristján Þór Gunnarsson,
Birgir Svanur Birgis, Ragnheiður H. Ragnarsdóttir,
og barnabörnin.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
ÞÓRÐUR ANNAS JÓNSSON
frá Gestsstöðum,
áður til heimilis
í Markholti 7,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstu-
daginn 24. júní kl. 15.00.
Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega látið dvalar- og hjúkrunarheimilið
Grund njóta þess.
Sæberg Þórðarson, Magný Kristinsdóttir,
Guðbjörg Þórðardóttir, Stefán Magnús Jónsson,
Guðmundur Vignir Þórðarson, María Kristjánsdóttir,
Bergþóra Þórðardóttir, Viggo Jensson,
Brynjar Viggósson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.