Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR allt til dauðadags og er það mjög óvenjulegt með lýríska tenóra. En hann var alla tíð einstaklega þolmik- ill tenór og glæsilegur söngvari af guðs náð. Við systkinin nutum þess að vinna saman að heyskap á engjunum á Hæli. Öll höfðum við ákveðið verk- svið, a.m.k. frá árinu 1931 og til og með árinu 1936, eða í sex ár. Sér- staklega var þetta svo í þurrkum og í hirðingum. Þá reið á að allir fengju verk að vinna, sem þeir gætu náð miklum afköstum við, og yfirleitt reyndum við að láta það verk, sem hverjum einum var ætlað, ganga vel. Einar hafði það verk með höndum að leggja á heybandslestina og fara síðan á milli eins og það var kallað og reiða heyið heim í garð, taka ofan og sjá um að hlaða úr svo reipin vantaði ekki á teiginn til sætningarmann- anna. Steinþór batt allt sem sætn- ingarmennirnir komu í sátur og hjálpaði svo Einari að láta upp, en á Hæli var alltaf borið á átta hestum og oft verið þrjú kortér á ferðinni. Þá áttum við Þorgeir að sæta og þrjár til fjórar konur að hafa við okkur að koma heyinu í múga. Í hirðingum þurftu allir að flýta sér því að oft voru hirðingarnar í þurrklokum og þá stundum stutt í úrkomu. Það þætti ekki góður gangur ef sætning- armaður sætti ekki tíu sátur á klukkustund eða á fimm tímum 30 hesta. Einkennilegt var það, að alltaf var það svo að við Þorgeir fylgdumst nákvæmlega með hvað hvor okkar sætti og ef annar var kominn hálfri sátu á undan, þá mátti hinn passa sig og flýta sér að ná í hann því í sátu á undan var alltof hættulegt að leyfa honum að komast. Þorgeir var alls ekki sterkari en ég og mér sýndist hann aldrei hamast eða taka nærri sér við sætningu, en hann var svo lagvirkur að allt lék í höndunum á honum og tvíverknaður var aldrei hjá honum í sætningunni. En þó að okkur liði vel heima á Hæli þá varð ljóst vorið 1936, þegar bræður mínir Einar og Steinþór ákváðu að gifta sig og stofna hvor fyrir sig sjálfstæðan búskap á jörð- inni, að við Þorgeir bróðir urðum að ráða fram úr hvað nú væri til ráða fyrir okkur. Eftir heilmiklar vanga- veltur varð svo úr, að við drifum okk- ur í 4. bekk MR haustið 1936 með hjálp frænda og vina. Síðan varð úr að við fengum leyfi til að lesa 5. bekk utanskóla um vorið og sumarið 1937 og tókum svo utanskóla stúdentspróf vorið 1938 með sæmilegum árangri. Þetta var náttúrlega heilmikil þrekraun fyrir okkur báða, þar sem við höfðum fremur lélegan undir- búning og ekki auðvelt að lesa 5. bekk í stærðfræðideild utanskóla. En okkur var hjálp að því að fylgjast að og okkur kom svo vel saman að seinna árið sáum við ekki ástæðu til að vera með nema eina buddu sam- eiginlega, því að annars vorum við alltaf að taka krónulán hvor hjá öðr- um. Ég man það meðan ég lifi að það var stór stund, eftir að við höfðum lokið öllum prófum, þegar Stefán Ólafsson frá Kálfholti, mikill heim- ilisvinur, ásamt konu og dóttur, bauðst til að keyra okkur bræður austur að Hæli sunnudaginn 21. júní á sínum góða bíl. Veðrið var ágætt og við vorum orðnir heimfúsir eftir að hafa setið yfir námsbókunum nærri tvö ár og náð tilskildum áfanga á námsbrautinni. Ég man það að það greip mig mikil eftirvænting þegar bíllinn stansaði á Kambabrún og lág- lendið mikla og frjóa breiddi sig út fyrir framan okkur austur til Eyja- fjalla. Síðan var ekið um Selfoss, sem nú var að verða dálítið þorp með á ann- að hundrað íbúa. Þegar upp á Skeið kom var meginhluti landsins undir vatni, alveg upp undir Reyki. Vegur var kominn austur yfir Sandlækjar- mýri og áfram upp undir Geldinga- holt. Bíllinn var stöðvaður í Vonar- skarði, en þar blöstu við bæjarhúsin á Hæli. Þarna stóð nýja íbúðarhúsið í gamla umhverfinu, umkringt af gömlu peningshúsunum sem pabbi byggði fyrir meira en 20 árum. Áveiturnar voru enn undir vatni og þennan dag spegluðu sig í vatnsflet- inum hæðir og hálsar, en brátt yrði vatninu hleypt af þeim, en þá hæfist engjaslátturinn. Það var búið að flagga á Hæli og allt fólkið stóð úti á tröppum Við Geiri undum okkur út úr bíln- um og upp á stéttina með stúdents- húfurnar á kollinum, en þá kom hann afi á móti okkur og greip af sér húf- una og tók djúpt ofan fyrir okkur. Þá kom hún mamma og sagði þeg- ar hún hafði kysst okkur og óskað okkur til hamingju með prófið, að pabbi okkar hefði verið búinn að hafa orð á því, að við börnin ættum öll að taka stúdentspróf, en síðan yrði að sjá til með framhaldið. Hún sagði að hún væri svo glöð að þetta hefði tek- ist hjá okkur Geira með góðra vina hjálp. Það væri svo dýrmætt að geta uppfyllt óskirnar hans Gests, sem var svo framsýnn og vissi hvað öllum væri fyrir bestu. Seint í ágúst þetta sumar skildu leiðir hjá okkur bræðrum. Ég fór þá til Kaupmannahafnar til náms í bú- fræði, en Þorgeir seinna þetta sumar í læknisfræði við Háskóla Íslands. Ég lokaðist inni í stríðinu í Kaup- mannahöfn og komst ekki heim fyrr en í stríðslokin í júlí 1945. Þegar ég kom til Reykjavíkur hafði Þorgeir nýlokið læknisprófi og gegndi nú starfi héraðslæknis í Ár- neshéraði á Ströndum til 1946. Hann gegndi svo héraðslæknisstörfum í Neskaupstað og síðar á Húsavík og loks í Hvolshéraði og hafði þá verið í full tuttugu ár héraðslæknir og gegnt vandasömum og erfiðum verk- efnum og sá um t.d. rekstur sjúkra- húsa bæði í Neskaupstað og Húsavík en síðast starfaði hann sem heimilis- læknir í 24 ár í Reykjavík. Ég heimsótti Þorgeir oft og fylgd- ist með hans störfum og kynntist því að hann var alls staðar mjög mikils metinn og naut einróma trausts hvar sem hann var og sjálfur kynntist ég og fjölskylda mín læknishæfileikum hans og samviskusemi í starfi. Þá gleymist seint gestrisni þeirra hjóna þegar við hjónin og börnin komum í heimsókn og oft var gist þar og börn- in nutu þess að vera þar eins og heima hjá sér, enda voru þau bæði, Þorgeir og Ása, einstaklega barngóð og höfðingjar heim að sækja. Þorgeiri voru gefnir miklir hæfi- leikar, bæði starfsgeta og samvisku- semi, og söngrödd og músíkalska hæfileika hafði hann mikla. Mér sýnist að synir hans þrír, sem allir eru læknar, séu allir orðnir miklir læknar og sönghæfileikann hafa þeir erft einnig. Ég votta konu Þorgeirs, Ásu Guð- mundsdóttur, sonum þeirra og kon- um, og stórum og glæsilegum hópi barnabarna innilega samúð við and- lát Þorgeirs Gestssonar. Við fjöl- skylda hans kveðjum hann öll með sárum söknuði. Blessuð veri minning hans. Hjalti Gestsson. Mér þykir mjög leitt að geta ekki verið viðstaddur jarðarför föður- bróður míns Þorgeirs í dag. Ég minnist Geira frænda mest sem ung- ur drengur þegar hann kom í heim- sókn til móður sinnar, bræðra og systur á Hæli. Þó oft hafi verið glatt á hjalla var eins og gleðinni væri skipt upp í næsta gír þegar Geira bar að garði. Hann var læknir af lífi og sál og glatt geð hans og góðvild læknuðu sjálfsagt ekki síður en vís- indaleg þekking hans á læknisfræð- inni. Ég man þegar ég var sjö ára gamall og fékk flís í tána, að þá var ég svo heppinn að hann var í heim- sókn. Átti ég mjög bágt og grét sáran. Hann og pabbi birtust og það skipti engum togum að Geiri tók upp vasahnífinn sinn og sagði við mig: „Bíttu á jaxlinn og bölvaðu í hljóði.“ Áður en ég vissi var flísin farin og ég byrjaður að hlæja. Þessi fleygu orð hafa oft komið upp í hug minn síðan og breytt tárum í bros. Aðra lækn- ingasögu kann ég af Geira. Kona nokkur ónefnd sem giftist einum af sonum þeirra Hælsbræðra átti dreng sem fékk flensu tveggja til þriggja ára. Hann var á batavegi en alltaf með hitavellu á kvöldin í lang- an tíma. „Hvernig væri bara að hætta að mæla hann?“ sagði lækn- irinn, söngmaðurinn og mannvinur- inn Þorgeir. Hefur drengnum ekki orðið misdægurt síðan. Ásu, Guðmundi, Gesti, Eiríki og fjölskyldum óska ég guðsblessunar á kveðjustund. Og Þorgeir, berðu bræðrum þínum kveðju mína. Eiríkur Einarsson. Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng sem aldrei deyr. (Þorsteinn Vald.) Rangæingar hafa í tímans rás ver- ið ánægðir með héraðslækna sína, virt þá og metið. Vilji gömlu sýslu- nefndanna var að búa sem best að þeim, um það voru allir nefndar- menn sammála. Rangárvallasýsla átti höfuðbólið og læknissetrið Stór- ólfshvol þar sem sýslan reisti sjúkra- skýli 1917 og nýjan læknisbústað 1944 framan við svonefndan Bjalla þar sem fagurt útsýni heillar og stór hluti héraðsins blasir við augum. Í byrjun júlímánaðar árið 1958 flutti í þennan læknisbústað héraðs- ins glæsileg fjölskylda frá Húsavík, Ása Guðmundsdóttir húsmæðra- kennari frá Kaldbak á Melrakka- sléttu, Þorgeir Gestsson læknir frá Hæli í Gnúpverjahreppi, sonur Gests Einarssonar bónda, eins merkasta manns sinnar samtíðar í bændastétt og Margrétar Gísladóttur frá Ásum, organista. Eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni segir máltækið. Drengirnir þrír, sem komu með foreldrum sínum í Hvolsvöllinn heita Guðmundur, Gestur og Eiríkur Ingvar, allir læknar hámenntaðir í sínum sér- greinum og svo sannarlega læknar af Guðs náð. Vissulega setti þessi fjölskylda svip á bæinn. Það var einn sólríkan morgun á fyrsta eða öðrum degi veru fjölskyldunnar í Hvolsvelli að ég sá glæsimennið og heimsborgarann Þorgeir Gestsson lækni. Þennan sviphreina mann með hýruglampa í augum sem fylgir þeim sem jafnan sjá það broslega í tilver- unni. Eiginkona mín hafði farið í fótaaðgerð í Reykjavík og kom heim með gifsaðan fót, en gifsið hafði brotnað og laskast. Nú var úr vöndu að ráða því nýi héraðslæknirinn var ekki búinn að koma sér fyrir en samt leituðum við til hans, sem tók okkur með hlýju brosi. Gifsaði fótinn af sér- stakri handlagni. Þannig voru fyrstu kynnin af manninum sem stofnaði MA kvart- ettinn með bróður sínum Steinþóri, Jakobi Hafstein og Jóni frá Ljár- skógum. Vissulega hafði grammófónplatan góða verið óteljandi sinnum spiluð á mínum bæ og nú stóð 1. tenórinn fyr- ir framan mig sem átti hinn hreina tón sem aldrei brást til hæstu hæða. Það liðu ekki margir dagar þar til ég bað Þorgeir að syngja með okkur í Kirkjukór Stórólfshvolskirkju. Já, ekkert var sjálfsagðara og svo söng hann með okkur öll árin sem hann þjónaði læknishéraðinu. En hann gerði meira, hann stjórnaði í raun kórnum öll árin, setti á hann nýjan blæ, ekki með taktslætti og tilsögn í orðum, heldur miðuðu kórfélagar söng sinn við rödd þessa virta radd- vísa söngvara sem hafði svo góða nærveru sem læknir og félagi sem gott var að njóta. Hvernig var hægt annað en þykja vænt um slíkan mann. Nú er góðri og hamingjuríkri ævi lokið. Fallega ten- órröddin þögnuð. En hið innra á hún enn sinn stað tær og hrein. Ég og fólkið mitt kveðjum Þorgeir Gestsson með orðum Fjallræðunnar, en þar er skráð: „Sælir eru hjarta- hreinir því þeir munu Guð sjá.“ Pálmi Eyjólfsson. Snemma árs 1937 barst okkur, fá- mennum félögum í fimmta bekk stærðfræðideildar Menntaskólans í Reykjavík, óvæntur liðsauki. Við höfðum hafið fjórða bekkjar nám átján að tölu, en vorum nú ekki nema fjórtán eftir. Þá bættust skyndilega í hópinn bræðurnir tveir frá Hæli, Hjalti og Þorgeir Gestssynir. Þeir höfðu nokkrum árum áður lokið gagnfræðaprófi á Akureyri en ekki haldið áfram námi að sinni. Um haustið höfðu þeir sest í fjórða bekk MR, en fljótlega ákveðið að flýta náminu og taka tvo bekki í senn. Fengu þeir leyfi rektors til þess að sitja í tímum með okkur fimmtu- bekkingum, og áður en langt um leið voru þeir orðnir fullgildir félagar okkar. Við tókum þeim bræðrum opnum örmum. Ekki eingöngu vegna þess að okkar fámenna bekk var liðs vant, heldur miklu fremur vegna þess að þeir fluttu með sér líf og fjör, gleði og söng. Þeir eiginleikar þeirra komu ekki síður að notum árið eftir, í sjötta bekk, þegar samvera og samheldni við máladeildarbekkinn, þar sem voru nítján stúlkur og sex piltar, hafði aukist og styrkst. Um vorið, þegar stúdentsprófi lauk, fól Pálmi rektor okkur að kynna þjóðinni hið nýja ljóð Sigurðar Þórarinssonar „Að lífið sé skjálfandi lítið gras“, en Sigurður dvaldi þá ein- mitt í skólanum á heimili rektors. Sú kynning, við skólaslit og á stúdenda- móti á Þingvöllum daginn eftir, hefði verið fátæklegri ef bræðranna frá Hæli hefði ekki notið við í söngnum. Nú, þegar Þorgeir Gestsson er kvaddur, getum við bekkjarsystkin- in sem eftir stöndum minnst þess af glöðum og þakklátum huga að hann skyldi bætast í hópinn. Jónas H. Haralz. Ég kynntist Þorgeiri ungur er við unnum saman að verkefni í siða- nefnd Læknafélagsins. Hann vakti strax athygli mína fyrir ljúfa og yfir- vegaða framkomu en þó aðallega fyr- ir það hversu honum tókst að sætta ágreiningsmál sem upp komu. Þorgeir var húmoristi og gæddur listrænum hæfileikum sem læknar gefa sér allt of sjaldan tíma til að rækta. MA-kvartettinn þar sem Þor- geir söng hefur yljað okkur um langt árabil og tónlist hans löngu orðin klassísk. Þegar ég flutti til Reykjavíkur og setti á stofn læknastofu mína árið 1988 fór Þorgeir þess á leit við mig að ég leysti hann af í veikindum. Þetta þótti mér mikill heiður. Er Þorgeir hætti störfum kom mikið af samlagsfólki hans til mín og kynntist ég þá mörgu af besta fólkinu sem ég þekki. Þorgeir var glæsilegur maður og kom mjög vel fyrir. Hann var farsæll læknir og elskaður af sjúklingum sínum. Þorgeir var víða heiðraður fyrir læknisstörf sín og aðild að fé- lagsmálum. Hann var meðal annars heiðursfélagi í Félagi sjálfstætt starfandi heimilislækna. Þorgeir á þrjá syni í stétt lækna og bera þeir föður sínum fagurt vitni með tíguleik sínum og gjörvuleik. Eru þeir jafnt og faðirinn í hæstum metum meðal lækna. Ég kveð Þorgeir Gestsson með þökk fyrir þá leiðsögn sem hann var mér í lífi og starfi og þá góðu fyr- irmynd sem hann var öllum starfs- systkinum sínum. Jón Gunnar Hannesson. Einn minna mætustu starfs- bræðra í læknastétt, Þorgeir Gests- son, er látinn á 91. aldursári, eftir langan og gifturíkan starfsferil. Hann var sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík síðasta aldarfjórðunginn af starfsferli sín- um, eða þar til hann hætti störfum 75 ára að aldri. Áður átti hann fjöl- breyttan starfsferil víða um land og erlendis og á námsárum sínum varð hann þjóðþekktur af söngferli sínum með M.A. kvartettinum. Þorgeir var farsæll læknir og virt- ur meðal starfssystkina sinna jafnt sem skjólstæðinga. Hann var ekki síður farsæll í einkalífi sínu, en hann kvæntist glæsilegri konu, Ásu Guð- mundsdóttur, árið 1945 og saman eignuðust þau synina Guðmund, Gest og Eirík, sem allir eru læknar. Óhætt er að fullyrða að góðar gáfur, listfengi og glæsileiki þeirra hjóna endurspeglist í afkomendahópi þeirra, en hann er orðinn býsna stór og þar er að finna marga lækna og tónlistarmenn. Þorgeir var einn stofnenda Félags sjálfstætt starfandi heimilislækna og síðar heiðursfélagi þess. Fyrir hönd okkar starfssystkina hans í röðum sjálfstætt starfandi heimilislækna kveð ég Þorgeir með djúpri virðingu og þakklæti og sendi eftirlifandi eig- inkonu hans ásamt sonum þeirra og fjölskyldum einlægar samúðarkveðj- ur. Ólafur F. Magnússon. ÞORGEIR GESTSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskulegur bróðir okkar og mágur, EINAR VIGFÚS JÓNSSON, Köldukinn 20, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. júní kl. 13.00. Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir, Guðni Jónsson, Berta Björgvinsdóttir, Jóhannes Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, María Jónsdóttir, Jón Pálmi Skarphéðinsson. Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og elsku- legur frændi, FRIÐMUNDUR LEONARD HERMAN, sem andaðist á heimili sínu í San Fransisco miðvikudaginn 1. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. júní kl. 14.00. Ásthildur F. Herman, Toby Sigrún Herman, Gunnar Þórðarson, Karl B. Herman Gunnarsson, Zakarías Herman Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.