Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 35
MINNINGAR
✝ Karen PetraJónsdóttir Snæ-
dal fæddist á Ei-
ríksstöðum á Jökul-
dal 26. ágúst 1919.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um hinn 14. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Gunnlaugsson Snæ-
dal frá Eiríksstöð-
um, f. 5. maí 1885,
d. 13. desember
1931, og Stefanía
Katrín Carlsdóttir
frá Stöðvarfirði, f.
28. nóvember 1893, d. 9. júlí
1956. Karen ólst upp á Eiríks-
stöðum ásamt systkinum sínum
sem eru: Steinunn Guðlaug, f. 4.
nóvember 1921, Gunnlaugur Ein-
ar, f. 13. október 1924, og Jóna
Stefa Nanna, f. 9. apríl 1932, d. 7.
mars 1993. Hálfbróðir þeirra
sammæðra er Karl Sigurður Jak-
obsson, f. 25. júlí 1937.
Hinn 28. nóvember 1943 giftist
Karen Jóhanni Eiríki Björnssyni
1970, sambýliskona hans er
Hrafnhildur Helgadóttir, f. 19.
október 1968, sonur þeirra er
Björgvin Geir, dætur Garðars og
Þórdísar Marínar Þorbergsdótt-
ur eru Berglaug Petra og Þor-
björg Jóna, börn Hrafnhildar eru
Helgi Már og Alexía. c) Elsa
Guðný, f. 25. janúar 1984, unn-
usti hennar er Kjartan Róberts-
son, f. 17. júlí 1979, dóttir hans
er Linda Elín. 3) Nanna Snædís,
f. 18. ágúst 1948, gift Guttormi
Metúsalemssyni, f. 12. maí 1947.
Dætur þeirra eru: a) Gyða Þor-
björg, f. 10. desember 1972, sam-
býlismaður hennar er Aðalsteinn
Þórhallsson, f. 30. október 1968,
synir þeirra eru Almar og Unn-
ar. b) Linda Karen, f. 29. apríl
1975, sambýlismaður hennar er
Pálmar Hreinsson, f. 18. nóvem-
ber 1974.
Karen og Jóhann hófu búskap
á Eiríksstöðum árið 1943 og
bjuggu þar allt til ársins 1978, er
þau fluttu í Egilsstaði. Eftir að
Karen flutti þangað vann hún við
ræstingar við Menntaskólann á
Egilsstöðum um árabil. Karen
stundaði nám við Hússtjórnar-
skólann á Hallormsstað 1940–
1942. Hún var ein af stofnendum
Kvenfélagsins Öskju á Jökuldal
og starfaði lengi innan þess.
Útför Karenar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
frá Surtsstöðum í
Jökulsárhlíð, f. 28.
desember 1921, d. 3.
september 2000.
Dætur Karenar og
Jóhanns eru: 1) Birna
Stefanía, f. 21. ágúst
1944, gift Ragnari
Sigvaldasyni, f. 6.
mars 1926. Synir
þeirra eru: a) Jóhann
Örvar, f. 2. ágúst
1964, kvæntur Ár-
nýju Sigurðardóttur,
f. 8. ágúst 1965, börn
þeirra eru: Ingólfur,
Björgvin, Svanur
Freyr og Sigdís. b) Sigvaldi
Hreinn, f. 29. júní 1968, sambýlis-
kona hans er Halla Eiríksdóttir,
f. 18. ágúst 1959, börn hennar
eru Eiríkur og Rósey. 2) Sigrún
Magna, f. 22. júní 1946, gift
Björgvini Geirssyni, f. 18. mars
1945. Börn þeirra eru: a) Bragi
Steinar, f. 11. nóvember 1967,
sambýliskona hans er Sonja Val-
eska Krebs, f. 9. september 1977.
b) Garðar Smári, f. 29. janúar
Elsku amma mín. Nú eru afi og
allir hinir englarnir á himnum glað-
ir. Þeir eiga nefnilega von á heims-
ins bestu pönnukökum, framreidd-
um með rjóma og rabarbarasultunni
þinni. Ef að líkum lætur býður þú
líka upp á desembertertu og jóla-
köku og ef ég þekki þig rétt, amma
mín, þá áttu örugglega ís í kistunni
sem þú dregur fram fyrir þá sem
vilja.
Þetta verður nú aldeilis veisla og
alveg öruggt að enginn fer svangur
heim, sama hve margir sitja til
borðs.
Mikið held ég að hann afi sé glað-
ur núna, að vera búinn að fá þig til
sín, amma mín. Veit líka að þú ert
ekki síður glöð að vera komin til
hans eftir bráðum fimm ára aðskiln-
að. Endurfundir ykkar afa gleðja
hjarta mitt, hugga mig og hjálpa
mér að takast á við sorgina og sökn-
uðinn. Ég er alveg viss um að þið
munuð vaka yfir mér og öllum þeim
hinum sem sakna ykkar.
Það er ómetanlegt fyrir lítinn
stelpuhnokka eins og mig að hafa
fengið það tækifæri að alast upp svo
nærri ykkur afa . Að því mun ég
alltaf búa og ég er rík af minningum
um stundirnar sem við áttum saman
í blokkinni, ég, þú og afi. Þessar
minningar fylla upp í það tóm sem
eftir situr við fráfall þitt.
Lofaðu mér því, amma mín, að
knúsa afa og gefa honum stóran
koss frá mér, beint á beran skall-
ann.
Eitt skal ég svo hafa í huga þegar
ég dreg fram gömlu pönnuköku-
pönnuna þína næst, að nota aldrei
bara undanrennu út í pönnuköku-
soppuna og spara ekki eggin. Þá er
líka eins gott að þú fylgist vel með
mér og hjálpir mér við baksturinn.
Ég verð nú að standa undir nafni,
ekki satt.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín dótturdóttir, nafna og vin-
kona,
Linda Karen Guttormsdóttir.
Sælla er að gefa en þiggja eru orð
sem lýsa Kaju ömmu og hennar lífs-
hlaupi hvað best. Frá unga aldri
hafði hún vanist því að vel væri gert
við gesti og gangandi enda var
ávallt gestkvæmt á Eiríksstöðum.
Amma var af þeirri kynslóð kvenna
sem helguðu líf sitt heimilinu. Hús-
móðurhlutverkið var henni í blóð
borið og sinnti hún því af kostgæfni
alla tíð. Gestrisni þeirra afa var
mikil og ekki annað tekið í mál en
að gestir þægju veitingar þegar þá
bar að garði. Var það yfirleitt vel
þegið enda langt á milli bæja og
samgöngur slæmar á þeim tíma.
Verkaskiptingin var skýr, afi sá um
að spjalla við gestina meðan amma
reiddi fram dýrindis veitingar.
Þetta breyttist ekki þrátt fyrir að
ferðalög yrðu auðveldari og tækju
styttri tíma, alltaf fengu gestir góð-
ar móttökur. Stundum var eins og
amma fyndi á sér að von væri á
gestum og var hún þá oftar en ekki
búin að búa sig undir komu þeirra.
Öll vorum við svo heppin að hafa
alist upp í nálægð við Kaju ömmu
og fá að njóta gæsku hennar. Alltaf
var okkur tekið eins og höfðingjum
og var hún vön að stjana við okkur á
allan hátt. Þær eru ófáar jólakök-
urnar og pönnsurnar sem við höfum
sporðrennt hjá henni fyrir utan allt
hitt sem hún reiddi fram. Amma
þurfti sífellt að hafa eitthvað fyrir
stafni og átti erfitt með að sitja
lengi kyrr. Þrátt fyrir það gaf hún
sér tíma til að setjast niður með
okkur og spila eða segja okkur sög-
ur sem oftar en ekki voru samdar
jafnóðum. Hún hafði létta lund og
var glettnin aldrei langt undan. Með
þessum kostum sínum laðaði amma
að sér fleiri börn en sín eigin og
þótti það eftirsóknarvert að koma
við hjá Kaju.
Alla tíð fylgdist amma vel með
okkur krökkunum sínum, sama hvar
við vorum stödd í heiminum, og vissi
hvað við vorum að gera og hvað var
framundan hjá okkur.
Við fráfall ömmu hefur myndast
ákveðið tóm í hugum okkar. Það er
undarlegt til þess að hugsa að geta
aldrei aftur heimsótt ömmu í blokk-
ina eins og við gerðum svo oft. Í
stað þess yljum við okkur við allar
góðu minningarnar um ömmu og
þær stundir sem við höfum notið
samvista við hana. Fyrir það erum
við þakklát.
Guð blessi minningu Kaju ömmu.
Ömmubörnin.
Karen Petra, eða Kaja eins og
hún var ávallt nefnd, lést sátt við
Guð og menn á Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum. Síðustu klukkustund-
irnar voru allar dætur hennar þrjár
hjá henni og er það lýsandi fyrir það
nána samband sem alla tíð var milli
hennar og afkomenda hennar. Fjöl-
skyldan var alltaf í fyrirrúmi, þá
aðrir vinir og vandamenn og síðast
hugsaði hún um sjálfa sig.
Kaja lifði mikla umbrotatíma en
var þó alla tíð trú uppruna sínum.
Hún var elst systkina sinna á Ei-
ríksstöðum á Jökuldal og þurfti
snemma að taka ábyrgð. Faðir
þeirra lést er hún var aðeins tólf ára
en þá var Unna systir hennar tíu
ára, Gunnlaugur sjö og Nanna rétt
ófædd. Á þessum tíma var bærinn í
alfaraleið milli landsfjórðunga og oft
gestkvæmt. Aðstæður voru þó lítið
breyttar frá öldum áður, stór torf-
bær með framhúsi úr timbri sem
var lítið einangrað og því minna
nýtt til íveru en ella og nánast ekk-
ert á veturna. Fjölskyldurnar voru
tvær og mikill samgangur á milli.
Þegar Kaja óx úr grasi fékk hún
hefðbundna menntun stúlkna í sveit
á þessum tíma, tvo vetur á hús-
stjórnarskóla að loknu barnaskóla-
námi. Hún og Jóhann Björnsson
(Lolli) gengu í hjónaband árið 1943
og ári síðar fæddist elsta dóttirin
Birna Stefanía. Sigrún Magna (Día)
og Nanna Snædís fæddust svo með
tveggja ára millibili.
Kaja og Lolli hófu búskap á Ei-
ríksstöðum, fyrst í gamla bænum en
um áratug síðar fluttu þau í nýtt
íbúðarhús sem klætt var undraefni
þess tíma, asbesti. Þótt húsið væri
nýtt var að miklu leyti byggt á
gömlum aðferðum í húshaldi. Upp-
hitun var með kolum og taði, elda-
vélin hituð upp með koksi og mikill
hluti matfanga heimafenginn. Lýs-
ing var með steinolíulömpum því
rafmagn kom fyrst á bæinn um
tveimur áratugum síðar. Kæling
matvara fór fram með því að nota
lækinn fyrir mjólkurvörur og gryfj-
ur fyrir saltkjöt og svo var auðvitað
kalt búr. Það var húsfreyjan sem
bar ábyrgð á öllu því umstangi sem
þessu húshaldi fylgdi. Að auki sá
hún ásamt bónda sínum um að
mjólka kýr en umönnun hænsna var
samkvæmt gamalli hefð í höndum
kvenna einhverra hluta vegna. Þeg-
ar dæturnar uxu úr grasi tóku þær
svo virkan þátt í öllum störfum úti
og inni. Öllu þessu kynntist ég þeg-
ar ég var í sveit hjá Kaju og Lolla á
árunum 1959 til 1965. Það var
ómetanlegur þáttur í þroskaferli
mínu. Það sama á við um ýmis önn-
ur borgarbörn sem voru um lengri
eða skemmri tíma í sveit á Eiríks-
stöðum hjá þessum sæmdarhjónum.
Eiríksstaðir er kirkjujörð og þar
var aðalmessa ársins að áliðnum
júnímánuði. Þá var fermt og skírt
fyrir sóknina og allir sem vettlingi
gátu valdið komu til messu. Það var
á ábyrgð húsfreyjanna á Eiríksstöð-
um að sjá um umhirðu kirkjunnar
og svo auðvitað messukaffið þótt
margar hendur hjálpuðust að. Kaja
var alin upp í anda gamallar gest-
risni. Öllum gestum sem stoppuðu í
hlaði var boðið inn og upp á veit-
ingar. Gisting var föl hvenær sem
var en það var haft á orði að eftir
þrjár nætur væri eðlilegt að gestir
tækju eitthvað til hendinni en ekki
sá ég að hún leitaði nokkru sinni eft-
ir því. Hún var vakandi yfir velferð
gesta heimilisins og settist ógjarnan
með þeim því sífellt þurfti að færa
matföng á borð.
Árið 1978 fluttu Kaja og Lolli til
Egilsstaða en þá tók Día dóttir
þeirra við búinu ásamt Björgvin
manni sínum og börnum þeirra.
Jörðin hefur gengið mann fram að
manni í sléttar fjórar aldir og svo er
enn því sonur Díu, Bragi, er nú tek-
inn við og var það Kaju mikið
ánægjuefni þegar það varð ljóst því
henni var annt um jörðina. Þau
hjónin bjuggu í blokkaríbúð í Út-
garði á Egilsstöðum allt þar til Lolli
lést fyrir tæpum fimm árum en þá
flutti hún í íbúð fyrir eldri borgara
og bjó þar fram að því að hún fékk
heilablóðfall í vetur leið. Síðustu
mánuði hlaut hún úrvals umönnun á
Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Þótt
húsakostur væri minni en á Eiríks-
stöðum var gestrisnin söm við sig
og það var ekki viðlit að koma við
hjá henni án þess að þiggja góð-
gerðir.
Kaja var létt í lund og hláturmild.
Hún hafði nokkuð hvella rödd eins
og fleiri á Dalnum og því fór ekki
fram hjá neinum þegar hún lagði
eitthvað til málanna. Hún hafði ríka
réttlætiskennd og var þungt í sinni
ef henni fannst hallað ótæpilega á
einhvern, jafnvel þótt hann væri
ekki nákominn. Aldrei heyrði ég
hana skemmta sér á kostnað ann-
arra eða hallmæla öðrum. Það
lengsta sem hún gekk var að segja
að hún skyldi ekki í einhverjum sem
hafði sagt eða gert eitthvað á henn-
ar hlut eða annarra. Hún var frænd-
rækin og fylgdist vel með þroska og
lífshlaupi jafnt náinna sem fjar-
skyldari ættingja. Það eru því
margir sem bera söknuð í hjarta nú
þegar komið er að kveðjustund.
Jón Snædal.
Þá hefur hún Kaja frænka hellt
upp á síðasta kaffisopann í þessu
jarðlífi til að hressa gesti sína og
veita þeim af rausn. Blessuð sé
minning hennar. Nú kemur hún
ekki oftar með fallega skál fulla af
góðgæti til að bjóða ungum sem
öldnum sem heimsóttu hana og
þáðu jafnan veitingar. Hún lagði
metnað sinn í að taka vel á móti
gestum sínum og hafði gaman af því
að spjalla við þá, hvort sem það
voru börn eða fullorðnir. Ég veit að
ömmubörnin og síðar langömmu-
börnin nutu þeirra heimsókna og
Kaja átti mörg ömmubörn þó ekki
væru þau öll hennar afkomendur.
Börn eru fljót að finna hverjir sýna
þá umhyggju og hlýju sem eftir er
leitað.
Með Kaju frænku og hennar kyn-
slóð eru ef til vill að hverfa þessar
ömmur, sem í gegn um aldirnar
hafa verið svo snar þáttur í uppeldi
barna. Ömmur sem gáfu sér tíma til
að spjalla við börnin, lesa fyrir þau
eða spila við þau og lumuðu svo allt-
af á mjólk og kökusneið þegar
huggunar var þörf eða orkan var
búin.
Mér er það mjög minnisstætt
þegar ég lítill gutti fór í heimsókn
upp í Eiríksstaði til Kaju og Lolla
og fékk að fara með henni inn í búr
að mala kaffi. Hún átti kaffimyllu
sem fest var á vegg og líktist helst
hakkavél. Þetta þótti mér merkilegt
og gott tæki og ólíkt þægilegra við-
fangs en kaffimyllan heima, sem
maður reyndi að klemma á milli
hnjákollanna meðan malað var, en
vildi oft skreppa úr þeirri klemmu
og jafnvel út á gólf. Ég var því mjög
viljugur að mala kaffið og hlaut oft
góðgæti að launum eins og nærri
má geta.
Þegar Kaja og Lolli fluttu hingað
í Egilsstaði varð stutt að fara til
þeirra. Allt of sjaldan leit ég þó við
hjá þeim til að spjalla um daginn og
veginn, rifja upp liðna tíð og þiggja
góðgerðir. En svona er tilveran orð-
in og of seint að iðrast. Fólk gefur
sér naumast tíma til að vera til,
jafnvel þó það eigi ættir að rekja
upp á Jökuldal.
Ég og fjölskyldan þökkum Kaju
frænku fyrir allar góðu samveru-
stundirnar. Þær lifa bjartar í minn-
ingunni þó hún hverfi nú á braut.
Og eitt að lokum: „Takk fyrir allt
kaffið!“
Stefán Bragason og fjölskylda.
KAREN PETRA
JÓNSDÓTTIR
SNÆDAL
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Útför bróður okkar,
ÓLA ÞÓRS INGVARSSONAR
rafvirkjameistara,
Álftamýri 40,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstuda-
ginn 24. júní kl. 15.00.
Alfreð Þorsteinsson,
Ingvar Ingvarsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN J. MÖLLER,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 24. júní kl. 13.00.
Jón S. Möller, Helga Hauksdóttir,
Valfríður Möller, Jón Karl Ólafsson,
og barnabörn.