Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 37 MINNINGAR ✝ Guðlaug Val-gerður Sigur- jónsdóttir fæddist í Miðbýli í Innri-Akra- neshreppi 1. júní 1920. Hún lést á E-deild Sjúkrahúss Akraness hinn 14. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnúsína G. Magn- úsdóttir, f. 15.3. 1897, d. 5.2. 1979, og Sigurjón Illugason, f. 14.8. 1883 á Stóra- Lambhaga í Skil- mannahreppi, d. 24.6. 1973. Hún var þriðja í hópi fimm systkina. Hin eru: Guðjón, f. 25.8. 1918, d. 18.2. 1959; Valdimar, f. 25.8. 1918, d. 17.11. 1974; Hall- gerður Ásta, f. 20.1. 1925, d. 1.11. 1933; og Sigríður, f. 1.2. 1930. Valgerður var tvígift. Maki I: 31.5. 1941, Eiríkur Sigríksson, f. 1.6. 1908 á Krossi í Innri-Akranes- hreppi, d. 31.3. 1943. Barn þeirra er Sigríkur, f. 17.8. 1941, verka- maður, maki Magnfríður Þórðar- dóttir, f. 14.4. 1945, sérhæfð fisk- vinnslukona. Börn þeirra eru: 1) Rúnar, f. 26.1. 1966, íþróttakenn- ari, maki Elísabet Steingrímsdótt- maki Sigríður Þórðardóttir, f. 9.5. 1963, skilin. Dætur þeirra eru Díana, f. 14.1. 1982, sonur hennar er Xeton Neon, f. 8.9. 2004, og Jó- hanna, f. 24.1. 1984. Maki II: Gift 6.6. 1959 Kristjáni G. Sigurðssyni stýrimanni, f. 12.1. 1910 í Hnífsdal, d. 23.2. 2003. Dætur þeirra eru: 1) Guðjóna, f. 24.11. 1958, hjúkrunar- fræðingur, maki Björn Almar Sig- urjónsson, f. 23.10. 1955, vélfræð- ingur. Barn: Kristín Björk Viðars- dóttir, f. 13.8. 1977, nemi í hárgreiðslu. Dætur hennar með Marteini Sigurðssyni, f. 4.12. 1973: Valgerður Björk, f. 29.9. 1993, og Tanja Björk, f. 15.5. 1996. 2) El- ísabet Sigríður, f. 22.2. 1960, B.S og M.S í sjúkraþjálfun, maki Að- alsteinn Huldarsson, f. 7.3. 1960, prentari. Börn þeirra eru: Helga Margrét, f. 14.5. 1988, Kristján Huldar, f. 23.3. 1990 og Guðjón Ágúst, f. 27.3. 2003. Valgerður bjó alla tíð á Akra- nesi. Hún starfað á saumastofu hjá frænku sinni Þórunni Oddsdóttur (Tótu á Akri). Sem ung ekkja hélt hún föður sínum og syni heimili og hjálpaði föður sínum alla tíð við heyskap og skepnuhald auk þess að salta síld hjá Haraldi Böðvars- syni annað veifið. Á seinni árum vann hún á prjónastofu. Annars helgaði hún krafta sína heimilinu, börnum og barnabörnum. Útför Valgerðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ir, f. 20.3. 1968, grunn- skólakennari. Börn þeirra eru: Helena f. 20.10. 1988, Nökkvi, f. 22.9. 1992 og Tinna, f. 3.1. 2004. 2) Þórður, f. 8.2. 1968, málari, maki Sigurbjörg Eyvindar- dóttir, f. 6.12. 1973, starfsstúlka á sambýli. 3) Guðlaug, f. 29.9. 1969, sjúkraliði og nemi í geislafræði, maki Heimir Björg- vinsson, f. 28.3. 1965, pípulagningameistari. Dætur þeirra: Daisy, f. 17.2. 1991, og Heiður, f. 7.1. 1993. 4) Gunnar, f. 6.9. 1970, rafsuðu- maður hjá Eimskipum, maki Sig- fríður Guðjónsdóttir, f. 30.8. 1974, BA í íslensku, starfsmaður hjá Sím- anum. 5) Einar, f. 28.4. 1973, mál- ari, maki I: Gyða Björk Ágústdótt- ir, f. 13.1. 1978, skilin. Börn þeirra eru Baldvin Orri, f. 31.10. 2000 og Kristmundur Andri, f. 11.4. 2002. Maki II: Rúna Björk Júlíusdóttir, f. 30.4. 1977, húsmóðir, barn þeirra er Jóhann Ingi, f. 10.2. 2005. Barn Sigríks með Díönu Bergmann Val- týsdóttur, f. 15.8. 1942, Valtýr Bergmann, f. 19.4. 1961, smiður, Við systur viljum minnast ástríkr- ar móður með nokkrum orðum. Sjálf hefði hún ekki viljað neitt orðskrúð um eigið ágæti, það var ekki hennar stíll. Hógvær kona sem lét verkin frekar tala. Ekki var mulið undir hana í uppvextinum, frekar en aðra á þeim tímum, fædd í torfbæ og þurfti snemma að taka til hendinni við lífs- baráttuna. Hugur hennar hefði stað- ið til náms ef þess hefði verið kostur, hún var bókhneigð og átti auðvelt með að læra. Ung varð hún ekkja með einn son og vann fyrir þeim hörðum höndum á saumastofunni hjá frænku sinni Tótu á Akri sem var henni alla tíð mjög kær. Hún hafði alltaf yndi af saumaskap og saumaði mikið á okkur dætur sínar og barna- börn. Allt sem hún gerði var unnið af mikilli vandvirkni og hagleik. Við vorum öfundaðar af flíkunum sem hún saumaði á okkur. Eftir að for- eldrar hennar skildu, bjó pabbi hennar ætíð hjá henni þar til hann lést í hárri elli. Þegar þau pabbi gift- ust og við systurnar fæddumst urðu fjárráðin rýmri og hún vann ekki ut- an heimilis þar til við vorum orðnar nokkuð stálpaðar. Við ólumst upp við mikið ástríki, guðsótta, góða siði og mikla reglusemi á öllum sviðum. Þvottur var þveginn á mánudögum, þrifið á laugardögum og bakað. Allur matur bragðaðist vel og svo bakaði hún víðfrægar tertur af tærri snilld. Mamma okkar var alla tíð kjark- mikil kona og vílaði ekki fyrir sér, þá 57 ára gömul, að hætta að vinna úti og taka að sér dótturdóttur sína. Bjó hún hjá ömmu sinni og afa ásamt móður sinni til 12 ára aldurs. Fleiri barnabörn passaði hún líka og öll nutu þau kærleiks hennar og um- hyggjusemi. Seinustu sex mánuði lífsins var hún á E-deild Sjúkrahúss Akraness, þrotin að kröftum og kunnum við starfsfólkinu þar bestu þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Falls er von af fornu tré og nú kveðj- um við kæra móður sem við eigum eingöngu góðar minningar um, þó ekki væri hún gallalaus frekar en aðrir. Með þakklæti fyrir allt sem hún var okkur því alltaf var hún vak- in og sofin yfir velferð okkar. Verði henni heimkoman góð í höll heiðríkj- unnar. Guðjóna Kristjánsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir. Á fegursta og bjartasta tíma árs- ins kveður Valla þennan heim og hverfur sjónum okkar. Það var fyrir rúmum 40 árum sem ég kynntist heiðurskonunni Valgerði Sigurjóns- dóttur, en þá var ég trúlofuð syni Valgerðar, Sigríki Eiríkssyni. Ég og Valtýr sonur okkar Sigríks munum ávallt minnast Völlu með þakklæti og virðingu fyrir þá ástúð og vináttu sem hún sýndi okkur. Drottin er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Blessuð sé minning Valgerðar Sigurjónsdóttur. Díana B.Valtýsdóttir. Nú ertu farin frá mér, elsku amma mín, og eins sárt og það er að kveðja þig þá veitir það mér samt huggun að vita að nú ert þú komin heim til afa Stjána og ég veit að þar vildir þú helst vera. Í huga mér streyma endalausar góðar minningar um þig og í öllum þeim skín gæska þín og góðvild í gegn. Elsku amma mín, það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér en það kannski bara bíður betri tíma. Mér efst í huga er samt þakklæti því þú eyddir ævinni í að gefa öðrum og fékk ég það tækifæri að vera ein af þeim sem fengu að njóta allrar ástar þinnar og umhyggju þau 27 ár sem ég náði að njóta með þér, og þó þú sért ekki hjá mér í líkama þá mun andi þinn, umhyggja og ást fylgja mér alltaf í gegnum gleði og sorgir í lífinu. Þú munt alltaf koma til með að eiga stóran hluta af mér því þú varst sú manneskja sem gafst mér trú á allt það góða í lífinu og stóðst alltaf við bakið á mér og studdir mig í gegnum allt, bæði góða tíma og slæma. Ég veit hvað Guð og afi Stjáni eru glaðir að sjá þig og því veit ég að Guð mun gefa okkur öllum styrk í sorginni. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þú verður í hjarta mína alveg þang- að til við sjáumst næst. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín alltaf Kristín. Á einstaklega mildum og fallegum sumarmorgni slokknaði á lífskerti frænku minnar Guðlaugar Valgerð- ar Sigurjónsdóttur eða Völlu eins og hún var ávallt kölluð. Valla frænka var einstök kona sem hafði ljúfa og þægilega nær- veru. Hún lét ekki mikið yfir sér né sín- um, en hún reyndist öllum þeim er til hennar komu einstaklega vel. Hún bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og hafa börnin hennar, barnabörn og barnabarnabörn ávallt getað leitað í hlýjan faðm hennar ásamt okkur öllum hinum sem áttum sess í hjarta hennar. Frá því ég man eftir mér bjó afi Sigurjón hjá Völlu og annaðist hún og fjölskylda hennar hann af mikilli natni alla tíð. Valla frænka var lífsreynd kona. Ung missti hún fyrri mann sinn frá ungum syni þeirra. Jafnframt sá hún á bak systkinum sínum hverju á fæt- ur öðru. Systur sína og bræður missti hún langt um aldur fram. Það er ekki nokkur vafi að það hefur mótað hana og þroskað enda bar lífs- þroski hennar þess merki . Valla tók öllu sem að höndum bar af einstakri ró og yfirvegun. Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, Það vakti mér löngum lotning: í örbirgð mestu þú auðugust varst, og allskyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning. ( M. Joch.) Valla var mikil hagleikskona og hafði hún yndi af öllum saumaskap. Hún saumaði mikið í gegnum árin, bæði á sig og dætur sínar. Ekki fyrir svo margt löngu saumaði hún ís- lenska búninga á dætur sínar, þær Guðjónu og Elísabetu. Einnig saum- aði hún á nöfnu sína hana Guðlaugu dóttur Sigríks. Þetta verk vann hún af einstakri natni og handbragðið einstaklega fallegt. Ég kom oft á mínum uppvaxtarár- um til Völlu frænku enda mikill sam- gangur milli heimilanna því móðir mín og hún voru systur. Alltaf tók hún vel á móti manni með sínu glað- lega yfirbragði og alltaf var stutt í glettni. Ekki var veisluborðið henn- ar Völlu af lakari endanum. Kökurn- ar hennar voru mikið lostæti. Sú list hefur yfirfærst á dætur hennar því það er sama hvort maður kemur til Guðjónu eða Elísabetar, alltaf er hlaðið kaffiborð af dýrindis kökum. Það er ekki langt um liðið síðan ég fékk að njóta samvista við systkinin og Völlu. En það var þegar þær syst- ur héldu upp á 85 ára afmæli móður sinnar og að sjáfsögðu var boðið upp á dýrindis kökur og kræsingar. Er ég þakklát þeirri stund nú í dag því okkar samvistir urðu ekki fleiri. Það eru einstaklega ljúfar minn- ingar sem fara í gegnum huga minn þegar ég lít til baka og hugsa til hennar frænku minnar. Ég tel mig ríkari að hafa fengið að vera sam- ferða þér í lífinu um leið og ég þakka samfylgdina. Megi góður guð leiða þig í ljósið þar sem ég veit að þú átt góða heimkomu meðal ástvina. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hennar og þeirra fjölskyld- um innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Guðrún Þórðardóttir. VALGERÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Nú ertu horfin á brott úr þessu jarðlífi, elsku systir mín. Eftir sitja ljúfar minningar um glaðlynda systur sem var alltaf til í slá á létta strengi. Jafnvel á erfiðum stundum í veikindum þínum var stutt í brosið. Það var ein saga sem mamma stríddi þér oft með sem fékk okkur systkini þín til að hlæja. Þú hélst því nefnilega fram við mömmu, í upp- reisn unglingsáranna, að þú ætlaðir að heiman við fyrsta tækifæri. Það kom svo á daginn að af sjö systk- inunum varst þú hvað heimakærust og þetta breyttist eiginlega í að mamma ætlaði aldrei að losna við þig að heiman. Þér var ýmislegt til lista lagt en varst þó sérstaklega orðlögð fyrir saumaskapinn en þú varst varla EDDA SNORRADÓTTIR ✝ Edda Snorra-dóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 21. júní. kominn af táningsaldri þegar þú varst farin að sauma á þig og aðra alls kyns flíkur. Svo mikill var áhuginn að klukku- stundar matarhlé var notað til að skjótast heim til að halda áfram með saumaskapinn. Þarna naustu leiðsagn- ar mömmu og var oft þröng á þingi í eldhús- inu þegar sníðapappír- arnir þöktu borð og gólf. Þú saumaðir á mig útskriftarfötin þegar ég útskrifaðist úr MH og var ekki laust við að bróðir þinn tæki sig vel út með stúdentshúfuna í jakkafötunum frá Eddu systur. Ári seinna var ég reyndar á gangi á götu í Flórens á Ítalíu þegar víkur sér að mér bandarísk kona sem sagðist eiga son á sama reki og ég og ég yrði að segja sér hvar ég hefði fengið þenn- an fallega jakka. Ég sagði henni sem var að systir mín hefði saumað hann og var ekki laust við að vantrú skini úr andliti konunnar. Þú varst vön að gera hlutina með hraði og víst bar andlát þitt brátt að þegar stundin loks rann upp. Ég hvíslaði því í eyra þitt þar sem þú lást, svo friðsæl, og ég endurtek það nú: „Bless, elsku Edda mín, við sjáumst seinna.“ Þinn bróðir Arnar Snorrason. Í dag, þriðjudaginn 21. júní, verð- ur jarðsungin mágkona mín, Edda Snorradóttir. Hún andaðist á Krabbameinsdeild Landspítalans 13. júní eftir stutta legu. Ég kynntist konu minni, Margréti systur Eddu, 1962 og var strax vel tekið í fjöl- skyldunni hennar. Edda var þá að komast á unglingsárin. Hún var mjög fallegt barn og unglingur, eftir- læti allra, ólst upp í stórum systk- inahópi í Reykjavík, fór ung að vinna fyrir sér bæði hérlendis sem erlend- is. Hún vann ung við þjónustustörf í London og Kaupmannahöfn, við bókband og í frystihúsi í Hafnarfirði. Seinni árin vann hún við afgreiðslu- störf, þar til hún veiktist fyrir tæpu ári. Edda kynntist Sigurbergi Þórar- inssyni 1972 og áttu þau tvö börn, Jó- hann Snorra og Katrínu. Mikill sam- gangur hefur alla tíð verið milli heimila okkar, við höfum heimsótt hvort annað reglulega. Edda var alla tíð mjög rösk til verka, þegar hún tók sér eitthvað fyrir hendur sem ekki var sjaldan, og var hún ekki í rónni fyrr en verki var lokið. Edda var frábær að elda góðan mat og baka úrvalskökur en borðaði minnst af því sjálf, því hún var matvönd með eindæmum. Edda hafði mikinn áhuga á fötum, saumaði mikið á sjálfa sig, börnin og Sigurberg. Ég leit á þetta álengdar og hafði verulega gaman af hversu miklu hún afkastaði. Mér er sérstaklega minnisstætt skóval hennar. Ef hún vildi eignast einhverja sérstaka skó og hennar stærð var ekki til, skipti ekki máli þótt hún þyrfti að kaupa skóna einu eða tveimur númerum of stóra, að- eins að hún fengi þessa ákveðnu skó. Edda og Sigurberg fóru nánast á hverju ári út í sólarlandaferð, oftast kom hún brennd til baka. Fyrir að- eins þremur vikum komu þau frá Mallorca sem var henni líklega mjög erfið ferð. Það átti vel við hjá henni að skilja við á þessum sólríka degi 13. júní. Fyrir tæpum þremur árum varð Edda 50 ára og þá vorum við nokkur úr fjölskyldunni saman á Benidorm. Við vildum koma henni á óvart og báðum hana að koma niður á strönd kl. 2 og ganga meðfram ströndinni og finna okkur. Við höfðum búið til girðingu með fánum, grafið nafnið hennar og ártalið 50 í sandinn. Við lögðum osta, salami, skelfisk, brauð, ávexti og vín á stóran dúk í sand- inum. Mér er enn vel minnisstætt þegar hún kom gangandi að veisl- unni. Undrunin var mikil, að þetta væri gert fyrir hana. Eins og margir vita var nánast ekkert af þessum veislumat við hennar hæfi því hún borðaði ekki hvað sem var. Eddu entist ekki aldur til að sjá fyrsta barnabarn sitt sem væntan- legt er í heiminn í ágúst. Takmark hennar í veikindunum var að lifa það. Ég er viss um að hún mun fylgjast með úr fjarlægð. Þín verður sárt saknað af fjöl- skyldu minni. Ég vona og veit að samskiptin minnka ekki þótt Edda sé ekki með okkur. Jón Magngeirsson.  Fleiri minningargreinar um Eddu Snorradóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hulda Magnúsdóttir,Garðar Halldórsson; Sæunn Sigursveinsdóttir; Kristín S. Pétursdóttir; Birna. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.