Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Alda SteinunnJensdóttir fædd-
ist á Eyrarbakka 16.
september 1939.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja 15. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jens
Benjamín Þórðar-
son, f. 25. apríl 1906
í Gerðarhreppi, d. 6.
apríl 1975, lögreglu-
varðstjóri í Keflavík,
og Þuríður Halldórs-
dóttir, f. 2. nóvem-
ber 1914 á Eyrar-
bakka, d. 15. ágúst 1998. Bræður
Öldu eru: 1) Halldór Ársæll, f. 31.
júlí 1943 lögregluvarðstjóri í
Keflavík, maki María Valdimars-
dóttir, f. 26. maí 1947. Börn
þeirra: Þórey, f. 6. september
1969, maki Vilhjálmur Birgisson,
f. 24. september 1963 og Jenný, f.
29. maí 1977. 2)
Kristinn Þ., f. 28.
apríl 1946, starfs-
maður Olís á Akra-
nesi, maki Elsa
Halldórsdóttir, f.
28. júlí 1949. Þau
skildu. Börn þeirra:
Vilborg Helga, f. 18.
apríl 1971, maki
Steinar Berg Sæv-
arsson, f. 27. apríl
1973, Kristinn Jens,
f. 8. nóvember 1973,
og Hrannar Freyr,
f. 10. janúar 1980. 3)
Sævar Þorkell, f. 28.
febrúar 1955, maki Julie Maree
Price, f. 14. júní 1958. Synir hans
eru Hans Sævar og Jens Elvar, f.
26. maí 1980. Alda var ógift og
barnlaus.
Útför Öldu verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Alda systir er dáin eftir stutta
sjúkralegu. Það var í byrjun maí sem
hún greindist með illvígan sjúkdóm
og réttum mánuði síðar hefur hún
barið nesti sitt. Alda var elst okkar
fjögurra systkina og eina stelpan.
Alda var stóra systir okkar bræðr-
anna. Við Alda höfum alltaf náð vel
saman og vorum við Julie eiginkona
mín miklir vinir hennar en Alda
reyndist Julie eins og besta systir.
Alda er fædd á Eyrarbakka en for-
eldrar okkar bjuggu þar um tíma
þegar faðir okkar var þar sjómaður.
Æskuheimilið var Suðurgatan í
Keflavík þar sem við þrír bræðurnir
fæddumst og ólumst upp í faðmi for-
eldranna og undir stjórn stóru syst-
ur. Þá var Keflavík sjávarpláss og líf-
ið var leikur, hljómsveitir í hverjum
skúr og fótbolti leikinn á öllum tún-
um. Setuliðið á Miðnesheiði setti
mikinn svip á bæjarlífið og Keflavík
hefur haft sína sérstöðu vegna sam-
býlis við varnarliðið síðan. Jólaböllin í
Ungó eru mér minnisstæð. Ég var að
springa úr monti þegar stóra systir
leiddi mig niður Suðurgötuna, uppá-
búinn og inn í Ungó sem var fullt af
börnum sem biðu jólanna í mikilli eft-
irvæntingu. Þegar skólaganga mín
hófst var Alda ekki orðin kennari
sem síðar varð ævistarf hennar, hún
sá til þess alla tíð að ég skilaði heima-
lærdómnum eins og maður og stæði
mig í náminu. Alda var áhugamann-
eskja um menntun og eftir áratugi á
almennum vinnumarkaði fór hún í
öldungadeild og síðar Háskólann.
Það var stór stund fyrir móður okkar
þegar ég fór með hana á skólaslitin í
Festi daginn sem Alda útskrifaðist
sem stúdent. Eftir háskólanámið
gerðist hún kennari við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og kenndi þar til
dauðadags. Alda kenndi íslensku
enda hafði hún mikið dálæti á ís-
lenskum og erlendum bókmenntum
og átti ágætis safn bóka. Síðustu árin
hefur það verið fastur punktur í lífi
okkar Julie að keyra Öldu í verslanir
á föstudögum og sjá um kisuna henn-
ar færi hún í frí. Það verður því tóm-
legt um að litast eftir vinnu á föstu-
dögum hér eftir. Alda sýndi mér og
mínum áhugamálum alltaf skilning
og er ég henni ævinlega þakklátur
fyrir það. Ég sendi henni í lokin texta
eftir vin minn Magnús Kjartansson,
en þrátt fyrir þungbæra sorg þá
gleðst ég yfir þeim minningum og
góðu stundum sem við áttum saman.
Ég er bara káta barnið þitt.
Hvað annað?
Leik mér sæll við þetta eða hitt
og finn að
lífið allt um kring er leikfang mitt
og ég lifi.
Og á sólskinsgöngu heyri ég
mitt hjarta.
Fegurð lífsins fyllir huga minn
og ég þakka.
Guð minn ég vil þakka þér
allt sem þú gefur mér.
Ég veit þú skilur alveg
hvað ég met það mikils.
Horfi ég á garðana og trén
í blóma.
Hugsa svo um börnin prúð og pen
og róma
hvað yndislegt það er að vera til
og ég lifi.
(Þýð. úr ensku Þorst. Egg.)
Sævar Þorkell Jensson.
Í annað skipti á tæpum mánuði
hefur verið höggvið stórt skarð í rað-
ir starfsfólks Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Alda Jensdóttir var kær vin-
kona mín. Frá því að ég hóf störf við
FS hafði ég alltaf vitað af henni. Mér
hafði fundist fas hennar frekar hrjúft
og túlkaði það svo, að það væri víst
best að troða henni ekki um tær. Mér
fannst speki Hávamála um viðhlæj-
endurna og vinina sjást utaná henni.
Við Alda kenndum saman í öld-
ungadeildinni á fimmtudagskvöldum
fyrir u.þ.b. 15 árum.
Það var þá sem ég kynntist því, að
á bak við þetta ,,hrjúfa fas“ var
einkar ljúf kona, mikill húmoristi,
orðheppin með afbrigðum og sannur
vinur vina sinna. Fimmtudagskvöld-
in þessa önnina og næstu annir á eftir
urðu fagnaðarkvöld.
Við tvær, ásamt samstarfsmanni í
öldungadeild, stofnuðum klúbb til að
fagna því að langur fimmtudagur
væri að kvöldi kominn. Okkur fannst
eiginlega ómögulegt að fara beint
heim að sofa, betra að spjalla ofurlít-
ið. Það vildi oft teygjast úr kvöldun-
um þeim og oftar en ekki komu
klúbbfélagar illa sofnir í vinnuna á
föstudagsmorgni. Mikið var hlegið og
alltaf var gaman.
Alda gerðist kennari af hugsjón.
Hún var háttsett og í vel launuðu
starfi hjá Útvegsbankanum gamla,
þegar hún ákvað að söðla um og setj-
ast á skólabekk að nýju. Áður hafði
hún lokið verslunarprófi frá Verzlun-
arskólanum. Tungumálin heilluðu
hana öðrum fögum fremur og hafði
hún mjög gott vald á ensku, auk þess
að hafa þýsku, frönsku og spænsku á
takteinum þegar því var að skipta. Í
Háskóla Íslands lagði hún stund á ís-
lensku, sem síðar varð hennar aðal-
kennslugrein. Hún var frábær kenn-
ari og heyrði ég nemendur oft tala
um hve góður stafsetningarkennari
hún væri, svo ekki sé minnst á túlkun
hennar á Njálu, þó hún stykki ekki
yfir Markarfljót í fullum herklæðum
eins og söguhetjan Skarphéðinn
sjálfur. Það kom ósjaldan fyrir að
nemendur mismæltu sig og kölluðu
hana Njálu.
Hún kunni því illa þegar nemend-
ur hennar lærðu ekki heima. Henni
fannst það lítilsvirðing við starf
kennarans og vanvirðing við fagið
sjálft.
Fleyg eru orðin orð hennar þegar
henni einhverju sinni ofbauð leti og
hyskni nemanda síns: ,,Þú dettur nú
ekki um heimavinnuna þína, ég er
viss um að ef þú hefðir ekki sjálfvirkt
öndunarkerfi þá færi illa fyrir þér.“
Sagan segir að þessi nemandi hafi
aldrei eftir þetta komið ólesinn í tíma
til Öldu.
Alda var sannur ,,lífskúnstner“.
Hún hafði yndi af bókmenntum og
átti það stærsta og ríkulegasta bóka-
safn sem ég hef vitað um í einkaeign.
Þetta voru ekki bækur sem einungis
áttu að prýða veggina í stofu hennar,
heldur allt bækur sem hún hafði lesið
spjaldanna á milli. Hún naut þess að
fara í leikhús, hlusta á tónlist, ferðast
og njóta augnabliksins. Sameiginleg
vinkona okkar tveggja bauð okkur
ásamt nokkrum öðrum konum til
kvöldverðar fyrir skemmstu. Hús-
freyju fannst tilefni til að opna flösku
með ósviknu kampavíni til að skála
fyrir lífinu, því að vera til. Ég er afar
þakklát fyrir að hafa átt þessa stund
með Öldu, sem var með okkur fár-
sjúk en tiltölulega hress þetta kvöld
og sendi okkur hinum hárbeittar
háðsglósurnar eins og henni einni var
lagið, leiðrétti óvandað málfar sumra
okkar og reykti að vanda eins og
skorsteinn. Þetta kvöld töluðum við
Alda um siglingu á Dóná sem ég
hafði séð auglýsta, Vínarborg, há-
borg tónlistarinnar, menningarveislu
sem gaman væri að taka þátt í. Ég sá
blik í augum hennar. Nokkur and-
artök sagði hún ekki neitt, svo sagði
hún: „Ég var einmitt að afpanta ferð
til Vínar sem ég var búin að panta
með Sóroptimistunum.“ Þetta svar
hennar ætti að kenna manni að njóta
augnabliksins á meðan tækifæri
býðst, að lifa vel eins og til var ætlast
í upphafi.
Alda var lögð inn á spítala aðeins
örfáum dögum síðar og var mjög af
henni dregið þegar ég heimsótti hana
þangað. Hún sat framan á rúminu og
studdist við náttborðið. Eitthvað hef-
ur hún virst óstöðug í þessari stell-
ingu því hjúkrunarfræðingur var
kallaður til. Alda var spurð hvort hún
vildi ekki leggjast uppí. Svarið lét
ekki á sér standa: ,,Nei, nei, hún er
bara móðursjúk.“ Hæðnisglottinu
var síðan beint að mér, en það var
hlýja og væntumþykja í augnaráðinu.
Fleiri orð voru óþörf.
Ég vil þakka Öldu Jensdóttur sam-
fylgdina. Vinkvennahópurinn verður
ekki samur og áður. FS hefur misst
framúrskarandi fagmann. Skarð
hennar er vandfyllt og ég sakna vinar
í stað. Þegar ég hugsa til hennar örl-
ar á brosi. Ég sé hana fyrir mér
fríska þar sem hún virðir fyrir sér
landslagið og lífið í kringum sig og
læðir inn óborganlegum athuga-
semdum um spaugilegar hliðar til-
verunnar í gegnum Gouloiase-
reykskýið.
Ég bið Guð að umvefja hana kær-
leika sínum og leiða hana til ljóssins.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Aðstandendum Öldu sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Rósa Sigurðardóttir.
Alda Jensdóttir hafði kennt við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í 22 ár
þegar hún lést eftir stutta en erfiða
baráttu við banvænan sjúkdóm. Hún
var einn af fyrstu nemendum skól-
ans, stundaði nám við öldungadeild-
ina og útskrifaðist sem stúdent frá
FS árið 1979. Þá lá leið hennar í Há-
skóla Íslands þar sem hún las ís-
lensku og uppeldis- og kennslufræði.
Alda var ákveðin í að verða kennari
að námi loknu og hóf reyndar þann
feril áður en námi lauk að fullu. Jón
Böðvarsson, þáverandi skólameist-
ari, fékk hana til starfa við FS, fyrst í
afleysingar en frá 1984 var Alda fast-
ur kennari við skólann. Henni var
margt til lista lagt og kenndi m.a. vél-
ritun og þýsku fyrstu árin ásamt ís-
lenskunni. Hún var góður kennari,
hugsaði vel um nemendur sína og
gerði til þeirra sanngjarnar kröfur.
Alda hafði ákveðnar skoðanir á
stjórnmálum. Hún var vinstrisinnuð
og kallaði sjálfa sig stundum Öldu
komma. Hún las mikið og grúskaði
og var um margt fróð. Þó að Alda hafi
tekið þátt í félagslífi, svo sem innan
stjórnmálaflokka og með Soroptim-
istum, þá er varla hægt að segja að
hún hafi verið félagslynd. Hún hafði
gaman af og tók þátt í ferðalögum og
skemmtunum með starfsmönnum
skólans en hélt sig þess á milli út af
fyrir sig og átti fáa en góða vini. Alda
var orðheppin og launfyndin og kom
auga á grátbroslegar hliðar tilver-
unnar. Við fráfall hennar er skarð
fyrir skildi og missir skólans mikill,
bæði fyrir nemendur og starfsfólk en
mestur er þó missir fjölskyldunnar.
Bræðrum Öldu og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur. Minningin um mæta konu
lifir.
Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja,
Oddný Harðardóttir,
skólameistari.
Í dag kveðjum við kæra samstarfs-
konu okkar, Öldu Jensdóttur. Á
stuttum tíma hafa tvö stór skörð ver-
ið höggvin í hóp okkar, þegar þau
Alda og Gísli Torfason hverfa okkur,
og það verður undarlegt að hefja aft-
ur skólastarfið í haust án þessara
vina okkar.
Alda tengdist Fjölbrautaskóla
Suðurnesja traustum böndum. Hún
var meðal fyrstu stúdentanna sem
luku námi frá skólanum og sneri
þangað aftur að loknu háskólanámi.
Þá stóð hún hinum megin við kenn-
araborðið og starfaði sem íslensku-
kennari við skólann í rúm tuttugu ár.
Alda sinnti störfum sínum af alúð og
áhuga. Hún lét sér tækniframfarir í
léttu rúmi liggja og eltist ekki mikið
við nýjungar í kennsluaðferðum.
Alda hafði fyrst og fremst áhuga á ís-
lenskunni; tungumálinu og bók-
menntunum, og hún leit á það sem
hlutverk sitt að kynna hana nemend-
um sínum og fá þá til að skilja hvað
það er sem gerir Íslendinga að þjóð.
Þann póst stóð hún til hinstu stundar
þrátt fyrir að heilsunni hrakaði, beit
á jaxlinn og lét ekki eftir sér að
kveinka sér þangað til hún sá fram úr
því sem gera þurfti þetta vorið. Þá
vék hún til hliðar og tók örlögum sín-
um af æðruleysi líkt og kvenhetjur
Njálu sem hún mat flestum bókum
framar nema ef vera kynni ljóðabæk-
ur Hannesar Péturssonar. En það
má líka segja að sá sem leggur á
móðuna miklu með þetta tvennt að
veganesti fari ekki illa undir vista-
skiptin búinn.
Alda var góður samstarfsmaður og
félagi. Hún var ekki mannblendin en
tók þó alltaf þátt í því sem hópurinn
tók sér fyrir hendur. Þó hún hefði sig
ekki mikið í frammi fóru gáfur henn-
ar, fróðleiksfýsn og sérstök, hljóðlát
kímnigáfa ekki framhjá þeim sem
kynntust henni. Alda eignaðist góða
vini í hópi samkennara sinna og sýndi
þeim alltaf stuðning og samstöðu. Öll
kveðjum við hana með söknuði.
Við sendum fjölskyldu Öldu sam-
úðarkveðjur um leið og við minnumst
hennar með þakklæti og hlýhug.
Starfsfólk Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Alda Jensdóttir, samstarfskona
mín í mörg ár í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja, var í hópi fyrstu nemenda
minna þegar ég hóf kennslu við
Gagnfræðaskóla Keflavíkur í Kefla-
vík haustið 1975. Þá var stofnuð öld-
ungadeild við skólann og Alda hóf
nám þar. Nokkrum árum síðar út-
skrifaðist hún með stúdentspróf úr
Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem tók
við öldungadeildinni þegar hann var
stofnaður. Því næst lá leið Öldu í Há-
skóla Íslands og svo beint í kennslu
við gamla skólann sinn.
Við Alda hlógum oft að því, að eftir
áramót þennan fyrsta vetur hennar í
öldungadeildinni hafði hún látið
klippa sig stutt, en var síðhærð fyrir.
Þegar hún kom aftur til náms eftir
áramótin þekkti ég hana ekki aftur
svona stuttklippta og spurði í sak-
leysi mínu: Og hvað heitir þú?
Alda kenndi þýsku og íslensku í
mörg ár. Hún var lengi heilsuveil og
núna í vetur mátti öllum sem sáu
hana vera ljóst að hún var alvarlega
veik og sérstaklega hrakaði henni
seinni hluta vetrar. Því komu fréttir
af veikindum hennar ekki á óvart, né
heldur láti hennar í síðustu viku.
Aðstandendum Öldu votta ég mína
dýpstu samúð.
Hvíl í friði.
Magnús Ó. Ingvarsson (Mói).
Alda Jensdóttir er horfin úr vina-
hópnum og við erum mun fátækari.
Við kynntumst þegar ég byrjaði sem
kennari við Fjölbrautaskólann á Suð-
urnesjum og hún leyfði mér ekki að
komast upp með mínar allt of al-
gengu og, að hennar mati, stundum
skondnu málvillur. Aldrei lét hún ís-
lensku mína standa óleiðrétta í henn-
ar návist, slík var hennar virðing fyr-
ir móðurmáli sínu. Hennar vald á
íslensku kom fram í ótal vel orðuðum
og eftirminnilegum athugasemdum
sem lífguðu upp á allt of alvarlega til-
veru sem vinnustaður getur stundum
orðið. Strax frá byrjun unnum við
Alda vel saman ýmis störf, en eitt-
hvað fannst henni ég tala of mikið því
þegar hún heyrði að ég væri af ind-
jánaættum leit hún á mig alvarlega
og spurði: „Hét þá forfaðir þinn
Chief Big Mouth?“ og beið eftir við-
brögðum. Síðan teygðist úr munnvik-
inu öðrum megin og kom glampi í
augun á henni. Það stóð ekki á hlátr-
inum í mér eða öðrum viðstöddum og
við það fannst mér ég hafa staðist
visst próf því vináttuböndin styrkt-
ust.
Þegar ég minnist Öldu kemur
kímnigáfan strax í huga og mun ég
sakna þess þegar klúbburinn hittist,
því þennan missi getum við ekki
bætt. Vinahópurinn á margar góðar
minningar um samverustundir þar
ALDA STEINUNN
JENSDÓTTIR
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæra,
JÖRUNDAR SIGURGEIRS
SIGTRYGGSSONAR,
Ísafirði.
Helga Sigurgeirsdóttir, Hjálmfríður Guðmundsdóttir,
Eygló Harðardóttir, Runólfur Pétursson,
Sigríður H. Jörundsdóttir Hálfdán Óskarsson,
Linda Jörundsdóttir, Guðmundur Geirdal,
Martha Jörundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.