Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 39
sem hún naut sín í félagsskap sem kunni vel að meta hana. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast Öldu og hennar vinátta var mér mjög kær. Öllum ættingjum og vin- um sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Sara. Hvöss, kaldhæðin, gráglettin, ein- ræn, skelin hörð en kvikan meyr, kímnin óborganleg. Öldu sá ég fyrst þegar hún hóf kennslu við FS, óöryggi sitt og feimni faldi hún bak við kaldhæðnina og harða skelina. En fáa hef ég þekkt sem hafa unnið jafn mikið á við kynni. Við vorum lengi að kynnast, fyrstu árin eingöngu spjall í frímín- útum, síðan samflot við yfirferð prófa. Við veltum fyrir okkur undarleg- um tengingum, furðulegu tímaskyni, hlógum að skemmtilegum svörum. Í íslenskuprófi var spurt hvenær Snorra-Edda hefði verið skrifuð og svarið var: „Í eldgamla daga a.m.k. fyrir 1930.“ Alda horfði lengi hugs- andi á svarið og sagði síðan: „Hún hlýtur þá að halda að ég hafi verið fædd við kristnitökuna.“ Á seinni árum hafa kynni okkar aukist enn meir, við störfuðum sam- an í þeirri undarlegu veröld sem starfi í pólítískum flokki fylgir, þar var hún gallhörð, sjálfri sér ævinlega samkvæm. Fyrir ári sátum við löngum á úti- veitingastað á Spáni. Helsta skemmtun okkar var að horfa á fæt- ur fólks sem framhjá gekk. Síðan bjuggum við til sögur, ævisögur. Við sáum illa farnar tær og samstundis yngdum við konuna, settum hana í skó með háum hælum og mjórri tá, kjól með þröngt mitti og útvítt pils. Hver þarf kvikmyndir, þegar mynd- irnar ganga framhjá veitingahúsi á Spáni og sagnaþulurinn fyllir upp í öll skörð sem myndin gleymir? Hefð- arkonan Alda var frábær sagnaþul- ur. Hver nema Alda hefði haft þolin- mæði til að fara með fjórum tánings- stelpum í spænska Kringlu, sitja í sex klst. á veitingahúsi, safnandi saman óteljandi pokum og pinklum, meðan þær mátuðu hverju tusku í hverri einustu búð. Aldrei minntist Alda á að nú hefði hún fengið nóg, nú vildi hún fara. Engan annan hef ég þekkt sem gerst hefur kennari af hugsjón, hún vildi kenna, kenna íslensku. Hún lagði á sig ómælda vinnu til að svo mætti verða.Tók stúdentspróf, sagði upp vinnunni fertug til að læra meira. Kom til baka og kenndi íslensku í rúm tuttugu ár, af hugsjón. Það er fáum gefið. Öllum sem þótti vænt um Öldu votta ég samúð mína. Þórunn Friðriksdóttir. Hún Alda var engin venjuleg kona. Lífshlaup hennar, allt of stutt, bar með sér að þar ruddi braut mann- eskja með skýra lífssýn og sterka réttlætiskennd. Enda einkenndi hispursleysi og ákveðni fas hennar allt. Alda var ein af þessum hreinu og beinu manneskjum, sem sagði skoð- anir sínar umbúðalaust – á stundum nokkuð meitlað og beinskeytt. Hræsni og sýndarmennska voru henni svo víðsfjarri enda fengu slíkir að finna skemmtilega til tevatnsins þegar Öldu misbauð yfirborðslegar samræður. Þrjósk gat hún sannar- lega verið enda heiðarleg hugsjóna- manneskja. Sumum kann að þykja Alda hafa verið einfari. Það er ekki rétt. Líf sitt helgaði hún því að vinna með fólki en þess á milli sökkti hún sér inn í undraheim bókmennta, lista og sögu. Hún var humanisti í þess orðs þykk- ustu merkingu. Eftir farsæl störf í banka ákvað Alda að hefja nám við Háskóla Ís- lands. Töldu flestir að lögfræði eða viðskiptafræði yrðu fyrir valinu og ætluðu margir að senn yrði Alda dub- buð til bankastjóra og fannst eðlilegt framhald af góðu starfi hennar á því sviði. En hugsjónamanneskjan fór sínar leiðir. Hin mýkri gildi human- ismans höfðu tekið völdin. Alda fór í íslenskunám – til þess að verða kenn- ari. Hún vildi deila upplifun sinni og fegurð bókmennta með öðrum. Urðu margir hissa en aðrir kættust. Í starfi kennarans elskaði Alda að opna augu hins óharðnaða unglings fyrir undraheimi menningararfsins. Njála og Eddukvæði urðu lifandi samtímaverk og njóta margir nem- enda Öldu ávaxtanna af leiðsögn hennar. Rétt eins og á kennarastofu gat hún sent meitlaðar örvar til hinna döngunarlausu en gætti þess að meiða aldrei né særa. Glott Öldu og leiftrandi blik í augum afhjúpaði líka húmoristann. Nú er þessi góða manneskja farin á nýjar lendur – langt um aldur fram. Hún mætti örlögum sínum af sama æðruleysi og vinir hennar í Njálu. Mér býður svo hugur að nú sé hún Alda byrjuð að krefja þær stöllur, Berþóru og Hallgerði, skýringa á ýmsu framferði þeirra og ekki kæmi mér á óvart þó Gunnar, Njáll og Skarphéðinn séu farnir að finna ögn fyrir hárfínum athugasemdum yfir framferði sínu en Alda glottir. Það var lán að fá að kynnast Öldu Jensdóttur. Fjölskyldu hennar votta ég dýpstu samúð. Megi blessun fylgja minningu góðrar manneskju. Hjálmar Árnason. Þegar Alda Jensdóttir, formaður Soroptimistaklúbbsins okkar, setti fyrsta fund vetrarins í september sl. óraði engan fyrir því að við myndum kveðja hana í júní. Alda var að hefja sitt annað starfsár sem formaður fé- lagsins og við mættum fullar til- hlökkunar til komandi starfsárs. Við fórum stuttu síðar í Munaðarnes, vígðum sex nýja félaga á árinu, vor- um að velta fyrir okkur hátíðahöldum vegna 30 ára afmælis klúbbsins. Krafturinn sem einkenndi Öldu var þó augljóslega ekki samur og áður þó hún reyndi í lengstu lög að sinna sín- um störfum. Í maíbyrjun veiktist hún og var öll 15. júní. Alda var stofnfélagi í Soroptim- istaklúbbi Keflavíkur og það var af- skaplega gott að eiga Öldu að í fé- lagsstarfinu. Hún gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn í Keflavík, sem og fyrir Samband ís- lenskra Soroptimista en þar var hún gjaldkeri í tvö kjörtímabil, ennfrem- ur var hún í ritnefnd Fregna, frétta- blaðs Sambandsins. Hún var ósér- hlífin og sérlega glögg og minnisgóð. Alda hafði starfað fjölmörg ár í Út- vegsbanka Íslands í Keflavík þegar hún tók stúdentspróf og fór í Háskóla Íslands þar sem hún lagði stund á nám í íslensku. Hún starfaði eftir það í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kenndi þar þýsku og íslensku til dauðadags. Alda hafði komið sér upp heimili nálægt vinnustaðnum þar sem hún bjó með ferfættum vinum sínum, köttunum, sem hún hafði mikið dá- læti á. Undir stundum hrjúfu viðmóti Öldu, ískraði leiftrandi húmor og þessi hressa, stálgreinda kona var víðlesin enda var gaman var að vera samvistum við hana. Seinni árin var hún farin að ferðast til útlanda í frí- tíma sínum og til stóð að fara á Evr- ópuþing Soroptimista í júlí. Nú er hún lögð upp í aðra og meiri ferð. Viljum við Soroptimistasystur þakka henni trausta samfylgd í gegn- um árin og vottum bræðrum hennar og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð sem og vinnufélögum í Fjölbrauta- skólanum. Soroptimistasystur í Keflavík. Samstarfskona mín og fyrrverandi kennari, hún Alda Jens, hefur snúið sér til annarra starfa. Hennar kall var komið. Við hittumst síðast við erfiðar aðstæður þar sem við kvödd- um góðan samstarfsmann, hann Gísla Torfa. Við spjölluðum eilítið saman og þú sagðir að heilsan væri ekki alveg nógu góð. Það kom mér í huga þegar ég horfði á eftir þér þennan dag, hvort ég myndi sjá þig aftur, því mér fannst eins og svo væri ekki, sem rétt var. Elsku Alda, þú varst góður kenn- ari og góð kona. Ég veit að þú ert nú á góðum stað, þar sem þú færð að njóta þín á ný, kannski við kennslu eða annað spennandi. Hvíl þú í friði. Kveðja. Kristjana H. Gunnarsdóttir (Kiddý). MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 39 MINNINGAR ✝ Roberta JoanOstroff fæddist í Los Angeles 8. des- ember 1940. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar eru William Ostroff og Lillian Ostroff. Systir Robertu er Barbara Birnbaum. Börn Bar- böru eru Marc Birn- baum og Jill Birn- baum. Roberta útskrifað- ist frá UCLA með Bachelor- og Masters-gráðu í kvikmyndahandritagerð og bauðst að fara í starfstengt sér- nám hjá American Film Institute (AFI). Hún vann bæði við sjónvarp og kvikmyndir. Hún starfaði sem blaðamaður og skrifaði greinar í Los Angeles Times, USA Today og önnur tímarit og skrifaði bók- ina „Fire in the Wind“ 1992, sem er saga Dickey Chapp- elle, vettvangsljós- myndara. Hinn 4. september 1987 giftist Roberta Jóni Páli Bjarnason, jazzgítarleikara, f. 6. febrúar 1938. For- eldrar hans voru Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskól- ans, f. 12. febrúar 1901, d. 24. septem- ber 1987, og Anna Guðrún Bjarnason, f. 8. nóvember 1900, d. 15. október 1982. Þau Roberta og Jón Páll fluttu til Íslands árið 2000. Roberta skrifaði greinar t.d. í Atlantica og las inn á hljóðbækur Blindrabóka- safnsins. Útför Robertu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Roberta var einstök manneskja, ein þeirra sem maður hittir og getur ekki gleymt. Hún kunni þá list að deila lífsreynslu sinni með sam- ferðafólki sínu af einstöku, skemmtilegu og gáskafullu innsæi. Roberta kom til Íslands ákveðin í að skrifa fyrir nýjan lesendahóp og þrátt fyrir ólíka menningu og tungu tókst henni að koma til skila per- sónulegum áherslum og húmor og eignaðist nýja vini. Hún hafði mikil áhrif á fólkið í kringum sig með því sem hún lagði til málanna. Þeir, sem önnuðust um hana í veikindunum dáðust að hugrekki hennar og and- legum styrk. Við urðum öll ríkari fyrir það að þekkja hana. Barbara Birnbaum. Þegar kólumbíska nóbelsskáldið Gabriel Garcia Márquez hafði greinst með krabbamein árið 2001 dró hann sig í hlé frá opinberu lífi. Við þau tímamót ritaði hann vinum sínum bréf sem einnig var birt á netinu þar sem hann veltir fyrir sér hvernig hann myndi nýta tímann ef Guð gæfi aðeins örlítið meira af honum. Hann segir m.a. að enginn eigi sér tryggan morgundag, hvorki ungur né gamall og því þurfi hver og einn að breyta í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp. „Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elskar og því er mikilsvert að láta í ljósi við vini þína, hversu mikils virði þeir eru þér.“ Þessi orð koma í hugann þegar ég vil minnast Róbertu Ostroff Bjarna- son, eiginkonu móðurbróður míns og uppáhalds frænda, Jóns Páls Bjarnason. Það er aðeins rúmur einn og hálfur mánuður síðan í ljós kom að hún var haldin ólæknanlegu krabbameini sem hún hefur nú orð- ið að lúta í lægra haldi fyrir. Ég sá Róbertu fyrst árið 1987 þegar þau Jón Páll komu í heimsókn hingað til lands í tilefni brúðkaups þeirra. Ró- berta, sem var borin og barnfædd í Los Angeles, var falleg, vel mennt- uð heimskona og mikill fagurkeri. Hún starfaði sem blaðamaður, textahöfundur og rithöfundur og liggur m.a. eftir hana bókin „Fire in the wind“ sem er ævisaga Dickey Chapelle, konu sem sýndi ótrúlegt hugrekki sem fréttaritari á stríðs- hrjáðum svæðum víða um heiminn. Efnistök Róbertu í þessari bók bera vitni um öguð vinnubrögð, bæði í heimildaöflun og allri vinnu við bók- ina, sem ég hef skynjað að hafi verið hennar aðalsmerki í öllum hennar ritstörfum. Það sem hún tók að sér að gera gerði hún vel og henni féll illa að sjá hroðvirknislega unninn texta hvort sem um var að ræða daglegar fréttir, bíómyndir eða bækur. Róberta og Jón Páll bjuggu lengst af í fallegu húsi í hlíðunum vestan við Hollywood í Los Angeles í nágrenni við foreldra hennar, kæra systur og vini. Árið 2000 flytj- ast þau búferlum til Íslands og sett- ust að á Akranesi, þar sem Jón Páll hóf kennslu við Tónlistarskólann á staðnum. Um tíma starfaði Roberta við Fjölbrautaskóla Akraness þar sem hún kenndi ensku til stúdents- prófs og einnig stóð hún fyrir vin- sælu námskeiðahaldi fyrir þá sem vildu læra enska tungu. En það reyndist Róbertu erfitt að venjast þessum breyttu aðstæðum, sérstak- lega var veðrið og vetrarmyrkrið henni erfitt og því fór hún á ný á sínar heimaslóðir í Kaliforníu. Hún og Jón Páll bjuggu þannig í „fjar- búð“ um tíma en hittust reglulega með heimsóknum hvort til annars. Síðastliðið sumar dvöldu þau um tíma í París og var auðséð að þar leið þeim báðum vel og þau nutu þess að vera saman á þeim dásam- lega stað. Þar tengdust þau sterkari böndum en nokkru sinni fyrr og gátu frá þeim tíma hvorugt af öðru séð og hafa verið afar hamingjusöm. Síðustu vikurnar, þegar ljóst var að hverju stefndi hefur Jón Páll ekki vikið frá henni og umvafið hana með ómældri ást og kærleika. Barbara systir hennar og Susan besta vin- kona hennar lögðu að baki langa leið til að vera hjá henni síðasta spölinn og eins og Jón Páll náðu því, sem Gabriel Garcia Márques, sem áður er vitnað í, hvatti til í bréfi sínu; að sýna ást sína í verki. Fyrir hönd allrar fjölskyldunnar vil ég þakka Róbertu fyrir sam- veruna og þá birtu og hamingju sem hún bar með sér. Við bárum virð- ingu fyrir henni og mátum hana mikils. Við vottum Jóni Páli, öldr- uðum foreldrum hennar, Barböru systur hennar og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Við biðjum þess að almættið styrki Jón Pál í að feta veginn án Róbertu og blessi um alla framtíð minningu hennar. Ása St. Atladóttir. Það eru ekki nema fáeinar vikur síðan við fréttum að hún væri alvar- lega veik. Hún hlýtur að hafa þetta af, hugsuðum við, íslenskir læknar eru vel starfi sínu vaxnir og vanir að fást við þennan illvíga sjúkdóm. Eða eitthvað á þá leið. En svo fór ekki og andlátsfregnin barst, jafn óvænt og hún er jafnan, hvort sem búist hefur verið við hinu versta eða ekki. Staðreyndin var sú að Róberta Bjarnason var látin eftir stutta baráttu. Við kynntumst henni vestan hafs þar sem hún bjó með eiginmanni sínum og gömlum vini okkar, Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara – sótt- um þau heim í einbýlishús þar sem þau bjuggu. Róberta fékkst þá við ritstörf og skrifaði meðal annars greinar um fræga fólkið fyrir blaðið The Globe, en Jón Páll spilaði jazz á gítarinn. Það var ánægjulegt að heimsækja þau þarna vestan hafs- ins og ekki síður alllöngu síðar til Akraness, sem varð þeirra næsta heimkynni eftir að Jón Páll gerðist þar tónlistarkennari fyrir nokkrum árum. Breytingin frá LA á Skagann hefur ef að líkum lætur verið erfið, ekki síst veðurfarslega, og ekki al- veg víst að Róberta hafi sætt sig fullkomlega við hana a.m.k. fyrst í stað. Hún hóf enskukennslu á Akra- nesi og skrifaði handrit að heim- ildarmynd en náði því miður ekki að skjóta rótum í íslensku atvinnulífi. Ekki er ætlunin að rekja hér feril Róbertu, heldur aðeins nefna kynni okkar af henni og minnast til dæmis þess þegar við Jón Páll tókum upp hljómplötu með nokkrum lögum í jazzstíl og sátum yfir því verki all- margar dagstundir meðan Róberta og Svanhildur þeyttust um bæinn að skoða listasöfn, óku í útsýnisferð út á Nes eða settust saman yfir kaffibolla á einhverju öldurhúsinu. Þær komu hressar úr þeim ferðum. En útsýnisferðir og kaffibollar verða ekki fleiri að sinni, svo mikið er víst. Við vottum Jóni Páli samúð okkar við fráfall Róbertu. Svanhildur og Ólafur Gaukur. ROBERTA JOAN OSTROFF Kæru ættingjar og vinir. Við þökkum ykkur öllum innilega fyrir samúð ykkar og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu INGU MARIU WARÉN. Benedikt Vilhjálmsson Warén, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Anna Britta Vilhjálmsdóttir, Árni M. Jónasson, Valborg María Vilhjálmsdóttir, Mårten Lundberg, Inga Þóra Vilhjálmsdóttir, Esa Olavi Ärmänen, Karl Friðrik Vilhjálmsson, Britta Lovisa Holmlund, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, KRISTÍNAR HELGADÓTTUR, Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraun- búða fyrir einstaka alúð og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Helgadóttir, Þrúður Helgadóttir, Óskar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.