Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAVID og Viktoríu Beckham hefur verið boðinn samningur við L’Oreal hárvörur. Þau yrðu fyrsta parið til að taka þátt í auglýsingu fyrir fyrir- tækið, sem er frægt fyrir slagorðið „because you’re worth it“ eða „þú ert þess virði“. Þau eru sannarlega mikils virði því L’Oreal er tilbúið til að borga tugmilljónir punda fyrir parið, eða nokkra milljarða króna. „L’Oreal er eitt stærsta snyrti- vörufyrirtækið í heiminum og David og Viktoría eru stærsta parið í heim- inum svo samstarfið liggur beint við,“ sagði heimildarmaður slúður- blaðsins The Sun. Aðrar stjörnur sem hafa verið verðar þess að sitja fyrir hjá L’Oreal eru m.a. söngkonan Natalie Im- bruglia, fótboltamaðurinn David Ginola og leikararnir Andie Mac- Dowell og Ben Affleck. David Beckham hefur áður tekið þátt í áberandi auglýsinga- herferðum fyrir Gillette, Police- sólgleraugu og Brylcreem-hárvörur. Hjónakornin eru sem stendur í sum- arfríi í St. Tropez. Fólk | Beckham-hjónin Milljónasamningur við L’Oreal Reuters Viktoría og David Beckham þykja nógu hárprúð fyrir L’Oreal. TÓNLIST Íslenskar hljómplötur Tony the Pony – Ípí  Ípí, sex laga stuttskífa hljómsveitarinnar Tony the Pony. Hljómsveitina skipa Rafn- ar Orri Gunnarsson, söngvari og gítarleik- ari, Jakob Pálmi Pálmason gítarleikari, Bjarni Siguróli Jakobsson bassaleikari og Reynir Aðalsteinn Hannesson trommu- leikari. Hljómsveitin gefur sjálf út. FYRIR ýmsar sakir hefur dregist að skrifa umsögn um þessa frumraun húsvísku hljómsveitarinnar Tony the Pony sem kom út á síðasta ári. Hljómsveitin sjálf kom fyrst fyrir augu manna hér fyrir sunnan þegar hún tók þátt í Músíktil- raunum á síð- asta ári og hreppti þriðja sætið. Líkt og vill vera með ungsveitir eru þeir félagar í Tony the Pony enn að mótast, vinna úr áhrifum úr ýmsum áttum. Þau áhrif eru frá íslenskum sveitum sem erlendum, heyr til að mynda Maus-legan innganginn á „Jörðin er koddinn þinn“, en þeir fé- lagar hafa líka náð að skapa sinn sér- staka stíl, nýbylgjukennt rokk með skemmtilegri röddun. Þetta heyrist vel í upphafi skífunnar, eftir skemmtilegan inngang, sem heitir einmitt „Inngangur“, kemur frábært lag – keyrslan fín, söngurinn vel út- færður og laglínan grípandi. Þriðja lagið, „Jörðin er koddinn þinn“, er aftur á móti síðra, framvindan ekki eins markviss, en textinn er góður þrátt fyrir málvillu í öðru erindi að mér heyrist. Í „Mr. Mordor“, fjórða laginu, hrökkva þeir félagar aftur í gang með skemmtilega þungarokks- legu gítarriffi og fjarrænum söng. Á tónleikum í Hellinum fyrir skemmstu sást að það er heilmikið að gerast hjá Tony the Pony, mikil gerj- un og gróska í tónlistinni. Þessi stutt- skífa gefur því að vissu leyti mynd af hljómsveitinni eins og hún var, en þó ágæta nasasjón af því sem efst er á baugi hjá þeim félögum í dag, ný- bylgjukennt grípandi gítarrokk með mikla áherslu á röddun og söng. Hljómburður á plötunni er kannski ekki fyrsta flokks, hljómur mattur og fullgrunnur á köflum, dettur niður hér og þar, en hann dugir þó bæri- lega. Gaman hefði verið að heyra þessi lög unnin í fyrsta flokks hljóð- veri, en það kemur síðar – ótrúlegt annað en að svo efnileg rokksveit sem Tony the Pony eigi eftir að láta í sér heyra aftur. Árni Matthíasson Efnileg rokksveit Morgunblaðið/Árni Sæberg Í umsögninni segir að það sé „ótrúlegt annað en að svo efnileg rokksveit sem Tony the Pony eigi eftir að láta í sér heyra aftur“. Karl Mueller, bassaleikari ogannar stofnenda hljómsveit- arinnar Soul Asylum, lést síðastlið- inn föstudag, 41 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein í hálsi sem hann hafði barist við í nokkur ár. Mueller stofnaði Soul Asylum ásamt Dave Pirner árið 1984. Á meðal þeirra þekktustu laga eru „Runaway Train“ og „Somebody to Shove“.    Lindsay Lohan neitaði að fara ástefnumót með rapparanum 50 Cent – því hún er skotin í Eminem. Hún segir að 50 Cent hafi reynt að fá símanúmerið sitt frá blaða- fulltrúanum hennar eftir að hann sá hana leika í unglinga- myndinni Mean Girls. Hún neit- aði honum hins vegar um stefnu- mót því hún er hrifnari af Eminem, sem er læri- faðir hans. „50 Cent hringdi í blaðafulltrúann minn til að fá númerið mitt. Ég fríkaði út! Fyrsta sem ég hugsaði var: Hvar er Eminem? Ég er ástfangin af hon- um,“ sagði hún. Lohan, 19 ára, segir að hann sé ekki eini rapparinn sem hafi áhuga á henni, bæði P. Diddi og útgáfumóg- úllinn Damon Dash hafi boðið henni á stefnumót. „Svartir strákar elska mig. Ég veit ekki hvers vegna,“ á hún að hafa sagt. Fólk folk@mbl.is LEIKARINN George Clooney er enn og aftur á lausu. Hann er hættur með kærustunni, bresku fyrirsætunni og sjónvarpskynn- inum Lisu Snowdon. Það sem meira er þá á hann að hafa til- kynnt henni um sambandsslitin með símtali. Heimildarmaður breska götu- blaðsins The Mirror segir að sam- bandið hafi einfaldlega ekki þolað svona langan aðskilnað, en þau voru víst búin að vera í fjar- sambandi, sundur og saman, síð- ustu fimm árin, en Snowdon, sem er 33 ára, hefur ekki viljað flytja til Los Angeles, þar sem hann býr. Clooney, sem er 44 ára, hafði áður sagt að þessi tilhögun hent- aði honum vel, því hann þyrfti að hafa sitt frelsi. En þetta frelsi var greinilega ekki nógu mikið. Clooney á lausu Reuters Clooney og Snowdon á góðri stundu á frumsýningu Oceans 12 í desember. kl. 5.20 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 3.30 m. ísl tali Bourne Identity SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 3.30, 4.45, 8 & 10.20 400 kr. í bíó!* ÞÞ - FBL „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 36.000 gestir Miðasala opnar kl. 15.00   INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍINNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ Blaðið  ÞÞ - FBL „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Eru allir klárir í ævintýralega fyndið ferðalag? Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis! Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna sem fór beint á toppinn í USA Sýnd kl. 4, 6 og 8 Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! kl. 5, 8 og 10 B.i 10 ÁRA kl. 5 Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 B.i 14 ára Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ SJ. blaðið  x-fm AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 36.000 gestir „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Frá leikstjóra Bourne Identity „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV Blaðið  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! kl. 8 og 10.30 YFIR 22.0 00 GESTIR Sýnd kl. 5.50 - 8 og 10.10 SÖNN ÁST HEFUR ALDREI VERIÐ EINS SVÖRT! Frábær gamanmynd með Aston Kutcher sem fór beint á toppinn í USA FRUMSÝNING Hinn eini rétti hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Blaðið  ÞÞ - FBL Frá leikstjóra Bourne Identity Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i 14 ára I I Blaðið  „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  YFIR 22.0 00 GESTIR  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.