Morgunblaðið - 23.06.2005, Page 51
Frá leikstjóra Bourne Identity
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
Frá framleiðendum
Lock Stock & Snatch
r fr l i
t t
JENNIFER
LOPEZ
Sýnd kl. 6 og 8
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
ÞÞ - FBL
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 14 ára
Ó.Ö.H. DV
MBL
553 2075☎
- BARA LÚXUS
INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ
JANE
FONDA
INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍINNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ
Eru allir klárir í ævintýralega fyndið ferðalag?
Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna
sem fór beint á toppinn í USA
Blaðið
ÞÞ - FBL
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
„Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
Bourne Identity
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Blaðið
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 14 ára
Blaðið
ÞÞ - FBL
Miðasala opnar kl. 17.00
Hinn eini rétti
hefur aldrei verið
eins rangur!
Frábær
gamanmynd
sem fór beint á
toppinn í USA.
FRUMSÝNING
Bourne Identity
Missið ekki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta pari heims!
Blaðið
Sýnd kl. kl. 6, 8.30 og 10.40
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Missið ekki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta pari heims!
YFIR 22.0
00 GESTIR
YFIR 22.000 GESTIR
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 36.000 gestir
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
x-fm
Sýnd kl. 6 og 9 B.i 10 ÁRAkl. 5.40, 8 og 10.20 B.i 16 ÁRA
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 51
SETNINGINGIN fræga „Í
sannleika sagt, væna mín,
þá er mér alveg sama.“
(„Frankly, my dear, I don’t
give a damn“) úr kvikmynd-
inni Á hverfanda hveli
(Gone With the Wind) þykir
eftirminnilegust setninga í
kvikmyndasögunni sam-
kvæmt lista sem Banda-
ríska kvikmyndastofnunin
birti á dögunum. Það var
sem kunnugt er Clarke
Gable sem mælti þessi
ódauðlegu orð sem Rhett
Butler í áðurnefndri mynd
við Scarlett O’Hara sem
leikin var af Vivien Leigh.
Alls voru 100 setningar
tíndar til sem allar eiga það sameiginlegt að hafa lifað lengur en aðrar hinar
óteljandi setningar sem sagðar hafa verið í kvikmyndum.
Í öðru sæti listans var Guðfaðirinn sjálfur, Marlon Brando, „Ég ætla að gera
honum tilboð sem hann getur ekki hafnað.“ („I’m going to make him an offer he
can’t refuse“) úr Guðföðurnum.
Auk þess var að finna í efstu sætum listans setningarnar „Toto, ég hef á til-
finningunni að við séum ekki lengur í Kansas.“ („Toto, I’ve got a feeling we’re
not in Kansas anymore“) sem Dórótea mælir í Galdrakarlinum í Oz, „Megi
mátturinn vera með þér“ („May the Force be with you“) úr Stjörnustríði, „Ert-
’að tala við mig?“ („You talking to me?“) úr Taxi Driver, „Ég elska lyktina af
napalm á morgnana.“ („I love the smell of napalm in the morning“) úr Apoca-
lypse Now og „E.T. hringja heim.“ („E.T. phone home“) úr E.T.
Það voru um 1500 leikarar, leikstjórar og gagnrýnendur sem tóku þátt í val-
inu.
Kvikmyndir | Eftirminnilegasta setning
kvikmyndasögunnar valin
„Í sannleika sagt, væna,
þá er mér alveg sama“
HLJÓMSVEITIN Mínus hefur
verið valin til að hita upp fyrir
Queens of the Stone Age og Foo
Fighters á tónlistarhátíðinni
Reykjavík Rocks í Egilshöll þriðju-
daginn 5. júlí. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Kára Sturlusyni tónleika-
haldara vildu Dave Grohl og félagar
hans í Foo Fighters fá íslenska
hljómsveit til að hita upp og báðu
sérstaklega um Mínus.
Björn Stefánsson er trommuleik-
ari í Mínus og líst honum mjög vel
á þetta. „Það er þvílíkur heiður að
hita upp fyrir Queens of the Stone
Age og líka Foo Fighters. Við erum
allir mjög miklir aðdáendur Queens
og Foo Fighters líka,“ segir hann.
Hann hafði frétt af þessari ósk
Grohl og er að vonum ánægður.
„Þetta kemur ekki frá okkur og við
höfum aldrei hitt hann. Það eru frá-
bærar fréttir fyrir okkur að hann
sé Mínusaðdáandi,“ segir Bjössi.
Hann segir líka að þetta sé góð
sárabót fyrir að missa af tækifæri
til að hita upp fyrir Velvet Revolver
en tónleikunum sem áttu að vera
hérlendis í sumar hefur verið aflýst.
„Við vorum sárir að fá ekki að hita
upp fyrir Velvet Revolver þannig að
þetta voru frábærar fréttir,“ segir
hann og er alveg sáttur við skiptin.
„Fyrir mína parta finnst mér
Queens of the Stone Age besta
rokkhljómsveitin sem er að gera
eitthvað af viti í heiminum í dag.
Þvílíkt band,“ segir Bjössi sem hef-
ur einmitt hitt félagana í sveitinni
ásamt hinum Mínusliðunum.
„Við vorum í Austurríki að spila
með The Distillers, en kærasta
Josh Homme [söngvara og gítar-
leikara QOTSA], Brody Dalle, er í
sveitinni,“ segir Bjössi og bætir við
að þeir hafi átt góða stund með
Homme baksviðs á meðan kær-
astan var á sviði. „Hann hafði
dreymt um að koma til Íslands. Við
lofuðum að við myndum fara með
hann á eitthvað skrall um Reykja-
vík,“ segir Bjössi og eru strákarnir
í Mínus alveg tilbúnir til að standa
við loforðið.
Hann hlakkar til tónleikanna.
„Við getum í raun ekki beðið og er-
um farnir að hlakka verulega mikið
til,“ segir Bjössi enda er Mínus spi-
laglöð hljómsveit sem nýtur sín vel
á tónleikum.
Plata í haust
Ýmislegt er að frétta af Mínus.
„Við erum búnir með plötuna sem
við erum að gera með Barða, músík
við bíómyndina Strákana okkar eft-
ir Róbert Douglas,“ segir hann og
einn smellur úr myndinni á ábyggi-
lega eftir að hljóma í sumar.
Biðin styttist eftir næstu breið-
skífu Mínuss. „Svo erum við búnir
að vera að vinna í efninu okkar og
demóast. Þetta er búið að taka
langan tíma,“ segir Bjössi. Hann
segir að þeir vilji leggja mikið í
plötuna og gefa sér góðan tíma í
hana enda eru þeir að fylgja eftir
verðlaunaplötunni Halldór Laxness.
„Markmiðið er að vera tilbúnir
með lög til upptöku núna um miðj-
an júlí eða lok júlí,“ segir hann en
stefnt er á að platan komi út í
haust.
Tónlist | Queens of the Stone Age og Foo Fighters
Mínus hitar upp
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
www.reykjavikrocks.is
www.minusonline.net
Ljósmynd/Chris Lopez
Mínusliðar eru ánægðir með að hita
upp fyrir Queens of the Stone Age
og Foo Fighters í Egilshöll.