Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Einhver allra áhugaverðastitónlistarmaður sem kvatthefur sér hljóðs síðustu árin
er væntanlegur til tónleikahalds hér
á landi. Lou Reed sagði í samtali við
Árna Matthíasson á síðasta ári að
hann hefði aldrei heyrt í öðrum eins
söngvara og Árni sjálfur talar um
Antony Hegarty
sem „ævintýralegan söngvara“
með „englarödd“. Ekki nóg með það
heldur væri hann einnig frábær
laga- og textahöfundur.
Það eru sannarlega orð að sönnu
og þarf ekki annað en að hlusta á
aðra plötu Antonys, I Am a Bird
Now, sem kom út snemma á árinu,
til að sannfærast. Þótt margar
snilldarplötur hafi nú þegar komið
út á árinu sem nú aðeins er hálfnað,
þá kemst engin þeirra nærri I Am a
Bird Now – þessu margbrotna
meistaraverki sem gagnrýnendur
um heim allan hafa keppst um að
hlaða lofi; og hampa Antony sem
einni allra merkilegustu uppgötvun
ársins, ef ekki síðustu ára. Það er
því sannur hvalreki að fá þennan
mikla listamann til landsins, einmitt
þegar hann er sem eftirsóttastur,
einhver sá ferskasti og frumlegasti
sem um getur nú um stundir. Nokk-
uð sem sannarlega er kærkomin til-
breyting frá komu hverrar afdönk-
uðu og úr sér gengnu
þungarokksveitinni á fætur annarri
– með fullri virðingu fyrir afdönk-
uðum og úr sér gengnum þunga-
rokksveitum og þeim sem sækja í
slíka tónlist.
En í stuttu símaspjalli sem ég áttivið Antony á dögunum, þar
sem hann var staddur í Portúgal á
Evrópureisu, sinni fyrstu alvöru
tónleikaferð, að hans eigin sögn, þá
mátti vart greina hvor væri spennt-
ari fyrir komu hans, ég sem hef ekki
hlustað meira á nokkra aðra plötu á
árinu en hans, eða hann sjálfur.
„Mér finnst ekkert smá spennandi
að vera að koma til Íslands,“ segir
Antony greinilega upprifinn. „Við
erum að deyja úr spenningi. Fáum
aukafrídag og getum þar að auki
slakað svolítið á. Ég get ekki beðið.“
Og af hverju er það?
„Góði besti! Það er ekki til meira
framandi áfangastaður en Ísland!
Það er svo heillandi að ég get hrein-
lega ekki beðið.“
Þannig að þú stökkst á tækifærið
þegar þér bauðst að spila á Íslandi?
„Algjörlega. Það hljóta allir að
gera.“
Jæja, þeim fer fjölgandi sem
nenna að spila hérna. En hvað er
það annars sem þér finnst svona
heillandi við landið?
„Landslagið,“ svarar Antony án
þess að hika.
Á þá bara að fara í smá túristaleik
og skoða land og þjóð?
„Já, ég held það. Mig langar að
skoða landslagið. Úr fjarlægð er
það sveipað einhverjum framandi
töfraljóma í mínum huga, eins og
landið allt.“
Hversu mikilvægt er það fyrir
listamann eins og þig að spila á
svona fjarlægum og framandi
stöðum eins og Íslandi?
„Það hefur komið mér á óvart
hversu góðar viðtökur við höfum
fengið. Mig óraði ekki fyrir að svo
margir þekktu orðið tónlistina
mína. Það kemur mér stöðugt á
óvart.
Í mínum huga er það umbunin
fyrir að vera listamaður, stærsti
kosturinn, að fá að spila á fjar-
lægum og framandi stöðum eins og
Íslandi. Nákvæmlega það sem
maður var að vonast eftir þegar
maður ákvað að gerast listamaður;
að fá að halda tónleika fyrir ólíka
hópa fólks, sem allra víðast, og
reyna að finna einhvern samhljóm,
að geta átt samskipti við sem breið-
astan og ólíkastan hóp fólks. Það
finnst mér vera stóra markmið lista-
mannsins.“
Þú slærð mig sem listamaður sem
lítur einkum á sig sem flytjanda,
skemmtikraft. Á það við rök að
styðjast?
„Mitt höfuð markmið er að vera
góður flytjandi, já, að syngja og
leika tónlistina mína, ekki aðeins
mér sjálfum til ánægju heldur von-
andi öðrum líka, og sem flestum.
Mér fellur í öllu falli betur að flytja
tónlist á sviði en í hljóðveri.“
Getum við þá átt von á að sjá og
heyra í annars konar Antony á svið-
inu en þeim sem við höfum kynnst á
plötunum?
„Nei, við erum eini og sami Ant-
ony. Þú munt kannast vel við mig.“
En geturðu mögulega lýst því ífáum orðum hvers tónleika-
gestir mega vænta?
„Við verðum sex á sviðinu. Tveir
strengjaleikarar, bassaleikari,
gítarleikari, harmónikkuleikari og
ég sjálfur. Tónleikarnir verða mjög
innilegir enda mikið af ballöðum á
prógramminu, hægfara, dreymin
lög. Vonandi eigum við eftir að
hlæja smá og segja nokkra brand-
ara og flytja smá tónlist. Þetta
verða bara venjulegir tónleikar,
með tónlist minni.“
En þú átt það samt til að spila svo-
lítið af fingrum fram, er ekki svo?
Láta stemmninguna ráða ferðinni,
fremur en að ríghalda í fasta dag-
skrá.
„Já, það er reyndar tilhneigingin
að spila þetta eftir eyranu. Við
búum náttúrlega alltaf til lagalista
en þeir eru mjög breytilegir og ég
vil hafa nægilegt svigrúm til að geta
farið í sem flestar áttir.“
Áttu það þá til að ákveða á
miðjum tónleikum að taka eitthvað
lag sem fyrirfram hafði ekki verið
ákveðið að taka?
„Já, gjarnan. Við erum óhrædd
við að breyta lögunum eða reyna
glæný lög, sem ég hef kannski
samið samdægurs.“
En bróðurpartur laganna sem þú
tekur hér mundi koma af plötunni I
Am a Bird Now, er það ekki?
„Já, um helmingur. Hin lögin
koma af fyrri plötum mínum,
stórum og smáum. Og svo tek ég
líka alltaf mikið af tökulögum. Ég
fæ mikið út úr því að flytja lög eftir
aðra listamenn.“
Geturðu nefnt nokkur dæmi um
lög eftir aðra sem þið hafið verið að
leika undanfarið ?
„Ég hef verið að taka eitt eftir
Leonard Cohen sem heitir „The
Guests“ [af Recent Songs frá 1979].
Og annað eftir Moondog sem var
djassaður bóhem, sérvitringur sem
sendi frá sér tónlist á 6. og 7. ára-
tugnum. Einstaklega fallega og fá-
brotna tónlist. Ég tek líka lag eftir
David Tibet úr Current 93 [hljóm-
sveit sem Hilmar Örn Hilmarsson
var eitt sinn í], Lou Reed-lag og
nokkur önnur.“
Á I Am a Bird Now naustu að-stoðar nokkurra frábærra
listamanna; Lou Reed, Rufus
Wainwright, Boy George og
Devandra Banhart til að nefna
nokkra. Hvernig fyllirðu skarð
þeirra á tónleiku?
„Ég geri það sjálfur, því miður.
Ég vildi að ég gæti haft þau öll í
bandinu mínu. Kannski næst.“
Það hlýtur að vera magnað að fá
að vinna með svona hæfileikaríku
fólki?
„Já, ég hef verið afar lánsamur í
þeim efnum.“
Berðu þig sérstaklega eftir því að
vinna með öðrum listamönnum?
„Ég hef alltaf verið mikið fyrir
samsönginn og platan byggist svo-
lítið á samsöng, frekar en sólórödd
minni. Það var í raun hið sameig-
inlega átak sem gerði plötuna svo
innihaldsríka.“
Má þá kannski búast við því að þú
gerir einhvern tímann dúettaplötu?
„Það sem mig langar mest að
gera er kórplata, með miklum sam-
söng frekar en dúettaplötu … hvaða
hljóð er þetta annars sem ég heyri
þarna hjá þér?“ spyr hann allt í
einu.
Hvaða hljóð?
„Eitthvað klikk, klikk.“
Fyrirgefðu, ég held á skærum,
svara ég.
„Ertu með skæri? Guð minn
góður, mig bráðvantar skæri akk-
úrat núna. Hvers vegna ert þú með
skærin sem ég þarf?“ segir hann þá,
svolítið eins og heimtufrek lítil
stelpa í Barbí. Og spjallið komið
svolítið útaf sporinu þannig að ég
vind mér bara beint í næstu spurn-
ingu:
Platan þín I Am a Bird Now hefur
fengið lofsamlega dóma. Hvaða þýð-
ingu hefur það fyrir þig?
„Það er ákaflega hvetjandi og
opnar fyrir mér gáttir, fjölgar tæki-
færunum, gerir mér kleift að leika á
fleiri tónleikum og fleiri mæta á þá.
Það gerir mér kleift að stunda iðju
mína; og að fólk sýni henni áhuga.
Ég hoppaði af gleði þegar ég fékk
svona góða dóma.“
Og þá gefst þér líka tækifæri tilað leika á áhugaverðum
tónlistarhátíðum með merkilegum
listamönnum eins og t.d. á Melt-
down í Lundúnum, sem Patti Smith
skipulagði að þessu sinni og valdi
þig. Það hlýtur að vera spennandi?
„Já, það verður gaman.“
Á heimasíðu þinni sérðu ástæðu
til að leiðrétta þann misskilning sem
þú segir hafa komið upp í fjöl-
miðlum um að þið Björk hafið ætlað
að vinna saman.
„Já, ég veit ekki hvernig þessi
misskilningur varð til.“
En værirðu til í að vinna með
henni?
„Láttu ekki svona! Það vilja allir
vinna með Björk“
Já, en ég held að þið mynduð
smella mjög vel saman.
„Málið er að við eigum sameig-
inlegan vin sem heitir Nico [Muhly]
og er dásamlegur listamaður og við
höfum verið í svolitlu sambandi í
gegnum Nico. Það væri gaman að
kynnast fleiri vinum Bjarkar á
Íslandi og þér og öllum öðrum sem
hafið sýnt mér svona mikinn áhuga.
Mér finnst þetta ennþá svo skrítið,
að einhver skuli hafa áhuga á mér.“
Er að deyja úr spenningi
’Í mínum huga er þaðumbunin fyrir að vera
listamaður, stærsti
kosturinn, að fá að spila
á fjarlægum og fram-
andi stöðum eins og
Íslandi. ‘
AF LISTUM
Skarphéðinn Guðmundsson
Antony Hegarty kemur jafnan fram sem klæðskiptingur og er mjög hug-
leikið að draga upp mynd af stöðu sinni sem samkynhneigður maður.
skarpi@mbl.is
Miðasala á tónleika Antony and
The Johnsons í Nasa 11. júlí
stendur nú yfir í 12
tónum við Skólavörðustíg og á
midi.is.
S.K. DV.
BRIAN
VAN HOLT
PARIS
HILTON
JARED
PADALECKI
Capone XFM
ELISHA
CUTHBERT
CHAD MICHAEL
MURRAY
Nýr og miklu betri leðurblökumaður
H.L / MBL
Kvikmyndir.is
Gleymið öllum hinum Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
“Einn af stærstu smellum ársins.”
B.B. Blaðið
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Þórarinn Þ / FBL
Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
Batman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12
Inside Deep Throat kl. 9 og 11 Stranglega b.i. 16 ára
A Lot Like Love kl. 5 og 7
Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16
The Hitchhiker´s.. kl. 4,50
frumsýnd 29.júní
SAMBÍÓIN
Álfabakka
Keflavík og
HÁSKÓLABÍÓ
fr sý .j í
Í I
lf
fl ví
Í
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Debra Messing Dermot Mulroney
LEYFÐ ÖLLU ALDURSHÓPUM
RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTUaston kutcher amanda peet
ER ÞETTA ÁST? ER ÞETTA VINÁTTA EÐA ER ÞETTA HVORT TVEGGJA? ÞETTA ER MYND SEM ÞÚ OG ÞÍN ÞURFIÐ AÐ SJÁ!
H.J. MBL