Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 53
BATMAN BEGINS
kl. 3.20 - 4 - 5 - 6.20 - 7 - 8 - 9.20 - 10 - 10.50
BATMAN BEGINS VIP kl. 5 - 8 - 10.50
THE WEDDING DATE kl. 6
A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 8 - 10.10
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
ÁLFABAKKI
BATMAN BEGINS
kl. 3.30 - 5.10 - 6.30 - 8.10 - 9.30 - 11 B.i. 12 ára.
HOUSE OF WAX kl. 10.30 B.i. 16 ára.
THE WEDDING DATE kl. 8
THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6
KRINGLAN
BATMAN BEGINS
kl. 8 - 10.40
MR. AND MRS. SMITH
kl. 8 - 10.15
BATMAN BEGINS
kl. 5.30 - 8 - 10.30
A LOT LIKE LOVE kl. 6
CRASH kl. 8 - 10
AKUREYRI KEFLAVÍK
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Kvikmyndir.is
Gleymið öllum hinum Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
“Einn af stærstu smellum ársins.”
B.B. Blaðið
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Þórarinn Þ / FBL
Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
Nýr og miklu betri leðurblökumaður
H.L / MBL
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
Powersýning kl. 11
í Sambíóunum Kringlunni
frumsýnd 29.júní
SAMBÍÓIN
Álfabakka
Keflavík og
HÁSKÓLABÍÓ
fr sý .j í
Í I
lf
fl ví
Í
ORGELKVARTETTINN Apparat
heldur tónleika á Grandrokki í
kvöld og eru þetta fyrstu tónleikar
sveitarinnar hérlendis frá því í sept-
ember. Ef útlönd eru meðtalin hef-
ur sveitin ekki haldið tónleika síðan
í desember því meðlimir hafa verið
uppteknir við að semja nýtt efni.
„Við erum að fara að spila fullt af
nýju efni. Við höfum undanfarna
mánuði látið lítið á okkur bera og
einbeitt okkur að því að semja,“
segir Jóhann Jóhannsson, sem skip-
ar sveitina ásamt hinum orgelleik-
urunum, Herði Bragasyni, Sighvati
Ómari Kristinssyni, Úlfi Eldjárn og
trommaranum Arnari Geir Ómars-
syni.
Hvernig hefur gengið? „Það hef-
ur gengið ágætlega. Við erum
komnir langt með það að semja
nýja plötu, sem við stefnum á að
taka upp seinni part árs eða í byrj-
un næsta árs,“ segir Jóhann.
Hann segir tónlistina alltaf í þró-
un þótt hljómsveitin vinni áfram
með sama hljóm. „Jú, þetta er alltaf
í þróun. Sumt er harðara og meira
rokk en á síðustu plötu en við erum
líka með fullt af sætum lögum líka,“
segir hann og útskýrir nánar að
þetta sé blanda af „hálfgerðum
metal“ og „melódískum pop-
plögum“.
Leggst vel í ykkur að spila eftir
svona langt hlé? „Við erum búnir að
reyna lengi að finna dag til að spila.
Það eru allir svo uppteknir í þessari
hljómsveit að það hefur verið erfitt
að finna dagsetningu. Við erum
glaðir að hafa fundið hana og iðum í
skinninu,“ segir Jóhann sem sjálfur
hefur verið mikið á flakki. „Ég er
búinn að vera að flækjast mikið og
það er búið að vera voðalega mikið
að gera.“
Nýju lögin eiga eftir að hljóma á
tónleikunum í kvöld. „Við ætlum að
spila fimm til sex ný lög,“ segir Jó-
hann en gömlu smellirnir eiga líka
eftir að heyrast. „Við komumst ekki
upp með annað.“
Iðum í skinninu
Tónlist | Orgelkvartettinn Apparat
með tónleika í kvöld eftir langt hlé
Orgelkvartettinn Apparat og DJ
Musician á Grandrokki kl. 22 í
kvöld.
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Apparat Íslands: Jóhann Jóhannsson, Hörður Bragason, Arnar Geir
Ómarsson, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn.
S
jónvarpstöðin Skjár einn
ræðst á dögunum í eitt af
sínum stærstu fram-
leiðsluverkefnum en það
er íslensk sjónvarps-
þáttaröð sem ber heitið Íslenski
piparsveinninn. Það er Sagafilm sem
sér um framleiðslu þáttarins fyrir
Skjá einn og er Maríanna Friðjóns-
dóttir framleiðandi verkefnisins.
Eins og nafnið ber með sér er hér
um að ræða íslenska útgáfu á banda-
rísku raunveruleikasjónvarpsþátt-
unum The Bachelor (Piparsveinninn)
þar sem ungur maður velur sér lífs-
förunaut úr hópi föngulegra kvenna
og fer með þeim á stefnumót til að
glöggva sig betur á hver er hans eina
sanna. Skjár einn hefur keypt réttinn
á framleiðslu íslenskrar útgáfu þátt-
anna af Warner Brothers.
Umsjónarmaður þáttarins verður
Jón Ingi Hákonarson leikari, en hann
verður bæði ráðgjafi piparsveinsins
sem og vinur stúlknanna.
Um helgina fara framleiðendur Ís-
lenska piparsveinsins á stúfana og
hefja leit að bæði mögulegum pipar-
sveini og stúlkunum sem verða 25
talsins.
„Við byrjum á Akureyri á laugar-
daginn en hringferðin verður hluti af
Símadögum sem verða um allt land í
sumar,“ upplýsti Maríanna í samtali
við Morgunblaðið. „Við erum bæði að
leita að stelpum og strákum og
áhugasamir geta fyllt út umsóknir
hjá Símanum og komið svo með á
Café Amor á Akureyri þar sem við
verðum með viðtöl allan laugardag-
inn. Svona verður fyrirkomulagið í
sumar um allt land en Símadagar
verða haldnir á Akureyri, Selfossi,
Egilstöðum, Ísafirði, Akranesi og
Sauðárkróki.“
En hverju er verið að leita að úr
hópi umsækjenda?
„Við erum að leita að föngulegasta
manni Íslands, hvorki meira né
minna,“ segir Maríanna.
„Hann þarf að vera fallegur jafnt
að utan sem innan og þarf að vera
virkilegt eiginmannsefni sem allar
konur vilja. Hann þarf að vera á aldr-
inum 21 til 35 og einhleypur! Hann
má gjarnan vera í góðri stöðu og hafa
góð og heilbrigð markmið og lífs-
skoðanir. Stúlkurnar eru svo valdar
út frá svipuðum forsendum, við velj-
um 25 stúlkur fyrir hann sem við telj-
um að eigi vel samleið saman og svo
er valið í hans höndum.“
Bjartsýnn á góða þátttöku
Magnús Ragnarsson, sjónvarps-
stjóri Skjás eins segir hugmyndina
um að ráðst í þetta verkefni hafa
komið upp fyrir um ári síðan.
„Þar sem þetta verkefni er mjög
stórt og dýrt þurftum við að bíða þar
til við hefðum bolmagn í það,“ segir
hann.
Magnús segist nokkuð bjartsýnn á
að vel eigi eftir að takast að fá fólk til
að taka þátt.
„Það verður að reyna á það. Fólk
veit alveg nákvæmlega að hverju það
er að ganga í þessum pipar-
sveinaþáttum og ég hef fulla trú á því
að við fáum þátttakendur til liðs við
okkur. Þetta er mjög spennandi og
skemmtilegt fyrir þá sem taka þátt,“
segir hann. „Þessar efasemdir koma
alltaf upp með þætti af þessu tagi
sem hefja göngu sína á Íslandi. Sömu
efasemdir komu upp þegar ráðist var
í Idol stjörnuleit og sama með Bingó-
þáttinn hjá okkur en alltaf fæst
hresst og skemmtilegt fólk í þetta.“
Aðspurður um hvort raunveru-
leikasjónvarp sé framtíðin á Íslandi
svarar Magnús:
„Já ef það er vel staðið að þessum
verkefnum og þau gerð að metnaði
þá held ég að þetta eigi eftir að verða
gríðarlega vinsælt. Þetta er svona
fyrsti dramaþátturinn sem ráðist er í
í raunveruleikasjónvarpi hér á landi.
Þetta er því tilraunaverkefni en við
erum alveg óbangin.“
Eins og kunnugir vita velur pipar-
sveinninn sér lífsförunaut en hann
byggir val sitt á kynnum sínum af
keppendum, meðal annars með því
að bjóða þeim á margvísleg stefnu-
mót.
Magnús segir stefnumótin í Ís-
lenska piparsveininum eiga eftir að
fara fram í íslenskum raunveruleika.
„Við vonum að það eigi eftir að
vekja athygli. Þetta verður að ein-
hverju leyti skoðun á íslenskum
veruleika samhliða hinu,“ segir
Magnús að lokum.
Þættirnir hefjast um miðjan
september og verða fyrstu fjórir
þættirnir helgaðir leitinni sem fer
fram nú í sumar. Að þeim loknum
tekur svo val piparsveinsins við í 10
klukkustundarlöngum þáttum.
Leitum að föngulegasta
manni Íslands
Sjónvarp | Undirbúningur fyrir sjónvarpsþáttinn Íslenska
piparsveininn er hafinn á Skjá einum
Maríanna
Friðjónsdóttir
Magnús
Ragnarsson
Jón Ingi Hákonarson
birta@mbl.is