Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 7
FRÉTTIR
-alltaf gó›ur
TAKT
U STE
FNUN
A
Á GÓ
‹AN
MAT
Grillkjöti› frá Go›a er
heitast á grilli› í sumar!
GOU
RME
T
LAM
B Á
GRI
LLI‹
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
4
5
5
GOURMET
GRÍS Á GRILLI‹
ALMENNT koma fleiri kynferð-
isbrotamál upp um verslunar-
mannahelgar en aðrar helgar en
síðan Neyðarmóttaka vegna
nauðgunar í Fossvogi var stofnuð
árið 1993 hafa að jafnaði komið
upp fimm til sjö kynferðisbrotamál
um hverja verslunarmannahelgi.
Þó getur verið að um sé að ræða
fleiri mál því ekki leita allir þol-
endur kynferðisbrota umsvifalaust
aðstoðar. Þannig leita fimm til tíu
konur til Stígamóta á ári hverju
eftir að hafa orðið að þola kynferð-
islegt ofbeldi um verslunarmanna-
helgi. Þetta segir Eyrún B. Jóns-
dóttir, hjúkrunarfræðingur á
Neyðarmóttöku vegna nauðgunar
á Landspítalanum í Fossvogi, en
hún telur að þrátt fyrir mikla um-
fjöllun um alvarleika kynferðis-
glæpa undanfarin ár virðist sem
boðskapurinn komist ekki til skila
og þessir glæpir eigi sér því stað
ár eftir ár.
Eyrún segir að í kjölfar versl-
unarmannahelgarinnar árið 2001
hafi skapast mikil umræða og kyn-
ferðisbrotamálum hafi fækkað
næstu tvö ár þar á eftir. Þannig
kom upp tuttugu og eitt kynferð-
isbrotamál árið 2001 en þau höfðu
verið fimm árið 2002 og tvö árið
2003.
„Það er hins vegar svo að þetta
gengur í bylgjum, í fyrra komu
upp níu kynferðisbrotamál,“ segir
Eyrún.
Yfirvöld verða að
taka afstöðu
Árið 2001 skipaði þáverandi
dómsmálaráðherra, Sólveig Pét-
ursdóttir, nefnd til að fara yfir
lagaumgjörð og reglur varðandi
útihátíðir. Nefndin klofnaði í af-
stöðu sinni til lágmarksaldurs
þeirra sem sækja útihátíðir. Meiri-
hluti nefndarinnar taldi ekki raun-
hæft að meina unglingum á aldr-
inum 16 til 18 ára að sækja
skipulagðar útihátíðir en meðal
annars var bent á að erfitt gæti
reynst í framkvæmd að fylgja 18
ára aldurstakmarki á stærstu
útihátíðunum. Fulltrúar Stígamóta
og Neyðarmóttöku vegna nauðg-
unar í nefndinni töldu hins vegar
að aldursmarkið ætti að vera við
átján ár og bentu á að um það bil
helmingur þeirra kynferðisbrota,
sem tilkynnt voru um verslunar-
mannahelgina árið 2001, hefði
beinst gegn stúlkum yngri en 18
ára.
Eyrún, sem var fulltrúi Neyð-
armóttöku vegna nauðgunar í um-
ræddri nefnd, segir að yfirvöld
verði að taka afstöðu í þessum
málum en að hennar mati eiga
unglingar yngri en 18 ára ekki að
fara eftirlitslausir á útihátíðir.
„Forsvarsmenn útihátíðarinnar
„Ein með öllu“ á Akureyri í ár
hafa ákveðið að börn yngri en 18
ára sæki ekki hátíðina heim nema í
fylgd forráðamanna og það er virð-
ingarvert framtak. Jafnframt gef-
ur það yfirvöldum tilefni til þess
að ganga fram með fordæmi og
setja skýr skilaboð. Sums staðar
mega unglingar yngri en 18 ára
fara eftirlitslausir á útihátíðir en
sums staðar ekki.“
Eyrún segir að styrkja þurfi for-
eldra í því að setja börnum sínum
ákveðin mörk en staða foreldra sé
oft á tíðum erfið sökum þess hve
þrýstingurinn sé mikill.
Styrkja þarf foreldra
„Það getur reynst foreldrum
erfitt að standa fast á sínu að
teknu tilliti til aldursmarka en þau
eru misvísandi. Sumt má 16 ára og
sumt má 18 ára. Sjálfræðisaldur-
inn miðast við 18 ár en það virðist
enn vera svo í augum fólks að
sjálfræðisaldurinn sé miðaður við
16 ára aldur. Það er ekki svo en
það þarf að brýna fyrir foreldrum
að þeir bera ábyrgð á börnum sín-
um þar til þau ná 18 ára aldri,“
segir Eyrún og bendir á að margir
þeirra sem komið hafa á Neyð-
armóttöku vegna nauðgunar eftir
að hafa orðið að þola kynferðisof-
beldi um verslunarmannahelgi séu
18 ára og yngri – jafnvel niður í 13
ára aldur.
„Þetta er raunverulegur vandi
því við sjáum ungt fólk lenda í að-
stæðum sem það ræður ekki við.“
Höfðað til ábyrgðar
Helmingur þeirra sem leita til
Neyðarmóttöku vegna nauðgunar
á öðrum tímum en um verslunar-
mannahelgi leggur fram kæru.
Hlutfallið er hins vegar mun lægra
ef brotið á sér stað um verslunar-
mannahelgi en Eyrún segir að inn-
an við þriðjungur leggi fram kæru
í þeim tilvikum.
„Þetta skýrist einfaldlega af því
að sönnunarbyrðin er þung í þess-
um málum og oft á tíðum eru eng-
in vitni,“ segir Eyrún og bendir á
að sjálfsásakanir þolenda sem
standa í þeirri trú að þeir hefðu
átt að gæta sín betur hafi oftar en
ekki áhrif á það að slík brot eru
ekki kærð hafi þau átt sér stað á
útihátíðum.
Eyrún beinir þeim tilmælum til
þeirra sem sækja útihátíðir að
setja sig ekki í aðstæður þar sem
dómgreindin skerðist – líkt og ger-
ist við ofneyslu áfengis. Þá höfðar
hún til ábyrgðar hvers og eins,
hvort sem um er að ræða stráka
eða stelpur.
„Það eiga allir að bera ábyrgð á
sinni hegðan sem hlýtur að felast í
því að misbjóða engum í hvaða
formi sem það er og einnig að
grípa fram í ef einstaklingar eru
illa staddir. Nauðgun er ofbeldi og
alltaf á ábyrgð geranda.“
Að jafnaði hafa komið upp fimm til sjö
kynferðisbrotamál um hverja versl-
unarmannahelgi síðan árið 1993
„Þetta er raun-
verulegur vandi“
1 !
2&'("
3#
!
4
5
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ÍSLENSKU keppendunum
gekk ágætlega í 11. og síðustu
umferð heimsmeistaramóts
ungmenna í gær. Dagur Arn-
grímsson, Elsa María Þorfinns-
dóttir og Hjörvar Steinn Grét-
arsson unnu sínar skákir.
Dagur, Hjörvar og Sverrir Þor-
geirsson stóðu sig best, fengu
5,5 vinninga. Daði Ómarsson
kom næstur með 5 vinninga.
Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir stóð sig best stelpnanna,
hlaut 4,5 vinninga.
Dagur, Elsa og
Hjörvar unnu í
lokaumferðinni