Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 8

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lyfjanotkun jókstum 5,5% milli ár-anna 2003 og 2004 en svo virðist sem lífsstíl- stengdir sjúkdómar verði sífellt dýrari fyrir skatt- borgara. Í kostnaðargreiningu Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR) vegna lyfjaút- gjalda árið 2004 kemur fram að lyfjaútgjöld stofn- unarinnar hafi aukist um 8,1% eða um 481 milljón króna milli ára. Heildar- kostnaður TR vegna nið- urgreiðslu á lyfjum var því tæplega sex og hálfur milljarður árið 2004 en það eru meira en tutt- ugu þúsund krónur á hvern Ís- lending. Inga J. Arnardóttir, deildar- stjóri lyfjadeildar hjá TR, segir að ástæður aukins lyfjakostnaðar séu venjulega notkun nýrri og þá dýrari lyfja, hækkandi aldur þjóð- arinnar og meðhöndlun sjúkdóma sem ekki voru meðhöndlaðir áður. „Þjóðin er að eldast og það er al- veg vitað að með hækkandi aldri þjóðar eykst lyfjanotkun. Eldra fólk er í miklu meiri hættu á ýmiss konar hjarta- og æðasjúkdóm- um,“ bendir Inga á. Stærsti útgjaldaliðurinn er flokkur tauga- og geðlyfja en hann er tæpur þriðjungur af heildarút- gjöldum. En á sama tíma og kostnaður í þeim flokki jókst um 212 milljónir jókst notkun á lyfj- unum aðeins um 4%. Inga segir að þetta megi að mestu leyti skýra með dýrari lyfjum. Inga bendir á að lífsstílstengdir sjúkdómar aukist stöðugt í sam- félaginu en að ekki megi gleymast í umræðunni að margt fólk þarf raunverulega á lyfjum að halda. Hins vegar megi með einhverjum leiðum minnka notkun á ákveðnum lyfjum. T.a.m. jókst notkun á prótonpumpuhemlum um 15% milli áranna 2003 og 2004 en Inga segir að þeir séu notaðir við bakflæðissjúkdómum. „Þetta er tengt lífsstíl þjóðarinnar. Við neytum óhollari fæðu og drykkja. Auðvitað má beina því til lækna að ráðleggja annað en lyfjagjöf og eins til einstaklinga að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu. Lausnin er ekki alltaf fólgin í lyfjagjöf.“ Lyfjakostnaður lækkar Þrátt fyrir að lyfjakostnaður TR hafi aukist milli áranna 2003 og 2004 var aukningin engu að síð- ur mun minni en árin á undan. Það má rekja til samninga sem heil- brigðisráðherra gerði við frum- lyfjaframleiðendur og Actavis á árinu 2004 og er talinn hafa skilað tæpum 300 milljóna króna sparn- aði. Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri í Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu segir að sé miðað við fyrstu sex mánuði þessa árs sé lyfjakostnaður lægri en á sama tíma og í fyrra. Það megi helst rekja til ofangreindra samn- inga og hagstæðs gengis. „Það hefur einnig verið átak í gangi á heilbrigðisstofnunum um lyfjamál almennt, t.d. hvað varðar val á lyfjum, lyfjalista og lyfjastefnu heilbrigðisstofnana,“ segir Einar og bætir við að taka þurfi mið af því hvaða lyf eru valin, hversu löng meðferðin er og hvað lyfin kosta. „Það eru alltaf fleiri og fleiri úrræði til að mæta þeim sjúkdómum sem eru til staðar.“ Einar segir eðlilegt að lyfjanotk- un aukist um 3-5% á milli ára þar sem þjóðin eldist. „Við teljum að læknar standi ágætlega að vígi hér á landi og séu almennt að gefa sjúklingum lyf sem þeir þurfa á að halda,“ segir Einar. Offitulyf á 30 milljónir Matthías Halldórsson, aðstoð- arlandlæknir, segir að kostnaðar- aukning sé í raun innbyggð í kerf- ið þar sem ný lyf eru dýrari og íslenskir læknar oft fljótir að til- einka sér þau. „Stundum er farið of langt í að prófa ný lyf því þau eru ekkert endilega alltaf betri. Það þarf að taka mið af kostnaðin- um og hugsanlegum auknum lífs- gæðum þegar þetta er metið,“ segir Matthías og bætir við að lyf lækki oft hratt í verði og því geti verið rétt að bíða í smá tíma með að taka þau í notkun. Matthías segir að mest aukning hafi orðið á notkun svonefndra lífsstílslyfja en að lyfjanotkun sé engu að síður minni hér en í mörg- um nágrannalöndum okkar. „Ég held við Íslendingar séum enn næstlægstir í notkun á lyfjum en kostnaðurinn er eftir sem áður langhæstur hér á landi.“ Lyf við offitu kostuðu Trygg- ingastofnun meira en þrjátíu milljónir á árinu 2004 sem er þó nokkru minna en árið þar áður. Það má líklega rekja til ofan- greindra samninga um lækkun á lyfjakostnaði en notkunin hefur engu að síður aukist um 4,5%. Matthías segir að lyf við offitu séu yfirleitt meðal síðustu úrræða þegar fólk er hætt komið vegna fitu. „Offita er mjög alvarlegur sjúkdómur en það er auðvitað vafasamt hversu mikið gagn lyfja- gjöf gerir til lengdar. Lyf sem eru ætluð til að minnka offitu hafa ekki alveg staðið undir vænting- um,“ segir Matthías og bætir við að aðgerðir sem framkvæmdar eru á Landspítalanum og miða að því að minnka magann hjá lífs- hættulega feitu fólki virðist skila mestum árangri. Fréttaskýring |Kostnaðargreining TR vegna lyfjaútgjalda Lyfjanotkun eykst milli ára Niðurgreiðslur lyfja nema meira en 20 þúsundum króna á hvern Íslending Lyfjakostnaður TR var 6,5 milljarðar 2004. 64 milljónir kr. aukning í ofvirkni og athyglisbresti  Kostnaður Tryggingastofn- unar ríkisins vegna lyfja við of- virkni og athyglisbresti jókst um 64 milljónir milli áranna 2003 og 2004. Kostnaðaraukninguna má m.a. rekja til þess að nýtt lang- verkandi og dýrara lyf er komið á markað sem sjúklingar þurfa aðeins að taka einu sinni á dag. Á sama tíma jókst notkun á þessum lyfjum um 30%. Notkun á rítalíni minnkaði töluvert en concerta er komið þess í stað. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „HÉR er af nógu að taka, sama hvar komið er að hyljum, alls staðar er fiskur,“ sagði André Eyjólfsson, leiðsögumaður við Þverá og Kjarrá, í gærmorgun, þar sem hann var við leiðsögn við Þverá. „Veiðin er að lifna aftur við, núna er skýjað, en veiðin síðustu viku hef- ur oft verið dauf á kvöldin í blíðviðr- inu. Morgnarnir hafa hins vegar alltaf verið ágætir og hafa dugað til að ná upp tölum. Síðasta holl var með 55 laxa á stangirnar sjö hér í neðri ánni, sem er alls ekki slæmt í svona blíðu. Og morgunninn núna hefur verið góður; að minnsta kosti sjö laxar eru komnir á stangirnar þrjár sem ég er að líta til með.“ Í hádeginu í gær voru komnir 2.310 laxar á land í Þverá og Kjarrá, en Andrés sagði líka prýðisveiði vera á fjallinu. „Vatnið er hraðminnkandi, þótt það sé ekkert í líkingu við vatns- leysið í fyrra. En það hefur hitnað, farið í 18 gráður á kvöldin.“ Hann vonaðist til þess að rigning- arspá helgarinnar gengi eftir. „Það er ljótt að hugsa þannig til helstu ferðahelgar ársins en við kætumst vissulega ef rignir. Það er ekki við öllu séð.“ 30% stórlax í Vatnsdalsá „Síðasta holl var hér í fjóra daga, veiddi yfirleitt á sex stangir og land- aði 80 löxum. Þeir misstu mikið af fiski, settu í 130 til 150,“ sagði Heim- ir Barðason, leiðsögumaður í Vatns- dalsá. „Á sama tíma í fyrra lönduðu sömu veiðimenn 39 löxum; þetta er fyrir ofan meðalveiði. Og hollið þar á undan landaði 60.“ Um 300 laxar hafa nú verið skráð- ir til bókar í Vatnsdalsá, en 210 á sama tíma í fyrra. Hlutfall stórlax- ins er gott, eða 30% af veiðinni. Heimir sagði öll svæði inni, svæði þrjú gæfi mjög vel, eða þrjá til átta laxa á vakt. „Það er líf í öllum hylj- um og menn reisa fiska um allt. Mjög mikið er af fiski í Hnausa- streng, en laxinn strikar líka upp í dal ef hann ætlar þangað, engu skiptir þótt Flóðið og Hólakvörn hafi verið 18–20 gráður; við höfum veitt laxa með halalús lengst upp frá.“ Ekki virðist vera um sambærilegt „vandamál“ á silungasvæði Vatns- dalsár að ræða og upp kom í fyrra, þar sem mikill gróður virtist halda laxi þar allt sumarið. „Reyndar veiddust þrír laxar síð- ustu daga á silungasvæðinu, en allir á hefðbundnum stað við brúna.“ Rólegt hefur verið í laxveiðinni í Soginu en einn og einn lax að koma á land. Þrír höfðu verið færðir til bókar í vikunni þegar veiðimaður einn keypti sér leyfi í eina vakt. Bætti hann þeim fjórða við, tók sá svarta Snældu. Á í Blöndu „Má ég hringja eftir smástund. Ég er með hann á!“ kallaði Ingi Freyr Ágústsson, leiðsögumaður við Blöndu, í símann, þegar hringt var í hann í gær. Og skömmu síðar hringdi hann aftur, búinn að aðstoða erlendan veiðimann við löndun á Breiðunni. „Í gærkvöldi voru komnir upp 973 laxar, en 936 voru héðan af svæði I. Eitthvað er samt að glæðast uppfrá, yfir 700 eru farnir um teljarann og laxar sjást líka ganga flúðirnar.“ Hann sagði menn frá Veiði- málastofnun hafa komið að athuga laxastigann, sem sagður var stífl- aður á dögunum, en sögðu þeir í góðu lagi með hann. Talsvert er sagt af laxi í Hrúta- fjarðará, en hann tekur illa. Sam- kvæmt upplýsingum Þrastar Elliða- sonar munu 60 til 70 laxar hafa verið færðir til bókar. Birtingurinn mættur Að sögn Þórarins Kristinssonar, eiganda Tungulækjar í Landbroti, er sjóbirtingurinn mættur og farinn að síga upp lækinn. „Við erum farnir að sjá þá. Þessir stóru koma fyrst, venjulega 20. til 25. júlí. Það leynir sér ekki þegar hann er að ganga,“ sagði Þórarinn. „Laxinn gengur líka með og við byrjum að egna fyrir hann núna um mánaðamótin.“ Samningar hafa náðst um að veiði í Þingvallavatni, fyrir landi þjóð- garðsins, verði hluti af Veiðikortinu. Veiðikortið, sem fæst á bens- ínstöðum Essó, kostar 5.000 krónur og hefur í sumar veitt aðgang að tuttugu vatnasvæðum víða um land, verður nú enn meiri kjarabót fyrir veiðimenn. Hingað til hafa menn greitt 1.000 krónur fyrir veiðileyfi í Þingvallavatni og 10.000 krónur fyr- ir sumarleyfi. Margir hafa gagnrýnt þá ráðstöfun að rukka fyrir veiði- leyfi í þjóðgarðinum meðan aðrir sem nýta sér þjónustu garðsins gera það endurgjaldslaust. Með þessari ráðstöfun kemur Þingvallanefnd betur til móts við ótal unnendur veiðinnar í þjóðgarðinum. STANGVEIÐI Áfram prýðisveiði í Þverá og Kjarrá Morgunblaðið/Einar Falur Magnús Gunnarsson snarar laxi á land úr Leirvogsá. veidar@mbl.is Á HINSEGIN dögum í Reykjavík 6. ágúst nk. verður hafist handa við að dreifa 25 þúsund pökkum með samtals 50 þúsund smokkum og sleipiefni vítt og breitt um landið. Þetta er umfangsmesta dreifing á ókeypis smokkum sem fram hefur farið á Íslandi, en auk smokkanna og sleipiefnisins verða í hverri pakkningu leiðbeiningar um notk- un smokksins og varnaðarorð um ábyrgt kynlíf. Dreifingin er liður í átaksverk- efninu „Notum smokkinn“ sem Samtökin 78 standa fyrir í sam- starfi við Landlæknisembættið, FSS – félag STK stúdenta, Alnæm- issamtökin, Skjá einn og Ýmus. Átakinu er ætlað að undirstrika mikilvægi þess að smokkurinn sé notaður, ekki aðeins vegna alnæm- ishættunnar heldur einnig vegna annarra kynsjúkdóma og ótíma- bærra þungana. Tveir áratugir eru liðnir frá því að Landsnefnd um alnæmisvarnir, Samtökin 78 og Landlæknisemb- ættið stóðu fyrir herferð gegn al- næmi. Eflaust er sú herferð flestum í fersku minni en nú er hins vegar komin á legg ný kynslóð sem ekki naut þessarar fræðslu og eru ýmis merki þess að skerpa þurfi á boð- skapnum á ný. Vámerki á lofti Samkvæmt upplýsingum frá sótt- varnarlækni Landlæknisembætt- isins fjölgaði klamidíu-tilfellum á ný árið 2004 eftir að forvarnir höfðu borið sýnilegan árangur árið áður. Tíðnin er langmest meðal fólks á aldrinum 15-29 ára. Í máli Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis, á kynningarfundi átaksins, kom fram að meirihluti smitaðra eru konur og að sjúkdómurinn er ein helsta orsök ófrjósemi kvenna hér á landi. Þó að nýsmit af völdum HIV- veirunnar sé í sögulegu lágmarki á Íslandi um þessar mundir er allt annað uppi á teningnum meðal ná- grannaþjóða okkar. HIV-nýsmiti fer fjölgandi í stórborgum Vest- urlanda, ekki aðeins meðal gagn- kynhneigðra heldur einnig meðal homma og tvíkynhneigðra karla. Þá fer tíðni lifrarbólgu B og C hraðvaxandi meðal homma í Norð- ur-Ameríku og Norður-Evrópu og telja ýmsir það eingöngu tíma- spursmál hvenær þessarar þróunar fari að gæta hér á landi. Í ljósi þessara hættumerkja bregst nú hreyfing samkyn- hneigðra og tvíkynhneigðra við og er það von Samtakanna að átakið muni mælast vel fyrir meðal þjóð- arinnar og skila sýnilegum árangri. Á meðfylgjandi mynd situr Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður Samtakanna 78, fyrir miðju. Samstarfs aðilar verkefnisins sátu einnig fyrir svörum á fundinum. F.h. Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæmissamtakanna; Jón Þór Þor- leifsson, framkvædastjóri verkefn- isins; Ásta Ósk Hlöðversdóttir, for- maður FSS – Félags STK stúdenta og Haraldur Briem sóttvarna- læknir. Morgunblaðið/Sverrir „Notum smokkinn“ Samtökin 78 og samstarfsaðilar dreifa 50.000 smokkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.