Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 9 FRÉTTIR Ferðafatnaður á hálfvirði Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Lokað á morgun Gleðilega verslunarmannahelgi! ELDSNEYTISSKORTUR er langlíklegasta orsök þess að hreyf- ill flugvélarinnar, sem fórst í Skerjafirði árið 2000, stöðvaðist, að mati sérstakrar rannsóknarnefnd- ar sem fjallað hefur um flugslysið en nefndin sendi fjölmiðlum skýrslu sína í gær. Eldsneytisskorturinn olli afl- missi flugvélarinnar og auk þess var þyngdarmiðja flugvélarinnar nær aftari mörkum. Þá var flug- maðurinn þreyttur og hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum og því ofreis vélin þannig að flugmað- urinn missti stjórn á henni. Flugvélin fórst að kvöldi 7. ágúst árið 2000 en um borð voru flug- maður og fimm ungmenni sem voru að koma af Þjóðhátíð í Vestmann- eyjum. Tveimur piltum var bjargað á lífi en þeir létust nokkru síðar. Útgáfa skírteinis óeðlileg Nefndin kemst einnig að þeirri niðurstöðu að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina TF- GTI né gefa út lofthæfisskírteini vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Þá segir nefndin að saga hreyfils og ferill hans hafi verið óljós enda gögn ófullkomin, lítið vitað um uppruna og meðferð til ársins 1994/ 1996. Allt hefði þetta átt að gefa Flugmálastjórn tilefni til að kalla eftir ítarlegri gögnum um hreyf- ilinn og láta sérstaklega skoða hann og flugvélina áður en hún væri skráð og fengi lofthæfisskír- teini. Ekkert bendi þó til að þessir vankantar hafi átt þátt í slysinu. Þá segir nefndin að engin lög eða reglur hafi verið brotin þótt hreyf- illinn væri látinn af hendi 2–4 dög- um eftir slysið. Á hinn bóginn megi segja að það hafi verið óheppilegt að láta hann af hendi jafnskjótt og raunin var, ekki síst þegar eftirmál séu höfð í huga. Að mati nefndarinnar er útilokað að hreyfillinn hafi brætt úr sér eða stöðvast vegna ofhitnunar en það var meginniðurstaða tveggja breskra sérfræðinga, sem fjölluðu um slysið að beiðni aðstandenda þeirra sem fórust með flugvélinni. Loks segir rannsóknarnefndin að fjölmörgu hafi verið ábótavant í Leiguflugi Ísleifs Ottesen ehf. og að eftirlit Flugmálastjórnar með flugrekanda hafi verið ófullnægj- andi. Hins vegar sé ekki sjáanlegur misbrestur á eftirliti Flugmála- stjórnar með flugrekstri í tengslum við Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Athugasemdir við erlenda skýrslu Í skýrslunni eru gerðar ýmsar athugasemdir við skýrslu erlendu sérfræðinganna. Segir m.a. að margar athugasemdir erlendu sér- fræðinganna við rannsókn og loka- skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa fái ekki staðist og ýmsir gallar séu á skýrslu þeirra, bæði um efni og framsetningu, þótt þar sé einnig að finna réttmætar at- hugasemdir og góðar ábendingar. Þeir Sigurður Líndal, prófessor emeritus, formaður, Kjartan Norð- dahl, flugstjóri og lögfræðingur, Birger Andreas Bull ráðgjafi, Sø- ren Flensted eftirlitsmaður og Ro- nald L. Schleede ráðgjafi sátu í sérstöku rannsóknarnefndinni en hún var skipuð af samgönguráð- herra árið 2002.  Meira á mbl.is/ítarefni Skýrsla rannsóknarnefndar um flugslysið í Skerjafirði Eldsneytisskortur lang- líklegasta orsökin Morgunblaðið/Kristinn Flak vélarinnar TF-GTI dregið upp úr sjónum á slysstað í ágúst 2000. Í BRÉFI til fjölmiðla sem fylgdi skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að einhver vanda- manna þeirra sem létust í slysinu hafi brotið trúnað með því að segja Stöð 2 frá efni skýrslunnar, en stöðin birti frétt um skýrsluna í fyrrakvöld. Segir þar að varla sé öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni. Þá hafi upp- lýsingar sem fram komu á Stöð 2 um skýrsluna ekki verið réttar. Sigurður Líndal, formaður nefndarinnar, skrifar undir bréf- ið og segir að enginn grundvöllur sé til þess að halda blaðamanna- fund sem átti að halda klukkan hálfellefu í dag. Vandamönnum þeirra sem létust hafi verið send skýrslan fyrir hádegi í fyrradag og þeir beðnir um að fara með hana sem trúnaðarmál þar til fundurinn yrði haldinn. Krefst afsökunar frá Sigurði Friðrik Þór Guðmundsson segir að ályktun Sigurðar sé alröng og segist hann hafa skrifað Sigurði bréf þar sem hann krefst þess að hann dragi orð sín til baka og biðji hann afsökunar og sendi af- rit til þeirra fjölmiðla sem fengu þetta bréf. „Ég mun ekki una þessari árás á heiður og æru mína. Ég mun ekki sætta mig við þennan róg af hans hálfu og get ekki byrjað að skilja hvaðan þessi andúð í minn garð kemur, frekar en ég skil þann kulda og þá andúð sem gæt- ir í skýrslunni í garð þeirra bresku sérfræðinga sem við réð- um til að meta rannsókn og skýrslu rannsóknarnefndar flug- slysa,“ segir Friðrik og bætir við að það sé engin tilviljun að ákveðið sé að kynna skýrsluna daginn fyrir verslunarmanna- helgina. „Ég held að þessi dagur hafi verið valinn til þess að tryggja sem minnsta umfjöllun fjölmiðla.“ Hann segist ekki vera tilbúinn að tjá sig um innihald skýrsl- unnar fyrr en eftir vandlega íhugun. „Það er hins vegar ljóst að í henni er margt sem stað- festir það sem við, talsmenn að- standenda, höfum verið að segja í gegnum árin,“ segir Friðrik. Segir Friðrik Þór Guðmunds- son hafa brotið trúnað Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is 20% afsláttur af öllum vörum í dag Útsölumarkaður í kjallara Lokað laugardag LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, útilokar ekki að fram fari atkvæðagreiðsla meðal bæj- arbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík samhliða atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélagsins og Vatnleysu- strandarhrepps í byrjun október. Ákvörðun um það verði þó ekki tekin fyrr en í seinni hluta ágúst að loknum almennum kynningar- fundi um stækkunina. Rætt í bæjarráði Félag Vinstri grænna í Hafn- arfirði samþykkti áskorun um að Hafnfirðingum verði gefinn kostur á að greiða atkvæði um álver. „Ég viðraði þessa hugmynd sjálfur fyr- ir hálfum öðrum mánuði síðan,“ sagði Lúðvík þegar hann var spurður hvernig honum litist á hugmyndina. Hann sagði að á bæj- arráðsfundi í síðustu viku hefði þetta verið rætt utan dagskrár. „Það er samstaða um að skoða þennan valkost. Menn telja hins vegar rétt að taka þetta í eðlilegri röð. Það er búið að auglýsa deili- skipulag og það er full samstaða innan bæjarstjórnar um þær for- sendur sem þar eru lagðar. Þær eru nokkuð ákveðnar og strangar að því er snýr að mengunarvörn- um og öðru því sem álverið þarf að fara út í ef til stækkunar kemur. Það er 10 vikur í umsagnarfrest. Í ágúst munum við halda ítarlegan upplýsinga- og kynningarfund fyr- ir bæjarbúa um skipulagið og stöðu mála. Við vorum sammála um að í framhaldi af fundinum yrði tekin ákvörðun um hvort þetta yrði sett inn sem kosningamál eða ekki. Það ræðst þá m.a. af því hvernig undirtektir og umræða er í bæjarfélaginu,“ sagði Lúðvík. Í upphafi kjörtímabilsins setti meirihluti Samfylkingarinnar inn nýtt ákvæði í samþykktir bæjarins um að ef 25% kosningabærra íbúa óskuðu eftir kosningu um eitthvert tiltekið mál þá bæri að verða við þeim óskum. Lúðvík sagðist hafa grun um að bæjarbúar væru ekki vel upplýstir um fyrirhugaða stækkun álversins en úr því yrði bætt á næstu vikum m.a. með fyr- irhuguðum kynningarfundi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Útilokar ekki kosningu um stækkun álversins Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ELDUR kom upp í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi um klukkan hálffimm í gær. Að sögn Kristjáns Ein- arssonar slökkviliðsstjóra komu gifsveggir í veg fyrir alvarlegar eldskemmdir en þeir vörnuðu því að eldur bærist um húsið. Ná- granni í næsta húsi fór inn í húsið og slökkti eldinn. Allt er ónýtt í herberginu þar sem eldurinn kom upp og nokkrar reykskemmdir urðu á húsinu. Maðurinn sem slökkti eldinn kvartaði undan verk fyrir brjósti og var hann færður til rannsóknar á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands vegna gruns um reykeitrun. Ljósmynd/Jón A. Bergsveinsson Nágranni slökkti eld LÖGREGLAN á Hvolsvelli fór í há- lendiseftirlit með Landhelgisgæsl- unni í gær og var flogið með þyrlunni TF Sif yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Leiðang- ursmenn urðu varir við nokkuð mikil för eftir utanvegaakstur og voru þau sérstaklega áberandi á Heklusvæð- inu. Lögreglan segir förin bæði hafa verið nýleg og eldri, eftir fjórhjól, mótorhjól og fleira. Bílhræ fannst einnig á miðju hálendinu og verða viðeigandi aðilar látnir vita af því. Flogið var meðal annars yfir Kerl- ingarfjöll, Landmannalaugar, Hóla- skjól og Þórsmörk. Lent var við Veiðivötn og spjallað við gesti og landverði. Lögreglan segir að áfram verði fylgst vel með hálendinu í sumar. Hálendiseftirlit úr lofti Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.