Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EFLAUST er leitun að hreinlátara
fólki en Margréti Sigfúsdóttur og
Heiðari Jónssyni. Þáttur þeirra, Allt
í drasli, sem sýndur var á SkjáEin-
um, hlaut góðar viðtökur en í þátt-
unum heimsækja þau Margrét og
Heiðar heimili sem þarf að taka
rækilega í gegn. Í haust verða sýnd-
ir nýir þættir og ætla þau að halda
áfram góða starfinu.
„Við hjálpum fólki að koma röð og
reglu á heimilið og kennum þeim
hvernig hægt er að halda hlutunum
áfram í röð og reglu svo ekki fari
allt í drasl aftur,“ sagði Margrét
þegar blaðamaður spjallaði við
hana. „Við förum í gegnum íbúðina
og kennum þeim góð ráð, athugum
hvar þarf að taka á og hverju þarf
að breyta svo ekki fari allt á kaf.“
Þrifið í hólf og gólf
Margrét og Heiðar mæta með
teymi manna og taka höndum sam-
an við ræstingarnar. Og allt er tekið
í gegn. „Við lítum undir rúmin og
inn í skápana og komum hlutunum
fyrir. Það verður jú að setja allt á
sinn stað, sortera úr og gefa það
sem ekki þarf í hjálparstarf eða á
gámastöðvar. Fólk á ekki að safna
ónýtum húsgögnum sem haugast
upp í bílskúrnum – gefa þetta frek-
ar, svo einhver geti notað þetta,“
segir Margrét.
Þættirnir eru gerðir að breskri
fyrirmynd og fylgdu þau Margrét
og Heiðar forskrift þáttanna í síð-
ustu þáttaröð. „Nú held ég að við
höfum aðeins frjálsari hendur og
leggjum meiri áherslu á að kenna
fólki hagnýta hluti. Það væri ekkert
að því að líta á garðana líka. Mér
finnst ofboðslega gaman að vera úti
í garði. Það er heilmikil vinna að
taka garð í gegn en óskaplega gef-
andi: Að vera moldugur á hönd-
unum og sveittur úti, setjast síðan
niður og fá sér kaffi, horfa á það
sem maður hefur gert og sjá hlutina
breytast og verða fína. Það er af-
skaplega gaman.“
Margrét leggur áherslu á að fólki
sé kennt að viðhalda hreinlætinu á
heimilunum: „Við komum aftur í
heimsókn eftir hálfan mánuð og
sjáum hvernig heimilið lítur út. Það
veitir manni óskaplega ánægju ef
maður sér að þetta hefur borið ár-
angur. Það var sérstaklega eitt
heimili sem gladdi mig, þar sem bú-
ið var að virkja krakkana, bæta inn
á heimilið nýjum hlutum og allt var
orðið miklu fallegra en þegar við
fórum. Og allir voru svo ánægðir.
Það veitir manni mikla gleði þegar
maður getur hjálpað einhverjum
svona.“
Aðspurð kennir Margrét hraða
samfélagsins um það að fólk eigi það
stundum til að ráða ekki við óhrein-
indin: „Það er margt sem kemur til
sögunnar. Allir eru að vinna úti, og
svo önnum kafnir. Allt er á síðustu
stundu: Sækja þarf börnin og gefa
öllum að borða og allt saman. Svo
getur líka óskipulag staðið fyrir
þrifum: Fólk er allt af vilja gert og
vill halda heimilunum í horfi en það
er oft búið að gefast upp því það sér
ekki fram úr óhreinindunum.“
Létt verk ef gengið er frá
jafnóðum og allir hjálpast að
„Það þarf að kenna fólki að skipu-
leggja svolítið og forgangsraða líka.
Fólk er oft að einblína á eitthvað
sem ekki er endilega það rétta. Það
þarf að hjálpa fólki að skipuleggja
tímann og ganga frá hlutunum jafn-
óðum. Þetta er nefnilega ekkert
verk ef hlutirnir eru brotnir saman
og settir inn í skáp, en fá ekki að
dreifast um alla íbúð. Síðast en ekki
síst þarf að reyna að virkja fólkið á
heimilinu svo það sé ekki bara ein
manneskja sem sér um öll þrif, held-
ur séu þau eitthvað sem allir taki
þátt í.“
Margrét segir fólk yfirleitt taka
vel á móti þeim Heiðari, en ábend-
ingar um heimili sem þurfa á þrifn-
aðarhjálp að halda berast héðan og
þaðan: „Sumir hringja inn sjálfir, og
oft hringja foreldrar, systkini og
vinafólk og benda á einhverja.“ Enn
er hægt að koma áleiðis ábend-
ingum til þáttarins, en auk þess að
líta á heimili á höfuðborgarsvæðinu
ætla Margrét og Heiðar að bregða
undir sig betri fætinum og ferðast
um landið. Hvetur Margrét fólk til
að hafa samband, enda eru þau
Heiðar öll af vilja gerð og vilja endi-
lega heimsækja sem fjölbreyttust
heimili.
Það er gaman að taka til
Heiðar og Margrét hafa sagt óhreinindum stríð á hendur.
Allt í drasli verður á dagskrá
SkjásEins á sunnudögum í haust.
asgeiri@mbl.is
Lögfræðingur söngvarans Mich-aels Jacksons segir að hann hafi
verið lagður inn á sjúkrahús eftir að
réttarhöldunum
yfir honum lauk
og að hann hafi
enn ekki verið út-
skrifaður. Jack-
son hefur ekki
sést opinberlega
síðan hann var
sýknaður af
ákærum um að
beita ungan dreng kynferðislegu of-
beldi og vakti það sérstaka athygli að
hann var ekki viðstaddur afmæli föð-
ur síns í síðustu viku.
„Hann átti við veikindi að stríða á
köflum. Fólk áttar sig ekki á því en
hann var lagður inn á sjúkrahús eftir
að dómurinn var kveðinn upp,“ sagði
Thomas Mesereau, lögfræðingur
Jacksons, í viðtali við BBC. „Hann
þjáðist af vökvaskorti. Hann hafði
lést gríðarlega mikið og átti erfitt
með að halda nokkru niðri.“ Þá sagði
hann bakverki hafa þjáð Jackson á
meðan á réttarhöldunum stóð.
Ástralska leikkonan Nicole Kid-man hefur upplýst að hún hygg-
ist taka sér langt frí frá kvikmynda-
leik í lok þessa árs. Leikkonan hefur
leikið í átta kvikmyndum á und-
anförnum tveimur árum og samið um
að leika í fjórum til viðbótar. Að þeim
loknum segist hún
hins vegar ætla að
láta sig hverfa úr
sviðsljósinu um
tíma.
„Þið eigið ekki
eftir að sjá mig í
langan tíma. Það
gæti orðið ár, það
gætu orðið tvö ár.
Ég ætla ekki að gefa ykkur upp
ferðaáform mín en þau eru nokkur.
Það mun líða nokkur tími áður en ég
kem aftur,“ sagði hún í viðtali við
blaðamann imdb.com.
Fólk folk@mbl.is
kl. 10.40
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i 16 ÁRA
H.L. MBL
Sýnd kl. 8 og 10 B.i 16 ÁRA
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
K&F XFM
H.L. - MBL.
Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre
Kemur magnaðasta hrollvekja ársins!
Fór beint á toppinn í USA
Byggt á sannri sögu
T.V. kvikmyndir.is
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
„ ynd se h gt er að líkja við
Die ard, spennandi og ske tileg ”
D
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
Sýnd kl. 8 og 10.20
Frá framleiðanda
Texas Chainsaw Massacre
Kemur magnaðasta hrollvekja ársins!
Sýnd kl. 6 B.i 16 ára
Miðasala opnar kl. 15.15
Sími 564 0000
i l l. 7
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Nú eru það
fangarnir gegn
vörðunum!
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
kl. 5.30 og 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I 16 ára
Þorir þú í bíó?
REGLA #15: BERSTU Á MÓTI LÖNGUNINNI3. ÁGÚST
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Hverju myndir þú fórna
fyrir fjölskylduna?
Hverju myndir þú fórna
fyrir fjölskylduna?
Magnaður spennutryllir af bestu gerð
með Bruce Willis í toppformi
Magnaður spennutryllir
af bestu gerð
með Bruce Willis í toppformi
SÍÐUSTUSÝNINGAR
Sýnd kl. 5.30 B.i 14 ÁRA
Þorir þú í bíó?
Fór beint á toppinn í USA
Byggt á sannri sögu
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20 B.i 16 ára
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
„þrusuvel heppnuð
spennumynd”
K & F
„ r s vel e
s e ”
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
„ ynd se h gt er að líkja við
Die ard, spennandi og ske tileg ”
D
„þrusuvel heppnuð
spennumynd”
K & F
„ r s vel e
s e ”
„þrusuvel heppnuð
spennumynd”K & F