Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 29

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 29
Hinsta kveðja frá vinum úr Vest- urbænum. Elín Lóa, Lísa Dögg, Kristján Egill, Erla Dís og Björgvin Bjartur. Það eru gömul sannindi og ný að ungt fólk dreymir oft um annan og betri heim. Það er einnig alkunna að hina ungu skortir stundum þá þolin- mæði og biðlund sem þarf til að koma umfangsmiklum breytingum til leið- ar. Stundum verður þessi þrá eftir hinu fullkomna sjálfri lífshvötinni yf- irsterkari. Ungur vinur með bjart, geislandi bros og blik eftirvæntingar í augum tekur ákvörðun sem ekki verður aftur kölluð. Þráin eftir að sameinast æðri mætti, ganga inn í hið guðlega ljós, ber aðrar tilfinningar ofurliði. Og á örskotsstundu erum við orðin einum færri hér á jörðinni. Við sem eftir lif- um eigum þann kost einan að virða þá ákvörðun sem ungur maður tekur. Það er ekki okkar að dæma. Við get- um einungis reynt að skilja og eflast að vitsmunum og þroska. Fundum okkar Arnar bar fyrst saman fyrir ellefu árum. Ég var á ferð í Vesturbænum einn vetrardag í fylgd Davíðs, eldri bróður Arnar og vinar míns. Á horni Hofsvallagötu og Bræðraborgarstígs birtist skyndilega kvik, lágvaxin mannvera sem brosti með andliti, höndum og raunar öllum líkamanum. Hann hafði heyrt um þennan vin bróður síns, en þetta var okkar fyrsti fundur. Örn var afar ein- lægur drengur og opinskár, einkum á yngri árum. Honum var ekki eðlilegt að dylja tilfinningar eins og forvitni, áhuga, og eftir atvikum hrifningu, eða andúð. Ég fann að ég var rannsak- aður gaumgæfilega. Ég veit ekki hvað hann sá, en það sem ég sá var 14 ára skoppari í rauðri stussy-hettupeysu, bláum baggybuxum – einhverjum tíu númerum of stórum – í anda þess tíma. Hnetubrúnt, einstaklega fínlegt andlitið var umlukt óstýrilátum, svörtum hárlokkum. Ég held að ég hafi ekki í annan tíma séð breiðara bros. Örn kom mér þá þegar fyrir sjónir sem mikil tilfinningavera og af- ar leikrænn persónuleiki. Hann hefði að öllum líkindum þrifist best á sviði. Hann átti enda eftir að sýna að hann var hæfileikaríkur dansari, einkum hafði hann mætur á afrískum döns- um. Hann dansaði meðal annars í Kramhúsinu. Ekki síður bjó Örn yfir ríkum sönghæfileikum og tók meðal annars þátt í Motown-sýningunni á Broadway þar sem hann söng með Páli Óskari og fleiri látúnsbörkum. Lífið hefur sjálfsagt ekki alltaf ver- ið auðvelt fyrir ungan, þeldökkan dreng í því fámenningarsamfélagi sem Ísland var til skamms tíma. Gæfa Arnar fólst í því að eiga móður og bræður sem elskuðu hann skilyrðis- laust. Þegar þar kom, á efri unglings- árum, að hann gerði sér ljóst að kyn- hneigð hans fylgdi ekki meginstraumum má vera að sú mót- sagnakennda tilfinning hans að vera öðruvísi; stundum „útvalinn“, stund- um „útskúfaður“, hafi ágerst. Svo margslungin og samsett sjálfsmynd getur orðið mörgu ungmenni ofviða, jafnvel leitt til óviðráðanlegra öfga; brennimerkingar eigin sjálfs eða óraunhæfrar sjálfsupphafningar. Örn náði þó með tíð og tíma góðum sáttum við þennan grunnþátt eðlis síns. Síðustu tvö árin voru Erni einkar erfið. Hann háði harða glímu við óvæginn sjúkdóm sem einungis æðri máttur fær læknað. Hann vann marga orustuna og náði tímabilum þar sem hann viðurkenndi vanmátt sinn og tók leiðsögn skilyrðislaust. Þessi góðu tímabil urðu þó æ færri. Örn hafði litla tiltrú á þeirri vélrænu efnishyggju sem hann taldi einkenna læknavísindin. Og í ungum huga taka meinin stundum á sig yfirdrifnar víddir; ársprænur og lækir mótlæt- isins verða að fljótum og fossum. Hann hugsaði stórar hugsanir og stórum hugsunum fylgja langir skuggar. Ævinlega var þó Örn hvers manns hugljúfi, notalegur í um- gengni, einlægur og hjálpsamur svo af bar. Í ófullgerðum heimi er það stund- um svo að þeim sem óska sér einskis fremur en að geðjast öðrum og gleðja er launað með háði eða í besta falli fá- læti. Sjálfsþjónkun er oftast hærra skrifuð en þjónusta við aðra. Örn var sérlega næmur á þarfir og langanir annarra og ýmislegt bendir til að hann hafi verið gæddur næmi á óorðna atburði. Slík hæfni er kannski ekki mikils metin í tæknivæddum, vestrænum samfélögum. Má vera að hann hefði átt betri daga í „hefð- bundnu“ samfélagi eins og víða þekkj- ast í Asíu og Afríku þar sem listrænir og dulrænir hæfileikar eru í meiri metum. Af svo ungum manni að vera átti Örn sér fremur óvenjulegar fyrir- myndir í lífinu: Jesús, Búdda og Siddhartha voru hans menn. Hann vildi feta í fótspor þeirra, hjálpa og græða mein. Eitt hinsta verk hans í þessu lífi var að læra Faðirvorið á jap- önsku. Nú að leiðarlokum er mér þakklæti í huga fyrir að fá að kynnast þessum bjarta og brosmilda dreng. Velvild hans í garð allra manna verð- ur mér minnisstæð. Og djúp sam- kennd með öllu sem lifir. Litlu frændsystkinin hans, þau Adam, Ilmur Dís og Sóley Klara, börn Davíðs og Unu, eiga eftir að sakna góðs frænda. Þeim, Birgittu, móður hans, systkinum og öðrum að- standendum votta ég samúð mína. Það verður enginn annar örn. Þú varst Örninn. Og nú ertu flog- inn. Þangað sem þú mátt næðis njóta. Lárus Már Björnsson. Elsku vinur. Að ég skuli vera að skrifa þér kveðjubréf finnst mér óraunverulegt, en því miður, þú ert farinn. Þú varst minn besti vinur, betri vin hef ég aldr- ei átt. Við áttum svo mörg sameig- inleg áhugamál sem tengdu okkur saman. Til dæmis wu shu art-æfing- arnar (kung fu) og sýningarnar sem við tókum bæði þátt í. Það vakti at- hygli þeirra sem fylgdust með hve einbeittur þú varst. Þú gerðir allt svo vel, mjúku hreyfingarnar þínar auk þess hve falleg sál þú varst. Mér finnst sárt að ég hafi ekki átt- að mig á myrkrinu í hjarta þínu. Ég hefði viljað hjálpa þér og hugga, en núna er það of seint. Ég þakka þér all- ar stundirnar sem við áttum saman og trúi að við munum hittast á ný. En allar minningarnar um þig verða mitt leiðarljós í lífinu. Ég bið Guð að blessa og styrkja Birgittu móður þína, fjöl- skylduna og alla þá sem elskuðu þig. Nú kveð ég þig með sömu orðum og við kvöddumst alltaf með: „Ég elska þig ástin mín.“ Hvíl í friði. Þín vinkona að eilífu Helga Guðrún. Ég bið þig, Guð minn góður, að gefa Erni frið, því kærleik hann ber í brjósti sér að góðra manna sið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þakka þér fyrir samverustundirn- ar. Þinn litli vinur Elmar Oliver. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 29 MINNINGAR Vegna mistaka í blaðinu í gær runnu tvær greinar um Guðrúnu saman. Við birtum því greinarnar aftur og biðjum höfunda og aðra hlutaðeig- andi velvirðingar á mistökunum. Elsku mamma. Þín er saknað hér í hjarta mínu, tómarúm ríkir þar. Ég vil bara að þú vitir að ég er þér þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú gerðir mig að þeirri sem ég er í dag, þú kenndir mér svo mikið. Ég veit ekki hvort ég hafi náð að þakka þér nóg, hugur minn og hjarta eru full af söknuði til þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Guðrún Sigur-jónsdóttir fædd- ist á Tindum í Svína- vatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 12. mars 1926. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 19. júlí síðast- liðinn og var jarðsungin frá Kópavogskirkju 28. júlí. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég elska þig að ei- lífu, guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir Þuríður. Með nokkrum orð- um langar mig að minnast Guðrúnar föðursystur minnar. Gunna frænka var ein af sjö systk- inum frá Tindum og þeirra yngst. Ég var mjög ung þegar ég kynntist Gunnu, fór að fara með foreldrum mínum og systkinum suður og þá var alltaf komið í Skerjafjörðinn þar sem hún frænka mín bjó. Vegna veikinda mömmu dvaldi ég ófá skipti hjá þeim hjónum Gunnu frænku og manni hennar Sveini Magnússyni. Ég fann strax fyrir þeim mikla kær- leika og góða skapi sem einkenndi Gunnu frænku. Í litlu íbúðinni henn- ar í Skerjafirðinum og seinna meir í húsinu við Víghólastíginn var alltaf nóg pláss, hvort heldur það kom einn úr okkar fjölskyldu eða við öll, pabbi, mamma með okkur öll, fjögur börnin. Seinna á lífsleiðinni, þegar ég fór í húsmæðraskóla Reykjavík- ur, fannst Gunnu frænku ekki koma til greina annað en að ég ætti at- hvarf hjá henni og hennar fjöl- skyldu, og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Elsku Gunna frænka, við fjöl- skyldan minnumst þín ávallt með þakklæti, og sendum börnum þínum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Sigrún Þorláksdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, sonar, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og bróður, HELGA INGVARSSONAR framkvæmdastjóra, Urðarhæð 13, Garðabæ. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjör- gæsludeildar Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Sigríður Gylfadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ingvar Júlíus Helgason, Guðbjörg Sif Sigrúnardóttir, Ásta Sigríður Ólafsdóttir, Sigurgeir Tryggvason, Guðný Inga Þórisdóttir, Björgvin Gylfason, Gylfi Þór Þórisson, Katrín Lillý Magnúsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Bjarni Sigurðsson, Birna Tamone, Harrison Tamone, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Guðríður Stefánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Svanhildur Blöndal, Júlía Guðrún Ingvarsdóttir, Markús K. Möller, Áslaug Helga Ingvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Jóhann G. Guðjónsson, Elísabet Ingvarsdóttir, Gunnar Hauksson, Ingvar Ingvarsson, Helga Þorleifsdóttir og barnabörn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning vegna andláts og útfarar okkar elskulega eigin- manns, föður, tengdaföður, afa, tengdasonar og bróður, JÚLÍUSAR UNNARS JÓAKIMSSONAR, Túngötu 16, Grenivík. Kærleikur ykkar, góðvild og hlýja var og er okkar styrkur. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Svafa Kristjánsdóttir, Ómar Þór Júlíusson, Jóakim Kristján Júlíusson, Berglind Erlingsdóttir, Agnes Jóakimsdóttir, Sigurður Þór Ómarsson, Almar Jóakimsson, Kristján Stefánsson, Rósa Jóna Jóakimsdóttir, Guðlaugur E. Jóakimsson, Jenný Jóakimsdóttir, Rúnar J. Jóakimsson. Við burtför þína er sorg- in sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Okkar besti vinur og félagi er fall- inn frá langt fyrir aldur fram. Guð- GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ✝ Guðlaugur ÞórÞórðarson fæddist á Akranesi 27. nóvember 1948. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 18. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akraneskirkju 26. júlí. laugur Þór eða Gulli, eins og hann var alltaf kallaður, var eins og klettur á sjávarströnd. Mörg skörð voru höggvin í klettinn á lífsleiðinni, en alltaf stóð hann hnarreistur og keikur. En þetta síðasta högg var of þungt, máttaröflin höfðu betur og vinur okkar er nú horfinn til annarra heima. Það eru mikil for- réttindi á fá að eiga menn eins og Gulla að vinum. Minn- ingarnar hrannast upp og geymum við þær í hjarta okkar um aldur og ævi. Margt var brallað, útilegur þeg- ar börnin voru ung, sumarbústaða- ferðir, leikhúsferðir og þannig mætti lengi telja, en upp úr stendur þó ferðin sem við fjögur fórum í húsbíl um Þýskaland, Austurríki, Ítalíu og Sviss fyrir 7 árum. Lengi höfðum við talað um að fara aðra svona ferð og þá um Spán og Frakkland, en hann hefur nú haldið í lengri ferð án okk- ar, en öll munum við hittast aftur. Ég á erfitt með að ímynda mér hvernig líf okkar verður án Gulla. Hver á nú að „hafa hemil“ á okkur konunum með góðlátlegri kímni sinni? Hver á að klára molasykurinn, hann var bara keyptur fyrir Gulla? Margar spurningar vakna, en eitt er víst að öll höfum við misst mikið. Mestur er þó missir Kristínar og barnahópsins stóra, en við vitum að góður Guð getur grætt dýpstu sárin eins og segir í vísunni hér að framan. Við kveðjum góðan vin með trega og sorg en minningarnar lifa og munu halda áfram að ylja okkur um hjarta- rætur og milda sorgina. Ég gleymi ei við góðra vina skál mér gaman þótti að dvelja með þér stund og eins var gott ef angur mæddi sál að eiga tryggan vin með kærleikslund. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíl þú í friði kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ármann og Sigurbjörg. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.