Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 15

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 15 ERLENT STAÐFEST var í gær, að hátt í átta hundruð manns hefðu farist af völdum gífurlegrar úrkomu í indversku borginni Mumbai (Bombay) og annars staðar í Mah- arashtra-ríki. Líklegt þykir, að tala látinna eigi eftir að hækka mikið en úrkoman frá því á þriðjudagsmorgni og til jafnlengdar á miðvikudag er sú mesta, sem mælst hefur á einum sólarhring í Indlandi, 94,4 sm. Hafa margir drukknað í flóðvatninu og enn aðrir látið lífið í skriðuföllum. Hér er fólk að handstyrkja sig áfram á kaðli, sem strengdur hefur verið yfir götu í Mumbai, en atvinnulífið í borginni er lamað að miklu leyti og áfram spáð mikilli úrkomu. AP Mikið manntjón í flóðum GEIMFERJAN Discovery lagðist upp að Alþjóðageimstöðinni í gær og færði sjö manna áhöfnin sig yfir í stöðina um miðjan daginn. Áður hafði bandaríska Geimvísindastofn- unin (NASA) greint frá því að fleiri geimferjum yrði ekki skotið á loft fyrr en búið væri að finna lausn á vanda sem upp kom við geimskotið að þessu sinni og svipar til þeirra skemmda er grönduðu geimferjunni Columbia og sjö manna áhöfn hennar árið 2003. Rannsókn hefur leitt í ljós að brot af einangrunarfroðu á stærð við ferðatösku losnaði frá eldsneytis- tanki Discovery við geimskotið á þriðjudag og einnig urðu einhverjar hitahlífar á flauginni sjálfri fyrir tjóni en talsmenn NASA segjast ekki telja að um alvarlegar skemmdir sé að ræða og að flaugin eigi að geta kom- ist heilu og höldnu til jarðar. Óhjákvæmilegt sé á hinn bóginn að hætta frekari geimferðum þar til búið sé að finna lausn á vandanum.    '7-= 0,"! , 06 -7-= *",4-, !$) 4 M) @ 7" = 0E,, "'   /"0-, 6"E) * ' =56 4 "' 4)A4-, 'M <E!> = '' ="'' =>37 5 < 4 ", $6-=; I 7" =0",> ' $7 5/30' /"'' , 0B,) 5, 4  89:;8<=>:=$;3?.9>:@AB8.< ;$:$,#    '  C     15   1     5       C  ' C C 9 D C    #E  ' "                                          !   "  #     $%       !      "   "  &             "      "   ' !  "  &       "    ( "          )   *+  "       " ,"   - !    "            FC        /C &  "  #   #   - %& "   .           ) /    Brot á stærð við ferðatösku losnaði af Minsk. AP, AFP. | Óeirðalögreglumenn í Hvíta-Rússlandi lögðu í fyrrinótt undir sig höfuðstöðvar samtaka fólks af pólskum ættum í landinu og brást pólska stjórnin við með því að kalla heim sendiherra sinn í landinu. Tengist þetta vaxandi væringum milli ríkjanna en stjórnvöld í Hvíta- Rússlandi eru sögð óttast að utanað- komandi öfl vilji beita sér fyrir lýð- ræðisbyltingu í landinu. „Vopnaðir lögreglumenn með hunda brutust inn í húsið og allir, sem þar voru, þeirra á meðal for- maður samtakanna, Angelica Borys, voru handteknir,“ sagði Inessa Todryk, blaðamaður við Glos znad Niemna, dagblað pólskættaðra Hvít- Rússa. Átti þetta sér stað í borginni Grodno í vesturhlutanum en fólkið var síðan látið laust í gærmorgun. Fréttaskýrendur segja að Alex- ander Lúkasjenko, forseti Hvíta- Rússlands, hafi af því vaxandi áhyggjur að utanaðkomandi öfl vinni að lýðræðisbyltingu í landinu, líkri þeirri í Úkraínu fyrir ári. Undanfari atburðanna í Grodno í fyrrinótt var hins vegar sá að Lúkasjenko neitaði að fallast á skipan nýrrar stjórnar í samtökum Pólverja en félagar í þeim eru um 20.000. Pólski minnihlutinn í landinu telur hins vegar um 400.000 manns. Enginn pólskur sendiherra í bráð Lúkasjenko, sem heldur fast við stjórnarhætti sovéttímans jafnt í efnahags- sem stjórnmálum, heldur því fram að pólsk stjórnvöld noti samtökin til afskipta af hvít-rúss- neskum innanlandsmálum og ríkis- fjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi sögðu í gær að Borys, formaður samtak- anna, og átta aðrir frammámenn í þeim hefðu verið sett í bann fyrir að beita þeim í pólitískum tilgangi. „Við höfum kallað heim sendi- herra okkar í Hvíta-Rússlandi og þangað fer hann ekki aftur fyrr en ástandið í landinu hefur breyst til batnaðar,“ sagði Adam Rotfeld, ut- anríkisráðherra Póllands, í gær en Pólverjar hafa áður formlega mót- mælt mannréttindabrotum í Hvíta- Rússlandi og stjórnvöld beggja ríkjanna hafa vísað sendimönnum burt. Talsmaður Evrópusambandsins sagði í gær, að atburðirnir í Hvíta- Rússlandi væru til marks um vax- andi kúgun í landinu. Stjórnarandstæðingar í Hvíta- Rússlandi segja að Lúkasjenko sé al- tekinn ótta við lýðræðisbyltingu í landinu og sannfærður um að vest- ræn ríki, Pólland, Litháen og Úkr- aína ætli að steypa honum af stóli. Lúkasjenko sagður ótt- ast lýðræðisbyltingu Pólski sendiherrann í Hvíta-Rússlandi kallaður heim vegna atlögu að pólska minnihlutanum í landinu Kænugarði. AFP. | Fyrir einu misseri var Viktor Jústsjenko, forseta Úkr- aínu, hampað í flestum fjölmiðlum þar í landi sem lýðræðislegum umbótasinna en nú er allt í einu farið að þjóta öðruvísi í fjöllun- um. Er hann sak- aður um vaxandi ritskoðun og óvanalega ósvífin svör við spurning- um blaðamanna. Það vakti athygli fyrir skemmstu er 19 ára gamall sonur Jústsjenkos var kominn á ofurglæsilega BMW- bifreið, sem er sögð kosta hátt í átta milljónir ísl. kr. Var sagt frá því í net- miðlinum Ukrainska Pravda og spurt hvernig í ósköpunum forseta- sonurinn hefði efni á slíkum lúxus. Kom þar einnig fram, að Andríj væri tíður gestur á fínustu veitingastöð- unum og ávallt með seðlavöndulinn uppi. Jústsjenko brást ókvæða við fréttinni, sem hann sagði vera fulla af lygum og árás á einkalíf sonar síns. „Hagaðu þér eins og kurteis blaðamaður en ekki eins og leigumorðingi,“ sagði Jústsjenko við fréttamann á netmiðlinum er hann innti eftir viðbrögðum forsetans við fréttinni. Bætti hann síðan við í hálfsamhengislausu máli, að sonur sinn, heiðarlegur og vel upp alinn, hefði unnið dálítið með náminu og leigt bílinn. Sagði hann líka, að blaðamaðurinn, sem fréttina skrifaði, hefði verið keyptur til þess af pólitískum andstæðingum forset- ans. Blaðamenn mótmæla Úkraínskir blaðamenn, sem al- mennt studdu Jústsjenko og „rauð- gulu“ byltinguna, eru yfir sig hneykslaðir á ummælunum. Á þriðjudag höfðu meira en 200 þeirra undirritað bréf til forsetans þar sem segir meðal annars: „Þú sórst að standa vörð um mál- frelsið en nú hefur þú traðkað á rétti blaðamanna til að afla sér upplýs- inga, þar á meðal um hagi þeirra sem fara með völdin. Almenningur hefur fulla heimtingu á að fá að fylgjast með fjármálum þínum og fjölskyldu þinnar. Því miður verðum við að vekja athygli á því að í þessu landi er verið að herða á ritskoðun og setja málfrelsinu vaxandi skorður.“ Jústsjenko hefur svarað því til að vissulega komist hann og fjölskylda hans ekki hjá því að vera í sviðsljós- inu en eftir sem áður eigi þau sinn rétt til einkalífs. Úkraínskir blaðamenn segja að eftir að Jústsjenko komst til valda undir gunnfána opinnar umræðu og heiðarleika hafi hann smám saman verið að herða eftirlit með netmiðlum og réttlæti það jafnan með þörfinni fyrir pólitískan stöðugleika. „Svo virðist sem núverandi forseti Úkraínu haldi að frelsi fjölmiðlanna felist í því að skrifa lofgreinar um hann sjálfan,“ sagði í dagblaðinu Den í fyrradag. Jústsjenko sakaður um vax- andi ritskoðun og ósvífin svör Blaðamenn segja hann vera farinn að minna mest á Leoníd Kútsjma Víktor Jústsjenko ÝMISLEGT bendir til þess að Finnar muni á næstunni taka upp reykingabann á veitinga- stöðum og öðrum opinberum stöðum og fylgi þar með for- dæmi Norðmanna og Svía. Danska fréttastofan Ritzau segir að málið hafi verið tekið til umfjöllunar á finnska þinginu en vinnuhópur lagði til 21. júní að bannið yrði tekið upp. Er meiningin í Finnlandi, eins og annars staðar þar sem sambærileg löggjöf hefur verið sett, að verja þá sem ekki reykja fyrir áhrifum óbeinna reykinga. Skoðanakannanir í Finnlandi hafa sýnt að menn eru mjög á öndverðum meiði í málinu og skiptar skoðanir eru um það. Reykinga- bann í Finnlandi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.