Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 13
en þú sérð sama sem ekkert á jörð- inni á eftir. Við erum með stóran hóp sér- fræðinga í þessu, innlenda og er- lenda, og höfum frá upphafi – alveg frá því verkefnið var orðað við okk- ur óformlega – ráðfært okkur við sérfræðinga hjá Umhverfisstofu um hvað þyrfti að hafa í huga. Svo hef- ur verið gert samkomulag við Land- græðsluna um uppgræðslu á þess- um svæðum, löngu eftir að við erum farin. Við erum íslenskt fyrirtæki og ætlum okkur að starfa áfram á Ís- landi, þess vegna munum við að sjálfsögðu ekki skilja eftir okkur ónýtt land. Við leggjum mikið upp úr því að gera þetta vel.“ Náttúran sé enda það sem er- lendir kvikmyndatökumenn sækjast eftir, þegar þeir leita hingað til lands. „Algjörlega. Við erum í raun og veru útflutningsgrein, þótt við vinnum hér á landi. Og bara það að fá svona stórt verkefni hingað til lands, þegar dollarinn stendur jafn- illa, er í sjálfu sér kraftaverk. Rétt eins og fiskiðnaðurinn og fleiri höf- um við þurft að hafa fyrir hlutunum að undanförnu.“ Menn eru misstrangir Er áhugi erlendra fyrirtækja á tökum hér að aukast, eða hefur um- fjöllunin einfaldlega verið meiri? „Þetta hefur verið að aukast jafnt og þétt. Bæði vegna þess að íslensk fyrirtæki á þessu sviði hafa verið dugleg að kynna landið, en líka vegna þess að kvikmyndagerðar- menn sem hingað hafa komið hafa í langflestum tilfellum verið mjög ánægðir. Hér er líka að verða til góð reynsla, fólk getur treyst á ákveðin gæði. Og ef við höfum landið áfram eins og það er, eykur það mögu- leikana tvímælalaust. Þetta er líka grein sem hefur svo góð margfeldis- áhrif, fyrir utan faglegu þjónustuna eyðir þetta fólk peningum hér eins og venjulegir túristar, svo fer það heim og segir öðrum frá og orð- sporið flýgur.“ Og þótt vinnudagarnir séu langir er bransinn skemmtilegur. „Maður kynnist gífurlega skemmtilegri flóru af fólki. Og svo lærir maður að meta landið sitt betur og betur þeg- ar maður sér það með augum hinna erlendu gesta.“ En þótt náttúran sé dýrmæt er margt annað hér of dýrt, sér í lagi ef gengi krónunnar er sterkt. „Við erum illa samkeppnishæf við önnur lönd ef verðið er hátt. Matur hér er dýr, bílaleigubílar, bensín. Þannig að stundum er þetta alls ekki auð- velt,“ segir Helga Margrét. En þeg- ar vel gengur er vitanlega gaman, og góð tilfinning að horfa á fullbúna mynd á hvíta tjaldinu eða auglýs- ingu á heimsvísu, sem tekin hefur verið hér á landi. Að lokum er Helga Margrét ekki spurð út í sögufléttu Flags of Our Fathers, enda líklegt að hún sé bundin ákveðnum trúnaði. „Já, al- mennt þegar kvikmyndir eru gerð- ar, vilja kvikmyndagerðarmennirnir halda í ákveðinn trúnað og spilla sem minnst fyrir væntanlegum áhorfendum. Það er líka langur veg- ur frá handriti að endanlegu útgáf- unni. Annars eru menn misjafnlega strangir. Þegar Tomb Raider var í tökum hérlendis hvíldi gífurleg leynd yfir öllu og menn máttu varla sjá búninginn hennar Angelinu [Jol- ie]. Aðstandendur Bond-myndarinn- ar buðu hins vegar blaðamönnum að fylgjast með heilum tökudegi.“ Ef leikurum eða leikstjóra Flags of Our Fathers dettur í hug að skoða Gullfoss, sjá lunda eða skella sér í bíó, kemur í hlut Truenorth að bjarga því. Og myndi ekki verða vandamál. „Mig grunar nú samt að þeir muni frekar vilja nýta lausar stundir í að hvíla sig, því þetta verða væntanlega erfiðar tökur fyrir marga þeirra,“ segir Helga Margrét að endingu, meira en hálfnuð með vinnudaginn en alls ekki búin. mál sith@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 13 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn út í heim www.icelandair.is/serferdir Hafið samband við hópadeild s. 50 50 406 eða groups@icelandair.is Fjölbreytt dagskrá Njótið lífsins í Florida ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 29 19 3 0 8/ 20 05 Í ferðunum verður margvíslegt í boði til skemmtunar og hressingar, morgunhreyfing, gönguferðir, skoðunar- ferðir, danskennsla í haustferðum, félagsvist, bingó og kvöldskemmtanir og ferðafélögum gefst kostur á að fara saman út að borða. Sólskinsríkið Florida er paradís eldri borgara Ferðir fyrir eldri borgara til St. Petersburg Beach í Florida í haust – Íslenskur fararstjóri 30. sept. - 11. okt. - Fararstjóri: Gunnar Þorláksson. 8. - 19. nóv. - Fararstjóri: Gunnar Þorláksson. Verð frá 89.900 kr.* á mann í tvíbýli á Alden Beach Resort Alden Beach Resort * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 10 nætur á Alden Beach Resort á St. Petersburg Beach og 1 nótt á Florida Mall-hótelinu á leiðinni heim, íslensk fararstjórn og þjónustugjald. Gunnar Þorláksson VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Icelandair tekur við MasterCard ferðaávísun í allt flug, þ.m.t. netflug

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.