Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 217. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is N†TT KORTATÍMABIL! Frækin og feminísk Skarphéðinn Guðmundsson ræðir við Jessicu Alba | Menning Tímaritið og Atvinna Tímaritið | Kiri te Kanawa og stórlaxarnir  Hvar eru vínin?  Úr heimsborginni á Hólinn  Helgi Snær og stóri bróðir  Útivist er margra meina bót Atvinna | Smekkfullt blað af auglýsingum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HLUTAFÉLAGIÐ Baugur greiddi fyrir marg- víslegar fjárfestingar og persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra og fleiri. Þetta kemur fram í kæru ríkislögreglu- stjóra á hendur Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Jóns- syni, föður hans, Kristínu Jóhannesdóttur, syst- ur hans, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs og tveimur endurskoðendum Baugs. Ákærurnar eru birtar í heild sinni í Morg- unblaðinu ásamt athugasemdum sakborninga. Lán frá Baugi Í ákærunni kemur fram að fjárfestingar sem Fjárfestingafélagið Gaumur stóð að hafi ítrekað verið greiddar af reikningum Baugs hf. Baugur var á þeim tíma félag sem skráð var á Verð- bréfaþingi Íslands og í eigu margra hluthafa. Gaumur er einkahlutafélag í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, en félagið er stærsti eigandinn í Baugi. Í ákærunni kemur fram að í október 1998 hafi Jón Ásgeir látið Baug-Aðföng, dótturfélag Baugs, greiða 200 milljónir til Helgu Gísladótt- ur, en hún afhenti ávísunina sambýlismanni sín- um, Eiríki Sigurðssyni, eiganda Vöruveltunnar. Baugur eignaðist hins vegar ekki hlut í Vöru- veltunni fyrr en á árinu 1999. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa í júní 2001 látið Baug greiða 95 milljónir inn á banka- reikning í Kaupþingi. Þaðan fór upphæðin til Kaupthing Bank í Lúxemborg til félagsins Cardi Holding, dótturfélags Gaums Holding, en peningarnir voru notaðir, ásamt láni, sem hluta- fjárframlag í FBA-Holding. Það félag var í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums og þriggja ann- arra. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa í ágúst 1999 millifært 100 milljónir af reikn- ingi Baugs til Íslandsbanka vegna innheimtu á hlutafjárloforðum, sem greiðslu Gaums, þegar einkahlutafélagið tók þátt í hlutafjárútboði í Baugi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa um mitt ár 1999 látið afhenda Gaumi 10,7 milljónir hluta Baugs í Flugleiðum. Hlutabréfin seldi Gaumur síðar fyrir 49,4 milljónir. Þessi skuld Gaums við Baug ásamt fleiri skuldum var gerð upp árið 2002. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa í október 1999 fært 4,5 milljónir af bankareikningi Baugs inn á reikning Gaums til kaupa á fasteigninni að Viðarhöfða 6 í Reykjavík. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa í desember 1999 látið millifæra 8 milljónir af reikningi Baugs til SPRON sem greiðslu Gaums fyrir helming hlutafjár í Viðskiptatrausti ehf., sem var í eigu SPRON. Skuldin var gerð upp í júní 2000. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa í desember 1999 látið Baug greiða inn á bankareikning Gaums 35 milljónir vegna kaupa Gaums á Debenhams PLC í Bretlandi. Skuldin var gerð upp viku síðar. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa í febrúar 2001 látið færa á viðskiptamanna- reikning Gaums hjá Baugi 50,5 milljónir vegna kaupa Gaums á hlutabréfum í Baugi. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa í sama mánuði látið færa á viðskiptamanna- reikning Kristínar í Baugi 3,8 milljónir vegna kaupa Kristínar á hlutabréfum í Baugi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa í maí 2001 látið millifæra 100 milljónir af reikningi Baugs inn á reikning Gaums, en peningarnir voru not- aðir sem hlutafjárframlag Gaums í Restaurant Group AB. Keypti Vöruveltuna af Jóni Ásgeiri Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa lánað án trygginga eða ábyrgða 64,5 millj- ónir, fyrir hönd Baugs, til Fjárfars, en Jón Ás- geir stýrði því félagi. Peningarnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Baugi. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa í júní 2000 lánað 50 milljónir, fyrir hönd Baugs til Fjárfars vegna kaupa einkahluta- félagsins í Baugi-net. Viðskiptin gengu síðar til baka. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir hafa í febrúar 2001 lánað, fyrir hönd Baugs 87,8 millj- ónir til Fjárfars vegna kaupa Fjárfars í Baugi. Í ákærunni eru Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um að hafa í maí 1999 blekkt stjórn Baugs og mis- notað aðstöðu sína sem forstjóri og aðstoðarfor- stjóri Baugs, með vitund Jóhannesar, til að heim- ila Jóni Ásgeiri til að ganga til samninga um kaup á 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. Jón Ásgeir hafi á þeim tíma sjálfur verið umráðandi 70% hluta- fjár og átt stærsta hluta félagsins, en um þetta hafi stjórnin ekki haft vitneskju. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa látið Baug greiða á árunum 1998–2002 rúmlega 12,5 milljónir vegna persónulegra úttekta óviðkom- andi Baugi. Tryggvi er sömuleiðis ákærður fyrir að láta Baug greiða útgjöld óviðkomandi Baugi upp á rúmlega 1,3 milljónir en eyðslan var skráð sem ferðakostnaður. Kært er vegna fleiri reikn- inga sem Baugur var látinn greiða, en tengdust ekki félaginu að því er fram kemur í ákærunni. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa, með liðsinni Jóhannesar og Kristínar, látið Baug greiða 34 reikninga sem gefnir voru út af félaginu Nordica Inc. í Bandaríkjunum vegna reksturskostnaðar og annars tilfallandi kostn- aðar vegna skemmtibátsins „Thee Viking“ en báturinn hafi verið Baugi óviðkomandi. Tilhæfulausir reikningar Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga, samtals upp á 108,9 milljónir króna og fært þá sem tekjur í bókhaldi Baugs. Þetta hafi leitt til þess að árshlutareikningur um mitt ár 2001, sem birtur var á Verðbréfaþingi Íslands, hafi verið rangur. Fjárfestingar Gaums og Fjár- fars fjármagnaðar af Baugi  Árshlutareikningur rangur  Baugur greiddi 34 reikninga vegna skemmtibáts í annarra eigu  Baugur greiddi persónulegar úttektir óviðkomandi félaginu Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ALLSTÓRAN snjóskafl er að finna í Esjunni en hann hefur hingað til lifað af sumarið. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann þegar hann átti þar leið um. Skaflinn mældist um 20 metrar á lengd og 15 metrar á breidd, eða um 300 fermetrar að stærð. Skaflinn liggur í um 850 metra hæð yfir sjávarmáli ná- lægt Gunnlaugsskarði. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, má búast við því að dagar snjóskaflsins verði taldir í lok ágústmánaðar eða byrjun september, en hlýinda- og vætu- tíð er framundan. Undanfarin sumur hafa einkennst af hlýindum þannig að snjórinn hefur ekki náð að haldast út sumarið í hlíðum Esjunnar. Árið 1998 hvarf allur snjór úr Esjunni og var það í fyrsta skipti sem það gerð- ist í um 30 ár. Á myndinni sést Björn Guðmundur Markússon bregða á leik í snjóskaflin- um, en hann var með ljósmyndara í för. Morgunblaðið/Þorkell Síðasti snjóskafl- inn í Esjunni Í ÁKÆRUSKJALINU segir að stjórnendur Baugs hafi sett fram rangar og villandi sérgrein- ingar í ársreikningi Baugs. Engar upplýsingar séu þar að finna um lán eða greiðslukjör til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum, heldur voru þessi lán felld undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikningi. Ekkert er heldur getið um lán- in í skýrslu stjórnar eða í skýringum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn, með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa, áritaði endurskoðandi hlutafélagsins, án fyrirvara. Ekkert um lán til stjórnenda í ársreikningum  Ákærur |14–17 Þungar ákærur á hendur forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs og Gaums
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.