Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi BANDARÍSKI herinn hefur samið við Hringrás um niðurrif Rockville- ratsjárstöðvarinnar á Sandgerðis- heiði og tengdra bygginga, m.a. ol- íutanka, lagna og girðinga. Nið- urrifið á að hefjast í nóvember og standa í um fjóra mánuði. Um tíu manna hópur frá fyrirtækinu mun vinna við niðurrifið, en kostnaður við það er mikill, eða 100–110 millj- ónir króna að sögn Einars Ásgeirs- sonar, framkvæmdastjóra Hring- rásar. Krafa um tvöfalda ábyrgð Tilboðsgjafi í niðurrifið var Línu- borun ehf. en Hringrás annast það sem undirverktaki. Hringrás ann- aðist áður niðurrif á öðru svæði í nágrenni Rockville í samstarfi við og fyrir hönd Íslenskra aðalverk- taka. Einar segir um eitt stærsta nið- urrifsverkefni að ræða sem hann minnist hérlendis, ásamt fyrra nið- urrifi á svæðinu. „Við höfum mjög góðan tækjabúnað, m.a. stórvirkar gröfur með klippum og annan sér- hæfðan búnað, og mjög hæfan mannskap, þannig að þótt verk- efnið sé stórt á þetta ekki að vefj- ast fyrir okkur.“ Til að uppfylla skilyrði hersins þarf fyrirtækið m.a. að leggja fram um 200 milljóna króna tryggingu. „Bandaríski herinn gerir miklar kröfur til verktaka sinna og þarna er um tvöfalda ábyrgð að ræða, þ.e. tryggingin nær bæði til verk- tímans og heils árs að honum lokn- um. Við þurfum að uppfylla ákveð- in formsatriði, og það tekur talsvert langan tíma áður en fram- kvæmdin getur hafist,“ segir Ein- ar. Mörg þúsund rúmmetrar efnis Mikið af efni fellur til við nið- urrifið, m.a. steypa, járn, timbur og spilliefni á borð við asbest. Einar segir ljóst að um sé að ræða mörg þúsund rúmmetra af efni. „Við áætlum að bara af járni falli til nokkur þúsund tonn, og steypan er mesta magnið þannig að það er ennþá meira.“ Einar segir að öll förgun muni fara fram eftir löglegum aðferðum. Jarðefni verði urðuð en sem mest af efninu verði endurunnið. „Sér- fræðingar munu fást við asbestið, það er höndlað þannig að tryggt er að ekki fari rykagnir úr því, m.a. með því að plastklæða það, og síð- an er það urðað. Þannig lágmörk- um við áhættu þessu samfara.“ Að sögn Einars er Hringrás um þessar mundir að hefjast handa við niðurrif Kísilverksmiðjunnar í Mý- vatnssveit en að því loknu tekur við niðurrif Rockville. Varnarliðið starfrækti ratsjár- stöð í Rockville til ársins 1997 en þá var svæðið afhent íslenskum stjórnvöldum. Tveimur árum síðan fékk meðferðarheimilið Byrgið þar tímabundið aðsetur. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta bygg- ingar þar undir herminjasafn, en í fyrra var tekin ákvörðun um að rífa þær. Bandaríski herinn og Hringrás semja um niðurrif Rockville-ratsjárstöðvarinnar Eitt mesta niðurrif hérlendis Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum getur orðið alþjóðleg miðstöð tungumála í heiminum, þar sem safnað yrði gögnum um tungumál og menningu á stafrænu formi. Á nokkrum stöðum í heiminum eru til stofn- anir sem fást við tungu- mál á afmörkuðum svæðum, en tölvutæknin gerir mögulegt að tengja slíkar stofnanir saman. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem stofnun Háskóla Íslands í er- lendum tungumálum er kennd við, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að Ísland sé stikla á milli heimsálfa og hingað gætu fræðimenn komið og notfært sér gagna- grunn og rannsóknir um öll heimsins tungu- mál. „Íslendingar hafa mikið fram að færa þegar tungumál eru annars vegar og al- þjóðamiðstöð á þessu sviði gæfi tækifæri til að koma menningu og þjóð á framfæri á af- ar jákvæðan hátt. Um leið legðum við lið tungumálunum, sem eiga í vök að verjast.“ Vigdís segist vita að sumum þyki í mikið ráðist, en sjálf hafi hún fulla trú á að þessar áætlanir eigi eftir að ganga fram. Öll heimsins tungumál á einum stað  Tungumál eru lykillinn að heiminum | 10 Vigdís Finnbogadóttir UM 1.000 manns eru staddir í Ormsteiti á Eg- ilsstöðum um helgina. Fólk tók að fjölmenna strax í fyrradag þegar hátíðin var sett með formlegum hætti. Fjöl- breytt dagskrá er á hátíðinni fyrir fólk á öllum aldri, en hátíðin stendur til sunnudagsins 21. ágúst nk. Í dag verður sérstakur Hallormsstað- ardagur. Tónleikar verða í Atlavík með Valgeiri Guðjónssyni og Jóni Ólafssyni. Ratleikur Laufsins, hjólabátakeppni, Brúðubíllinn, varð- eldur og grill niðri við fljót. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjör í Ormsteiti ÞAU sex sem ákærð eru í Baugsmálinu svokall- aða, Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannes- son, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardótt- ir, hafa látið vinna athugasemdir sem lögmaður eins hinna ákærðu sendi Morgunblaðinu ásamt ákærunum. Eru þær birtar í heild í Morgun- blaðinu í dag. Þar segir að eðlilegar skýringar séu á því sem ákært er fyrir. Allir ákærðu neita öllum sakargiftum í málinu. Í ákærunum kemur fram að ýmislegt sé at- hugavert við samskipti Baugs við fjárfesting- arfélagið Gaum, sem er í eigu Jóhannesar Jóns- sonar og fjölskyldu hans. Í skýringum ákærðu kemur fram að eðlilegar skýringar séu á þessum samskiptum. Í mörgum tilvikum hafi verið veitt viðskiptalán til þess að flýta fyrir viðskiptum. Dæmi um þetta eru sögð viðskipti sem tengd- ust einkaleyfi fyrir Debenhams á Íslandi, en þar er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, gefið að sök að hafa í desember 1999 millifært 35 milljónir af reikningum Baugs yfir til Gaums. Í skýringum ákærðu kemur fram að samstarf Baugs og Gaums hafi gjarnan verið þannig að Gaumur hafi farið á undan í leit að fjárfestingum, og tekið áhættuna af þeim. Fjár- festingarnar hafi svo verið færðar yfir til Baugs, sem hagnaðist verulega á viðskiptunum. Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi þegar Baugur keypti Vöruveltuna, eiganda verslunarkeðjunnar 10–11. Skýringar sakborn- inga á því lúta að því að Jón Ásgeir hafi gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem um- boðsmaður kaupanda sem var ekki tilgreindur á þeim tíma en skyldi tilgreindur innan 30 daga. Samningurinn hafi því falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar, sem Jón Ásgeir ábyrgðist. Segir í skýringum ákærðu að Íslandsbanki hafi tekið söluferlið yfir og „aðrir aðilar“ hafi komið að málinu og verið eigendur 70% hluta- fjárins, ekki Jón Ásgeir eins og segir í ákæru. Segir einnig að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs, sem var ekki skráð á hlutabréfamarkaði á þeim tíma. Enginn auðgunarásetningur var til staðar að mati Jóns Ásgeirs, sem hagnaðist ekki á við- skiptunum, þótt sakborningar meti það svo að Baugur hafi hagnast um 3,5–4 milljarða kr. Nokkur ákæruatriði snúa að snekkju sem Jón Gerald Sullenberger keypti í Flórída og meint- um greiðslum Baugs vegna kaupa á snekkjunni. Segir í athugasemdum ákærðu að fyrirtæki Jóns Geralds, Nordica, hafi fengið mánaðarleg- ar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjón- ustu sem veitt hafi verið Baugi við innkaup og merkingar á vörum, auk flutnings þeirra til Ís- lands. Segir að vegna taps á rekstri vöruhúss Nordica hafi greiðslurnar verið nauðsynlegar til þess að Jón Gerald gæti framfleytt sér og fjöl- skyldu, en Jón Gerald hafi einn átt snekkjuna. Sakborningar í Baugsmálinu gera athugasemdir við ákæruliði Ríkislögreglustjóra Eðlilegar skýringar á öllu  Athugasemdir sakborninga | 18–19 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Á SÍÐUSTU misserum hafa mörg – ef ekki flest – betri vína sem hér hafa verið á boðstólum smám sam- an „dottið út úr vöruúrvalinu og er nú svo komið að það er vand- kvæðum bundið að fá hágæðavín frá mörgum héruðum“, segir Stein- grímur Sigurgeirsson í vín- umfjöllun sinni í Tímariti Morg- unblaðsins. Hann segir m.a. að „úrvalið sé að breytast í álíka flatneskju og oft er í stórmörkuðum austan hafs og vest- an“. „Hvar eru öll Búrgundarvínin, Bordeaux-vínin, Rónarvínin, Tosk- ana-vínin, Piedmont-vínin, aust- urrísku hvítvínin, þýsku hvítvínin?“ spyr hann. Vandkvæðum bundið að fá hágæðavín  Tímarit | 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.