Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Menn verða að fara aðhuga að því aðkoma sér á veiðar efallur kvótinn á aðnást fyrir 15. sept- ember,“ segir Jóhann G. Gunnars- son á skrifstofu Veiðistjórnunar- sviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Jóhann er lykilmaður við stjórn veiðanna og er í daglegu sambandi við eftirlitsmennina á veiðisvæðunum 9. „ Nú verða menn að fara að drífa sig á veiðar, það er búið að veiða alltof fá dýr á svæði 2 miðað við hve mikið er liðið af veiði- tímanum. Vont er að nýta ekki dag- ana þegar veðrið er gott. Það er erf- iðara að vera á veiðislóð þegar biðraðir manna hafa myndast í hóp- ana. Menn fara þá oft að flýta sér og árangurinn verður ekki sem skyldi,“ segir Jóhann. „Veðrið hefur verið mjög gott hér á Héraði undanfarna daga en hætt- an er alltaf sú að þoka leggist yfir veiðisvæðin og þá er lítið hægt að gera. Við höfum verið að missa mjög góða daga þar sem lítið hefur verið veitt.“ Um ástæður þess að veiðimenn kjósa að fara svo seint á veiðar vill Jóhann ekki fullyrða. „Einhverjir eru að spá í tarfana og bíða eftir að hornin hvítni. Aðrir vilja bíða svo dýrin þyngist. Reynsla undanfar- inna ára hefur verið sú að flest dýrin hafa verið felld eftir 20. ágúst. Menn eru að taka svolitla áhættu með að bíða fram yfir þann tíma.“ Á föstudag var búið að fella í allt 94 tarfa og 27 kýr en heildarkvótinn er 800 dýr svo það eru orð í tíma töl- uð að menn fari að koma sér á veið- ar. Hreindýr eru felld með rifflum og samkvæmt lögum um hreindýra- veiðar má ekki nota minni kúlur en 6 mm að þvermáli og ekki léttari en 6,5 grömm (100 grain) að þyngd við veiðarnar. Vinsælustu veiðiskothylkin Algengasta 6 mm skothylkið er 243 Winchester sem er þrautreynt og hefur reynst ágætlega við hrein- dýraveiðarnar ef færin eru ekki of löng. Af heimasíðu hreindýraráðs má sjá töflu yfir hver eru vinsælustu veiðiskothylkin við hreindýraveiðar undanfarin ár og hvaða kúlur (þyngd og gerð) menn að nota. Þar sést að 243 Winchester er vinsælast en fast á eftir fylgir „sænski mau- serinn“ 6.5x55 og segir fremri talan til um þvermál kúlunnar í millimetr- um og seinni talan til um lengd skot- hylkisins. Þetta skothylki kom fyrst fram 1894 og er því þrautreynt í Skandinavíu við allar hjartardýra- veiðar að elg meðtöldum og það þykir eitt nákvæmasta veiðiskot- hylkið sem völ er á (ef rifillinn er góður á annað borð) og hentar ágætlega við hreindýraveiðar hér- lendis. Þar á eftir kemur svo 308 Winchester sem einnig er gríðarná- kvæmt og mikið notað við mark- skotfimi. Fjórða vinsælasta skot- hylkið er svo 7 mm Remington Magnum sem er mjög öflugt hylki en á móti kemur að bakslag af magnum skothylkjum er allajafna nokkuð meira en hinna sem nefnd hafa verið. Flatur kúluferill veiði- skothylkja er eftirsóknarverður og allt helst þetta í hendur og hefur alla tíð verið keppikefli framleið- enda riffla og skotfæra að finna skothylki sem sendi kúluna sem lengst í flötum ferli, nákvæmt og kröftugt en þó án of mikils bakslags. Kenningarnar um hvaða hylki upp- fylla þessi skilyrði eru mýmargar og nánast vonlaust að finna eitthvað sem öllum líkar. En fjölbreytnin er nægileg til að flestir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Kúluferill er þó varla nokkuð sem hafa þarf áhyggjur af við hreindýra- veiðar; ef færin eru innan við 250 metrar, sjónaukinn núllstilltur á 100–200 metra og miðað á bógsvæð- ið (hjarta og lungu) er nokkuð öruggt að með þeim hylkjum sem mest eru notuð þá lendir kúlan á réttum stað og dýrið fer ekki langt eftir það. Að skjóta í haus dýrsins er vanda- samt og skyldi ekki gera nema í undantekningartilfellum og þá með samþykki eftirlitsmanns við veið- arnar. Það hefur einnig áhrif á gæði kjötsins þar sem blóðtæming verður hægari en ef skotið er í hjarta og lungnasvæði. Kúlurnar hafa ólíka eiginleika Af öðrum vinsælum riffilskot- hylkjum sem notuð eru við hrein- dýraveiðar skyldi auðvitað fyrst nefna hin margreyndu 270 Winches- ter og 30 06 Springfield, og af nýrri hylkjum má nefna 6.5-284 Norma og 7 mm-08 en í raun má segja að allar hlaupvíddir frá 6 mm til 7.62 mm (þ.e. 243, 257, 264, 277, 284, 308) séu ágætlega nothæfar og fer endanlegt val eftir því hvað mönnum hugnast best og hvort þeir hyggjast nota skotvopnið við annað en hreindýra- veiðarnar. Reyndar kemur fátt ann- að til greina hérlendis þegar um riffla er að ræða en refaveiðar og markskotfimi en margir eiga að sjálfsögðu riffla í ýmsum hlaupvídd- um burtséð frá því hvernig veiðar þeir stunda; þetta er áhugamál eins og svo margt annað. Fuglaveiðar með stórum rifflum eru varasamar og ætti helst ekki að stunda. Fyrir veiðimanninn sem hyggst eingöngu skjóta hreindýr er kannski rétt að kynna sér bakslag og aðra eigin- leika sem hvert skothylki hefur þar sem endanleg hittni ræðst verulega af því hversu þægilegt mönnum þykir að skjóta úr rifflinum. Kvíði fyrir bakslagi veldur stífni sem hef- ur síðan áhrif á nákvæmnina. Þegar búið er fara í gegnum þann frumskóg sem mörgum þykir val á skothylki og hlaupvídd vera er kom- SKOTVEIÐI | HREINDÝRAVEIÐIN GENGUR RÓLEGA EN VEL Menn skyldu drífa sig á veiðar Ljósmynd/Sigurður Jökull Gústav S. Guðmundsson felldi þennan 85 kg tarf í Ímadal við Vöðlavík á Svæði 5 27. júlí. Gústav er með Mauser 6.5x55 og kúlan var Nosler partition 120 grain. T.v. er Sævar Guðjónsson eftirlitsmaður með Sako 6.5x55. Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Miðfellsfljótið er einnrómaðasti veiði-staður Laxár íLeirársveit, hylursem heldur laxi allt sumarið; hann sýnir sig mikið en getur verið erfiður í töku – stund- um geta veiðimenn þó lent í veislu. Efst fellur áin í bogadregnum streng milli bergganga og síðan deyr strengurinn út í langan og djúpan hyl, þar sem fiskur liggur alveg niður á blábrot. Það er komið kvöld og efst við strenginn stendur skeggjaður veiðimaður með barða- breiðan hatt og kastar flugunni stuttum köstum fyrst í stað en smálengir þau síðan. Það er Sig- urður G. Tómasson. Uppi á bakk- anum situr veiðifélagi hans, Úlfar Antonsson, og fylgist með Sigurði á meðan hann hnýtir nýja flugu á tauminn. Hann segir að þetta sé þriðja vaktin hjá hollinu, gærkvöld- ið hafi verið gott, þá hafi níu laxar komið á land og líklega sex um morguninn, vatnsleysi sé hins veg- ar að setja strik í reikninginn. „Laxfoss er blár af fiski, menn hafa verið að setja þar í nýgengna laxa,“ segir hann. Svo er fiskur upp um alla á, en aðstæðurnar hafa ver- ið skelfilegar í dag, alveg glært og logn.“ Sigurður hefur nú vaðið í land. „Það var rosalega gaman í Laxfossi í gær, allt stjörnuvitlaust,“ segir hann. „Ég setti þar í tíu,“ skýtur Úlfar inn í áður en hann fer fram á bakkann, „og ég í fimm,“ segir Sig- urður. „Ég missti tvo þegar ég var að lempa þá niðurfyrir klett sem er þarna. Annar þeirra var boltafiskur – hann stökk á fluguna, tók hana á lofti! Fleytti svo kerlingar niðureft- ir hylnum – það var rosalegt kikk – en ég missti hann,“ segir Sigurður og fær sér sæti í brekkunni. Uppskriftir virka ekki alltaf Sigurður veiðir tvisvar sinnum í Leirársveitinni í sumar, kemur aft- ur í september. Þeir Úlfar hafa verið í sjö ár í þessu holli. „Við slepptum því reyndar í fyrra, fór- um þá í Laxá í Kjós í staðinn en það var ekki eins gaman. Í Kjósinni tók ég samt lax á Mobutu-púpu númer 16. Og ég setti í tvo laxa í Þórufossi á Teal & Black númer 18. Ég þekki þessa á miklu betur, það er ótrúlegt magn af laxi hér í Mið- fellsfljótinu.“ Til að staðfesta orð hans stökkva þrír í beit. Úlfar er búinn að veiða sig niður og sest hjá okkur. Það er dumb- ungsveður en stakur sólstafur rýf- ur gat á skýjaþekjuna og varpar geisla á hylinn. Laxar halda áfram að stökkva og við fylgjumst með því um stund. „Í gær sögðu leiðsögumennirnir að við ættum að veiða á litlar flug- ur í vatnsleysinu en uppskriftirnar virka ekki alltaf, við höfum mest fengið fiska á stærri flugur og keilutúpur. Þessi á er skrýtin; eitt árið veiddum við bara á Nóru og á Black & Blue annað árið. Nú er svo vatnslítið að maður myndi halda að flotlína væri málið, en nei, hægt- sökkvandi virka betur. Þegar Laxá í Leirársveit er í ess- inu sínu, þá er þetta einhver falleg- asta á sem maður veiðir. Hér eru eintómir fluguveiðistaðir. Og hún er viðráðanleg, stutt á milli veiði- staða.“ Þeir félagar býsnast yfir minnkandi gönguþreki veiðimanna. STANGVEIÐI | VEITT MEÐ SIGURÐI G. TÓMASSYNI OG ÚLFARI ANTONSSYNI Í LAXÁ Í LEIRÁRSVEIT Einhver fallegasta á sem maður veiðir Morgunblaðið/Einar Falur „Það er svakalega mikið af fiski hérna en stundum þegar hann sýnir sig svona mikið þá tekur hann ekki,“ segir Úlfar Antonsson - í baksýn skellur lax niður í strenginn. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.